Morgunblaðið - 05.06.1993, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.06.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 33 Of lágar sektir við umferðarlagabrotum Orðsendingtil Þorsteins Pálssonar, dóms- málaráðherra, og annarra alþingismanna eftir Ólaf Ketilsson Svo sem ykkur er kunnugt, þá munum við ökumenn vera mestu lagabijótar lands og þjóðar. Enda munum við vera fjölmennasta stétt landsins, hættulegasta stétt landsins, og þá líka sennilega heimskasta stétt landsins. í mínu ungdæmi í barna- skóla voru þeir taldir heimskir sem gátu ekki lært barnalærdómskverið, ásamt einskonar tölum í reikningi. En nú á seinni árum eru flestir látn- ir læra á bíl. En kunnátta og hlýðni til þess að vinna verkið svo sem kenn- arar mæla fyrir um er allt of skjald- an hlýtt. í mínu ungdæmi var kenn- urum fyrirskipað að veita nemendum 24 tíma tilsögn. Sömu lagafyrirmæli giltu fram yflr 1940 þá ég fékk leyfl. og framkvæmdi það verk að kenna nokkrum tugum nemanda á bíl. Aft- ur á móti tók það mig á annað ár að fá að kenna á Austin, 5 tonna að burðarmagni, með 18 feta langan vörupall sem þurfti mikið rými til þess að taka þverbeygjur. Þeir sem þess nutu lærðu mest og best. Eg hitti öðru hvoru 70 til 80 ára gamla karla nú, sem minnast þess góða tækis sem þeir lærðu á, en nú er ekki leyft. I þá tfð var ökuhraði í borg og bæjum aðeins leyfðir 18 km á klst., en út á þjóðvegum 45 km. Nú á liðnum árum þurfa ökukennar- ar að veita ökunemum aðeins 16 tíma tilsögn, til þess að ganga undir öku- próf, sem flestir nemar láta sér nægja. En nú er aftur á móti öllum skip- að að aka á 60 km hraða á mörgum götum í borginni, en á 90 km hraða úti á vegum. Fyrir fáum árum var þessi ökuhraði lögleiddur af öllum þingmönnum nema tveimur ang- urgöpum, þeim Árna Johnsen og Ragnari Amalds, sem vildu auka hraðann upp í 110. Þeir hafa víst ekki gjört sér grein fyrir því, að eft- ir því sem hraðinn er meiri, því fleiri verða ökutjónin, og skemmdirnar á tækjunum þeim mun meiri, þá átaks- hraðinn við ákeyrslur og utaníkeyrsl- ur, dynja á bílunum. Það heyrast margar tölur um aftanákeyrslur, og þann hnykk sem fjöldi manna fær af hálsmeiðslum, sem tryggingarfé- lögin, eru búin á undanfömum ámm að greiða margar milljónir fyrir. En hafa nú loks endurskoðað og lækkað. Frá upphafl íslandsbyggðar, hafa íbúar hér á landi verið sektaðir fyrir að bijóta þau lög og reglur sem hveiju sinni vom í gildi. Á þeim tíma þegar bílaumferð fór að vaxa hér á landi, vom sendir eftirlitsmenn út um vegi landsins, til þess að fylgjast með því að við ökumenn fæm eftir settum lögum og reglum sem þá voro í gildi. Það skeði því í upphafi ökuferilsins, þá ég var með vörubíl hlaðinn af ull, árið 1929, að ég var staddur móti Ondverðamesi í Gríms- nesi er Kristín húsfreyja kom með tvo kassa af laxi, sem hún þurfti að koma til Reykjavíkur. Þar eð ég hafði ekki getu til þess að koma kössunum á vömpallinn, þá tók ég það ráð að binda kassana upp á húsþakið. í sama bili kom Björn Blöndal eftirlits- maður þar og bannaði mér að flytja kassana þannig; slíkt taldi hann ólög- legt. Þeirri skipan hlýddi ég ekki, og hélt mína leið. Þá skildi með okk- ur að sinni en nokkru seinna sendi Magnús Torfason sýslumaður kæm frá Bimi, ásamt sektarkröfu að upp- hæð, sem samsvaraði á þáverandi Dagsbrúnartaxta 8 dagsverkum, Tónlistarskóla Kópavogs slitið TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs lauk þrítugasta starfsárínu 21. mai sl. og fóru skólaslitin fram í Hjallakirkju að viðstöddu fjöl- menni. I vetur stunduðu um 455 nemendur nám við skólann. Nokkrír framhaldsskólanemend- ur stunduðu tónlistarnám sem valgrein og 2 voru á tónlistar- braut. í haust var tekið í notkun viðbót- arhúsnæði sem skólinn festi kaup á sl. ári og er um að ræða tvær kennslustofur og tónleikasal. Efnt var til veglegra- tónleika í tilefni af opnun salarins og var tónlistarflutn- ingurinn í höndum kennara skólans. Nú í vor héldu tveir nemendur opinbera tónleika í hinum nýja sal skólans, þau Brynhildur Pjölnisdóttir sem lauk burtfararprófí í einsöng, en kennari hennar var Ánna Júlíana Sveinsdóttir, og Guðjón Leifur Gunn- arsson sem lauk 8. stigi í trompet- leik sem nemandi Jóns Hjaltasonar. Meðleikari á tónleikum þeirra var Jóhannes Andreasen. 1 vetur voru haldnir yfir 30 tónleik- ar innan skólans og vom þeir mjög vel sóttir af aðstandendum nemenda. Tónlistarskólinn hefur ávallt veitt bæjarbúum þá þjónustu að koma til móts við óskir ýmissa aðila um tón- listarflutning eftir því sem við verður komið. Til nýlundu má telja að óperan Hans og Gréta eftir E. Humperdinck var tekin til sýningar í apríl í tón- leikasal skólans en án hans hefði sýningin ekki verið möguleg. Áður var haldin forsýning á ópemnni fyrir vistmenn Kópavogshælis. Þetta er í fyrsta sinn sem ópera er sett á svið í Kópavogi. Óperan er samin fyrir börn og að því leyti ákjósanleg kynn- ing á heimi ópemnnar. í uppfærslu miðað við 10 tíma vinnu á dag. Sekt sem svaraði átta dagsverkum En nú á tímum þessara háu skatta, virðist mér alveg hafa gleymst að sekta þá sem ökubrotin fremja. Máli mínu til sönnunar hefur mér borist skrá yfir 10 tíma Dagsbrúnarvinnu sem nemur kr. 3.776.00. Samkvæmt tjónaskýrslu frá lögreglunni í Kóþa- vogi árið 1991 urðu 1.485 umferðar- tjón þar. Meðalsektampphæð var aðeins 3.760.00, sem samsvarar einu dagsverki á móti átta dagsverkum 1992. Þessar sektartölur bið ég ykk- ur að endurskoða og færa til sama verðmætis og var 1929. Það er mitt álit að þið alþingis- menn látið framkvæma innheimtu á ökusektum sem svarar 8 dagsverkum hjá þeim lægstu, sem næmu þá krón- um 30.080,-. Við það skuluð þið svo bæta krónum 1.000.00 fyrir hvern km er væri yfir 61 km hraða í borg- inni ásamt kr. 1.000.00 til viðbótar fari hraði yfir 91 km úti á vegum landsins. Þegar þið verið við þessari tillögu minni mundu ökutjón lækka um nær helming. Þá mundi heildarsektin sem ríkissjóður fær nema tugum milljóna til viðbótar því sem nú er. í þriðja lagi mundu tryggingargjöldin einnig lækka, en þau hafa farið síhækkandi undanfarin ár. Þar sem ég hef hér að framan lýst því hversu alþingismenn á fyrri Ölafur Ketilsson „Það er mitt álit að þið alþingismenn látið framkvæma innheimtu á ökusektum sem svar- ar 8 dagsverkum hjá þeim lægstu, sem næmu þá krónum 30.080,00.“ ámm létu fram fylgja hæfilega háum sektum á þeim mönnum er brutu umferðarlögin sem varð til þess að umferðarlagabrot voru varla þekkt, og alls ekki á sjálfri alþingishátíð- inni, þrátt fyrir það að nær allir bílar landsmanna væm að flytja næstum alla Reykjavíkinga frá Reykjavík til Þingvalla á aðeins tveimur dögum. Yfírstjóm hafði Bjorn Ólafsson þá stórkaupmaður og síðar ráðherra. Til þess að umferðarlögum væri hlýtt, vora nokkrir hraustir og full- vaxnir strákar látnir standa meðfram veginum með tveggja til fimm kíló- metra millibili þá umferðin var mest. Þessir strákar vora skráðir sem lög- regluþjónar klæddir hvítum frökkum, sem sumir eru á lífi enn í dag. Þá vomm við ökumennimir það lög- hlýðnir að enginn reyndi framúrakst- ur. í bókinni Alþingishátíðin 1930, eftir Magnús Jónsson prófessor stendur á blaðsíðu 109: „Brot gegn ráðstöfunum þeim er gerðar kunna að verða samkvæmt II. og III. lið 1. gr., varða sektum, allt að 2.000 kr., er renna í ríkissjóð. Skulu mál út af brotum sæta meðferð almennra lögreglumála.“ Verðmæti sektarinnar nam j>á_ rúmlega 160 dagsverkum, þar sem 10 tíma dagsverk var þá greitt á kr. 120,- svo sem stendur í vinnutexta frá Verkamannafélaginu Dagsbrún frá þeim tíma og ég hef fengið ljós- rit hjá skrifstofu Dagsbrúnar. Hér með leyfi ég mér að benda þeim mörgu alþingismönnum, sem vom ekki fæddir þá, að kynna sér og breyta þeim lágu sektum við umferð- arlagabrot sem nú em í gangi hjá eftirtöldum sýslumönnum og lög- reglustjóram eins og þeir vom nefnd- ir árið 1990 eða 1991: í Keflavík, Grindavík ásamt allri Gullbringu- sýslu. Meðal sektarhæð undirritað af Þóri S. Maronssyni yfirlögreglu- þjóni kr. 4.978,00. í lögregluumdæmi Kópavogs, Eiríkur Tómasson kr. 3.760,00. I lögregluumdæmi Árnes- sýslu, Karl Hjaltason kr. 5.410,00. í lögregluumdæmi Reykjavíkur, Böðv- ar Bragason kr. 5.500,00. Höfundur er fyrrverandi sérleyfishafi. skólans var óperan færð í styttri búning í leikgerð Önnu Júlíönu, söng- kennara skólans, en hún sljómaði sýningunni. Tvö tónskáld komu í heimsókn og fluttu erindi. Áskell Másson flutti erindi um eigin tónlist og Hilmar Þórðarson,. sem er gamall nemandi skólans, flutti erindi um ameríska samtímatónlisL Tónlistarskólinn stóð fyrir því ásamt Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla Garðabæjar að fá hingað frá Bandaríkjunum þau Fem- ando Laires og Nelitu Tme sem em prófessorar í píanóleik við Eastman- tónlistarháskólann í Rochester, New York. Nelita hélt tónleika og píanón- ámskeið fyrir nemendur skólanna. Femando Laires er forseti Franz Liszt-félagsins í Bandaríkjunum og í tengslum við píanónámskeiðið flutti hann fyrirlestur um Franz Liszt. Einn af kennumm skólans, Ámi Harðarson tónskáld, samdi tónlist við alþjóðlegt ævintýri fyrir böm er nefnist „Það sem vestanvindurinn sá“. Verkið var samið að fmmkvæði tónlistarskólans gagngert til flutn- ings í leikskólum í Kópavogi. Böm vom virkir þátttakendur í flutningn- um sem vakti athygli og ánægju. Foreldradagar vom haldnir um leið og miðsvetrarpróf. Skólanum lauk með vorprófum og áriegu kynn- ingamámskeiði fyrir böm og er það haldið til að vekja athygli á forskóla- náminu. Samtök norrænna tónlistarapp- alenda halda ráðstefnu í Finnlandi nú i byijun júli og mun Kristín Stef- ánsdóttir blokkflautukennari sækja hana ásamt nokkmm nemendum frá skólanum er munu koma fram á opnunarhátíð ráðstefnunnar. (Fréttatilkynning) ymng i Glæsileg húsgögn frá ligne roset Opið um helgina HIERO: Hönnun A. Hieronimus. Innanhússarkitekt okkar veitir ráðgjöf m.a. vegna sérpantana Opið laugardag kl. 11 -16 Sunnudag kl. 13 -16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.