Morgunblaðið - 03.06.1993, Side 29

Morgunblaðið - 03.06.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 29 Deilur innan bandaríska Demókrataflokksins Þrýst á Clinton um að reka uppreisnarmenn Washington. The Daily Telegraph. STUÐNINGSMENN Bills Clintons Bandaríkjaforseta á Bandaríkja- þingi hafa hrundið af stað herferð gegn nokkrum af reyndustu þing- mönnum Demókrataflokksins, sem hundsuðu flokksaga og hollustu við forsetann og skipulögðu andstöðu við efnahagsstefnu hans. Þess- ir stuðningsmenn forsetans, sem flestir eru í hópi nýrra þingmanna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vilja að þeir sem ákafast börðust gegn því að fjármálaáætlun forsetans fengi staðfestingu deildarinn- ar, verði látnir svara til saka. Nýliðarnir hafa einkum beint spjótum sínum að formönnum hinna ýmsu undirnefnda innan fulltrúa- deildarinnar og vilja þeir að 11 þeirra hið minnsta verði vikið úr starfi. Segja þeir hinir sömu að áhrifamiklir og reyndir þingmenn hafi ekki siðferðislegan rétt til þess að leggjast gegn helstu baráttumál- um Demókrataflokksins og Clintons forseta. Ekki er einungis um að ræða nýliða á þingi sem eru þessar- ar hyggju heldur hafa ýmsir þekkt- ir þingmenn þeirra á meðal Dan Rostenkowski, sem fer fyrir fjár- veitinganefnd fulltrúadeildarinnar, lýst yfir stuðningi við þetta sjónar- mið. Clinton sár og bitur Fjárlagafrumvarp forsetans var samþykkt í fulltrúadeildinni með 219 atkvæðum gegn 213 í síðustu viku og herma heimildir að í Hvíta húsinu hafi menn gerst bæði reiðir og bitrir er í ljós kom hversu marg- ir þingmenn demókrata gengu til liðs við Repúblíkanaflokkinn í at- kvæðagreiðslu þessari. Demókratar hafa meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Sagt er að Bill Clinton hafi tekið þessari niður- stöðu þunglega og að forsetinn hafi lýst yfir því að laun heimsins væru vanþakklæti er í ljós kom hversu margir voru tilbúnir til að láta hollustu við flokk og forseta lönd og leið. Til þess að ná fram nauðsynlegum meirihluta varð að gera ýmsar breytingar á uppruna- legu fjárlagafrumvai’pi ríkisstjórn- arinnar. Alls munu um 80 þingmenn demókrata í fulltrúadeildinni vera þeirrar hyggju að refsa beri þeim sem gegn forsetanum lögðust. Fremstar í flokki hinna hefnigjörnu fara tvær þingkonur, þær Leslie Byrne frá Virginíu og Jolene Unso- eld frá Washington. „Við erum mörg þeirrar skoðunar að þeir sem gegna forustuhlutverki eigi að vera í brúnni þegar þjóð þeirra þarf á kröftum þeirra að halda,“ sagði Jolene Unsoeld. Dyggustu stuðn- ingmenn Clintons forseta vilja að formönnum nokkurra undirnefnda verði vikið úr starfi með tilvísun til reglu einnar sem kveður á um að sérstök nefnd á vegum flokksins geti rekið menn úr slíkum störfum hafi þeir reynst fláráðir eða verið staðnir að því að misnota aðstöðu sína. Reuter Franskar, sósa og salat Borís Jeltsín Rússlandsforseti heilsaði í gær upp á starfsfólk McDon- alds-skyndibitastaðar sem nýverið var opnaður í Moskvu. Einn slíkur hefur verið í rekstri í höfuðborg Rússlands frá árinu 1990 og er talið að tæpar 50 milljónir manna hafi sest þar að snæðingi en nærri iætur að níu milljónir manna búi í Moskvu. Á myndinni fær forseti Rússlands sér „frönskurnar" sem ómissandi þykja þegar slík næring er meðtekin. Fríið í Fenexjum Aspin dýrkeypt? Washington. The Daily Telegraph. FIMM daga hvíld frá annasömu starfi, sem Les Aspin, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, tók sér á Ítalíu ásamt vinkonu sinni, hefur orðið til þess að bylgja reiði og hneykslunar hefur risið vestra. Ástæðan er kostnaðurinn við þetta stutta Ieyfi ráð- herrans en hluta hans munu bandariskir skattgreiðendur bera. Aspin sem er 54 ára og fráskil- inn sneri heim til Bandaríkjanna á þriðjudag og bjó sig undir að svara spurningum m.a. varðandi kostnað vegna gistingar þeirra 30 manna sem nutu með honum veðurblíðunnar í Feneyjum. Með Aspin í för var Sharon nokkur Sarton, sem er nokkrum árum yngri en ráðherrann og í stjórnunarstöðu hjá stálfyrirtæki einu vestra. Ráðherrann réttlaus fangi? Blaðamenn biðu þeirra Aspins og ungfrú Sarton á flugvellinum í Washington en þau vildu ekki við þá ræða. „Er maðurinn fangi eða hefur hann rétt til að taka sér helgarleyfi?“ spurði hins veg- ar talsmaður Aspins er fjölmiðla- menn svifu á hann. Aspin hélt til Evrópu í opinber- um erindagjörðum. Hann flaug með Boeing 707 þotu í eigu ríkis- ins yfir Atlantshafið ásamt 22 manna áhöfn og lífvörðum. Þá sjö daga sem hann dvaldi í Eyr- ópu kom hann við í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel, var viðstaddur minningarathöfn um fallna her- menn við Anzio á Ítalíu og átti fund með þarlendum varnarmála- fræðingum í Rómarborg. Er skyldustörfunum var lokið naut Aspin lífsins í Feneyjum og bjó á Hotel Daniele, sem mun standa undir þeim fimm stjörnum sem það prýðir. Aspin greiddi sjálfur fyrir gistinguna og hermt er að Sharon Sarton hafi boðist til að greiða þær tæplega 70.000 íslensku krónur sem flugið heim með ríkisþotunni kostaði. Kostnaðarsöm menningarneysla Vestra hefur það hins vegar hleypt illu blóði í menn að meðan þau tvö nutu dásemda ítalskrar menningar og veðublíðunnar þrotlausu var áhöfn ríkisþotunn- ar og níu sérlegum aðstoðar- mönnum ráðherrans, þeirra á Les Aspin meðal herlækni, flotamálasér- fræðingi og lífvörðum, fyrirskip- að að vera i „viðbragðsstöðu“. Fólst hún í því að þeir gistu á ítölskum gistihúsum á kostnað skattborgara vestra. Bandarískir blaðamenn, sem af annálaðri framtakssemi hafa þaulkannað verð á hótelherbergjum á Ítalíu, áætla að kostnaðurinn vegna aðstoðarmanna forsetans sé tæp- ast undir 20.000 Bandaríkjadöl- um eða um ein og hálf milljón króna. Þessar fréttir koma í kjöl- far annarra m.a. af þeirri ákvörð- un Bills Clintons forseta að láta klippa sig á flugvellinum í Los Angeles. Kostnaðurinn vegna tafa á flugumferð sem af þessu hlaust hefur vakið mikið umtal í Bandaríkjunum og gárungar þar nefna þotu forsetans ekki lengur „Air Force One“ heldur „Hair Force One“. Les Aspin hefur sagt að þetta fylgi starfmu, hann fá tæpast stigið skref án þess að liðsafli þessi fylgi í kjölfarið. „Ég væri sannast sagna ágætlega sáttur við að fá að vera einn í ró og næði,“ bætti hann við. Starfsmaður TV2 sendi gabbfrétt í danska sjónvarpið Fréttin rættist nokkurn veginn daginn eftir Kaupmannaliöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. STARFSMAÐUR TV2 sendi á annan í hvítasunnu gabbbréf til danska sjónvarpsins um að danskir hermenn í liði Sameinuðu þjóðanna í Sarajevó hefðu sjasast. Fréttin vakti ugg meðal aðstandenda dan- skra hermanna. Á þriðjudag féllu hins vegar tveir danskir bílstjór- ar, sem keyrðu hjálpargögn á vegum EB og fjórir félagar þeirra slösuðust. Þetta er fyrsta mannfall í liði Dana á ófriðarsvæðinu. Danska sjónvarpið bað TV2 um einn starfsmaður stöðvarinnar með að senda sér evrópsk fréttaskeyti um hvítasunnuna, því móttakari þeirra var bilaður. TV2 er í ríkis- eign, en fjármögnuð með auglýsing- um. Af óskiljanlegum ástæðum lét frétt um að átta danskir hermenn hefðu slasast í Sarajevó, svo áhyggjufullir aðstandendur hringdu unnvörpum í danska herinn, sem varð að bæta við starfsfólki til að róa þá. Starfsmaðurinn játaði á sig skömmina og hefur nú fengið skömm í hattinn og hótun um brott- rekstur ef eitthvað í þessa áttina endurtaki sig. Á þriðjudag gekk fréttin svo næstum eftir, því þá létust tveir danskir bílstjórar í flutningalest með neyðarhjálp rétt við Sarajevó og fjórir slösuðust, þegar bílalestin varð fyrir sprengjuárás. Eftirspumm eflir eldri Honda er það mikil, aö við lílum á notaöa Honda sem góða greiðslu uppí nýja. Okkur vantar yfirleitt eldri Honda til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt Honda og hefur hug á að skipta og fá þér nýja, þá metum við eldri bílinn á sanngjörnu verði og þú eignast nýjan Honda fyrirhafnarlítið. ra ' HONDA VATNAGÖRÐUM - SlMI 689900 -góð fjárfesting

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.