Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 31
í hanastéli sem Kvikmyndasjóður Islands hélt í skín- andi sól: Þorgeir Gunnarsson, Jak- ob Magnússon og Snorri Þórisson. Á sýningu Sódómu Reykjavíkur fyrir fullu húsi. Aðstand- endur myndarinnar segja nokkur orð óður en myndin hefst. F.v. Sóley Elíasdóttir, Helgi Björnsson, Björn Jörund- ur Friðbjörnsson, Jón Ólafsson framleiðandi, Óskar Jón- asson leikstjóri og kynnir kvöldsins. Myndlr/ Börkur Arnarson Fertugustu og sjöttu kvikmyndahátíðinni í Cannes í Suóur-Frakklandi lauk sl. mánudag. Islenskar myndir voru meira áberandi en nokkru sinni fyrr og tvær þeirra voru valdar til keppni á kvik- myndahátíðinni. Kvikmynd Oskars Jónssonar, Sódóma Reykjavík, keppti um Camera d'Or, sem er keppni um fyrstu myndir leikstjóra. Mynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, var ein af tíu sem valin var í stuttmyndakeppnina. Báðar þessar myndir vöktu mikla athygli í Cannes. Einn- ig voru fjöldi íslenskra kvikmynda í Cannes til kynningar og sölu. í þær tæpu tvær vikur sem hátíðin stendur yfir koma tugþúsundir kvik- myndagerðarmanna, leikstjóra, leikara, kaup- enda og seljenda frá öllum heimshornum til Cannes. Meira er farið að bera á stórum Holly- wood-myndum en áður. Mikill fjöldi kvikmynda- húsa er í Cannes og eru bíómyndirnar sýndar þar frá 8 á morgnana og fram yfir miðnætti. Kvöldin og næturnar eru síðan notaðar til mik- illa veisluhalda. Morgunblaðið var í Cannes og eru hér nokkrar myndir þaðan. Þorgeir Gunnarsson framleið- andi, Carolina Lopez Caballero teiknari og Inga Lísa Middleton leikstjóri koma út af sýningu á Ævintýri á okkar tímum. Robert De Niro, Uma Thurman og John McNaughton við kynningu á nýj- ustu mynd sinni, Mad Dog and Glory. Ljósmyndarar leggja ýmislegt á sig til þess að ná myndinni sem þeir vilja. Hér er viðfangsefnið Tahnee Welch dóttir Rachel Welch. Natasha Kinski gefur hér eigin- handaráritun eftir blaðamanna- fund. Hún leikur í nýjustu mynd Wim Wenders. M ííi :m III1111J l Cannes dregur til sín þúsundir manna á meðan kvikmyndahátíð- inni stendur og fjöldi furðufugla flykkst niður að ströndinni. . Ströndin í Cannes er þéttsetin allan daginn og varla er hægt að þverfóta fyrir föngulegu fólki eða Ijósmyndurum. i ■ Leikstjóri og aóalleikari Nýsjálensku myndar- innar Piano, sem hlaut Gullpálmann í Cannes, Jane Champion og Harvey Keitel. Sú auglýsing sem vakti einna mesta athygli var griðar- stór uppblásinn Arnold Schwarz- enegger sem stóð á pramma rétt fyr- ir utan höfnina í Cannes. Smástirnin í Cannes eru tvöfalt fleiri en hinar sönnu stjörnur. Hér baðar Susan Blakewood sig í „kynningarskyni" fyrir Emanueile 7 sem hún leikur í ásamt hinni einu og sönnu Sylviu Kristel. Tahnee Welch hefur erft margt frá móður sinni. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993 h MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAI 1993 31 STOFNSETTUR 1947 Fjölbreytt og skemmtileg námskeið fyrir fólk á öllum aldri: ❖ Hlutateiknun ❖ Módelteiknun ❖ Olíumálun ❖ ❖ Vatnslitamálun ❖ Dúkrista ❖ Keramik ❖ Mótunardeild ❖ ❖ Barna- og unglingadeildir ❖ Listasaga ❖ Umsóknir fyrir haustönn 1993 þurfa að berast á skrifstofu skólans fyrir 20. júní n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi í þeim verslunum sem selja myndlistarvörur og í bókabúð Steinars Bergstaðastræti 7. MYNDLISTASKÓLINN í REYKJAVIK ❖ TRYGGVAGÖTU 15 - 101 REYKJAVÍK SÍMI11990 Ævintýri Péturs Morgunblaðið/Sverrir Guðjón Guðmundsson Pétur Grétarsson er tónsmiður hinn mesti eins og heyra mátti á tónleikum hans og félaga í Litla sal Borgarleikhússins. Tónleikarn- ir voru einhverjir þeir skemmtileg- ustu fram til þessa á Rúrek ’93. Mikil alúð og metnaður lagður í flutning tónlistar og allt ytra um- hverfi. Hljómburðurinn í salnum var góður svo greina mátti frá allar raddir og heildaráhrifin voru sterk, ekki síst fyrir skemmtilega notkun ljósa. Nokkuð leið áður en tónleikarn- ir hófust og var siginn höfgi á suma þegar Pétur sló upphafstón- inn á gong, sem var fyrirboðinn að gjömingi sem seint mun líða úr minni. Sveitin, skipuð Bimi Thorodd- sen og Hilmari Jenssyni á gítara, Óskari Guðjónssyni tenórsaxófón, Þórði Högnasyni bassa og höfundi og trommu- og slagverksleikaran- um Pétri Grétarssyni, fór í gegn- um fyrri hluta prógrammsins án þess að til kynningar kæmi, og var megnið af því kaldur jass út í fijálsan. Prógrammið rann í gegn hnökralaust og var flutningurinn í alla staði sem hann gerist bestur. Eftírþankar var ballaðan fyrir hlé, og var hlutur Óskars Guðjóns- sonar sérstaklega mikill. Þessi ungi tenórsaxófónleikari er eitt mesta efni sem fram hefur komið í jassheiminum hérlendis lengi, hefur djúpan og fallegan tón og getur blásið eins og fulltíða maður veluppbyggða og þroskaða sólóa sem segja sögu. Shaman var verk sem Pétur samdi eftir dvöl á Grænlandi. Ósk- ar spilaði magnaðan sólókafla í glímu trommudansaranna en mót- aðilinn var Björn Thoroddsen sem tók upp gömlu „rokklikkin“ og náði að magna upp andsvar sem bragð var að. Oskar lét aftur að sér kveða í fönklaginu Stútur og Hilmar spil- aði sinn kafla með sándeffektum með miklu bergmáli, magnaður gítaristi. Seríal Killer var á ECM- línunni, náttúrulega með öllu óskiljanlegt, en gríðarlega áhrifa- mikið í ljósi nafnsins, kynningar höfundarins og ekki síst frábærs flutnings. bosch JÚNÍ-TILBOÐ bosch ÍSSKÁPAR Tilboðsverð M. FRYSTI stgr. KGV 2601 54.012 150 cm. KGV 3101 56.794 170 cm. KGV 3601 59.576 • 185 cm. ALLT AÐ 24% STGR. AFSLATTUR + 3.500 kr. matvöruúttekt í HAGKAUP fylgir hverjum ísskáp. ^ || Jóhann Ólafsson & Go ~- ' —' SIINDABORO 1.1 • 104 RKYKJAVlK • SlMI hro SKK Opnunartími mánudaga til föstudaga 9-12 og 13-18. Lokað á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.