Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 17

Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993 17 Aukinn réttur sjúkra bama eftirÁstuR. Jóhannesdóttur Foreldrar fatlaðra og sjúkra barna geta átt rétt á greiðslum frá Tryggingastofnun, í formi umönn- unarbóta og umönnunarstyrks, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt reglugerð sem sett var í apríl 1992 í kjölfar breytinga á almannatryggingalögunum um fjárhagsaðstoð vegna fatlaðra og sjúkra barna var miðað við að bam- ið dveldi í heimahúsi og sjúkdómur eða fötlun hefði í för með sér til- finnanleg útgjöld, umönnun eða gæslu. Ákvæðið um að bamið dveldi í heimahúsi gerði það að verkum að ekki var unnt að sækja um greiðsl- ur vegna sjúkra barna sem dvelja á sjúkrahúsi. Slík dvöl getur þó haft tilfinnanleg útgjöld í för með sér fyrir foreldra. Nefna má vinnu- tap, kostnað vegna gæslu annarra bama í fjölskyldunni og önnur út- gjöld svo sem tíðar ferðir á sjúkra- húsið. Samtök foreldra alvarlegra sjúkra barna hafa því barist fyrir breytingu á þessari reglugerð. Umönnunarbætur þrátt fyrir sjúkrahúsvist Nú hefur fyrrnefndri reglugerð verið breytt í þá vem, að þrátt fyrir ákvæði um dvöl í heimahúsi er komin heimild til að greiða umönnunarbætur þeim foreldmm eða framfærendum sem eiga börn, sem þurfa á langvarandi vistun á sjúkrahúsi og yfirsetu þeirra að halda vegna lífshættulegs sjúk- dóms. Upphæðir bóta miðast við ákveðna flokka og fara þessi böm í hæsta flokk, þ.e. fá hæstu bætur. Lífeyrisdeild Tryggingastofnun- ar hefur ekki fellt niður greiðslur til foreldra þó svo að bömin leggist inn á sjúkrahús, þrátt fyrir að reglugerðin hafi ekki heimilað þess- ar greiðslur, en umsóknir vegna barna sem liggja inni á sjúkrahúsi þegar umsókn berst hafa ekki ver- „Nú, eftir breytinguna, geta framfærendur barna sem dvelja á sjúkrahúsi vegna lífs- hættulegs sjúkdóms og þarfnast yfirsetu for- eldris og framfæranda sótt um umönnunar- bætur frá Trygginga- stofnun." ið afgreiddar. Nú, eftir breytinguna, geta framfærendur bama sem dvelja á sjúkrahúsi vegna lífshættulegs sjúkdóms og þarfnast yfirsetu for- eldris og framfæranda sótt um umönnunarbætur frá Trygginga- stofnun. Foreldrar þessara barna sem hafa sótt um og fengið synjun ættu nú að sækja aftur um. Um- sókn ásamt læknisvottorði, hvort tveggja á sérstökum eyðublöðum, Ásta R. Jóhannesdóttir þarf að berast Tryggingastofnun. Þess má geta að ekki skal greiða fyrir læknisvottorð, sem krafist er vegna umsóknar. Höfundur er deildarstjóri féiagsmála- og upplýsingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Vistheinitlíð að Sólheimum í Grímsnesi Trj áræktardagur haldinn á Sólheimum Sunnudaginn 6. júní nk. verður tijáræktardagur á Sólheimum í Grímsnesi. Þá verður sumarbú- staðafólk og annað áhugafólk um tijárækt boðið velkomið í íþrótta- leikhúsið á Sólheimum til að fræð- ast um skilyrði til. trjáræktar í Grímsnesi og val á tegundum og aðferðum til ræktunarinnar. Dag- skráin hefst kl. 14 og leiðbeinandi verður Úlfur Óskarsson, skógfræð- ingur. Á Sólheimum er hefð fyrir því að rækta grænmeti með lífrænum aðferðum og nú eru þær aðferðir einnig notaðar við ræktun á tijá- plöntum, runnum og sumarblómum. Þessar afurðir eru seldar á Sólheim- um og sendar víða um héraðið og til Reykjavíkur. Árlega eru jafn- framt gróðursettar um 10.000- 15.000 tijáplöntur í um 80 ha skóg- ræktarsvæði. Fólk er hvatt til að sækja Sólheima heim í tilefni tijá- ræktardagsins og að kynnast þeim vörum sem þar eru unnar. DEMPARAR í MARGAR GERÐIR BÍLA Mjög goft verð. Verðið á nýjum SAAB hefur laekkað um rúm 9% á síðustu 12 mánuðum Verö í maí 1992 2.049.000 kr. Verð í maí 1993 1.894.000 kr. SAAB 9000CD beinskiptur SAAB 9000 - öryggið uppmálað Hagstæð gengisþróun.aukin framleiðni í SAAB-verksmiðjunum og hagkvæmir samningar gera okkur kleift að bjóða þér ein bestu bílakaupin í dag - SAAB 9000. Komdu og skoðaðu SAAB 9000 og þú færð bíl eins og þú vilt hafa hann Þegar þú kaupir SAAB færð pú: • Bíl eftir þínu höfði, 6-8 vikum eftir pöntun, ef fyrirliggjandi úrval hentar þér ekki. • Fullkominn staðalbúnað. • Öruggasta bíl í heimi.* Globus? Lágmúla 5, sími 91- 68 15 55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.