Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 59

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 59
59 Sáttur við jafnteflið RÚSSAR tryggðu sér farseðil- inn á heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum 1994 með því að gera jafntefli, 1:1, við íslend- inga á Laugardalsvellinum. Þar með urðu Rússar önnur þjóðin til að fá farseðilinn, þar sem Grikkir urðu fyrstir Evrópubúa til að fá hann; í Moskvu á dög- unum. Rússar fóru að eins og svo margir ferðamenn sem eiga leið vestur um haf - milli- lentu á íslandi. Pörug byijun íslendinga sló Rússa út af laginu í byijun leiksins, en leikmenn íslenska liðs- Í ins sýndu mikla bar- Sigmundur Ú. áttu. Þeir . gáfu Steinarsson Rússum aldrei frið skrifar 0g náðu góðum tök- um á miðjunni og oft ágætis samleiksköflum, en sóknir íslenska liðsins voru ekki nægilega öflugar. Aðeins tvisvar kom skot að marki Rússa — fyrst skalli Eyjólfs Sverrissonar á 11. mín, sem Dimitri Kharine varði, en síðan skoraði Eyjólfur mark ís- lands, 1:0, á 27. mín. Eftir markið drógu íslendingar sig aftur og Rússar náðu að jafna, 1:1, á 40. mín. og aðeins einni mín. seinna var Igor Kolyvanov nær búinn að bæta við marki er hann komst á auðan sjó fyrir framan mark íslands - vippaði knettinum yfir Birki Kristinsson, markvörð. Eftir fjöruga byijun fór að draga úr krafti leikmanna íslands og í seinni hálfleik sýndu þeir fátt sem gladdi augað. Rússar tóku völdin í sínar hendur og þeir voru klaufar að bæta ekki tveimur mörkum við. Birkir Kristinsson varði glæsilega skot frá Serguei Kiijakov, sem var einn og óvaldaður inn í markteig á 72. mín. Sex mín. fyrir leikslok átti Igor Lediakhov þrumuskot sem hafnaði í þverslá - þaðan fór knött- urinn til Kiijakovs, sem skaut fram- hjá marki í dauðafæri. Eins og fyrr segir byijuðu íslend- mgar leikinn af krafti, en kraftar leikmanna liðsins dugðu skammt. Hlynur Stefánsson og Ólafur Þórð- arson voru öflugir á miðjunni og Arnór Guðjohnsen, Amar Gunn- laugsson og Eyjólfur Sverrisson, besti leikmaður Islands, hreyfanleg- 'r - unnu vel aftur og léku oft skemmtilega á milli sín. Vamarieik- ur íslenska liðsins var yfírvegaður á meðan Rússar vora að átta sig á hlutunum, en síðan náðu Rússar °ft að sundra honum með snöggu samspili - þríhymingsspili. Rússar iéku seinni hálfleikinn eins og þeir sem völdin hafa og þeir höfðu það sem þeir sóttust eftir í höndunum; farseðilinn til Bandaríkjanna. Island - Rússland 1:1 Laugardalsvöllurinn f Reykjavík. Undan- keppni HM, miðvikudagur 2. júní 1993. Aðstæður: Logn og átta stiga hiti. Vötlur- inn góður. Mark islands: Eyjólfur Sverrisson (27.). Mark Rússlands: Serguei Kirjakov (40.). Rult spjald: Izudin Daði Dervic (63.), An- drei Kanchelskis (70.). Dómari: L.W. Mattram, Skotlandi, sem dsemdi vel. Línuverðir: G.R. Alison og M.F. Pocock, Skotlandi. Ahorfendur: 3.708 (Rúmlega 600 boðs- gestir). Lið Islands: Birkir Kristinsson, Hlynur “irgisson, Kristján Jónsson, Guðni Bergs- “n, Izudin Daði Dervic, Rúnar Kristinsson (Arnar Grétarsson 78.), Hlynur Stefánsson, Arnar Gunnlaugsson, Amór Guöjohnsen, Eyjólfur Sverrisson (Haraldur Ingólfsson 83.). Lið Rússlands: Kharine, Gorloukovitch, °nopko, Ivanov, Kanchelskis, Tatarchouk (Korneev 67.), Dobrovolski, Koulkov, Koly- vanov (Lediakhov 75.), Juran, Kiijakov. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Morgunblaðið/Bjami Eirfksson GuAni Bergsson var heppinn að margra mati að fá ekki að líta rauða spjald- ið strax í byijun leiks. Serguei Youran slapp einn innfyrir vömina og Guðni sá sér þann kost vænstan að krækja aftan í Rússann. Dómarinn sá hins vegar ekkert athugavert og dæmdi aukaspyrnu á Youran fyrir að bijóta á Birki. íslendingar hug- myndasnaudir Serguei Kiijakov, leikmaður með Kalsruhe í Þýskalandi, var besti maður Rússa í gær- kvöldi. Eins og samheijamir var hann ánægður með stigið og sæti í úrslitakeppninni, en óánægður með sjálfan sig. „Ég fékk iriörg marktækifæri, opnaði dymar, en komst ekki inn,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Heppnin var ekki með mér að þessu sinni — ég hefði átt að gera fleiri mörk.“ Hann sagði að rússneska liðið hefði verið lengi í gang. „Fyrstu 30 mínútumar eða svo voru erfíð- ar, en eftir að við jöfnuðum var þetta búið spii hjá íslendingum og við vorum mun betri í seinni hálf- leik.“ Honum þótti ekki mikið til ís- lenska liðsins koma. „Liðið var heppið að skora. Leikmennimir era sterkir, en leikkerfið var mjög ein- hæft og framstætt — langar send- ingar fram í þeirri von að menn næðu að skalla og skapa hættu. Það vora engar breytingar, ekkert hugmyndaflug." „ÉG get ekki annað en verið sáttur við jafnteflið miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Rússarnir eru með gríðarlega sterkt lið og leika hratt með einni snertingu og því er erfitt að eiga við þá,“ sagði Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Asgeir sagði að strákamir hefðu leikið eins og fyrir þá var lagt. „Fyrstu þijátíu mínútumar vora mjög góðar — meðan strákamir höfðu kraft til. En eftir að við náðum forystunni slitnaði þetta aðeins í sundur, þá aðallega milli vamar og miðlínu. Menn vora orðnir þreyttir í síðari hálfleik enda mikil keyrsla og þá datt einbeitingin niður og sending- ar urðu ónákvæmar." Hann sagðist ánægðastur með öftustu vamarlínuna og þá baráttu sem var í liðinu, ólíkt því sem var í leiknum gegn Lúxemborg. „Annars stóðu strákamir sig allir vel. Það kom berlega í ljós í þessum leik að ef menn vinna vel og baráttan er í lagi er ýmislegt hægt. Við gerðum gott mark og með smá heppni hefðu þau getað orðið tvö. En það verður að viðurkennast að lukkudísimar vora með okkur í seinni hálfleik því þá fengu Rússar tvö dauðafæri. Við eram með mjög reynslulítið lið miðað við það rússneska. Það era aðeins þrír eða fjórir leikmenn í lið- inu með reynslu, hinir hafa spilað í tiltölulega stuttan tíma, eða í tvö til þrjú ár og þaðan af minna." Eyjólfur Sverrisson skoraði markið með laglegu skoti - ■ ^#út við stöng á 27. mín., eftir frábæran undirbúning Amars Gunnlaugssonar. Amar náði knettinum á miðjum vallarhelmingi Rússa, lék laglega á tvo rússneska leikmenn, sem eltu hann upp að vitateigs- horni, þar sem Amar gerði sér lítið fyrir og lék á þá aftur og spymti knettinum á milli þeirra fyrir markið, þar sem Eyjólfur var. Vamarmistök íslendinga kostuðu það að Serguei Kiij- akov náði að bruna í gegnum vömina - komast á auðan sjó og spyma knettinum firam hjá Birki Kristinssyni og í homið fjær. 1:1 Morgunblaðið/Kristinn Eyjólfur Sverrisson og Amar Gunnlaugsson fagna marki Eyjólfs, sem hann skoraði eftir frábæran undirbúning Amars. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Rússartryggðu sérfarseðilinntil Bandaríkjanna á HM 1994 Millilentu á íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.