Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Barna- fataverslunin Endur og hendur flytur Verslunin Endur og hendur hefur flutt úr Borgarkringlunni á Grens- ásveg 16. Verslunin hefur sérhæft sig í vönduðum ungbarnafatnaði frá Frakklandi og Ítalíu og hvers kyns smávöru fyrir yngstu krakkana, og ýmsu til sængurgjafa. ■ Tinna með Solbergsgarnið Nýlega fékk Garnbúðin Tinna í Hafnarfirði einkaumboð fyrir norska vefnaðarvörufyrirtækið Sol- berg. Verslunin hefur flutt inn garn frá Uldvarefabrik í Noregi en bætir nú sérhæfðu bómullargarni við fyr- ir hekl og prjón sem jafnframt er 20-30% ódýrara en sambærileg garn. ■ 2U ia VIKUNNAR II — - M É^É mm lasra sumara iiiuraap? Stjúpur Hádegisblóm Bóndarós Hansarós Gljávíðir 30-40 cm Birki 50-75 cm Birki 75-100 cm Alaskaösp 125-150 cm Alaskaösp 151-175 cm Aiaska, Breiðholti, Revkiavík 50 50 540 590 120 200 240 ekki til 450 4ára Blómaval v/Sigtún, Revkiavik 49 tilboðsverð 50 598 595 110 ekki til 240 ekki til 1.100 hnausplanta 5-6 ára Gróðrarstöðin Grænahlíð, Furuqerði 23, Revkiavik 50 50 550 590 120 ekki til 320 ekki til 1.600 hnausplanta 6-7 ára Gróðrarstöðin Mörk, Stiömuqróf 18, Revkiavík 50 50 590 590 120 200 240 ekki til 450 4ára Skógræktarfélag Reykjav., Fossvoqsbletti 1 50 50 ekki til 590 120 240 650 selt í potti 900 1.100 hnauspl. 5-6 ára hnausplanta 6-7 ára f-róðrarstöðin Birkihlíð, Biri.'qrund I.Kópavoqi 50 50 550 450 90 240 320 ekki til ekki til Garopiöntustöðin Lágafell, Miklaholtshreppi 50 50 ekki til ekki til ekki til ekki til 200 ekki tii ekki til Garðplöntustöð Ásthildar, Isafirði 50 50 400 500 100 ekki til 500 900 ekki til hnausplanta 5-6 ára Garðyrkjustöðin Rein, Eviafiarðarsveit 50 50 550 560 100 ípottum ekki til ekki til 300 5ára 500 5ára Skóræktarfél. Eyfirðinga, Kjarnaskógi ekki til ekki til ekki til ekki til 100 ekki til 500 selt í potti 500 selt í potti 2 ára 800 selt i potti 3 árA Gróðrarstöðin Sólskógar, Vallahreppi ekki til ekki til ekki til ekki til 95 300 350 590 5ára 1.380 hnausplanta 5 ára Garðplöntusalan Borg, Þelamörk 54, Hveraqerði 40 40 375 550 upps. ekki til ekki til 400 3ára 550 4 ára Garðyrkjust. Ingibjargar S., Heiðmörk 38, Hveraqerði 40 40 420 450 70 150 600 selt i potti 250 selt í potti 3 ára 600 selt I potti 4 ára Stjúpurnar í Hveragerði 20% ódýrari en annars staðar á landinu Kvöldverður hjá TÖLUVERÐUR kippur kom í garðplöntusölu um hvítasunnu- helgina. Sölumönnum bar flestum saman um að salan hefði farið fremur seint af stað í ár og oft hafi verið meira að gera um þetta leyti. Slæmt tíðarfar telja þeir höfuð- ástæðuna en einnig sé til í dæminu að sumir hafi nú minni fjárráð. Flestir reyni þó að fegra garða sína fyrir 17. júni og búast þeir við mikilli sölu næstu tvær vikurnar. Daglegt líf kannaði verð á algengustu sumar- blómum og trjáplöntum á Reykjavíkursvæðinu og úti á landi. Tekið skal fram að ekki var um gæðasamanburð að ræða og hæð plantnanna var látin ráða verðflokkun en ekki aldur og fegurð. Enn sem fyrr eru stjúpur a r i / ^ fær fólk til au koma og sjá hvað er í boði FYRIRTÆKI greiða stundum há- ar upphæðir fyrir að auglýsa af- slátt. Nýlega var “Sparihefti heimilanna" dreift til 80 þús. fjöl- skyldna. Þar eru afsláttarmiðar frá 70 fyrirtífikjum sem um leið auglýsa varning eða þjónustu. Sturla Pétursson hjá G.Á. Péturs- syni sagði fyrirtækið veita um 10% staðgreiðsluafslátt, en 15% afsláttur er auglýstur af Mongoose hjólum í heftinu. „Við veitum þennan afslátt burtséð frá því hvort fólk staðgreið- ir eða ekki.“ Hann var spurður hvort ekki væri nær að lækka einfaldlega verðið: „Tilboð eru söluhvetjandi og fólki finnst gaman að fá afslátt. Þó við lækkuðum verðið, myndi fólk samt vilja afslátt, en það er dæmi sem ekki gengi upp.“ Jónína Pálsdóttir annar eiganda fyrirtækisins sem gefur spariheftin út, sagði að þetta væri í þriðja sinn sem þau væru gefin út. Áður var þeim dreift til 40 þús. fjölskyldna og nú væri stefnt að útgáfu heft- anna á 2ja mánaða fresti. Auglýsing í heftinu kostar 82.500 kr. auk virðisaukaskatts og fyrirtæki sem Daglegt líf ræddi við báru þess- ari auglýsingaleið vel sögu. „Afslátt- urinn verður til að fólk kemur frekar til okkar og kynnist af eigin raun því sem við bjóðum,“ sagði Heimir Einarsson á Gauk á Stöng, en veit- ingahúsið býður handhöfum spari- hefta 20% afslátt af verði matseðils. einum frægasta kvenkokki heims í vinalegu litlu þorpi rétt utan borgarmarka Lúxemborgar rekur einn frægasti kvenkokkur heims eigin veitingastað. Gestum er ráðlagt að panta borð fyrirfram því færri komast að en vilja. Lea Linster er lögfræðingur að mennt, en tók við veitingastaðnum af föður sínum 1985 eftir að veikindi fóru að hrjá hann, segir Lea mér eftir anna- sama törn í eldhúsinu þetta laugardagskvöld. I þorpinu Frisange, sem er 12 km frá borginni, búa um 700 manns. Lea segir íslendinga vera aufúsugesti hjá sér enda sé sérstaklega ánægjulegt að gera þeim til hæfis. Á ferð um Lúxemborg fyrir skömmu áttum við nokkur mjög huggulega kvöldstund hjá Leu, sem byrjaði á því að bjóða okkur velkomin með kampavíni í vínkjallaranum þar sem eru heilu stæðurnar af hinum ýmsu guðaveigum, flöskur sem kosta frá 600 kr. —^ og upp í 260 þúsund kr. dýr- asta rauðvínsflaskan. Þar fyrir utan hafa kóngulóavefír og tilheyr- andi fúkkalykt fengið að grassera í kjallaranum hjá Leu sem að mati fagmanna tilheyrir í alvöru vínkjall- ara enda þurfa sumar vínflöskurnar að geymast í áraraðir áður en ráð- legt er að dreypa á miðinum. Lea segir að stilla þurfi hitastigi kjallar- ans í hóf. Það megi aldrei fara yfír 18 gráður, en algengast er að því sé haldið í 13-14 gráðum. Hún hefur þó lítil afskipti af vínkjallaranum. Eiginmaðurinn er sérfræðingurinn á því sviði. Lea ræður aftur á móti ríkjum í eldhúsinu og gerir það með glæsi- brag. Þetta kvöld bauð hún upp á fímm réttaða máltíð. Tveir forréttir voru humarsalat og karfaréttur. Kálfakjöt var aðalréttur kvöldsins og eftirréttirnir karamellubúðingur og pistage-ís með jarðarbeijum. Og í lokin var borið fram kaffi og kon- íak á eftir öllum herlegheitunum. Slíkur málsverður kostar 5-6 þús. með borðvíni. Lea hreppti 1. sætið í Ólympíu- keppni matargerðarmanna 1989, en sú keppni er árlega í Lyon í Frakk- landi. Framlag hennar var lamb í kartöfluskel og þegar Daglegt líf fór þess á leit við Leu að fá uppskriftina af verðlaunaréttinum, var það auð- sótt mál. Þess má geta að Lea kem- ur til íslands síðar í sumar til að elda fyrir sælkera. Lamb í kartöfluskel (fyrir fjóra) 400 g hryggjarstykki, úrbeinað og sinaskorió vinsælastar í görðum lands- manna, enda eru þær öðrum plöntum harðgerari, litskrúðugar, blómstra snemma og bera blómin langt fram eftir hausti. Stjúpur eru í raun tvíærar en tíðarfar hér veldur því að yfirleitt Iifa þær ekki nema eitt sumar. í blóma- bænum Hveragerði má fá stjúpur og önnur smáblóm 20% ódýrari en gengur og gerist annars staðar á landinu. Gljávíðir, 30-40 sm, reyndist einnig ódýrastur þar á 70 kr. en dýrastur á þremur stöð- um í Reykjavík á 120 kr. Víða eru ýmis sértilboð og væntanlega verða fleiri þegar líð- ur á sumarið. í fyrra brast á hálf- gert stjúpuverðstríð en þá fóru stjúpurnar sumstaðar niður í í 28 kr. í Gróðrarstöðinni Mörk má fá 40 eins og hálfs árs birkiplöntur (15-25 sm) í bakka á 900 kr. og í Blómavali er tilboð á 90 birkig- ræðlingum (10-15 sm) í bakka á 999 kr. ■ vþj Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Lea Linster, einn frægasti kvenkokkur heims, í eldhúsinu sínu í Frisange í Lúxemborg. 600 g Bintje-kartölfur 1 msk. söxuó steinselja salt og pipar 1 dl matarolía Kartöfluskel Þrífið kartöflur og rífið. Pressið vatn úr þeim og steikið á pönnu í sjóð- heitri matarolíu svo úr verði 5-6 mm þykk pönnukaka. Steikið bara á annarri hlið. Þegar pönnukakan er vel brún setjið hana á viskustykki með steiktu hliðinni niður. Saltið og piprið lambið og stráið rifnu skorpu- lausu brauði yfír kjötið. Stráið stein- selju á pönnukökuna. Vefjið henni síðan utan um kjötið og grillið í ofni. Sósa Setjið lambabein og mikið af græn- meti, s.s tómata, hvítlauk, lárviðar- lauf, timian, rósmarín og ögn af steinselju í pott. Látið malla I 3-4 klst. sigtið og fleytið fituna af. (Auð- veldast er að ná fitunni með því að láta blönduna standa yfír nótt.) Bætið við rósmarín, smjöri, salti og pipar. Þess má að lokum geta að sam- kvæmt kokkabókum Leu er ákveðin baunategund matreidd eftir kúnstar- innar reglum sem meðlæti, en þar sem baunir þessar eru óþekktar hér á landi, látum við hér staðar numið í von um að íslenskir sælkerar láti sér nægja annars konar meðlæti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.