Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 12
il MORGUNBLAÐIÐ SyNNUDAGIJR 30, MAÍ 1993 FYLGIÐ Á FLÁKKI 1 = Myndi ekki kjósa 2 = Nefnaekkiflokk Þeir sem kusu Alþýðuflokk... Hvern styðja þau nú? Kvennalista... sem kusu í kosningunum 1991 fi?s. Þeir sem kusu Fram- sóknarflokk... Þeir sem |% kusu Sjálf- stæðis- flokk... Þeir sem~ kusu Alþýðu- bandalag... fyrstu tvær spurningamar í könn- uninni. Fyrst voru menn spurðir: „Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun hvaða flokk eða lista myndirðu kjósa?“ Segðust menn ekki vita það, vom þeir spurðir áfram: „En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú myndir kjósa?“ Aðeins 30% kjósenda Alþýðu- flokks styðja hann áfram Af þeim, sem kusu Alþýðuflokk- inn árið 1991, myndu aðeins 30% kjósa hann aftur, væra þingkosn- ingar haldnar í dag. Þetta má sjá á efri myndinni. Um það bil 15% myndu færa sig yfir til Alþýðu- bandalagsins og nokkur hópur einn- ig yfir til Framsóknarflokksins og Kvennalistans. En stærsti hópurinn, sem ekki ætlar að kjósa flokkinn aftur, er nú óákveðinn. Hins vegar bætist Alþýðuflokknum nokkur hópur, sem kaus Sjálfstæðisflokk- inn í síðustu kosningum, eins og sjá má af neðri myndinni. Þessi mynd staðfestir það, sem komið hefur fram áður; að fylgi Alþýðu- flokksins hefur löngum verið lausast við. Framsóknarflokkurinn heldur fylgi sínu frá síðustu kosningum miklu betur en Alþýðuflokkurinn. Þannig myndu 74% þeirra, sem kusu hann síðast, styðja hann aftur nú, en 13% eru óákveðnir. Fram- sóknarflokknum bætist einkum fylgi frá Sjálfstæðisflokknum; af þeim sem styðja hann nú kusu um 10% sjálfstæðismenn árið 1991. Framsóknarflokkurinn nær einnig 29,8% 27,7% 14,9% o oT □ 12,9% A B D G V 1 ...styðja nú 19,6% A B D G V 1 ...styðja nú I A B D G V 1 ...styðja nú I 13,5% 45U1 lD A B D G V 1 ...styðja nú 2 I ’SD A B 18,8%-g I D G V .styðja 1 2 nú Hvaðkusuþau 1991? spm stvAifl hvprni flnbb mi 82>8% . sem styðja hvenn flokk nú Þeir sem styðja Alþýðuflokk... 57,1% Þeir sem styðja Framsóknarflokk... 56,4% 3 = Hafði ekki kosningarétt 18,4% 5: s? Z. UD A B D G V 3 ...kusu þá 6,0% □ A 8,3% IUl£l D G V 3 ^ O o cT 1,4% £ A B D G V 3 Þeir sem styðja Sjálfstæðisflokk... Þeir sem styðja Kvennalista... Þeir sem styðja Alþýðubandalag... 45,9% 46,0% § 16,5% 17,2% I nP 5 2 ...kusu þá ...kusu þá □ □I A B D G V 3 ...kusu þá 9,2% ]□ 1114% A B D G V 3 ...kusu þá Sumarbústaðaeigendur - Bændur Fiskeldisstöðvar - Sveitarfélög o.fl. BORHOLU- HDÆLUR Til afgreiðslu í ýmsum stærðum. Hagstætt verð. Leitið upplýsinga. mmimmm Skeifan 3h - Sími 812670 til sín einhveijum af kjósendum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, fær minna frá Kvennalista en um- talsverðan hóp af nýjum kjósend- um, sem ekki höfðu kosningarétt 1991. Sjálfstæðis- og alþýðu- bandalagsmenn áflakki Aðeins helmingur af kjósendum Sjálfstæðisflokksins 1991 styður hann ennþá. Um 20% þeirra era óákveðnir, og afgangurinn veðjar nú á Framsóknarflokkinn, Alþýðu- flokkinn eða Kvennalistann, en fylgisflótti til Alþýðubandalagsins er hverfandi. Sjálfstæðisflokknum hefur ekki tekizt að ná til sín í neinum mæli kjósendum annarra flokka frá seinustu kosningum, en hann fær hins vegar talsverðan liðs- auka frá nýjum kjósendum. Það helzt í hendur við þá staðreynd, að fylgi Sjálfstæðisflokksins er lang- mest í aldurshópnum 18-24 ára samkvæmt könnuninni, eða 36%. Kjósendur Alþýðubandalagsins 1991' eru líka á flakki. Aðeins rúm- lega helmingur segist áfram styðja flokkinn. Hátt í 15% nefna engan flokk, og 13,5% færa sig yfir á Framsóknarflokkinn. Hefðbundið flakk kjósenda milli Alþýðubanda- lags og Kvennalista virðist einnig fyrir hendi, en aðeins Kvennalistan- um í hag. Alþýðubandalaginu hefur hins vegar bætzt stór hópur stuðn- ingsmanna, sem áður kusu Alþýðu- flokkinn. 10% karla styðja Kvennalistann Kvennalistinn heldur sínu sæmi- lega frá kosningum, en athyglisvert er þó að sjá að nærri 19% kjósenda hans frá 1991 eru óákveðnir. Kjós- endur streyma frá Sjálfstæðisflokki til Kvennalista og í einhveijum mæli frá Alþýðuflokki. Sé fylgi Kvennalistans greint eftir kynjum, kemur í ljós að hann nýtur 10% stuðnings meðal karla í könnun- inni, sem er mun meira en venju- lega og gefur til kynna að þeir, sem eru óánægðir með gamla flokkinn sinn, styðji Kvennalistann. Niðurstöðurnar af þessari skoðun eru í stuttu máli: Stór hluti kjós- enda stjórnarflokkanna í síðustu kosningum er óánægður, sem lýsir sér ýmist í því að menn nefna eng- an flokk sem þeir styddu helzt, eða leita annað. Óánægðir alþýðu- flokksmenn fara helzt til Alþýðu- bandaiagsins, en óánægðir sjálf- stæðismenn til Alþýðuflokks, Kvennalista eða Framsóknarflokks. Kjósendur Framsóknarflokksins eru ánægðastir með valið og ekki á ferðinni. Nokkur óánægja er hins vegar meðal kjósenda Alþýðu- bandalagsins, sem leita þá til Kvennalista eða Framsóknarflokks. Kjósendur Kvennalistans eru einnig nokkuð sáttir, en þó eru margir þeirra óákveðnir. Sljórnarflokkarnir tapa Hveijar eru orsakir þessa flokka- flakks? Það er ekki hægt að alhæfa neitt um það út frá vísindalegum athugunum, enda hafa kjósendur ekki verið spurðir af hveiju þeir skípti um flokk. Þó er augljóst að ríkisstjórnin, sem nú situr, nýtur lítilla vinsælda og það kemur eðli- lega niður á stjórnarflokkunum, hvort sem það er vegna utanaðkom- andi áfalla eða vegna þess að flokk- arnir hafa ekki staðið sig. Hjá Sjálf- stæðisflokknum bætast sennilega við óvinsældir vegna Hrafnsmálsins svokallaða, sem er mörgum ofar- lega í huga. Það er ekki nýtt að þeir, sem eru óánægðir með Sjálf- stæðisflokkinn, leiti til Alþýðu- flokksins, og flokkurinn hefur einn- ig verið í samkeppni við Framsókn- arflokkinn um fylgi, einkum úti á landi. Hins vegar er athyglisvert að þeir sem stutt hafa sjálfstæðis- menn skuli snúa sér til Kvennalist- ans og bendir kannski til þess að kjósendur séu að leita að flekk- lausari ímynd í stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn nýtur þess að vera í stjórnarandstöðu og að vera á margan hátt tákn festu og stöðugleika fyrri tíma, þegar versta efnahagskreppa í áratugi gengur yfir og ríkisstjórnin virðist eiga fá úrræði til að leysa vandann. Sjálfsagt hefur málflutningur fram- sóknarmanna um aðgerðaleysi stjómarinnar laðað að þeim ein- hvern hóp kjósenda. Fylgi Sjálfstæðisflokks á flótta Hvernig sem á málið er litið, eru niðurstöður þessarar skoðanakönn- unar - og annarra sem gerðar hafa verið að undanförnu - mest afger- andi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þeg- ar fýlgishreyfingar era skoðaðar, eru þær næstum eingöngu í áttina frá Sjálfstæðisflokknum. Hann lað- ar enga nýja kjósendur til sín nema hluta af þeim yngstu, sem eru ekki stór hópur en þó nokkur sárabót. Svo virðist sem þeir, sem hafi gert upp hug sinn með öðrum flokki, séu ekki til í að færa sig yfir til Sjálf- stæðisflokksins. Þetta vekur spurn- ingar um frammistöðu flokksins í ríkisstjórn og það hvernig hann heldur á stefnumótun sinni. Sjálf- stæðisflokknum hefur fram til þessa tekizt að vera breiðfylking, sem sameinar ólíka hagsmuni, en á undanförnum áram hefur honum gengið illa að sætta ólík sjónarmið í mikilvægum málum á borð við sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og kjördæmamál. Hefðbundin hægriáherzla megn- ar ekki að halda kjósendum Sjálf- stæðisflokksins á heimaslóðum. Það er reyndar vandamál, sem margir hægriflokkar glíma við, eftir að heimskommúnisminn hrundi og markaðshagkerfið fór að njóta al- mennari vinsælda hjá vinstriflokkum. Andstaðan við kommúnismann er ekki lengur það bindiafl í Sjálfstæðisflokknum sem hún var og kjósendum finnst þeir fijálsari að því að leita annað. Hvað fýlgislægð Sjálfstæðisflokksins nú varðar verður að hafa í huga að þótt fordæmi sé fyrir slíkri koll- steypu 1987, var það vegna upp- komu nýs flokks, Borgaraflokksins, sem höfðaði til sömu grundvallar- viðhorfa og Sjálfstæðisflokkurinn og var fýrst og fremst skammtíma- fyrirbæri, sem varð til í tilfinninga- fári kringum einn vinsælan stjórn- málaleiðtoga. Slíkum keppinauti er ekki til að dreifa nú. Áhrif hruns kommúnismans Alþýðuflokksmenn hljóta einnig að líta í eigin barm. Það er ekki gott afspurnar að aðeins tæpur þriðjungur kjósenda flokksins frá í síðustu kosningum treysti sér til að styðja hann áfram. Endalok kalda stríðsins hafa sennilega áhrif á fylgi Alþýðuflokksins, rétt eins og Sjálfstæðisflokksins. Fylgis- sveifla til Alþýðubandalagsins hefði verið ólíklegri áður fyrr, vegna gjör- ólíkra skoðana flokkanna á veru í NATO og herstöð í Keflavík. Einnig er athyglisvert hversu hálfvolgir stuðningsmenn Alþýðu- flokksins eru í stuðningi sínum við ríkisstjórnina. í könnunum hefur komið fram að aðeins rúmur helm- ingur til tveir þriðju þeirra segjast hlynntir ríkisstjórninni, samanborið við 80-90% sjálfstæðismanna. Þetta verður svo enn umhugsunarverðara þegar haft er í huga að meðan síð- asta ríkisstjórn sat var þetta hlut- fall mjög svipað hjá stuðnings- mönnum krata. Það er engu líkara en alþýðuflokksmenn geti aldrei orðið ánægðir, sama í hvaða stjórn- arsamstarfi þeir eru, og fyrir þeim eigi að liggja að skipta um sam- starfsflokka og sprengja ríkis- stjórnir um ófyrirsjáanlega framtíð. Framsóknarmenn hljóta að hlakka yfir óförum stjórnarflokk- anna, enda fitna þeir mest á þeim. Líklega eru þeir farnir að hugsa sér gott til glóðarinnar að halda aftur um stjórnartaumana eftir næstu kosningar eftir fáeinna ára hress- andi hvíld. Hér skal þó enn minnt á að niðurstöður skoðanakannana á miðju kjörtímabili hafa lítið for- spárgildi um kosningaúrslit eftir tvö ár. Enn getur margt breytzt og fleiri kjósendur farið á flakk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.