Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 TILSÖLU LEITAÐ ER EFTIR TILBOÐUM í NEÐAN- GREINDAR FASTEIGNIR: 1. Húseignin Bjarkarholt, sem er steinsteypt einbhús á einni hæð, að Krossholti hjá Birkimel á Barða- strönd. Húsið er byggt 1979. 2. Húseignin lllugagata 55, Vestmannaeyjum, sem er stein- steypt einbýlishús ásamt bílskúr. Húsið er byggt 1966 og telst vera ca 222m2 þ.m.t. bílskúr. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu undirritaðs. Reykjavík, 27.05.1993. Ingólfur Friðjónsson hdl., Suðurlandsbr. 22, Rvik, sími 687850. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI SUMARBÚSTAÐUR Til sölu glæsilegur ca 50 fm sumarbústaður, auk svefn- lofts, í landi Úthlíðar í Biskupstungum. Heitt og kalt vatn. Stendur á tveimur lóðum. Möguleiki á öðrum bústað. Þjónustumiðstöð, sundlaug og golfvöllur í næsta nágrenni. Byggingarmeistari: Heimir Guðmundsson. Verð: Tilboð. Ólafur Björnsson hdl., Sigurður Jónsson hdl., Sigurður Sigurjónsson hdl. Austurvegi 3 - pósthólf 241 - 802 Selfossi. Sími 98-22988. BYKO hf. auglýsir til sölu eftirtaldar fasteignir: Álfholt, Hafnarfirði Ný, fullbúin og stórglæsileg 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli. Hagstæð langtímalán kr. 5,2 m. Vesturás, Reykjavík - raðhús 165 fm raðhús á einni hæð. Húsið afhendist fokhelt að innan og fullbúið að utan. Klukkuberg, Hafnarfirði Glæsileg 4ra-5 íbúð á tveimur hæðum í Setbergshlíð. Allt sér; inngangur, rafmagn og hiti. Frábært útsýni. Til afhendingar strax tilbúin undir tréverk. Einnig er mögulegt að fá íbúðina fullbúna og með bílskúr eða stæði í bílskýli. Sjávargrund, Garðabæ - glæsilegar eignir 4ra herbergja 104 fm og 7 herbergja 153 fm íbúðir í nýju, glæsilegu húsi á fallegri sjávarlóð. Allt sér. íbúðun- um fylgir rúmgóð bílgeymsla. 7 herb. íbúðin er til af- hendingar strax tilb. undir tréverk. 4ra herbergja til afhendingar fullbúnar. Eyrarholt, Hafnarfirði - lúxusíbúðir 3ja-4ra herbergja 109 fm glæsilegar íbúðir á frábærum útsýnisstað í 11 hæða 20 íbúða fjölbýlishúsi. Suðursval- ir og sólstofa. Aðeins eru tvær íbúðir á hæð. íbúðirnar- verða afhentar fullbúnar í september 1993. Einnig tvær 100 fm íbúðir á 2. hæð í fjölbýli til afhend- ingar tilbúnar undir tréverk. Krummahólar, Reykjavfk Glæsileg 2ja herbergja íbúð 44 fm með bílskýli. íbúðin er öll nýstandsett, nýtt baðherb., nýtt eldhús, nýjar flís- ar á gólfum. Áhvílandi byggingasj. 1,3 millj. Allar upplýsingar veitir: Elín S. Jónsdóttir, hdl., Nýbýlavegi 6, Kópavogi, sími 41000. Major eignast óvin og hættulegan nágranna JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, tók talsverða áhættu með því að losa sig við Norman Lamont úr embætti fjármála- ráðherra og skipa Kenneth Clarke, fyrrverandi innanríkis- ráðherra, í embættið. Lamont virtist kalinn á hjarta eftir upp- stokkunina á stjórninni og lík- Iegt þykir að þessi gamli vinur forsætisráðherrans reynist hættulegasti óvinur hans á meðal óbreyttra þingmanna. A sama tíma flutti Clarke í Down- ing-stræti 11 og taki Major ekki vara á sér gæti þessi næstæðsti ráðherra í stjórn hans stolist inn í næsta hús, embættisbústað forsætisráðherrans, sem hann hefur lengi haft augastað á. BAKSVID ejtir Boga Arason Breska vikuritið The Economist segir að stjórn íhaldsflokksins beri keim af þreytu og -hroka eft- ir 14 ár við völd og hún hafi gerst sek um furðulegt dómgreindar- leysi í nokkrum veigamiklum málum. Blaðið telur að ekki dugi fyrir Major að losa sig við Lam- ont, heldur verði forsætisráðherr- ann sjálfur að reka af sér slyðru- orðið og ná tökum á stjóm lands- ins. Haiin verði að marka skýra stefnu og fylgja henni eftir, vera harðari í horn að taka og skirrast ekki við að blanda sér í deilumál- in, líkt og Margaret Thatcher. Maj- ■■■■■■■■ or kemur fyrir sem vingjarn- legur og góð- viljaður maður og The Ec- onomist segir að hann þurfi að sýna að hann geti líka verið grimmur, til að mynda þegar kem- ur áð því minnka útgjöld ríkisins. Hann hafi aðeins ár til að sanna að hann sé á réttri hillu sem for- sætisráðherra. Hættuleg vinslit Lamont hefur verið vinur Maj- ors og stjórnaði meðal annars baráttu hans fyrir því að verða kjörinn eftirmaður Thatcher sem leiðtogi íhaldsflokksins. Lamont gafst kostur á að segja af sér embætti fjármálaráðherra, sem hann og gerði, en athygli vakti að hann skrifaði forsætisráðherr- anum ekki afsagnarbréf eins og venja er heldur gaf hann út frétta- tilkynningu þar sem hann varði stefnu sína. Engum duldist að Lamont leit svo á að Major hefði svikið sig. Þessi vinslit gætu haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir Major. Lamont er stoltur maður og ýmis ummæli hans hafa þótt jaðra við skoðana- hroka. Uppstokkunin á stjórninni var mikil auðmýking fyrir Lam- Kenneth Clarke ont, sem finnst hann hafa verið hafður til blóra fyrir lengstu efnahagslægð í Bretlandi í 60 ár. Lamont hefur lofað að ræða ekki uppstokkunina opinberlega í nokkrar vikur. Hefð er fyrir því í Bretlandi að ráðherr- ar, sem láta af embætti, fái að veija störf sín í ræðu á þinginu. Fyrir tveimur og hálfu ári neydd- ist forveri Majors, Margaret Thatcher, til að láta af embætti eftir slíka þingræðu. Sir Geoffrey Howe var einn af hollustu samstarfsmönnum Thatcher þar til hann sagði af sér sem aðstoðarforsætisráðherra í október 1990. Um mánuði síðar hélt hann ræðu í neðri málstof- unni til að skýra frá ástæðum afsagnarinnar. Howe hafði ekki þótt líklegur til stórræða og kom mjög á óvart með harðri gagnrýni á stjórnunaraðferðir Thatcher og ræðan endurspeglaði þá skoðun á meðal þingmanna íhaldsflokksins að Járnfrúin væri úr tengslum við almenning. Skömmu síðar varð hún að segja af sér og sömu örlög gætu beðið Major hafi hann ekki varann á. Erfði efnahagsstefnu Majors Líklegt er að Lamont beini Skömmu eftir að John Major tók við forsætisráðherraemb- ættinu af Margaret Thatcher var hann einn vinsælasti forsætisráð- herrann í sögu skoðanakannana í Bretlandi. Nú hafa veður skipast í lofti því samkvæmt könnun sem The Times birti á föstudag nýtur Major minni vinsælda en nokkur annar breskur forsætisráðherra eftir síðari heimsstyijöldina. Að- eins 21% aðspurðra sögðust styðja Major og fylgi íhaldsflokksins hefur ekki verið jafn lítið í 12 ár, ef marka má könnunina. 28% studdu íhaldsmenn og 44% Verka- mannaflokkinn. Frá því íhaldsflokkurinn sigraði í þingkosningunum fyrir 13 mán- uðum hefur ráðleysi og vandræða- legar kúvendingar einkennt störf stjómarinnar. Þá hefur upplausn ríkt innan þingflokks íhaldsmanna vegna óeiningar um aukinn sam- runa ríkja Evrópubandalagsins. Major of deigur Reuter Berskjaldaður forsætisráðherra John Major, forsætisráðherra Bretlands, ásamt konu sinni, Normu, við embættisbústað sinn á Downing-stræti 10. í næsta hús, Down- ing-stræti 11, er kominn nýr fjármálaráðherra sem gæti nýtt sér veika stöðu Majors til að komast í embætti og bústað hans. spjótum sínum að forsætisráð- herranum þegar hann stendur í spomm Howes. Þótt afsögn Lam- onts hafi verið óhjákvæmileg, þar sem hann var rúinn trausti á fjár- málamörkuðunum, er staðreyndin sú að hann erfði þá efnahags- stefnu sem Major hafði sjálfur mótað og bar ábyrgð á. Haft hef- ur verið eftir vinum fjármálaráð- herrans fyrrverandi að hann hafí alltaf haft efasemdir um Evrópska gjaldeyrissamstarfið (ERM), sem varð honum að falli, þótt hann hafi varið aðild Breta að því opin- berlega. Fyrir uppstokkunina höfðu bresk dagblöð eftir vinum Lamonts að hann vissi um ýmis „leyndarmál“ um störf Majors sem fjármálaráðherra og þau gætu komið forsætisráðherranum illa yrðu þau gerð opinber. Major berskjaldaður Major tók ekki aðeins áhættu með því að losa sig við manninn sem hafður var til blóra fyrir óvin- sælar skattahækkanir og vaxandi atvinnuleysi í landinu. Forsætis- ráðherrann neyddist einnig til að skipa í staðinn eina manninn sem þykir koma til greina sem eftir- maður hans í embættið. The Tim- es orðaði þetta svo að Major væri nú berskjaldaður gagnvart fortíð sinni. „Fjármálaráðherrann fyrr- verandi var skotmark en engin ógnun; nýi íjármálaráðherrann Kenneth Clarke er hins vegar hið gagnstæða, hugsanlegur keppi- nautur sem ekki er hægt að draga til ábyrgðar fyrir áföll undanfar- inna átta mánaða.“ Takist Clarke að eigna sér heið- urinn af efnahagsuppsveiflunni, sem nú er í sjónmáli, er hann í góðri aðstöðu til að láta drauminn um leiðtogaembættið rætast. Leiðin frá Downing-stræti 11 til Downing-strætis 10 er stutt og John Major ætti því að huga að orðum bandaríska skáldsins Ro- berts Frosts: „Góð girðing skapar góðan nágranna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.