Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 48

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 48
4» þw.i i'/ýi, .8 auDAauTK-Mn eiaAia/.uDflOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1993 TISKA Fallandi veldi fyrirsætanna Undanfarin fimm ár hafa fyr- irsæturnar Linda Evange- lista, Christy Turlington og Naomi Campbell verið. þær fyrirsætur sem hvað oftast hafa prýtt forsíð- ur hinna ýmsu tískutímarita. Nú eru sögur hins vegar famar að ganga um það í Bandaríkjunum að veldi einhverra þeirra, jafnvel allra, sé í hættu. Orðrómurinn átti upptök sín nýlega þegar verið var að kynna Parísartískuna fyrir haustið. Sagan segir að Naomi Campbell hafi neitað að taka þátt í Chanelsýningunni, ef nýliðinn Tyra Banks yrði líka þátttakandi. Tyra Banks, sem er mjög ung að árum, hefur farið óvenjuhratt upp metorðastigann sem sýningar- stúlka. Ekki nóg með það, heldur gengu þær sögur stuttu síðar, að fyrirtækið Kenar, sem framleiðir alls kyns íþróttavörur, hafi ekki endumýjað samning sinn við Lindu Evangelistu, en hún hefur haft fastan samning við fyrirtæk- ið undanfarin ár. Þykir Linda hafa misst spón úr aski sínum, því samningurinn var feitur biti. Kenar valdi dönsku fyrirsætuna Helenu Christensen, sem hefur átt velgengni að fagna að undan- förnu. Þá hefur Steven Meisel, einn uppáhaldsljósmyndari Lindu, misst af Bamey-auglýsingum sem ■ Linda Evangelista ■ missti samning við ■ fyrirtækið Kenar. hann hefur haft samning við í nokkurn tíma og Linda hefur vak- ið athygli fyrir. í hans stað var ráðinn tæplega þrítugur Breti, Corinne Day. Sá hinn sami valdi Kate Moss sem fyrirsætu í auglýs- ingarnar, en þó er Kate Moss ekki spáð langri glæstri framtíð fyrir sér eins og Linda, Christy og Naomi hafa átt. Táningurinn Tyra Banks hefur klifið metorðastigann mjög hratt. Kate Moss fékk auglýsingu Lindu Evangelistu, en er þó ekki spáð löng- um ferli á toppin- um. Helena Christensen er sú sem einna mestar vonir eru bundnar við. KIRKJAN Reynivalla prestakall vísiterað Herra Ólafur Skúlason biskup vísiteraði Reynivallapresta- kall nú síðast í maí. Mánudaginn 17. maí var endurhæfingarstöð SÁÁ að Vík heimsótt ásamt Ungl- ingaheimili ríkisins að Tindum og var endað í hádegisverði á Geðdeild Borgarspítalans að Arnarholti. Eftir hádegi voru kirkjurnar að Brautar- holti, Saurbæ og Reynivöllum skoð- aðar og'að lokinni heimsókn var gestum boðið í matarveislu í Ás- garðsskóla. Sunnudaginn 23. maí var messað í kirkjunum þrem, kl. 10.30, 13.30 og 15.00 og predikaði herra Ólafur Skúlason, en sóknarprestur sr. Gunnar Kristjánsson þjónaði fyrir altari. Vísitasían endaði með kaffi- drykkju í Fólkvangi að söfnuðinum viðstöddum. Við það tækifæri töluðu herra Ólafur Skúlason, sr. Bragi Friðriksson prófastur og sr. Gunnar Kristjánsson. Þeir Brautar- holtsbræður Páll og Jón Ólafssynir þökkuðu gestum fyrir komuna. Morgunblaðið/Hjalti Séra Bragi Friðriksson og herra Ólafur Skúlason reyna líkams- ræktartæki sem Lionsklúbburinn Víðarr gaf að Arnarholti. Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans sést í baksýn. Við bjóðum landsins mesta úrval af veiðivörum (og stöndum við það) Við altarið á Arnarholti. F.v. Jóh"nns Pálmason, framkvæmda- stjóri Borgarspítalans, sóknarpresturinn sr. Gunnar Kristjáns- son, herra Ólafur Skúlason biskup og sr. Bragi Friðriksson prófastur. Góð byrjun á veiðitúr! félk f fréttum f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.