Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 1

Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 1
72 SIÐUR LESBOK/B 124. tbl. 81.árg. LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forseti Ukraínu Itrekar kjarn- orkuaf- vopnun Kíev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu, ítrekaði í gær fyrri yfirlýsingar um, að öll kjarn- orkuvopn yrðu flutt frá land- inu en svo virðist samt sem þingið sé hlynnt því, að Úkra- ína yerði einhvers konar kjarn- orkúveldi. Hafa misvísandi yf- irlýsingar úkraínskra ráða- manna um þessi mál valdið nokkrum áhyggjum á Vestur- löndum. Úkraínska þingið hefur síðustu tvo daga fjallað um staðfestingu START-l-sáttmálans og undirritun samningsins um takmörkun við út- breiðslu kjamorkuvopna en umræð- unum hefur nú verið frestað fram undir mánaðarlok. Fyrir skömmu var talið, að hér væri aðeins um frá- gangsatriði að ræða en í fyrradag lýsti Leoníd Kútsjma, forsætisráð- herra Úkraínu, yfir, að ríkið ætti að halda eftir nokkru af kjarnorku- eldflaugunum. Kravtsjúk ítrekaði hins vegar í gær á fundi með Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, að stefnan væri óbreytt og Úkraína ætlaði að staðfesta báða fyrrnefnda samninga. Kvaðst Kozyrev treysta því en á Vesturlöndum eru vaxandi áhyggjur af því hver þróunin verður í Úkraínu. Andstæðingum START-1 á úkra- ínska þinginu hefur fjölgað mikið að undanfömu og þeir benda á, að bara það eitt að afvopnast muni kosta Úkraínumenn milljarða doll- ara, sem ekki séu til. Þá segja þeir, að gegn því að afvopnast verði að koma einhverjar haldbærar trygg- ingar í öryggismálum. ----» ♦ »-- Dönsk fyrirtæki Mútur frá- dráttarbær- ar frá skattí Kaupmannahöfn. Reutcr. DÖNSK fyrirtæki sem nota mútur til að ná viðskiptasamn- ingum í Austur-Evrópu og Afr- íku eru ekki þar með að aðhaf- ast neitt ólöglegt, og það sem meira er, mútufé er frádrátt- arbært frá skatti. „Mútukostnaður er frádráttarbær ef fyrirtækin geta skjalfest nauðsyn hans til að ná samningum," sagði Ole Stavad, skattamálaráðherra. Hann ráðlagði þó forsvarsmönnum danskra fyrirtækja að nefna téðan kostnað „ráðgj afarkostnað“ á skatt- framtali frekar en að skrifa blátt áfram „mútufé". Falklandseyjar EB bannar hernum að kaupainn- lent kjöt Brussel. The Daily Telegraph. BRESKU hermennirnir á Falk- landseyjum verða að sækja allt sitt kjöt alla leið til Evrópu vegna þess að reglur Evrópu- bandalagsins (EB) banna hern- um að kaupa kjötmeti sem framleitt er á eyjunum. Eina sláturhúsið á eyjunum full- nægir ekki reglum EB um hreinlæti og því þarf að flytja allt kjöt her- sveitanna frá Bretlandi, um 12.600 kílómetra leið. Flutningaskip kemur einu sinni á mánuði með kjötið, sem er upprunalega frá Nýja Sjálandi og Uruguay. Engin skip sigla frá þessum löndum til eyjanna. 170 kindur og kýr eru á hvert manns- barn á Falklandseyjum og eyja- skeggjum hefur ekki orðið meint af kjötinu úr sláturhúsinu þau 30 ár sem það hefur verið starfrækt. Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um verndun svæða bosnískra múslima Reuter Tvísýnustu kosningarnar á Spáni KOSNINGABARÁTTUNNI á Spáni vegna þingkosn- inganna á morgun, sunnudag, lauk í gær. Þetta eru tvísýnustu kosningamar í landinu frá því lýðræði var tekið þar upp fyrir 16 áram.- Samkvæmt skoðana- könnunum er lítill munur á fylgi stærstu flokkanna, Sósiaíistaflokksins, sem hefur verið við völd í tæp ellefu ár, og Þjóðarflokksins, sem er mið- og hægri- flokkur. Myndin er af Felipe Gonzalez forsætisráð- herra (t.h.) á kosningafundi í ólympíuleikvanginum í Barcelona. 30.000 manns voru á fundinum, þeirra á meðal kólombíski nóbelsverðlaunahafinn Gabriel Garcia Marquez, sem veifar hér til fundarmanna. NATO heimilað að grípa til lofthemaðar í Bosníu s Sameinuðu þjóðunum, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti í gær ályktun um að senda hermenn til að vernda sex griða- svæði fyrir múslima í Bosníu þrátt fyrir efasemdir nokk- urra aðildarríkja ráðsins um að þessi áform yrðu til þess að Serbar létu af árásum sínum á múslima. Svæðisbundnum bandalögum, svo sem Atlantshafsbandalaginu (NATO), var jafnframt heimilað að grípa til lofthernaðar ef serbneskar hersveitir ógna friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var samþykkt með 13 atkvæðum gegn engu, en tvö ríki sátu hjá, Pakistan og Venezú- ela. Evrópuríki sem beittu sér fyr- ir ályktuninni vonast til þess að hægt verði að senda 5.000 her- menn til viðbótar til að vernda höfuðborgina, Sarajevo, og borg- imar Tuzla, Zepa, Srebrenica, Gorazde og Bihac. Öryggisráðið heimilaði friðargæsluliðinu að beita hervaldi til að vernda svæðin verði ráðist á þau eða ef einhver hinna stríðandi fylkinga hindrar ferðir hermannanna eða starfs- manna hjálparstofnana á svæðun- um eða í grennd við þau. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á að leggja fram skýrslu innan viku um hvem- ig hægt verði að framfylgja áætl- uninni. Múslimar óánægðir Sendiherra Bosníu hjá Samein- uðu þjóðunum, Muhamed Sacir- hey, gagnrýndi áætlunina og ríkin sem beittu sér fyrir henni - Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Spán. „Það sem vakir fyrir að minnsta kosti sum- um þeirra er að fá diplómatíska tylliástæðu til koma sér undan því að grípa til harðari og viðameiri aðgerða," sagði hann og lýsti Sre- brenica sem „opnum útrýmingar- búðum“. „Fasistaeinræði“ í Serbíu? Serbneski andófsmaðurinn Milovan Djilas segir að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, sé að undirbúa „fasistaeinræði" í land- inu. Stjóm landsins hefur tilkynnt að hún hyggist banna starfsemi Serbnesku endumýjunarhreyfing- arinnar (SPO), helstu hreyfíngar serbneskra stjórnarandstæðinga, og leiðtogi hennar, Vuk Draskovic, var handtekinn á mótmælafundi í Belgrad á þriðjudagskvöld. Heim- ildir hermdu í gær að Draskovic væri svo illa á sig kominn vegna barsmíða lögreglu að yfirvöld yrðu líklega að sækja hann til saka í fangelsissjúkrahúsi. ^ Reuter I Borginni forboðnu FJÖGUR ár voru í gær liðln frá því kínverski alþýðuherinn braut mótmæli lýðræðissinna á torgi hins himneska friðar grimmilega á bak aftur. Hervörður við torgið hefur verið efldur síðustu daga vegna ótta yfirvalda við að umbótasinnar komi þar saman til að minnast blóðbaðs- ins. Myndin var tekin í Borginni forboðnu í Peking þar sem sveitirnar sem gæta torgsins hafast við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.