Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 10
Mo- Bt»n íám ,of. fiiMjtmgQjiöM MOKGONBLAÐIÐ - SUNNUDAGUK30. T993' KJÓSENDUR ERU ORÐNIR LAUSIR í RÁSINNI OG FLOKKARNIR GETA EKKI LENGUR TREYST Á FASTAFYLGIÐ eftir Ólaf t>. Stephensen NIÐURSTÖÐUR skoðana- könnunar um fylgi stjórn- málaflokkanna, sem Morg- unblaðið birti í liðinni viku, hafa vakið atliygli, einkum í ljósi hrikalegrar útkomu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur misst þriðjung fylgis síns frá í kosningunum 1991 og er orðinn næststærsti flokkur landsins á eftir Framsóknarflokknum. Þessi könnun er ein birtingarmynd þróunar, sem átt hefur sér stað á Vesturlöndum undan- farna áratugi; flokkshollusta er á undanlialdi, kjósendur eru lausir í rásinni og flokk- ar geta ekki lengur treyst á aö eiga stóran stuönings- mannahóp, sem styður þá hvað sem á dynur. Fastafylg- ið er dvínandi stærö. Að þessu hafa margir flokkar, sem héldu að þeir væru óhagganlegar stofnanir í samfélaginu, komizt. að er ekki nýtt fyrirbæri að lausung sé á fylgi flokkanna. Rannsóknir bæði austan hafs og vestan hafa sýnt að flokkshollusta kjósenda fer minnk- andi. Þeir menn, sem flokkamir velja til forystu, og þau stefnumál, sem þeir leggja áherzlu á, virðast í auknum mæli hafa áhrif á val kjósenda. Flokkakerfi, sem virtust sæmilega stöðug, til dæmis í Sví- þjóð, hafa riðlazt og valdahlutföll flokkanna breytzt á síðustu árum. Kosningaúrslit og niðurstöður skoð- anakannana breyttust lengi vel lítið í Svíþjóð, en þegar betur var að gáð voru kjósendahópar flokkanna sífellt að breytast. Með öðrum orð- um voru kjósendur sífellt á ferð og flugi milli flokka, en hreyfanleikinn jafnaðist yfirleitt nokkurn veginn út. Sænska kerfið var hins vegar tilbúið fyrir breytingar, sem nú virð- ast vera að eiga sér stað. Lýðskr- umsflokkurinn Nýtt lýðræði hefur til að mynda náð fótfestu og yfir- burðavaldastaða Sósíaldemókrata- flokksins er úr sögunni, að minnsta kosti í bili. Sömu sögu er að segja frá fleiri Evrópuríkjum, þar sem flokkakerfi, sem menn héldu jafnvel að væru orðin rígföst í skorðum, verða að láta undan þrýstingi nýrra flokka eða breytingum á valdahlutföllum. Stórir flokkar, sem setið hafa einir að völdum eða skipt þeim með öðr- um stórum flokkum, eru víða í vandræðum. Sem dæmi má nefna báða stóru flokkana í Þýzkalandi, ítalska flokkakerfið, sem er í upp- lausn, og þrengingar sósíaldemó- krata á Norðurlöndum. Breytt þjóðfélag Menn eru ekki á einu máli um ástæður þess að kjósendur eru lausari í rásinni. Bent er á að flokks- hollusta sé fyrst og fremst félags- legt fyrirbæri, sem byggist á tilfinn- ingum í garð ákveðinna flokka, og mótist meðal annars af fjölskyldu, stétt og stöðu. Þjóðfélagið hefur tekið umskipt- um á margan hátt, staða stjóm- „Allir kannast við framsóknarmann- inn í þrjár kynslóð- ir, eðalkratann, Vesturbæjaríhald- ið og stéttvísa sós- íalistann. Félags- gerdin hefur hins vegar verið að breytast og áhrif fjölskyldu og stétt- ar á gerðir og við- horf einstaklinga eru minni en áður.M málaflokkanna hefur veikzt og að- staða þeirra til að hafa áhrif á kjós- endur sína breytzt, til dæmis vegna umbyltinga í fjölmiðlaheiminum. Nútímakjósandinn hefur fleiri upp- lýsingar að velja úr en kjósandi um miðja öldina og mat hans á flokk- um, mönnum og málefnum er sjálf- stæðara. Margir fræðimenn vilja halda því fram að val á stjómmála- flokki stjórnist í auknum mæli af mati manna á beinum hagsmunum sínum fremur en tilfinningalegri tengingu við stjórnmálaafl. Aukinn hreyfanleiki kjósenda eftir 1970 Á íslandi jókst hreyfanleiki kjós- enda milli flokka vemlega upp úr 1970. Þá lauk gullöld fjórflokka- kerfísins, sem staðið hafði í um það bil fjörutíu ár lítt haggað. Síðan 1971 hafa fjórir „utangarðsflokk- ar“ náð verulegu fylgi í kosningum til Alþingis. Þrír þeirra voru skammtímafyrirbæri; Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna og Borg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.