Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 37 I I I i i i < i i < i ATVIN N MMAUGL YSINGAR Hárgreiðslufólk Svein eða meistara vantar til starfa sem fyrst. Upplýsingar á staðnum á milli kl. 17.30 og 18.30 þriðjudaginn 1. júní. Hárgreiðslustofan Lína lokkafína, Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði. Veitingahús Virt veitingahús í miðbænum óskar eftir nem- um í framreiðslu (í þjóninn). Einnig óskum við eftir áhugasömum matreiðslumanni. Upplýsingar um nöfn og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 7. júní merkt: „Stundvísi, reglusemi og heiðarleiki - 13006“. Fóstrur Á leikskólann Lönguhóla, Höfn, Hornafirði, vantar fóstrur til starfa frá og með 16. ágúst. Útvegum húsnæði og flutningskostnaður verður greiddur. Upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma 97-81315 og félagsmálastjóri í síma 97-81222. Frá Grunnskóla Vestmannaeyja Kennara vantar til starfa næsta skólaár. Við Hamarsskóla eru tvær stöður lausar. Kennslugreinar: Stærðfræði, eðlisfræði og sérkennsla. Einnig er laus hálf staða skóla- bókavarðar. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 98-12644 og 98-12265. Við barnaskólann, kennslugrein tónmennt. Auk þess vantar kennara í almenna kennslu vegna forfalla frá september til janúar. Upplýsingar hjá skólastjóra í símum 98-11944 og 98-11898. Skólanefnd grunnskóla. Forstöðumaður félagsmiðstöðvar Egilsstaðabær óskar að ráÓa forstöðumann að félagsmiðstöð unglinga á Egilsstöðum. Um er að ræða fullt starf. Ráðningartími er til afleysinga í eitt ár frá og með 1. septem- ber 1993. Menntun á uppeldissviði og/eða reynsla af starfi með unglingum æskileg. Starfsmaður í hálft starf Einnig er óskað eftir að ráða starfsmann í hálft starf við félagsmiðstöðina frá 1. sept- ember 1993 til 31. maí 1994. Aðstoðað er við útvegun húsnæðis fyrir væntanlega starfsmenn. Félagsmiðstöðin er í nýju og glæsilegu hús- næði. Umsóknarfrestur til 15. júní. Umsóknir sendist til undirritaðs, sem veitir nánari upplýsingar, í síma 97-11166 eftir hádegi. Félagsmálastjóri Egilsstaðabæjar, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum. Talkennarar -talkennarar Heyrnleysingjaskólinn óskar að ráða talkenn- ara til starfa næsta skólaár. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 16750 eða 31388. Heyrnleysingjaskólinn Vesturhlíð. Smiðir eða laghentir menn Smiði eða laghenta menn vantar á verk- stæði til framleiðslu á gluggum og hurðum. Gluggasmiðjan, Viðarhöfða 3. H j ú kru na rf ræði ng og sjúkraliða vantar í sumarafleysingar á Heilsugæslustöð Selfoss. Upplýsingar veitir Guðný Gísladóttir, hjúkr- unarforstjóri, í síma 98-21300 eða 98-34886. Norskur sveitabær Hjálp óskast á norskan sveitabæ sem fyrst í 3-4 mánuði eða lengur. Viðkomandi þarf að elda fyrir 6 manneskjur, þrífa, mjólka kýr og önnur venjuleg sveitastörf. Laun 3.000 norskar kr. á mánuði, frítt fæði og húsnæði. Vinsamlegast skrifið til Kjell Wadrum, N-2072 Dal, Noregi. Ragnhildur Hjaltadóttir Fella- og Hólakirkja Viðtalstími fimmtud. kl. 13-14.30 eða eftir umtali Sími 73280 - Heimasími 12818 Æskulýðsfulltrúi Fella- og Hólakirkja auglýsir eftir æskulýðs- fulltrúa til að annast barna- og æskulýðs- starf kirkjunnar. Skilyrði eru reynsla af æskulýðsstarfi og þekking á undirstöðuatriðum kristinnar trú- ar. Einnig er uppeldismenntun æskileg. Um er að ræða heilt starf. Umsóknir sendist í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusóknar. Lögfræðingur Stór opinber þjónustustofnun í borginni óskar að ráða lögfræðing til starfa. Starfið er laust samkvæmt samkomulagi. Leitað er að traustum einstaklingi með góða almenna þekkingu á skattamálum og skattarétti, bókhaldi og uppgjörsmálum. Starfið felst m.a. í túlkun á skattalögum ásamt sérverkefnum er tengjast þessu sviði. Tungumála- og tölvukunnátta er áskilin. Góð vinnuaðstaða er fyrir hendi. Laun taka mið af samningum BHMR. Farið verður með allar umsóknir i' trúnaði. Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 7. júlf nk. GlJÐNT 1ÓNSSON RAÐCJÓF & RÁÐN I NCARhJÓN LISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA Sumarstarfsfólk Atvinnumiðlun námsmanna útvegar fyrir-* tækjum og stofnunum sumarstarfsfólk. Yfir 1200 námsmenn á skrá með margvíslega menntun og reynslu. Skjót og örugg þjónusta. Atvinnumiðlun námsmanna, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, sími 621080. Deildarstjóri Þekkt deildaskipt verslunarfyrirtæki á lands- byggðinni óskar að ráða deildarstjóra sem fyrst. Starfið felst í stjórnun, endurskipulagningu, sölu/afgreiðslustörfum o.fl. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á þjónustu- málum, éiga auðvelt með að vinna með öðr- um og sýna gott fordæmi í starfi. Leitað er að ungum og metnaðargjörnum aðila, sem er óragur við breytingar og vill sýna árangur í starfi. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar: „Deildarstjóri", fyrir 4. júní nk. RÁÐGAMDURHF. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Lagerstjóri - ungur og drífandi aðili - Traust dreifingarfyrirtæki með mikil umsvif óskar að ráða lagerstjóra. Starfið felst í stjórnun og skipulagningu. Leitað er að ungum og drífandi aðila sem getur byggt upp góðan liðsanda í kringum sig. Viðkomandi þarf að hafa þjónustulund, vera ósérhlífinn og skipulagður ásamt því að geta axlað ábyrgð. Stjórnunarreynsla nauðsynleg. Hér er á ferðinni gott ætkifæri fyrir réttan aðila. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Lagerstjóri" fyrir 5. júní nk. RÆ)GATOURHF. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Kennsla Verzlunarskóli íslands Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar skólaárið 1993-1994: 1. Stærðfræði. Mastersgráða í stærðfræði eða meiri menntun æskileg. 2. Hagfræði og bókfærsla. Viðskiptafræði- eða hagfræðimenntun áskilin. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.