Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 11

Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 11 Hákan Branders sendiherra kveður eftir fjögurra ára dvöl „Hiíð, hitabylgja og sand- stormur í sömu vikunni“ ALDURSFORSETI erlendra sendiherra á íslandi, Hákan Branders frá Finnlandi, hélt heimleiðis upp úr mánaðamótunum eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Branders, sem vill að Islendingar kalli sig Hákon, varð 65 ára í inaí og hlaut nú að hætta störfum sakir aldurs. Sendi- herrann er afar hár maður vexti, grannur en stæltur og sópar að honum á götu. Skiðagöngur í nágrenni höfuðborgarinnar og tíð sund- iðkun hafa átt sinn þátt í halda heilsunni í lagi. Hann les orðið ís- lensku og skilur hana vel, „slettir" oft íslenskum orðum í samtali við blaðamann Morgnnblaðsins en Branders er úr röðum sænskumælandi Finna. Samkvæmt finnskum reglum mátti Iiann fara á eftiriaun fyrir tveim árum en bað um tvö ár í viðbót hér á íslandi. „Mér fannst það væri eins og að hætta í miðjum klíðum, núna virkar þetta fremur eins og verk- efnið hafi verið klárað. En það sem skiptir öllu er að við hjónin, Ann- eli og ég,, höfum átt frábær ár hérna. Við höfum aldrei getað unn- ið jafn mikið saman alla þá íjóra áratugi sem ég hef verið í opin- berri þjónustu, við höfum ferðast mikið hér og eignast fjölda vina og kunningja". Branders og eiginkona hans hafa verið mikilvirk hér, reynt að efla samskipti þjóðanna og þá ekki slst á menningarsviðinu. Þau hafa einn- ig ferðast mikið um ísland, fóru m.a. stutta ferð til Mývatns og þarnæst suður um Austurland og til Reykjavíkur nokkrum vikum áður en haldið var áleiðis heim með skipi Eimskipafélagsins. „Þessi ferð var alveg dæmigerð, minnti svo vel á það hve merkilegt þetta land er. A innan við viku lentum við í hríðar- hraglanda fyrir norðan, hitabylgju fyrir austan og loks urðum við að doka við í Skaftafeili vegna sand- storms. Hér getur allt gerst“. Branders minnist þess að Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi sam- kvæmt hefð tekið á móti erlendum sendiherrum, einnig þeim sem hafa aðsetur í öðrum löndum, 17. júní í Vinaskógi á Þingvöllum í fyrra. „Þarna er þýft og votlent og forset- inn klæddist að sjálfsögðu I sam- ræmi við aðstæður. Margir sendi- herrar frá suðrænum slóðum voru hins vegar ekki vanir aðstæðum, sumir jafnvel í íburðarmiklum og fellingaríkum þjóðbúningum, eink- um Afríkumennirnir. Þeir áttu svo- lítið erfitt með að tipla á milli þúfnakollanna á lakkskóm og halda samt virðuleikanum". Branders sagðist vera á því að hann yrði nú eins konar óopinber og sjálfskipaður sendiherra Islands í Finnlandi. „Það er margt sem hægt er að gera, t.d. útskýra sjón- armið ísiendinga í hvalveiðimálun- um. Það er mikil andstaða við hval- veiðar í Finnlandi en aldrei er hneykslast á því að við skjótum 30.000 elgi á hveiju ári“. N orðurlandaráð Hákan Branders starfaði áratug- um saman fyrir Norðurlandaráð í Helsinki og segist þá hafa átt mik- il samskipti við Islendinga í tengsl- um við starfið. „Þegar ég hóf störf á fimmta áratugnum var skriff- innskan lítil í Norðurlandasam- starfinu og allt umfangið miklu minna. Þá voru forsætisráðherr- amir virkari í þessu samstarfi en síðar varð; nú er ætlunin að efla þátttöku þeirra á ný“. — Er þetta samstarf mikið ann- að annað glasaglaumur og ræðu- skvaldur eða er þess konar gagn- rýni óréttmæt? „Auðvitað er það öllum ljóst að veisluhöldin voru fyrstu árin mjög mikil, allt of mikil og stóðu jafnvel dögum saman. En samvinnan og samheldnin sem skapast hafa milli þjóðanna er mjög mikils virði. Eg er bjartsýnn á framhaldið, hef enga trú á því að aukin Evrópusamvinna og aðrar breytingar bindi enda á þetta starf sem þegar er orðið svo rótfast en auðvitað geta áherslurn- ar breyst. Svo er rétt að geta þess að veisluhöldin hafa síðari áratug- ina stórminnkað, eiginlega geldur samstarfið fortíðarinnar nokkuð Hákan Branders, fyrrverandi sendiherra Finna á Islandi. þegar almenningur gagnrýnir út- gjöldin og gleðskapinn sem fylgir þessu núna. Ef til vill væri rétt að skipta um nafn á Norðurlandaráði! En það er ómetanlegt að allir helstu stjórnmálamenn á Norður- löndum skuli undanfama áratugi hafa kynnst vel, slík tengsl geta skipt sköpum þegar viðkvæm mál eru á dagskrá". Viðskiptamál í heita pottinum Branders svarar aðspurður að ails ekki sé á döfinni að spara og leggja niður fínnska sendiráðið í Reykjavík, þótt nú kreppi mjög að í finnskum efnahagsmálum. Finnar geri sér grein fyrir mikilvægi lands- ins, þeir fylgist vel með umræðu um vestræn öryggismál og hlut- verk íslands. Hann segir að auka megi við- skipti landanna. Oft Sé það ókleift fyrir fínnska verslunarfulltrúann í Osló að treysta nógu vel tengslin við íslenska viðskiptaaðila; Noreg- ur sé alveg nógu stór biti að kyngja. Starfið hér hljóti því að verða um of tilviljanakennt. „Sjálfur hef ég reyndar notað mér heita pottinn í laugunum til að koma á framfæri áróðri fyrir fínnskri framleiðslu, stundum með góðum árangri". I litlu sendiráði eins og því fínnska hlýtur mannfæðin að valda nokkrum erfíðleikum á stundum en gerir starf sendiherrans einnig fjölbreyttara en ella, segir Brand- ers. I þessu sambandi leggur hann áherslu á mikilvægi Norræna húss- ins, segist hafa komið ýmsu til leið- ar með samvinnu við þá stofnun, einkum hvað snerti menningarleg samskipti. Sendiherrann minnir á starf Su- omifélagsins á íslandi, um 20 börn Finna eða Finna og íslendinga öðl- ist nú innsýn í finnsk mál og menn- ingu með stuðningskennslu á veg- um þess. Hann segist vera sérstak- lega hreykinn af því að nú stundi tveir íslendingar nám í skógfræði í Ekenas í Finnlandi, það hafi ekki gerst fyrr. Hann minnist einnig á samstarf jafnt stjórnmálaleiðtoga sem embættismanna Finna og Is- lendinga í tengslum við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, það hafí gengið „frábærlega vel“. Arftaki Branders á íslandi verð- ur Tom Söderman, sem verið hefur aðalræðismaður í Gautaborg frá 1988. Viðtal: Kristján Jónsson CO' Dagskrá 56. sjómannadagsins í Reykjavík Laugardagur 5. júní: Kl. 13.30 Björgunarskip SVFÍ, Hannes Þ. Hafstein, kemur tii Reykjavíkur í fylgd annara skipa frá SVFÍ og skemmtibáta frá Snarfara. Félagar í björgunarsveitinni Ingólfi sýna björgun af sjó. Sjávarútvegssýning við Reykjavíkurhöfn á Austurbakka, í Faxaskála og Kolaporti. Sunnudagur 6. júní - sjómannadagurinn: Kl. 08.00 Fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 11.00 Minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist drukkn- aðra sjómanna. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. Sjómenn aðstoða við messuna. Einnig verður sjómannamessa í Bústaðakirkju. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Kl. 11.00 til 15.00 Skemmtisigling með varðskipi um sundin í Reykjavík. Merki dagsins gildir sem aðgöngumiði. Útihátfðarhöld við Reykjavíkurhöfn: Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur létt sjómannalög. Stjórnandi Eiríkur Stephensen. Kl. 14.00 Samkoman sett. Þulur og kynnir Hannes Þ. Hafstein, fyrrv. forstjóri Slysavarnafélags íslands. Ávörp: A) Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. B) Fulltrúi útgerðarmanna, Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður frá Rifi. C) Fulltrúi sjómanna, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags íslands. D) Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadagsráðs, heiðrar aldraða sjómenn með heiðursmerki sjómannadagsins. E) Aðrar heiðranir. Kl. 15.00 Söngfélag eldri borgara í Reykjavík. Söngstjóri Kristín Pétursdóttir. Kappróður á Reykjavíkurhöfn: Karla- og kvennasveitir keppa ásamt skipsáhöfnum. Félagar frá björgunarsveitinni Ingólfi ásamt áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunn- ar verða með ýmsar uppákomur í Reykjavíkurhöfn. Stefnt er að því að útihátíðarhöldum Ijúki kl. 17.00. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins verða seld á svæðinu Athygli almennings skal vakin á því, að við Faxaskála verður til sölu handavinna vistmanna Hrafnistu og bókin „Siglingasaga sjómannadagsráðs". Hrafnistuheimilin: Kl. 13.30 til 17.00 Handavinnusýning og sala á handavinnu verður opnuð í „Súðinni" á 4. hæð, E-álmu, Hrafnistu í Reykjavík. Kl. 14.00 Kaffisala í báðum borðsölum Hrafnistu í Reykjavík. Allur ágóði rennur til kaupa á messuskrúða fyrir kapellu Hrafnistu. Kl. 14.00 til 17.00 Handavinnusýning og sala verður opin í vinnu- sal Hrafnistu í Hafnarfirði. Kaffisala verður í vinnu- og skemmtisal. Allur ágóði rennur til velferðarmála heimilismanna Hrafnistu í Hafnarfirði. Sjómannadagshóf verður að kvöldi sjómannadagsins á Hótel íslandi. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi kl. 13.00-17.00 laugardag og sunnudag. Sjóntannadagurinit í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.