Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993
Isattvíð
iiiiilm‘i'1 m>
ognattunma
Texti og myndir: Valdimar Kristinsson
„UPPHAFLEGA stóð
til að gera gamla bæinn
á Leirubakka upp, en
þar hafði verið rekin
ferðaþjónusta um ára-
bil sem við ætluðum að
halda áfram með. En
þegar til átti að taka
reyndist það ekki ger-
legt. Því var ekki um
annað að ræða en að
leggja út í byggingar-
framkvæmdirsegir
framkvæmdamaðurinn
Sveinn R. Eyjólfsson,
en hann og Auður Eyd-
al eiginkona hans hafa
byggt upp áhugaverða
gistiþjónustu að Leiru-
bakka í Landsveit, sem
líklega á ekki sína líka
hérlendis.
au Sveinn og Auður
keyptu jörðina fyrir
fjórum árum og
gerðu upphaflegar
áætlanir ráð fyrir
að þarna yrði
griðastaður fyrir
fjölskylduna og
hestana, auk þess sem staðurinn
var tilvalinn til að veita útrás þeirri
athafnaþrá sem þeim hjónum er í
blóð borin. Skemmst er frá því að
segja að allt fór þetta öðruvísi en
ætlað var. A Leirubakka hafði sem
fyrr segir verið rekin ferðaþjónusta
og þegar Sveinn og Auður tóku við
jörðinni höfðu þegar borist pantan-
ir um gistingu fyrir komandi sumar
svo að ekki var um annað að ræða
en að halda starfseminni áfram.
Af þessu leiddi að Sveinn og Auður
voru óbeint komin í rekstur ferða-
þjónustu.
„Á bænum voru tvö íbúðarhús,
gamli bærinn þar sem ferðamenn
höfðu gist og tiltölulega nýtt hús,
svo við ákváðum að gera gamla
bæinn upp og byggja við hann, en
þegar til átti að taka reyndist það
ekki gerlegt þannig að ákvörðun
var tekin um að byggja nýtt hús,
sem upphaflega átti ekki að verða
stórt,“ segir Sveinn.
í upphafi skyldi endirinn skoða
„Þegar hér var komið sögu fór-
um við Auður að liggja yfir þessu
og upphaflega var hugmyndin að
geta tekið á móti stórum hópi
hestamanna, svona um 20 manns.
Við nánari umhugsun komumst við
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Með úrvals aðstöðu og óþrjótandi starfsorku eru þau tilbúin í slaginn sumar. Frá vinstri: Gísli og Ásta
Begga staðarhaldarar og eigendurnir Auður og Sveinn.
að þeirri niðurstöðu að ekki væri
skynsamlegt að einskorða sig við
hestamenn og í framhaldi af því
kom sú hugmynd að sérhanna kjall-
arann með þarfír hestamanna og
annarra útivistarhópa í huga. Allt-
af stóð til að hafa ábúendur á jörð-
inni sem myndu sjá um ferðaþjón-
ustuna og ætluðum við nýja íbúðar-
húsið fyrir þá, en þar með vantaði
aðstöðu fyrir okkur eigenduma.
Þriðja hæðin er reyndar að hálfu
okkar prívat og að hálfu gistiher-
bergi,“ segir Sveinn.
Gott samband við málarann
Þrílyft glæsilegt timburhús sem
einna helst mætti líkja við svissn-
eskt fjallahótel setur því mikinn
svip á sveitina. Byggingarsaga
hússins er afar merkileg. Enginn
arkitekt kom þar við sögu, því
Sveinn og Auður hönnuðu húsið í
samvinnu við Karl Jónsson húsa-
smíðameistara, sem er með gamla
prófið og má því teikna hús. „í
upphafi rissuðum við upp grunn-
hugmyndir sem voru skýrðar í
morgunkaffmu á laugardags-
morgnum og Karl fór með heim til
sín á brettið, eins og hann kallaði
það. Kom hann svo aftur daginn
eftir og spurði: „Var það ekki svona
sem þið vilduð hafa þetta“ og þar
með fór hann austur og smíðaði
eftir því sem við lögðum fyrir og
hann hafði teiknað. Þannig gekk
þetta viku eftir viku. Húsið var svo
til, allt byggt á staðnum og segir
Auður að margir byggingarþætt-
Fjárhúsunum gömlu sem eru í góðri fjarlægð frá gistihúsinu vill
Sveinn breyta í söngstofu fyrir nátthrafna þar sem komið verður
upp langborðum og jafnvel langeldi.
imir hafi nánast verið leiknir af
fmgrurn fram.
Herbergin eru hvert með sínum
lit og var litblærinn oft á tíðum
ákveðinn í gegnum síma. „Það var
mjög gott samband milli mín og
málarans þannig að við gátum vel
rætt þetta símleiðis og það brást
ekki að þegar ég kom austur og
sá litinn sem hann hafði blandað
samkvæmt minni forskrift var það
nákvæmlega það sem ég hafði
hugsað mér,“ segir hún til frekari
skýringar.
Húsið er byggt úr timbri og því
þurftu brunavarnir að vera í góðu
lagi og segir Sveinn að þar hafi
verið farið nákvæmlega eftir því
sem krafist var í einu og öllu.
Brunastigar á báðum göflum,
slökkvitæki og brunaslöngur víða
um húsið og sjálflokandi eldvarnar-
hurðir, svo eitthvað sé nefnt. Verk-
ið lofar meistarann segir máltækið
og á það sannarlega við um gisti-
húsið á Leirubakka. Veggir, loft
og gólf í matsal og setustofu er
klætt með furu og húsgögnin úr
furu. Gluggar á efstu hæðinni setja
mikinn svip á herbergin og útsýnið
hreint frábært, sama í hvaða átt
er litið. Eldhúsið uppfyllir allar
kröfur veitingahúss. Sveinn segir:
„Hér vilja þeir fá vask, ég reyndar
Heimsókn til
athafnahjónanna
Sveins R. Eyjólfsson-
ar og Auðar Eydal,
sem hafa byggt upp
glæsilega ferðaþjón-
ustu að Leirubakka
í Landsveit, í næsta
nógrenni Heklu
skil ekki af hveiju, en þeir skulu
samt fá vask hér.“
Húsið sameinar sjarma fjalla-
skálans og þægindi byggðanna,
enda segir Sveinn að það hafi ver-
ið grundvallarhugmyndin þegar
ráðist var í framkvæmdirnar. Ut-
andyra eru tveir hitanuddpottar og
sagði Sveinn ekki annað hægt en
bjóða upp á slíkt og nefndi sem
dæmi hversu notalegt það væri
fyrir hestamenn sem verið hafa á
ferð daglangt að geta látið líða úr
sér í heitum potti. Hann tók reynd-
ar fram að það færi óheyrileg orka
í að hita vatn í pottana, en það
stæði allt til bóta. „Uppi í Stóra-
Klofa er borhola sem ég hyggst fá
aðgang að, en þetta eru um þrír
og hálfur kílómetri og óhemju dýrt,
en ég held að það borgi sig,“ segir
framkvæmdamaðurinn geislandi af
athafnaþrá og einnig minnist hann
á gamla vatnsaflsvirkjun á Leiru-
bakka sem athugandi væri að koma
í gagnið aftur.
Söngstofa og reiðskemma
V
H
Mikið hefur verið framkvæmt á
Leirubakka síðastliðin tvö ár, en
eftir að hafa gengið með þeim hjón-
um um gistihúsið og næsta ná-
grenni má á þeim heyra að þau séu
rétt að byija. Skammt sunnan við
gistihúsið eru gömul fjárhús þar
sem hugmyndin er að koma upp
aðstöðu fyrir þá sem vilja sitja fram
eftir nóttu að spjalli og jafnvel söng
án þess að raska ró þeirra sem
vilja ganga snemma til náða. Það
er vel þekkt að óskir margra íslend-