Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Andinnog hugarfarið Megininntak þeirra lífsvið- horfa, sem settu svip sinn á framanverða 20. öldina, var sann- færingin um almætti mannsins; sannfæringin um það að mannin- um væri í raun fátt eitt ómáttugt. Fram voru sett kenningakerfi um brúnt og rautt alræði, einhvers konar þúsund ára ríki, þar sem mannfólkið átti að líða eftir sér- hannaðri rennibraut forsjárhyggju frá vöggu til grafar. Ferli þessara lífsviðhorfa, sem meðal annars speglast í heimsstyrjöldinni síðari og afleiðingum hennar, segir raun- ar flest það sem segja þarf um „fullkomleika“ þeirra. Hugmyndir manna og þjóða um eigin ágæti og eigin fullkomleika hafa lítið breytzt frá heimsstyijald- arárunum. Trúin á almætti manns- ins lætur ekki að sér hæða. Því er gjaman haldið fram að aldrei hafí mannkyninu miðað jafn óð- fluga fram á sviði menntunar, vís- inda og þekkingar og á síðustu fimmtíu árum. Tæknin geri okkur kleift að gjömýta auðlindir jarðar. Fjarskipta- og samgöngutæknin hafí þurrkað út fjarlægðir og fært þjóðir heims í túnfót hver annarr- ar. Og víst hefur margt áunnizt í aðbúð mannfólksins, sem þakka ber, til dæmis í heilsugæzlu, lækn- isfræði og umhyggju fyrir sjúkum og öldruðum. A sumum öðrum sviðum höfum við staðið í stað eða hrakizt af leið. Hvað um mannvíg og misþyrmingar í Bosníu-Herze- góvínu? Hvað um staðbundin stríð, hungursneyð, hryðjuverk og hvers konar ofbeldi heims um ból? Hvað um náungakærleikann í henni Reykjavík, þar sem þörfin fyrir skjól og athvarf ýmis konar hefur sízt rénað? Það er við hæfi að við veltum fyrir okkur vanda manns og jarðar á hvítasunnu; kirkjuhátíð til minn- ingar um þann atburð er heilagur andi kom yfir postula Krists. Það er við hæfi vegna þess að tækni- framfarir, hversu örar og stórstíg- ar sem þær eru, nægja ekki til þess að tryggja mannlega ham- ingju og velferð, ef hugarfar ein- staklinga og -þjóða stendur í stað meðfæddrar og áunninnar eigin- girni og umburðarleysis gagnvart öðrum. Það er við hæfí vegna þess að heilagur andi Guðs, sem ér kærleikur, þarf að koma yfír þjóð- ir og einstaklinga til þess að mann- kynið haldi vöku sinni um þau heimspekilegu, siðferðilegu og trú- arlegu gildi, sem velferð þess velt- ur á. Almættið er Guðs en ekki manna. Það sem skiptir mestu máli fyr- ir hamingju og velferð fólks er að andi kærleikans nái að móta hug- arfar þess, bæði sem einstaklinga og heildar. Og þau eiga erindi við alþjóð orðin, sem Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, lét falla við vígslu Friðrikskapellu 25. maí síðastliðinn: „Hann [séra Friðrik Friðriksson] flutti ungum íslendingum fagnað- arboðskap og þá um leið þjóð sinni allri. Hann hvatti til þjóðhollustu og ættjarðarástar, til drengskapar og bræðralags, til góðvildar og vin- áttu. En fyrst og fremst boðaði hann fylgi við konunginn Krist, sem dó á krossi til þess að frelsa mennina, reis upp frá dauðum og gaf þeim eilíft líf. Fagnaðarboð- skapurinn fólst í því, að við gætum öll öðlast æðstu blessun, fyrir náð Guðs... Nútímamaðurinn hefur öðlast mikla þekkingu á þeim heimi, sem við lifum í. En vísindin veita ekki svar við öllum spurningum og hafa aldrei ætlað sér það. Ein mikilvæg- asta gáta nútímans er, hvernig hann sé, maðurinn, sem hefur lagt lönd og höf jarðarinnar undir sig og er að ná valdi á himingeimnum. Hann er hámenntaður, ríkur og voldugur. En er hann sjálfum sér nógur? Hefur hann vald yfir sjálf- um sér? Er hann sáttur við sjálfan sig? Er honum Ijóst, að kærleikur- inn er ofar öllum skilningi? Allir menn verða að vera jafn- vígir á hvort tveggja: að njóta sannrar hamingju og bera þunga sorg. Slíkur maður verður að hafa frið í sál sinni, vera sáttur við sjálf- an sig. En sá einn verður sáttur við sjálfan sig, sem er sáttur við Guð; þann Guð, sem þessi kapella á að þjóna og þar sem leitað verð- ur eftir fundi við hann. Og sá einn er sáttur við Guð, sem í afstöðu sinni til hans efast aldrei, spyr einskis, af því að hann nýtur náður hans, þeirrar náðar, sem líf og dauði frelsarans færði mönnun- um.“ Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar. Á bylgjum hafsins EKKERT ER • nýtt undir sólinni, er sagt. Og kannski er manninum ekki ætlað að gjöra alla hluti nýja. En þótt það sé guði einum gefíð er manninum eiginlegt að taka virkan þátt í sköpunarverk- inu, endumýja og umbreyta, svo í ljóðlist sem í öðrum listgreinum. En þá er formið aukaatriði en ekki það sem úrslitum ræður. í listum vinna menn inní ákveðinn ramma og innan hans ríkir frelsi einsog í náttúrunni. En það skiptir engu hvort list er hefðbundin einsog sagt er eða byltingarkennd nýsmíði. Umbúðirnar eru aðvísu mikilvægar en skipta þó ekki öllu máli. Það hefur verið talað um form- byltingu í íslenzkum skáldskap einsog allt sé undir henni komið og lýsir raunar vel hvemig menn flaska á auka- og aðalatriðum. Það ræður engum úrslitum að bylta formi en hitt er mikilvægt að breyta anda og innihaldi; efninu sjálfu sem mót- að er í ákveðið form. meistarar landslagsins á tímum afstrakts og nýlistar og málar myndir sem hann einn hefur séð og lifað með innri augum en við njótum sem nýsköpun- ar og ferskrar reynslu; persónuleg- ar myndir og sérstæðar og meiri endursköpun en allt formbyltingar- flóð samtímans sem flæðir með vissu millibili yfir allt þjóðlífið en sjatnar svo án sýnilegra ummerkja. Samt hefur Jóhannes Geir ekki gert neina formbyltingu þótt tungu- tak hans og efnistök séu með öðrum hætti en fyrirrennaranna. Jóhannes Geir hefur sagt hann hafí ungur maður nýkominn til Reykjavíkur og lítt sjóaður í mynd- verki séð sýningar Kjarvals og Svavars Guðnasonar og þær hafi vakið með honum svipaðar kenndir svo ólíkar sem þær þó voru; sérstæð og persónuleg tjáning á ytra borði en innihaldið af sama toga, nýskap- andi opinberun og andblær eða eins- kónar framhald af landinu. HELGI spjall 2VIÐ JÓHANNES GEIR • gengum stundum saman ungir vegavinnupiltar á Stóra-Vatns- skarði og nutum þess öðru fremur að hverfa inní þetta heldur nrjóstr- uga umhverfí Sæmundarár og Gígj- arfoss undir stílhreinni nálægð Valadalshnjúks. Hannes Pétursson sem á ættir að rekja í þetta um- hverfí segir ástæðan sé sú við Jó- hannes Geir höfum átt sameinlega rómantísk tengsl við náttúruna — og er það áreiðanlega rétt hjá Hannesi. Jóhannes Geir er einn örfárra listmálara okkar sem geta talizt ÞAÐ ER HUGMYNDIN SEM • skiptir öllu máli en ekki um- gjörðin. Það er rétt hjáJCnut 0de- gaard í merkum formála hans fyrir Modeme islandsk Dikt, 1990, þegar hann talar um að formbylting skálda geti ekkisízt birzt í efnistök- um. Ytra borðið verður þá í sam- ræmi við innihaldið og þá væntan- lega nýsköpun í ljóðlist. Aðferð og innihald er það sem máli skiptir og úrslitum ræður. Formbyltingar- skáldin svonefndu gegndu aðvísu mikilvægu hlutverki í íslenzkum bókmenntum en nýsköpun þeirra var fremur fólgin í breytingum á ytra borði ljóðsins en nýsköpun tungutaks og tjáningar. Sum skáld umbyltingartímans tóku lítinn sem engan þátt í þessari nýsköpun, héldu sig að mestu við gamalt form og reyndu að laga ytra borð klass- ísks skáldskapar að nýjum viðhorf- um. Én atómskáldin sættu sig ekki við slíka aðlögun og töldu hana óviðsættanlega málamiðlun. Ég skal ekki dæma um hvort sú gagn- rýni var sanngjörn eða ekki en af þessu leiddi áhugaverða spennu sem varð að mínu viti til góðs þótt umdeild væri. Hitt er svo rétt það var engin sannfærandi endursköp- un í íslenzkri list fyrren gerð hafði verið einskonar endurskoðun eða endursköpun innan afstraktlistar og atómskáldskapar og tilraun til að auka frelsið innan þessa nýja ramma og þá með þeim hætti að byltingin svonefnda næði ekki ein- ungis til formsins heldur væri öll hugsun og tungutak, aðferðir og hugmyndir endurskoðaðar og plóg- járninu ætlað að rista dýpra en blá- yfirborðið eitt. Það þurfti ekkisízt að laga ljóðmálið að eðlilegu tungu- taki og daglegu samtali einsog Jón- as hafði gert á sínum tíma, en nú þurfti að sveigja sveitamál að hugs- unarhætti fólks í borg og bæjum og nýta þetta hversdagslega tungu- tak í nýjum marktækum skáldskap. Þessi viðleitni vakti tortryggni og efasemdir, svo háðir sem við Islend- ingar vorum klassískri hefð í ljóð- list. En hún var einkum bundin því tungutaki sem tíðkazt hafði í sveit- um öldum saman. Þetta nýja borg- aralega tungutak var kannski mesta breytingin í kveðskap íslend- inga uppúr miðri öldinni. M (meira næsta sunnudag) Arið 2000 ÞAÐ ER ATHYGL- isvert að líta á út- tekt dr. Ágústs V al- fells, prófessors, sem birtist fyrir nokkrum misserum, en hugleiðinjgar höfundar fjalla um sögulega þróun á Islandi og framtíðarsýn með tilliti til lífskjara um og upp úr næstu aldamót- um. Þessar athuganir hafa verið gerðar á vegum Landsvirkjunar í því skyni að reyna að skyggnast inn í þá ófyrirsjáanlegu framtíð sem við blasir og ráða mun úrslit- um um örlög þjóðarinnar. Það er þá fyrst til að taka að höfundur kemst -að þeirri niðurstöðu að miðað við núverandi nýtingu auðlinda okkar, einkum fiskimiðanna, sé fólksfjöldi á íslandi nærri hámarki. Aukist fólksfjöldinn verulega án þess að nýjar auðlindir eins og orka og ný tækni komi til sögunnar sé augljóst að lífskjör hér á landi fari versnandi. Því sé nauðsynlegt að líta á þá möguleika sem fyrir hendi eru ef halda á lífskjörum í land- inu og mæta fólksfjölgun án skorts og vesaldar sem þjóðin hefur kynnzt þau 1100 ár sem hún hefur búið í landinu. Á þessum ellefu öldum hefur þjóðin búið við velsæld og gnægtir í tæpar fjórar aldar, þar af þrjár til forna og svo á þeirri öld sem við nú lifum, en skort og ósjaldan hörmungar á öðrum öldum. Náttúran setur fyrr eða síðar takmörk á heildarfjölda landsmanna ef við gerum það ekki sjálf. Takmarkanir náttúrunnar birtast í sí- harðnandi kjörum eins og við höfum séð um allar aldir, en nú höfum við tækifæri til að setja okkur eigin takmarkanir og stjórna lífí okkar meir og betur en nokkru sinni fyrr. Okkur er því hollt að horfast í augu við þá framtíð sem við blasir og reyna að gera okkur einhverja grein fyrir því hvemig við getum mætt henni með þeim hætti að þjóðin haldi sínu og hér búi fijáls- ir menn þegar aldir renna. Dr. Ágúst segir að vel geti verið að ekki þurfi opinbera stefnu til að fólksfjölg- un verði sú sem landið þolir. Það hafí gerzt í ýmsum iðnbúnum þjóðfélögum, bæði menntunarstig og þéttbýli hafa áhrif í þá átt. Einstaklingarnir sjálfir mundu þá ákveða hvenær lífskjörin hafa náð æski- legu stigi „með heildaráhrifum einstak- lingsbundinna ákvarðana“. Að öðrum kosti muni lífskjör fara hnignandi þegar auðlind- ir eru fullnýttar. En nú bendi líkur til þess að afli landsmanna sé kominn að því há- marki sem hefðbundnir fiskistofnar þoli. Gera hefði mátt ráð fyrir að mesti varan- legi afli íslenska flotans yrði 1,4 milljónir tonna, en hann hefur orðið meiri eins og kunnugt er og þá einkum vegna loðnuafl- ans. En botnfiskafli hefur þá einnig minnk- að. Aðalgrundvöllur hagvaxtar síðastlið- inna ára hefur án efa verið aukinn botn- fiskafli eftir að íslendingar færðu út efna- hagslögsöguna í 200 sjómílur. Botnfískur er eitthvað innan við 60% af verðmæti útfluttrar vöru. En allt bendir til þess að pkki hafí verið óvarlegt að reikna með 4.000 tonna minnkun á meðalaflanum ár hvert eins og verið hefur um alllangt skeið. Samt sem áður verður þessi afli að sjálfsögðu áfram undirstaða velmegunar íslendinga og þá nýjar sjávartegundir sem íslenzkir sjómenn eru að kynnast og eiga vafalaust eftir að auka útflutningstekjur okkar verulega. 15 stórar verksmiðjur EN ÞÁ ER EKKI síður nauðsynlegt að líta í aðrar áttir. Skýrsluhöfundur segir að þjóðin eigi orkulindir sem samsvari þremur stórum kjarnorkuverum. Við höfum framleitt ál til útflutnings, en það flokkast undir iðn- greinar sem hagnýtá ódýra orku, einnig kísilgúr úr botnfalli Mývatns, einnig járn- blendi- og sjóefni svonefnd en margt mætti vinna fleira eins og þungt vatn, C-vítamín úr innfluttum glúkósa, en í töflu sinni nefnir dr. Ágúst sitthvað fleira, svo sem magnesíum úr sjó, frostlög úr olíu, mjólkursykur úr mysu, lithium-7 úr jarðsjó frá sjóefnaverksmiðjum, natríum (ásamt + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993 27 klór og olíuhreinsun) úr salti o.s.frv. Hann nefnir einnig mikilvægi lífefnaiðnaðar sem hefur áður verið til umræðu hér á þessum vettvangi og ástæðulaust að tíunda enn einu sinni þá gífurlegu framtíðarmöguleika sem fólgnir eru í lífefnaiðnaði hér á landi. Hann mun auka til stórra muna full- vinnslu þeirra hráefna sem við fáum nú úr físki og landbúnaðarafurðum. En dr. Ágúst telur að óvirkjuð orka á Islandi verði bezt nýtt í stóriðju. „Gæti orkan nægt handa a.m.k. 15 stórum verk- smiðjum. Með forsjá væri hægt að halda mengun og náttúruspjöllum vegna verk- smiðjanna í lágmarki. Iðnaðurinn ætti að geta aukið útflutningsverðmæti þjóðarinn- ar um allt að 25% og veitt alls 70.000 manns góða lífsafkomu. Ólíklegt er að hægt væri að byggja verksmiðjurnar á minna en 20-30 árum. íslendingar ættu auðveldlega að geta átt a.m.k. 20% í verk- smiðjunum og það án verulegra gjaldeyris- útláta. Eignaraðild gæti verið stærri. En þá yrði að fjárfesta gjaldeyri sem annað- hvort yrði aflað með öðrum útflutningi eða með frekari lántökum." Þá leggur dr. Ágúst höfuðáherzlu á að íslendingar nýti orku sína betur en gert hefur verið, ekki sízt vegna þess að fyrir- sjáanlegt er að innflutt eldsneyti muni hækka í verði enda er það takmörkuð auðlind og mun ganga til þurrðar. „Olíu- skorturinn mun birtast smátt og smátt í mynd síhækkandi olíuverðs,“ en innflutt orka er rúmur þriðjungur af heildarnotkun landsmanna. Því liggi beinast við að nota fallvötnin til að framleiða rafmagn og knýja vélar, jafnvel bæði í bílum og skip- um. Nú þegar gæti jafnvel verið hagkvæmt að nota rafmagnsbíla, einkum innanbæjar. „Önnur aðferð væri áð nota rafmagnið til vetnisframleiðslu með rafgreiningu og vatni og nota vetnið sem eldsneyti." Og ennfremur: „Metanól má nota sem elds- neyti á aflvélar með -tiltölulega litlum breytingum á vélunum og þá einkum á blöndung. Eini annmarkinn á metanóli sem eldsneyti, er sá, að hver lítri skilar aðeins um helmingi þeirrar orku í bruna sem olía og bensín gera... Bensín og gasolía (eru) að því leyti hagkvæmari en metanól að tvöfalt meiri orka er í hveijum lítra. Ef þess er óskað má breyta metanólinu áfram í bensín og olíu. Sú aðferð krefst tiltölu- lega lítils aukakostnaðar, en nokkurs þó ... Hagurinn af að breyta metanólinu í bensín og olíu yrði aðallega sá, að ekki þyrfti að breyta vélabúnaði farartækja frá því sem nú er ...“ Stóriðja hagkvæm- ust DR. AGUST VAL- fells bendir á að nú sé tvísýnt um hvort fiskimiðin geti veitt meira en 250 þús- und manns þau lífs- kjör sem allir æskja. Þá séu ekki önnur ráð en nýta orkuna „í fullri alvöru" því aðrar sambærilegar auðlindir fyrirfinnist ekki. Verðhækkun á erlendu eldsneyti hafi gert fallvatnsorku og jarðhita hlut- fallslega verðmætari en áður var, en þar sem ekki sé hægt að lifa af ljósi og hita einum saman verði að hagnýta orkuna sem útflutningsiðnað og nýskapandi atvinnu fyrir fólkið í landinu. „Góð lífskjör (þ.e.a.s. háar rauntekjur) byggjast á því, að sem mest verðmæti séu framleidd á hvern ein stakling. Stóriðja á sviði efnaiðnaðar er sú starfsemi sem best hentar til þessa (að vísu gildir það sama um ýmsan háþróaðan tækniiðnað, en þar gefur ódýr orka ekkert forskot).“ í forystugrein Morgunblaðsins 1. maí sl. var lögð áherzla á að reynt yrði að efla smáiðnað í landinu og bent á að hann sé sterk hliðargrein víða um lönd. Slíkur iðnaður er í raun nauðsynlegur fyrir innan landsmarkað. Hann skapar atvinnu og eitt- hvað verða þeir að fara sem áður þyrptust til landbúnaðarstarfa því nóg er af skipum og þótt aflabrögð yrðu betri þyrfti ekki að fjölga þeim. Sjómönnum sem nú eru jjm 6000 hefur lítið fjölgað enda geta þeir náð þeim afla sem tiltækur er og það REYKJAVIKURBREF Laugardagur 29. maí Morgunblaðið/Þorkell væri þá helzt að ferðaþjónustan efldist að mannafla enda vaxtarbroddur þar og öflugt starf fyrir hendi. Ekki geta allir orðið opinberir starfsmenn þótt ársverk í opinberri þjónustu hafí aukizt um 33% 1986 svo að dæmi sé tekið á sama tíma og heildarmannafli jókst um 20%. „En vilji þjóðin auka útflutningstekjur verulega, þýðir ekki að byggja á öðru en orkufrekum iðnaði, ef lífskjör landsmanna eiga að hald- ast góð. Þetta er vegna þess, að þar höfum við forskot. Eigi hins vegar að byggja á t.d. rafeindaiðnaði í stórum stíl eða fata- framleiðslu, verðum við að keppa við aðrar þjóðir, s.s. Japani og Malasíumenn, á jöfn- um grundvelli. Þeirra samkeppnisaðstaða byggist m.a. á ódýrara vinnuafli en hér. Yrðum við því að sætta okkur við sömu kjör, eða vera ósamkeppnisfær ella. Ný tækifæri EF VIÐ EKKI horfumst í augu við þessar staðreyndir gæti svofelld fram- tíðarsýn blasað við: „Sé gert ráð fyrir, að ekki dragi úr fólksfjölguninni, eða þá að gengið verði á fiskstofna miðanna, er rétt að gera sér grein fyrir í hvaða mynd líf- skjaraskerðingiri myndi fyrst koma fram. Líklegt er, að skortur á neysluvöru myndi birtast í óviðráðanlegri og sívaxandi verð- bólgu (e.t.v. yrði að grípa til skömmtun- ar). Trúlegt er, að fólk myndi illa una rýrnandi lífskjörum og það kæmi fram í pólitískum óstöðugleika innanlands. Trú- lega myndu stéttarfélög bregðast við á hefðbundinn hátt og reyna að bæta rým- andi lífskjör með auknum kröfum sem ekki yrði hægt að mæta vegna þess að raunveruleg verðmæti á mann færu rýrn- andi en ekki vaxandi. Vinnslustöðvanir af þessum sökum myndu einungis draga úr framleiðslunni og valda enn meiri kjara- rýmun en ella. Ennfremur yrði hætta á að þjóðin glataði efnahagslegu sjálfstæði sínu við þessar aðstæður og jafnvel að pólitísku sjálfstæði yrði hætta búin af þeim sökum eins og á 13. öld.“ Þótt okkur sé eins og öðrum þjóðum nauðsynlegt að efla viðskipti við aðrar þjóðir og öðlast æ meiri tæknilega þekk- ingu að utan verðum við ekki síður að horfast í augu við þau neikvæðu áhrif sem þaðan geta borizt því að nú er svo komið að allt sem erlendis gerist hefur meiri og minni áhrif hér heima. Þannig verðum við að bregðast við yfírvofandi jarðolíuskorti á næstu árum og verðhækkun á eldsneyti en það hefði mjög neikvæð áhrif á lífskjör almennings á Islandi ef aðrir orkugjafar kæmu ekki í staðinn. Þó að við höfum orðið af ýmsum tækifærum vegna þróunar erlendis, t.a.m. bygginga stóriðjufyrir- tækja í Austurlöndum nær sem geta betur keppt við íslenzk fyrirtæki en þau sem hefðu verið byggð fyrir tíu árum og þótt framfarir í lífefnatækni kunni einnig „að hafa gert orkufrekar aðferðir til C-víta- mínframleiðslu úreltar", svo að dæmi séu tekin, eru tækifærin eigi að síður enn mörg og ný tækni getur skapað ný tæki- færi, þótt varasamt sé að reiða sig á það eins og skýrsluhöfundur bendir á. En tæki- færin eigum við að nota til hins ýtrasta og þá ekki sízt þau sem auka arð ís- lenzkra fyrirtækja í sjávarútvegi og iðnaði og má þar nefna aðildina að EFTA og tollasamninga við Efnahagsbandalag Evr- ópu. Samkeppn- ishæf yl- rækt ÞEGAR'LITIÐ ER til stóriðju mega hráefni ekki vera of dýr í flutningi til landsins né fullunn- in vara í flutningi frá því. „Einstöku hráefni má finna hér innanlands s.s. vatn til þungavatns eða hydrogen peroxíð framleiðslu. Ennfremur gæti stór saltverksmiðja gefíð grundvöll fyrir natríum framleiðslu." Ef við lítum á aðra möguleika má nefna eldsneytisverk- smiðju þar sem mundu væntanlega starfa um 1000 manns. í því sambandi má benda á að eldsneytisinnflutningur hefur ekki áukizt undanfarin ár þar sem jarðhiti hef- ur komið í stað olíu til húshitunar í vax- andi mæli. Þess má svo geta að lokum að í landbún- aðarkafla úttektar dr. Ágústs er talað um ylrækt og framtíðarmöguleika á því sviði og segir höfundur að samkvæmt skýrslu Rannsóknarráðs og öðrum heimildum kynni þessi atvinnugrein „að vera vel sam- keppnisfær við ylrækt í Norður-Evrópu“. Það er þó fyrst og síðast vegna ódýrs varma, svo og ódýrs rafmagns enda þótt meiri lýsingu þurfí hér en t.d. í Hollandi eða Danmörku. Nú eru tæpir 15 hektarar undir gleri í landínu. En það er einungis brot af því sem unnt væri að rækta með affalli af heitu vatni. „Sýnir það sig, að hægt verði að framleiða vissar landbúnað- arafurðir hér til útflutnings, á hagkvæman hátt, má reikna með starfi fyrir sex til sjö manns á hvern hektara undir gleri. Hugs- anlega gætijþar verið starfsgrundvöllur fyrir allt að 10.000 manns. Þess skal get- ið til samanburðar að Hollendingar eru með ylrækt á u.þ.b. 8.000 hekturum.“ Við ættum sem sagt að geta, jafnvel í landbúnaði, orðið samkeppnisfær á erlend- um markaði vegna þeirrar orku sem land- ið býr yfn*. Nú þegar menn tala einungis um kreppii er ástæða til að láta hugann reika og jeita nýrra úrlausnarefna til að hagvöxtur aukist og lífskjörin geti haldizt í landinu. Ef menn láta bölmóðinn ná tök- um á sér og hjakka einungis í sama fari er voðinn vís. Þá hverfum við einungis inn í vesöld næstu aldar og stórhugalaust nið- urlægingartímabil skorts og uppgjafar. En ef við aftur á móti tökum til hendi, hættum að taka erlend neyzlulán og fögn- um nýrri öld með nýsköpunarhugsjónum, þá er af nógu að taka og næg verkefni framundan til að halda þjóðarskútunni á réttum kili. Tímabil askloksins er liðið. Það er ungborin tíð framundan en við þurfum að fagna henni við þá eldá sem hugsjóna- menn kveiktu í tengslum við fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Hvorugt verður varðveitt án stórhuga nýsköpunar og full- nýtingar þeirrar orku sem þýr j landinu — og þjóðinni sjálfri. „Tímabil askloks- ins er liðið. Það er ungborin tíð framundan en við þurfum að fagna henni við þá elda sem hugsjóna- menn kveiktu í tengslum við full- veldi og sjálfstæði þjóðarinnar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.