Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 122. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Alien“ á uppboði EMMA Pryke, einn af höf- undum skrímslanna í „Ali- en“-myndunum bandarísku, heldur hér um höfuð sjálfrar skrímslamóðurinnar en hún ásamt ýmsum fleiri listaverk- um kvikmyndanna verður boðin upp hjá Sotheby’s-upp- boðboðsfyrirtækinu í London í næstu viku. Búist er við, að fyrir skrímslið fáist allt að tvær og hálf milljón króna. Reuter Tyrknesku kvennanna minnst í Solingen Skora á Kohl að sækja athöfnina Bonn. Reuter. ÞRÝST var á Helmut Kohl kanslara Þýskalands í gær um að vera viðstaddur minningarathöfn um þrjár stúlkur og tvær konur sem biðu bana er kveikt var í húsi tyrkneskra innflytjenda í bænum Solingen sl. laugardag. Stjórnarandstöðuþingmenn hafa tekið upp hanskann fyrir innflytj- endur og í gær skoruðu þingmenn kristilegra demókrata, flokks Kohls, einnig á hann að fara til athafnarinnar. Kom það í kjölfar mikillar gagnrýni á kanslarann fyr- ir að segja, að nærvera sín bætti ekki fyrir það, sem útlendingar hefðu liðið. Sextán ára piltur er í haldi grun- aður um þátttöku í íkveikjunni í Solingen. Hann var nágranni hinna látnu og er móðir hans lykilvitni lögreglunnar. Að sögn lögreglunnar var framburður piltsins um meinta samverkamenn rangur en á grund- velli hans voru myndir af þeim unn- ar í tölvum og birtust þær í fjölmiðl- um, m.a. í Morgunblaðinu. Ráðleysi í málefnum Bosníu ógnar NATO Fundur fastafulltrúa árangurslaus og lítils vænst af utanríkisráðherrafundi Brussel, Saríyevo. Reuter. ENGINN árangur varð af fundi fastafulltrúa Atlants- hafsbandalagsins, NATO, um ástandið í Bosníu í Brussel í gær og óttast margir, að ráð- leysið og sundurlyndið innan bandalagsins sé farið að stefna framtíð þess í voða. Serbar héldu í gær uppi látlausri stór- skotahríð á múslimabæinn Gorazde í Bosníu og höfðu náð á sitt vald tveimur þorpum í útjaðri hans og brennt til grunna. Fastafulltrúar NATO ræddu í gær um áætlun Sameinuðu þjóðanna um griðasvæði í Bosníu fyrir múslima og hvernig þau yrðu varin en gert er ráð fyrir að til þess þurfi að minnsta kosti 60.000 hermenn. Ætlaði Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri NATO, að senda Sam- einuðu þjóðunum bréf með sam- þykktum fundarins en við það var hætt enda samstaðan engin. Algjört klúður „Þetta var algjört klúður. Við vit- um ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga eða hvert stefna skuli," sagði einn fastafulltrúanna og Wöm- er hefur látið í ljós ótta við, að gef- ist þjóðir heims, einkum vestrænar þjóðir, upp fyrir óöldinni í Júgó- slavíu kunni það að verða banabiti viku koma utanríkisráðherrar NATO I Rannsóknir bandarískra vísindamanna á norðurheimskautssvæðinu saman í Aþenu en margir kváðust kvíða því, að sá fundur yrðí jafn marklaus og aðrir. Gorazde að falla „Ástandið sums staðar á Gorazde- svæðinu er víti líkast,“ sagði frétta- maður útvarpsins í Sarajevo í gær en þá höfðu Serbar brennt til grunna tvö þorp í útjaðri bæjarins. Er Gorazde síðasta meiriháttarvigi múslima í Bosniu. Er búist við, að hann muni falla í hendur Serbum á hverri stundu. Skotið var í gær af serbneskum varðbáti á ítalskan fískibát á Adría- hafi með þeim afleiðingum, að einn maður lést og annar særðist. Daglegt líf í Dobrinja ÍBÚAR í Dobrinja, einu úthverfi Sarajevo, verða að fara á milli hverfa hálfbognir og á hlaupum til að verða síður fyrir skoti frá leyniskyttum Serba. Hér hefur bílhræjum Reuter verið hlaðið upp til skjóls en þau mega sín þó lítils gegn sprengikúlunum. í fyrradag týndu 15 manns lífi þegar Serbar skutu á knattspyrnuvöll í borginni. Fangar fálauna- lækkun Stokkhólmi. Reuter. FANGAR í Svíþjóð sleppa ekki frekar en aðrir lands- menn við afleiðingar efna- hagssamdráttarins. Nú hafa launin fyrir fangelsis- vinnuna verið lækkuð verulega. Sænska dómsmálaráðuneyt- ið ákvað í gær að skera niður skattfijálsa „vasapeninga" fanganna um 20% en þá fá þeir fyrir vinnuna, sem þeir inna af hendi í fangelsinu. Verða þeir framvegis rúmar 2.600 kr. á viku. Þótt vasapeningar fanganna séu ekki miklir, þá er nokkuð um það, að Rússar komi til Svíþjóðar í þeim tilgangi einum að bijóta af sér. Bíða þeir síðan lögreglunnar á vettvangi og játa á sig allar sakir í von um þokkalegan fangelsisdóm. Fyrir þá eru 2.600 kr. í erlendum gjaldeyri stórfé, sem þeir gætu aldrei unnið sér inn í Rússlandi. Mengunin minnkað mikið New York. Frá Huga ólafssynl, fróttaritara Morgunblaðsins. MENGUN á norðurheimskautssvæðinu hefur minnkað um allt að helming frá því fyrir tíu árum, að því er vísindamenn við bandarísku Andrúmslofts- og sjávar- rannsóknarstofnunin segja í nýrri skýrslu. Þeir þakka það auknum mengun- arvörnum í Evrópu og Rússiandi og segja mjög hafa dregið úr líkum á staðbund- inni hlýnun á norðurslóðum af völdum iðnaðarlofts. Vísindamenn urðu fyrst varir við verulega mengunarmóðu á norðurheimskautssvæðinu á síðari hluta áttunda áratugarins, sem var rak- in til útblásturs brennisteinstvísýrings frá verk- smiðjum í Vestur-Evrópu og Sovétríkjunum. Þessi mengun náði hámarki nokkrum árum síðar og margir létu þá í ljós ugg um að hún gæti valdið staðbundinni hlýnun, sem bræddi ís og yki á svokölluð gróðurhúsáhrif. Slíkt hefur ekki orðið raunin, að hluta til vegna þess að Vestur-Evrópulönd hafa hert mengunarvarnir til að draga úr súru regni, en einnig vegna þess að Rússar hafa dregið úr brennslu á olíu og kolum en nota meira jarðgas í staðinn. Skýrsla bandarísku vísindamannanna er byggð á mælingum í Alaska, en þeir telja hana marktæka fyrir allt norðurheimskauts- svæðið, þar sem það hafí sýnt sig að mengun- in dreifðist mjög jafnt þar yfír. Þá benda athug- anir á Grænlandi til, að þar hafi verulega dreg- ið úr mengunarmóðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.