Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
„Þeir sem eiga nýta nót
á Norður-ströndum“
eftir Halldór
Kristjánsson
Baldur Hermannsson fetar í slóð
Gísla Gunnarssonar að kenna bænd-
um um að ekki hófst þilskipaútgerð
og Jþorpamyndun fyrr en raun varð
á. Ymislegt er athugavert í því sam-
bandi.
Þeir meta gildi byggða eingöngu
eftir útflutningi. Um innlendan
markað eru þeir þöglir. Það er líkt
og menn tala stundum um það nú á
dögum að 80% af þjóðartekjum sé
fiskur.
Þá halda þeir að bann við notkun
lóða hafí stafað af andúð bænda á
sjósókn og sjávarafla. Skýringin er
sú að menn trúðu gjaman því að
lóðir stöðvuðu fískigöngur. Lengi
gilti t.d. í ísafjarðardjúpi bann við
að yfírgefa lóðir í sjó í Djúpinu utan-
verðú. Ég á erfítt með að sjá Ara í
Ögri sem foringja landbænda í harðri
baráttu gegn fískveiðum. Ég hélt að
hann eins og flestir aðrir sýslumenn
ísfírðinga hefði verið útvegsbóndi.
Þegar reynt var að koma upp ís-
lenskri þilskipaútgerð á dögum Skúla
fógeta voru það bændur eins og Ólaf-
ur Stephensen sem gerðu tilraunina
mögulega með íjárframlögum.
Baldur fer ekki dult með aðdáun
sína á Gísla Gunnarssyni og sögu-
rannsóknum hans. En hann er svo
einsýnn og sóðalegur í efnisvali að
læriföðumum hrýs hugur við að
gangast við faðeminu. Virðist hann
reiðubúinn að sveija það af sér og
segir Baldur einan um ábyrgðina.
Þéttbýli við sjóinn
Það fór samt svo að dálítið þétt-
býli myndaðist við verstöðvar.
Reynslan af ástæðum og efnahag
þeirra sem þar sátu var ekki svo að
hún mælti með meiru af slíku.
Þegar þessi mál eru athuguð er
rétt að hafa í huga að þilskipin stund-
uðu ekki veiðar allan ársins hring.
Þeirra tími var frá mars til ágúst-
loka. Hálft árið var þeim dauður tími.
eftir Sigurð Þór
Guðjónsson
Síðasta áratuginn hafa menn gert
sér ljóst, að kynferðisleg misnotkun
á bömum er einhver mesta ógnin sem
að þeim steðjar. Það er því með ólík-
indum að í nýrri Sálfræðibók fyrir
heimilin í landinu er ekki að henni
vikið einu orði.
Ótrúlegur fjöldi
Þó að tölur um tíðni hennar séu
nokkuð á reiki, af ýmsum ástæðum,
eru lægstu tölur alls staðar miklu
hærri, en nokkrir létu sig áður óra
fyrir. Víðkunnur sérfræðingur um
kynferðismisnotkun á bömum gerir
ráð fyrir því að 1-3% íslenskra
bama, þ.e. 700-2000 böm undir 17
ára aldri, þar af líklega 20-40%
drengir, hafí orðið fyrir „alvarlegu"
kynferðislegu ofbeldi (sem skýr-
greint er á ákveðinn hátt) líkt og
gerist í nálægum löndum Evrópu,
en „vægari“ tilvik séu miklu fleiri.1
Þessar tölur kunna að þykja ótrúlega
háar, en þær byggjast á staðreynd-
um. Allir sem til þekkja em sam-
mála um, að engar líkur séu til að
þessi brot séu sjaldgæfari hér en
annars staðar. Þvert á móti er það
viðurkennt, að við búum almennt
verr að bömum en nágrannaþjóðim-
ar og veitum þeim minni vemd og
leiðsögn.2 En bömin em einungis
hálf sagan. Reikna má á sama hátt
með mörgum fullorðnum er orðið
hafa fyrir „alvarlegu" kynferðisof-
beldi í bemsku.
Meíriháttar áföll
Sumir hafa flokkað þessa reynslu
með áföllum, sem fólk verður fyrir
vegna meiriháttar náttúruhamfara,
Því var það að skútukarlarnir vildu
gjarnan hafa einhverja grasnyt svo
að konan og krakkarnir gætu heyjað
fyrir nokkram kindum og sumir áttu
jafnvel hluta af kú með grönnum
sínum. Lausamennskan var lítils virði
ef engan atvinna bauðst.
Það verða menn líka að vita að
vilji þeir tala af viti um líf og kjör á
liðnum öldum verða þeir ögn að vita
um aldafar. Menn urðu að leggja
hart að sér ef þeir vildu lífí halda.
Skilyrði þess að menn væm sjálf-
bjarga var iðni, nýtni og sparsemi.
Það var aðgangshörð spuming hvort
menn hefðu í sig að éta eða ekki.
Við það urðu menn að miða kjör sín.
Ómerk heimild
Baldur Hermannsson leiðir Jó-
hannes Birkiland til vitnis um menn-
ingu og mannlíf í Skagafírði um síð-
ustu aldamót. Víst var hann Skag-
firðingur og gáfumaður á sinn hátt
en hann var andlega sjúkur hugar-
óramaður. Efítt var að sjá hvað hon-
um var sjálfrátt eða ósjálfrátt en
hitt vita þeir sem til þekktu að ekki
mátti treysta orðum hans. Enga
söguskoðun má byggja á slíku mgli.
Þeir sem það gera fara villur vegar.
Netaveiðar í vötnum og sjó
Baldur undrast það hve netaveiðar
vora lítið stundaðar á íslandi. Mér
tókst svo eftir að hann segi að net
hefðu ekki verið notuð í sjó fyrr en
á þessari öld. Sjálfur nefnir hann
dæmi þess að selanót var notuð.
Selalagnir vom til vestur í Pjörðum
á fyrrihluta 19. aldar. Svo kvað
Hallvarður á 18. öld:
Þeir sem eiga nýta nót á Norður-ströndum
selveiðina hafa í höndum
hvar sem koma fyrir sig böndum.
Netaveiði var stunduð í ám og
vötnum. Sr. Stefán í Vallanesi vitnar
í Oddsbrag að farið var
plógs að ieita í reyðarrann
með ráði því er Loki fann.
Árið 1594 var á Mosvöllum dómur
styijalda, gíslatöku, stórslysa og
annarra hörmunga, sem em þess
eðlis að þær hafa djúpstæð áhrif á
alla, sem fyrir verða. Ér þetta nefnt
viðbrögð við vá (post traumatic stress
disorders). Það hefur þó komið í ljós
að afleiðingar kynferðislegrar mis-
notkunar á bömum em um margt
svo sérstakar, að þær verða ekki
fyllilega skýrðar og meðhöndlaðar á
sama hátt og viðbrögð við vá. David
Finkelhor hefur sett fram sérstaka
rannsóknar- og meðferðartilgátu
(traumagenic dynamics).3 Hún er al-
mennt viðurkennd af sérfræðingum,
en er að sjálfsögðu gagnrýnd og
endurskoðuð í ljósi nýrrar þekkingar.
Vondu börnin
Böm, er verða fyrir áföllum vegna
slysa eða sjúkdóma, njóta yfírleitt
skilnings og samúðar annarra. En
bömum, sem verða fyrir kynferðis-
legu ofbeldi, er hins vegar oft hafnað
og þau verða fyrir þungu ámæli.
Skuldinni er iðulega á þau skellt eða
þau em talin annað hvort bijáluð eða
lýgarar. Þeim viðbrögðum lýsa
enskumælandi sérfræðingar svo að
börnin séu álitin „mad or bad“46.
Verður þetta mjög oft til þess að þau
draga uppljóstmn sína til baka, þó
hún sé á raunvemleikanum byggð.6
Og það verður aftur til þess að ala
á þeim algengu fordómum, að böm
láti hugmyndaflugið leiða sig í gönur
eða hreinlega skrökvi um þessi efni,
en það er nauða sjaldgæft. Ef upp-
ljóstmnin gerist eftir að bömin vaxa
úr grasi er fordæmingin jafnvel enn
harðari og þolandanum er oft útskúf-
að úr fjölskyldunni.7 Höfnunin er því
beint framhald af þrengingum
bemskunnar. Allt verður þetta til
þess að viðhalda þeirri leynd sem er
höfuðeinkenni þessa fyrirbæris.
Halldór Kristjánsson
„Þessir þættir eru sýn-
ing á manni sem fær nóg
að éta en er í fjötrum
hugarfars svo að hann
gengur á villigötum.“
á lagður „hvemig fara skyldi um þá
ágreining sem var millum sveitar-
manna í Önundarfírði um þær neta-
lagnir sem þeir búendur á þeim jörð-
um Hvilft og Eyri hafa nú fyrir
nokkmm ámm uppbyijað og allir
sveitarmenn er þar fyrir innan búa
vilja á móti mæla og virðist til stórr-
ar hömlunar horfa á þeirri rauð-
magaveiði sem Guð sendir bæði þeirri
sveit og fleirum öðmm til bjargræðis
inn í þann ós er liggur fyrir innan
greindar jarðir.“
Hvar skyldi Baldur álíta að þessar
netalagnir bænda á Hvilft og Eyri
hafa verið úr því net vom ekki lögð
í sjó fyrr en á þessari öld?
Þennan hrognkelsadóm mættu
Tregða fagmanna
Guðrún Jónsdóttir hefur þrásinnis
bent á það, að margir þolenda, er
koma til Stígamóta, hafa leitað að-
stoðar fagfólks, en nær helmingur
þolendanna telji sig hafa mætt þar
neikvæðum viðbrögðum.8 Og segir
Guðrún að þetta sé alvarlegt mál.9
Það er þó síður en svo séríslenskt
fyrirbæri. Ástæður þessarar tregðu
fagmanna, telja þeir sjálfír bæði vera
sögulegar10 og persónulegar." Það
síðara lýtur að því að hvergi ber
brýnni nauðsyn til, að læknendur
þekki eigin viðbrögð og vamarhætti
en einmitt við meðferð á kynferðis-
legu misnotkun. Læknandi sem sjálf-
ur er óttasleginn og í mótstöðu, gef-
ur þolanda aldrei færi að á opna sig.
Sumir fagmenn á sviðum sálarfræði,
geðlæknisfræði og félagsráðgjafar
horfast þó í augu við þennan vanda
og beita þekkingu og tækni fræði-
greina sinna til að fást við mótstöðu,
afneitun og gleymsku, sem em
grimm ljón á meðferðarveginum og
trauðla verða að velli lögð með vopn-
um leikmanna. Stígamót hafa þó
fyrst og fremst opnað umræðu hér
á landi um kynferðislega misnotkun
á bömum. Það er hið ágæta afrek
samtakanna. Fjölmiðlar hafa síðan
siglt í kjölfarið. En fagmenn hafa
því miður þagað að mestu leyti. Það
segir sína sögu að í Sálfræðibókinni,
alþýðlegu fræðsluriti sálfræðinga, er
ekki minnst á kynferðislega misnotk-
un á börnum. í bókinni er þó rætt
um lystarstol (anorexia) og lotug-
ræðgi (bulima) og vikið að hugsan-
legum ástæðum þessara kvilla, en
ekki nefndar nýjar uppgötvanir, er
benda til orsakatengsla við kynferð-
islega misnotkun í bemsku.6
sagnfræðingar þekkja. Það var ekki
verið að mótmæla veiðum, heldur
vildu menn stjóma þeim. Við teljum
að áhrif veiðarfæra í sjó á fískigöng-
ur hafi verið ofmetnar. Austfirðingar
töldu Færeyinga sem þar rem skað-
ræðismenn af því þeir fóm svo langt
frá landi með veiðarfæri sín en það
væri vísasti vegurinn til að stöðva
gönguna. Menn gátu haldið að það
skekkti allt jafnræði ef notaður væri
sandmaðkur í beitu. Eitthvað áþekkt
gekk mönnum til að vilja banna að
beita síld við Faxaflóa.
Kirkjusaga Baldurs og
Stóridómur
Um kirkjusögu Baldurs mætti sitt-
hvað segja. Hér verður aðeins minnt
á nokkra hornsteina.
Stóridómur var ekki íslensk lög-
gjöf. Hann var samhljóða refsilöggjöf
sem gilti um öll náíæg lönd, flutta
hingað inn að boði Danakonungs.
Kaþólska kirkjan átti marga dýrl-
inga sem sýndu heilagleik sinn með
hreinlífi. Nægir þar að minna á
Magnús Eyjajarl sem samrekkti eig-
inkonu í 12 ár án þess að spilla svein-
dómi sínum.
Lúther var á móti munklífi. Hann
taldi sig geta sagt hver talið hefði
mönnum trú um að svo ónáttúruleg-
ir lífshættir væru guði þóknanlegir.
Það hefði djöfullinn gert.
Stóridómur gilti hér alla 17. og
18. öld. Þó má finna dæmi þess að
honum var framfylgt með hangandi
hendi. Sýslumenn sögðu að dauða-
sekur maður þyldi ekki flutning á
aftökustað og konungur breytti
dauðadómnum.
Á fyrri hluta 19. aldar gufar Stóri-
dómur upp. Snemma er heimilað að
refsing fyrir hórbrot mætti falla nið-
ur ef makar væm sáttir og vildu búa
saman framvegis. Þó var tekið fram
í þeirri tilskipun að það gilti ekki ef
um blóðskömm var að ræða. En þó
að dómurinn væri líflát varð það að
venju að konungur náðaði fólk. Þá
var „lífsstraffið eftirgefið" en refs-
ingin e.t.v. 27 vandarhögg.
Lögin um blóðskömm studdust við
lögmál Móses.
Þar sem Baldur nefnir Guðbrand
biskup skal þess getið að mig rámar
í að hann hafi ekki kannast við ís-
lensk lög sem heimiluðu refsingu svo
sem Danir vildu.
Baldur man það sjálfur að kaþ-
ólska kirkjan gekk ríkt eftir yfirbót-
um þar sem ríkismenn áttu í hlut.
Sigurður Þór Guðjónsson
„Börn sem verða fyrir
kynferðislegri misnotkun
eiga kröfu á því að samfé-
lagið beri lágmarksvirð-
ingu fyrir þjáningu
þeirra, eins og barna er
eiga við annað mótlæti að
stríða, en þau kveljist
ekki í þögn og afskipta-
leysi.“
Viðurkenning staðreynda
Böm, sem verða fyrir kynferðis-
legri misnotkun eiga kröfu á því að
samfélagið beri lágmarksvirðingu
fyrir þjáningu þeirra, eins og bama
er eiga við annað mótlæti að stríða,
en þau kveljist ekki í þögn og af-
skiptaleysi. Við verðum því að breyta
viðhorfí okkar. Menn eiga miklu erf-
iðara með að horfast í augu við kyn-
Horft framhjá vandanum
Vera má að sumir kirkjuhöfðingjar
hafí ekki nennt að stofna til reki-
stefnu þar sem snauðir menn áttu
hlut að máli. En Stóridómur náði
eins til öreiganna. Og það hefur ver-
ið talað réttarfari til bóta ef ríkur
og óríkur hefðu sama rétt.
Bændaförin 1906
Baldur nefnir bændavaldinu til
skammar hópferðir til Reykjavíkur
með mótmæli í símamálinu. Honum
láist að geta þess að þar var ekki
verið að mæla gegn símasambandi,
heldur samningi um sæstreng til
landsins.
Þeir sem mótmæltu töldu að þráð-
laust skeytasamband væri það sem
koma skyldi. Hér var sagan illa sögð,
þagað um aðalatriði.
Maður í fjötrum hugarfars
Okkur er sagt að Menningarsjóður
útvarpsstöðva hafí styrkt þessa
þáttagerð. Þetta menningarstarf er
víst allt kostað af almannafé hveiju
nafni sem nefnist. Mörgum fínnst
það orka tvímælis.
Þessi samtíningur Baldurs Her-
mannssonar er misheppnaður. Tvær
höfuðsyndir spilla verki hans.
Önnur er sú að undantekningar
eru sýndar og sagðar sem dæmi um
hið almenna. Það eitt út af fyrir sig
er slys ef ætlunin er að birta rétta
þjóðlífsmynd.
Hin höfuðvillan er misskilningur á
tilraunum manna að fínna ráð til að
stjórna fiskveiðum svo að verða
mætti sem réttlátast. Baldur telur
að bændur hafí vitandi vits komið á
og haldið við því hagkerfí sem dæmdi
menn til ábyrgðar og dauða. I því
hagkerfí hafí ungbamadauði verið
ákjósanlegur þáttur.
Baldur virðist ekki skilja hversu
mikils virði það var á fyrri tíð að fá
að éta. Okkar kynslóð finnst það
sjálfsagt og ekkert þakkarvert við
svo sjálfsagðan hlut. Hugarfarið
leggur ýmislega fjötra á menn,
breytilega frá kyni til kyns eftir at-
vikum og ástæðum.
Þessir þættir er sýning á manni
sem fær nóg að éta en er í fjötram
hugarfars svo að hann gengur á villi-
götum. Hvort þeir fjötrar rakna verð-t
ur framtíðin að sýna. En reyna má
að opna augu hans.
Höfundur er fyrrverandi bóndi að
Kirkjubóli.
ferðislega misnotkun barna en annað
ofbeldi gegn þeim. Á málþingi
Bamaheilla nýlega um ofbeldi gegn
börnum var tæplega minnst á kyn-
ferðislega misnotkun þó hún sé al-
gengasta og skaðlegasta ofbeldið er
börn verða fyrir að öllu jöfnu. Það
er margreynt að þetta fyrirbrigði,
þó það sé fyrir hendi, kemur ekki
fram í dagsljósið fyrr en samfélögin
eru reiðubúin til að taka við því.6
Dálítið hefur reyndar þokast í áttina
hér á Iandi síðustu árin, en betur
má ef duga skal. Við getum ekki
horft framhjá þessum vanda í ljósi
jafn alvariegra líkinda og staðreynda
og fram hafa komið. Fyrsta skrefíð
er að viðurkenna staðreyndirnar,
ræða opinskátt um þær og læra að
bregðast við þeim. Og fmmkvæðið
ætti auðvitað að koma frá fagfólki.
Jafnframt verða heilbrigðis- félags-
mála- og dómsyfírvöld að samræma
aðgerðir um meðferð á þolendum og
um meðferð eða refsingu á gerendum
og um forvarnir. En þegar margir
fagmenn virðast ekki gera sér glögga
grein fyrir vandanum, eða skeyta
ekki um hann, er varla von að stjóm-
völd og almenningur láti hann sig
miklu varða.
Vísað til helstu heimila:
1. T. Fumiss; viðtal ( Morgunblaðinu 11. jan-
úar 1991. 2. Pétur Lúðvíksson bamalæknir;
viðtal í Morgunblaðinu 10. júlí 1992. 3. D.
Finkelhor: A sourcebook on child sexual abuse;
Sage; Beverly Hills, 1986. 4. T. Fumiss: The
multi-professional handbook of child sexual
abuse; Routledge, London, 1991. 5. Mike Lew:
Victims no longer, (um karlmenn sem þolend-
ur); Nevraumont, New York, 1988. 6. Child
sexual abuse within the family: The work of
the Great Ormond Street sexual abuse team;
Wright, London 1988. 7. Aðalsteinn Sigfússon:
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og ungling-
um; Félagsmálastofnun Reykjavikur 1991. 8.
Ársskýrsla Sttgamóta 1992. 9. Morgunblaðið
10. mars 1993. J.L. Hermann: Father-daught-
er incest; Harward University Press, Cam-
bridge (Bandaríkjunum), 1981. 11. C. Sander-
son: Counselling adult survivors of child sexu-
al abuse; Jessica Kingsley, London, 1990.
Höfundur er rithöfundur.