Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 KNATTSPYRNA Rússíbanadýfa eins og í Lúxemborg getur alltaf komið fyrir Guðni Bergsson ræðirum atvinnumennsku hjáTottenham og landsliðið Kominn heim að Hlíðarenda GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er kominn heim að Hlíðarenda eftir rúmlega fjögurra ára dvöl hjá enska stórliðinu Tottenham. „Ég taldi mig nógu góðan til að eiga fast sæti í liðinu, en þetta var alltaf sama sagan. Stundum lék ég vel í sex, sjö leiki en átti svo kannski einn slæman hálfleik og var þá settur út eins og skot. Oft fór maður á teppið hjá Venables og ræddi málin og þau samtöl enduðu alltaf eins — ég fékk ekki miklar skýring- ar, hann sagði einfaldlega að þetta væri hans skoðun og ákvörðun, og þar við sat. En það er reyndar oft erfitt fyrir útlendinga að komast að í Bretlandi, og það hjáipaði mér ekki að ég var að spila allt aðra stöðu hjá Tottenham en ég var vanur." GUÐNI Bergsson knattspyrnumaður úr Val, sem hélt ívíking til Englands og lék með Tottenham í rúmlega fjögur ár, er kominn heim og ætlar að leika með sínum gömlu félögum að Hlíðarenda f sumar. Hvenær hann byrjar er ekki alveg Ijóst þvíforráðamenn Tottenham „hafa í einhverju allt öðru að snúast þessa dagana en að hugsa um Bergsson á íslandi," eins og Guðni orðaði það þegar Morgunblaðið ræddi við hann fyrir helgina. Morgunblaðið/Sverrir Guðni verður 28 ára í júlí. Hann er giftur Elíriu Konráðsdóttur og eiga þau einn son, Berg sem er 16 mánaða gamall. „Mér líkaði vistin í Englandi mjög vel. í heildina held ég megi segja að þetta hafi verið góður tími. Það hafa all- ir gott af því að búa erlendis ein- hvern tíma og kynnast siðum og venjum annars staðar en heima á íslandi,“ sagði Guðni aðspurður um veru sína í Englandi, en þangað fór hann í desember árið 1988. „Knattspymulega varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum því ég verð að viðurkenna að markmiðið var sett hærra. Það þýðir samt ekkert að gráta það heldur reyna að sjá jákvæðu hliðamar og vera þakklát- ur fyrir það sem maður fékk þó út úr þessu. Ég sé ekki eftir neinu, enda þýddi það ekkert. Maður tekur ákvarðanir á ákveðnum tímapunkti og þó svo ég hefði ef til vill getað farið til annarra félaga þá er aldrei að vita hvemig hefði gengið þar. Mikil samkeppni Það er auðvitað stefna allra sem fara út í svona að vinna sér fast sæti í byijunarliðinu. Það tókst ekki hjá mér, nema tímabilið 1991-92. Auðvitað var maður oft svekktur og taldi fram hjá sér gengið, en á hinn bóginn eru jákvæðu hliðarnar. Ein er að það er auðvitað gaman að hafa fengið tækifæri til að leika með þessu fomfræga félagi, það em ekki allir sem fá tækifæri til þess, hvað þá varnarmaður frá Is- landi. Samkeppnin um sæti í liðinu er mikil og hópurinn er stór en ég lék þrátt fyrir allt 90 leiki með Tottenham og var lengstum í hópn- um. í ljósi þessa gæti ég best trúað að maður yrði bara ánægðari með tímanum. Þrátt fyrir allt er ég því þakklátur fyrir að hafa verið hjá Tottenham. Það er auðvelt að leggjast í sjálfs- vorkun þegar illa gengur en ég reyndi alltaf að sjá björtu hliðarn- ar. I byijun var gott að fá svolítin mótbyr, svona til að venjast þessu, en það má segja að þessi byr hafi breyst í leiðindarok. Þá var bara að bíta á gamla jaxlinn, en ég hef kannski tuggið hann einum of mik- ið.“ Nú þekktir þú leikmenn Totten- ham úr sjónvarpinu hér heima áður en þú fórst út. Hvemig voru þessir leikmann utan vailar? „Ég hafði ekki velt því fyrir mér áður en ég fór hvernig þeir væru, en þegar öllu er á botninn hvolft þá eram við allir mennskir, sama hvort menn era stjörnur eða ekki. Hópurinn hjá Tottenham var góður og skemmtilegur. Ég er ekki bein- línis feimin týpa en samt tók það sinn tíma að komast inní hópinn og þá sérstaklega varóandi grínið, því húmorinn hjá Bretanum er dálít- ið öðruvísi en hér. Tveir þjónar í rútunni Maður var dálítið blautur á bak við eyrun þegar maður kom út fýrst. í fyrsta útileiknum mætti tveggja hæða rútan sem Tottenham á og þar var videó, steríógræjur og öll þægindi, meðal annars tvær setu- stofur. Tveir þjónar sáu um að bera í leikmenn allt sem þeir vildu og eftir leikinn var fjórrétta máltíð í rútunni þar sem menn gátu valið um þrennt í hveijum rétti. Þá gerði maður sér grein fyrir hversu vel er látið með þessa greifa á meðan við klofum snjóinn í janúar og förum svo í sjoppuna eftir æfíngu. Mér fannst alltaf furðulegt að hafa tvo þjóna í rútunni en félagar mínir vora duglegir að láta þá snúast í kringum sig. Það var gaman að kynnast mörg- um sem léku með Tottenham. Gazza fPaul Gascoigne] er til dæm- is yndislegur gaur og góður félagi en bilaður á sinn dásamlega hátt. Maður hristi oft hausinn yfír uppá- tækjum hans,“ segir Guðni og hlær en gefur ekkert meira út á það. „Annars var það dálítið furðulegt að þrátt fyrir mikla baráttu um sæti í liðinu þá voru bestu vinir mínir hjá Tottenham þeir sem ég var að beijast hvað mest um stöðu. Menn voru ekki að brjóta á félagan- um til þess að koma honum út úr liðinu og eiga um leið betri mögu- leika sjálfur." Nú varst þú mikið inn og út i}r liðinu ef svo má að orði komast. Þér gekk vel í byrjun en síðan fór að halla undan fæti eða hvað? „Já, ég var mjög fljótt settur inn í aðalliðið og þá í stöðu bakvarðar. Mér gekk mjög vel en liðinu illa og því þurfti að gera breytingar og þá era útlendingarnir oftar en ekki fyrstir settir út. Þannig er það bara og ekkert við því að gera. Næsta tímabil var ég aftur settur í bak- vörð og lék bara ágætlega, fór síð- an í landsleik og datt út úr hópnum í tvo mánuði án skýringa. Eftir þetta var ég inn og út úr liðinu og alltaf í bakvarðarstöðu ef ég var inni. Ofl á teppið hjá Venables Á þriðja tímabilinu fékk ég loks tækifæri sem haffsent og lék nokkra leiki og gekk vel. Þá meidd- ist ég og þegar ég var klár aftur var ekki lengur pláss fyrir mig. Ég sætti mig ekki við það; hafði fengið nóg af því að vera Valli varamað- ur. Ég taldi mig nógu góðan til að eiga fast sæti í liðinu, en þetta var alltaf sama sagan. Stundum lék ég vel í sex, sjö leiki en átti svo kannski einn slæman hálfleik og var þá sett- ur út eins og skot. Oft fór maður á teppið hjá Venables og ræddi málin og þau samtöl enduðu alltaf eins — ég fékk ekki miklar skýring- ar, hann sagði einfaldlega að þetta væri hans skoðun og ákvörðun, og þar við sat. En það er reyndar oft erfitt fyrir útlendinga að komast að í Bretlandi, og það hjálpaði mér ekki að ég var að spila allt aðra stöðu hjá Tottenham en ég var van- ur.“ Nú ert þú búinn aðleika 50 lands- leiki undir stjórn nokkurra þjálfara. Hvað með framahaidið, ertu alkom- inn heim eða verður þetta stutt stopp hjá þér núna? „Það voru ákveðin lið í Englandi sem vildu fá mig, Newcastle og [Crystal] Palace en ég hafði hug á að fara til meginlandsins. Það kom svo í ljós að markaðurinn fyrir ís- lenskan varnarmann var ekki fyrir hendi og þá voru þessi lið búin að kaupa menn þannig að ég var orðin of seinn. Ég ákvað því að koma heim og endumýja sig og hitta vini og vandamenn og auðvitað að leika með Val. Núna er ég í því að hringja og faxa til Tottenham til að fá mig lausan þannig að ég geti leikið með Val en það er svo mikið um að vera hjá klúbbnum í kringum [Terry] Venables [sem var rekinn út starfi framkvæmdastjóra, en síð- an settur í starfið með dómsúr- skurði] og það er mál númer eitt hjá þeim og á meðan hafa þeir í einhveiju allt öðru að snúast en að hugsa um Bergsson á íslandi. Ég vona bara að þetta gangi í gegn sem fyrst, ég held áfram að faxa til þeirra og hringja þar til þeir gefast upp. Ef það gengur ekki upp get ég ekki byijað að leika með Val fyrr en 1. júlí skilst mér. Ég veit að ein tvö lið hafa sýnt mér áhuga en í huga mínum núna er að klára tímabilið hjá Val og skoða svo hvaða kostir eru í stöð- unni. Athuga hvort okkur langar mikið út aftur og hvernig okkur líkar hér heima. Það getur vel verið að ég hafi samráð við konuna áður en ég tek ákvörðun,“ segir Guðni og bað sérstaklega um að síðasta setningin yrði ekki strikuð út. Rússíbanadýfan í Lúxemborg „Landsliðstíminn hefur verið góður. í liðinu eru góðir félagar og það hafa unnist góðir sigrar, ánægjuleg jafntefli og margir ósigr- ar. Leiðin er uppí mót en ég held við séum að bæta okkur smátt og smátt. Rússíbanadýfa eins og í Lúxemborg um daginn getur alltaf komið fyrir. Við höfum séð það verra, held ég. Þegar ég byijaði í Iandsliðinu var Guðni Kjartansson með það, síðan kom Tony nokkur Knapp, sem ég hitaði mikið upp fyrir, þá Sigfried Held, Guðni aftur, Bo Johansson og Ásgeir Elíasson. Þeir höfðu allir sínar áherslur og nálguðust verk- efnin á mismunandi hátt. Þetta eru allt ágætis menn, sérstaklega Ás- geir af því hann er núverandi þjálf- ari,“ segir Guðni og brosir. „Ég held að starf landsliðsþjálf- ara íslands sé erfitt því hann hefur svo lítinn tíma með liðinu, þijá fjóra daga fyrir hvern leik. Það má skipta verkefnum hans í þrennt. Hann þarf að velja liðið, leggja taktíkina fyrir þannig að leikmenn skilji og geti farið eftir henni og í þriðja lagi þarf hann að ná upp stemmn- ingu fyrir leikinn, baráttunni sem við íslendingar þurfum að hafa í leikjum okkar.“ Hvað með þá gagnrýni að það sé óþarfi að velja ykkur „útlending- ana“ sem gerið ekkeit annað en sitja í áhorfendastúkunni hjá liðum ykkar? „Ég viðurkenni að við værum betur á okkur komnir ef við værum að leika með aðalliðum okkar. Við æfum samt á hveijum degi og leik- um með varaliðunum og í Englandi er varaliðadeildin sterkari en fyrsta deildin hér heima, og er ég þá ekki að gera lítið úr henni. Þó svo við leikum ekki með aðalliðunum erum við bæði í ágætu formi og í leikæf- ingu. Við sitjum ekki upp í stúku og horfum á.“ Valinn í gáfumannaliðið Guðni var kominn á fjórða ár í lögfræði þegar hann gerðist at- vinnumaður hjá Tottenham og í haust ætlar hann að taka eitt próf, eða stefna að því „hálejta mark- miði. Maður er orðin langeygur eft- ir andlegum átökum eftir langa hvíld í Bretlandi. Annars var ég stundum spurður um það af leikmönnum, vegna skólagöngu minnar, hvort ég væri ekki gáfaður. Þeim fannst það mjög sérstakt að fótboltamaður væri í langskólanámi. Þeir völdu einu sinni „Ljótasta liðið“ í deildinni og ég slapp blessunarlega við það en Tott- enham átti einn fulltrúa í liðinu, Vinny Samways, og hann átti það fyllilega skilið. Svo var valið „Gáfaðasta liðið“ og ég var valinn í það, sjálfsagt vegna þess að það finnast varla ellefu leikmenn sem hafa farið í langskólanám," sagði Guðni og hefur greinilega gaman af. Eftir Skúia Unnar Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.