Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 27

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 27 Tóftir á Seltjarnarnesi óráðin gáta SEX til átta hringlaga tóftir, sú stærsta 20-25 metrar í þvermál, sjást greinilega úr lofti vestan Nesstofu á Sel- tjarnarnesi. Hringirnir hafa verið mældir en erfitt er að fullyrða nokkuð um tilurð þeirra nema að undangeng- inni rannsókn að sögn Guð- mundar Olafssonar fornleifa- fræðings. Guðmundur getur þess þó að annað hvort sé um að ræða náttúruleg fyrirbæri eða leifar af mannvirkjum sem engar ritaðar heimildir séu til um. Eftir því sem Guðmundur segir er mjög erfitt að fullyrða nokkuð um tilurð hringanna nema að und- angenginni rannsókn. Engu að síð- ur segir hann að hér hljóti annað hvort að vera um að ræða náttúru- leg fyrirbæri, t.d. hafi hólar verið sléttaðir út, eða leifar af mann- virkjum, sem engar heimildir væru til um. Þær gætu t.d. tengst út- ræðri eða búskap og verið svo dæmi sé nefnt hlutar af fjárbyrgj- um eða réttum. Aðspurður sagði Guðmundur að ekki væri hægt að segja til um frá hvaða tíma tóftirnar væru og ekk- ert sérstakt benti til þess að þær væru frá landnámi. Svo sagði hann að komið gæti til greina að tóftirn- ar væri frá ólíkum tímum og mögulegt væri að eitthvað af þeim væri af náttúrulegum orsökum og aðrar ekki. Hann kvað fjölmörg dæmi um hringlaga tóftir af þessu tagi á landinu öllu. Guðmundur sagði að teknar hefðu verið loftmyndir af svæðinu fyrir um það bil 13 árum. „Við komum þá auga á hringina og í kjölfarið voru þeir skoðaðir á jörðu niðri. Þarna hefur hins vegar ekk- ert verið grafíð og því er gátan enn óráðin,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að ekki stæði til að rannsaka tóftimar í bráð þó þær væru forvitnilegar. „Við höfum engin tök á að sinna öllu eða skoða allt forvitnilegt. Okkur skortir alla aðstöðu til þess,“ sagði hann og minntist þess að varla væri hægt að hafa undan því sem bráðlægi á. Þess skal þó getið að samkvæmt lögum verður að fara fram rann- sókn á svæðinu ef fara á út í fram- kvæmdir á því. Lítið vitað Morgunblaðið/Bjöm Rúriksson Hringlaga tóftir HORFT til suðurs yfir Nesstofu og hringlaga tóftirnar sem merktar eru inn á með pílum. Myndin er tekin kl. 23 þann 25. júlí 1985. Ferðir SL með eldri borgurum, Hressari, frískari og um fram allt kótari! Megin markmið „Kátra daga“, ferða eldri borgara, er að farþegarnir komi heim hressari, frískari og um fram allt kátari en þeir voru fyrir. Þess vegna er dagskráin létt, mikið sungið og dansað, málin rædd í rólegheitum og rómantíkin blómstrar. Asthildur Pétursdóttir fararstjórinn vinsæli. Mallorca 7.-28. sept. Gist á Ponent Mar, glæsilegu íbúðarhóteli á Palma Nova ströndinni. Öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar og loftslagið hressir bætir og kætir! De Vossemeren, Sælureitur í fíelgíu 13. - 27. ágúst. Þessi sæluhúsagarður er „bróðir“ hinna hollensku sæluhúsa í Kempervennen. Gistingin er fyrsta flokks og ótal möguleikar til upplyftingar og dægradvalar. írland 19. júlí - 2 ágúst. Skemmtileg rútuferð um alla fegurstu staði írlands þar sem íslendingum er tekið með brosi á vör. Kátir haustdagar á Flórída, 16. okt. -2. nóv. Sigling um Karíbahafið og dvöl á glæsihótelum á Flórídaskaganum. Ferð sem sæmir höfðingjum! Kempervennen Eldri en 60 — begra verð í júní og ágúst gefum við farþegum okkar kost á tilboði sem er vel til þess fallið að treysta fjölskylduböndin: Ef einn eða fleiri í hópnum er eldri en 60 ára veitum við veglegan afslátt á gistingu í hollensku sæluhúsunum í Kempervennen. Samviiniuferðir-Lands ýn , _ ar . ^ Verði fyrir ^ QATLAS/® EUROCARD Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 • Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92 - 13 490 • Akureyrl: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Símbréf 98 -1 2792

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.