Morgunblaðið - 05.06.1993, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
í mótvindi
o g meðbyr
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Háskólabíó: Siglt til sigurs -
Wind Leikstjóri Carroll Ball-
ard. Kvikmyndatökusijóri
John Tull. Aðalleikendur
Matthew Modine, Jennifer
Gray, Cliff Robertson, Jack
Thompson, Stellan Skars-
gaard, Rebecca Miller. Banda-
rísk. TriStar 1992.
Siglingakeppnir af þeirri
stærðargráðu sem íjallað er um
í Siglt til sigurs eru ekki íþrótt
ríka mannsins heldur þess mold-
ríka og gefst almenningi sjaldan
tækifæri til að kynnast henni.
Fáar keppnisgreinar eru glæsi-
legri en kappsiglingar tignar-
legra seglskipa og vart hægt að
hugsa sér tilkomumeira mynd-
efni. Enda er myndin bæði for-
vitnileg og stórkostleg á að horfa
á meðan skútumar svífa seglum
þöndum í hinni erfiðu og mis-
kunnarlausu keppni um Amer-
íkubikarinn fræga.
En dramað er þunnt og lang-
dregið. Modine leikur upprenn-
andi skipstjórnanda er missir
naumlega af Ameríkubikamum
fyrír hönd milljónerans Robert-
sons. Manni metnaðarfullum og
ekki bætir úr skák að erkifjand-
inn, Ástralinn Thompson, hlýtur
því verðlaunasætið og er það í
fyrsta sinn sem bikarinn fer úr
landi. Modine kemst að því að
hann hefur einnig misst tökin á
kæmstunni og skipsfélaganum
(Grey), er hann heimsækir hana
þar sem hún starfar við flugvéla-
hönnun mitt í Nevadaeyðimörk-
inni. Er orðin handgengin verk-
fræðingnum, yfirmanni sínum
(Skarsgaard). Söðlar nú Modine
um og verður dóttir Robertsons
(Miller) fyrir valinu. Þessi fema
hyggur á hefndir, hannar nýja
skútu og takmarkið að sigra
Ástralina í næstu keppni.
Ballard á að baki tvær úrvals-
myndir um samskipti mannsins
og umhverfis hans, The Black
Stallion og Never Cry Wolf sem
báðar eru hálf-sígildar. Og svík-
ur heldur engan hér á meðan
hann fæst við átök siglingakapp-
anna við byrinn og boðaföllin.
En sem fyrr segir er handritið
langdregið og ógnarlöng atriði
um nýsmíðina í eyðimörkinni
draga myndina niður. Þá er róm-
antíkin öll útí hött og lítið sann-
færandi. Þar bætir ekki úr skák
kraftleysi Grey í öðm aðalhlut-
verkanna og ekki gustar af Mod-
ine. Hér hefði þurft sannar
stjömur, leikara sem valda
myndum, halda þeim gangandi
á daufum köflum. Það sópar
hinsvegar að aukaleikumnum
Skarsgaard, Thompson og Ro-
bertson, en hlutskipti þeirra er
oftast að dulla í bakgmnninum.
Siglt til sigurs er tilkomumikil á
meðan skútumar hafa sleppt
landfestum, hér gefst landkröbb-
um m.a. tækifæri á að sjá kvik-
myndatöku á sjó, en ekki í
þvottabala, raunvemlegar öldur
og ágjöf en ekki brellur og
bmnaslöngupus, en í landi er
vindurinn allur í fangið og út-
koman eftir því.
Loftur J. Guðbjarts-
son - sjötugnr
Mörgum færi vísast líkt og undir-
rituðum að sakna vinar í stað.væri
hann „fjærri góðu gamni“ á jafn
merkum tímamótum og em tilefni
þessa greinarkorns. „Est proprium
eus“ (þ.e. það segir nokkuð um af-
mælisbamið) eins og hinir fomu
Rómveijar hefðu væntanlega orðað
það að hann skuli á sjálfan sjötugs-
afmælisdaginn vera staddur í ann-
arri heimsálfu þeirra erinda að sinna
hugðarefnum sínum á félagsmála-
sviðinu. Verða honum því fluttar
fjarstöddum hugheilar ámaðaróskir
og þakkir fyrir hálfrar aldar órofa
vináttu og velgjörðir í minn garð,
og Önnu konu minnar meðan hún
lifði. En mál er að segja nánari
deili á afmælisbaminu.
Loftur Jömndur Guðbjartsson,
eins og hann heitir fullu nafni, er
fæddur 5. júní 1923 á Bíldudal í
Arnarfirði, Vestur-Barðastrandar-
sýslu. Guðbjartur Friðrik Marías
faðir hans, skipasmiður og útgerð-
armaður í Gilshaga á Bíldudal og
síðar Akureyri, f. 14. júlí 1892 og
d. 18. júlí 1941, var sonur Friðriks
Friðrikssonar, bónda í Litla-Laug-
ardal í Tálknafirði (f. 8.9. 1843, d.
17.7. 1918), og Guðrúnar Jónsdótt-
ur, húsfreyju, frá Króki í Dala-
hreppi (f. 1.12.1848, d. 23.8. 1919).
Jensína Sigríður móðir Lofts, hús-
freyja á Bíldudal og síðar Akureyri,
fædd 7. ágúst 1883 og dáin 29.
mars 1965, var dóttir Lofts Bjarna
Bjarnasonar, bónda og sjómanns á
Gileyri, Eysteinseyri og Ystu-Tungu
í Tálknafirði, síðast í Gilhaga í
Bíldudal (f. 18.4. 1854, d. 15.6.
1923), og Guðrúnar Jónsdóttur,
konu hans (f. 3.11. 1848, d. 6.6.
1926). Nokkmm ámm fyrir heims-
PL«a
hHutl
Franc Booker
kann að skora
glæsitegar körfur
og gæða sér á
ekta Plzza Hut pizzi
ptcsi
-Hut
Hótel Esja sími 680809
Mjódd sími 682208
Frí heimsendingarþjónusta
styrjöldina síðari fluttist fjölskyldan
til Ákureyrar, en þar féll heimilis-
faðirinn frá, langt um aldur fram,
árið 1941.
Árið áður hafði Loftur lokið gagn-
fræðanámi, en nú varð að afla
tekna, því að hugurinn stefndi til
frekara náms, og þremur ámm
seinna lá leiðin í Menntaskólann á
Akureyri. Þar komu ótvíræðir náms-
hæfileikar hans fram, einkum á sviði
tungumála. Er til þess tekið að einn
mesti enskumaður sem þetta land
hefir alið, Sigurður Líndal Pálsson,
fól Lofti að kenna dóttur sinni ensku
á meðan hann var í námsorlofi frá
kennslu við MA í Bretaveldi. Að
loknu stúdentsprófi úr máladeild
Menntaskólans á Akureyri 1947 var
Loftur við nám í læknadeild Há-
skóla íslands um eins árs skeið, til
undirbúnings tannlækninganámi,
og dvaldist þá um hríð sem skipti-
stúdent (stipendiatti) við háskólann
í Helsinki. Haustið 1948 hóf hann
svo nám við háskólann í Leeds á
Englandi, fyrst í tannlæknadeild,
en síðar í heimspekideild, með hag-
fræði og spænsku sem aðalgreinar
og portúgölsku sem aukagrein.
Lauk hann BA-prófí í þessum grein-
um 1953.
Eftir heimkomuna frá Leeds
stundaði Loftur stjómsýslu- og
skrifstofustörf, var viðskiptalegur
framkvæmdastjóri fyrir Keflavík
Offícers’ Open Mess 1953-1956,
og fulltrúi á skrifstofu Véla- og
raftækjaverslunarinnar hf. 1956-
1958. En í ársbyijun 1959 hóf Loft-
ur aðalævistarf sitt er hann gekk í
þjónustu Utvegsbanka íslands, fyrst
sem fulltrúi í bókhaldsdeild aðal-
bankans til 1963, síðan sem deildar-
stjóri í hagfræðideild 1963-1971
og forstöðumaður hennar 1971-
1975, er hann var skipaður útibús-
stjóri bankans í Kópavogi. Fór hann
á eftirlaun um áramótin 1988/89.
Á árunum 1959 til 1975 lagði hann
einnig fyrir sig stundakennslu í
ensku við ýmsa skóla, svo sem
Námsflokka Reykjavíkur, Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, Haga-
skóla, Menntaskólann í Reykjavík
og Menntaskólann við Hamrahlíð,
enda eftirsóttur til slíkra starfa
vegna yfirburðakunnáttu í þeirri
tungu. Þá vann Loftur um hríð við
orðfræðastörf á sviði ensku við
Háskóla íslands 1988-1991.
Þegar á Akureyrarárunum mun
áhugi á félagsmálum hafa vaknað
hjá afmælisbaminu, svo og vilji til
að láta eitthvað gott af sér leiða.
Hér verður stiklað á stóm og fátt
eitt nefnt: Hann var í nefnd á vegum
viðskiptaráðherra um dreifingu og
birgðahald á olíuvöram 1968; í
stjórn Byggingarsamvinnufélags
ríkisstofnana 1957-1972 (formaður
1965-1972); en á seinni áram hefir
Loftur starfað mikið á vegum Rót-
arýhreyfingarinnar á íslandi, er
stofnfélagi í Rótarýklúbbnum
Reykjavík-Breiðholt og hefír m.a.
' gegnt þar ritara- og forsetastörfum.
( Komst hann til hæstu metorða þar
er hann varð umdæmisstjóri Rotary
International á Íslandi 1991-1992.
hefír hann þurft að sækja mörg þing
á vegum hreyfíngarinnar á erlendri
grand, enda þaulvanur ferðagarpur
sem hefir lagt leið sína heimshorn-
anna á milli, nú síðast á allsheijar-
þing samtakanna í Melboume í
Ástralíu. Þá er Loftur varaformaður
sóknamefndar og safnaðarfulltrúi í
Fellaprestakalli í Reykjavík.
Hinn 12. desember 1953 gekk
Loftur að eiga Vigdísi Guðfinnsdótt-
ur, bréfritara. Foreldrar hennar,
sem nú era látin, vora Guðfínnur
Þorbjömsson, vélfræðingur í
Reykjavík, og Marta Pétursdóttir
eiginkona hans. Eiga þau Loftur og
Vigdís tvær mannvænlegar dætur,
Mörtu, iðnrekstrarfræðing, f. 19.3.
1955, og Svövu, iðnrekstrarfræðing,
f. 2.2. 1957, og fjögur bamaböm.
Skulu að lokum ítrekaðar þakkir
til þeirra hjóna fyrir ótal samveru-
stundir á liðnum árum sem hafa
verið undirrituðum til óblandinnar
ánægju, og jafnframt áréttað að
slíka vini er gott að eiga að bak-
hjarli í sviptingum lífsins.
Á afmælisdaginn era þau heiðurs-
hjónin stödd á Excelsior Hotel, 281
Gloucester Road, Causeway Bay,
Hong Kong (Fax 8956669, sími
8948888), á heimleið af Rótarý-
þinginu í Melboume.
Heimir Áskelsson.
Blóðbankaþing Norð-
urlanda haldið hér
BLÓÐBANKAÞING Norðurlanda er þessa dagana haldið á Landspít-
alanum og lýkur þvi á laugardag. Þátttakendur eru um 50 manns.
Aðal málefni þingsins er blóðsmit og smitvamir í blóðbankaþjón-
ustu. Greinargerðir um tíðni veirusýkinga meðal blóðgjafa á Norður-
löndum verða fluttar. Lýst verður nýjustu rannsóknaraðferðum við
greiningu helstu veirutegunda sem þekktar eru að því að valda
blóðsmiti í sambandi við notkun blóðs og blóðhluta í lækningaskyni.
Meðal þeirra eru helstar lifrarbólguveira B og C og eyðniveira.
Nýleg skimpróf fyrir lifrarbólgu-
veira C era mikilsvert framfaraspor
í smitvömum. Nú er mögulegt að
fínna flesta þá blóðgjafa, sem sýktir
era af lifrarbólguveira C án þess að
hafa einkenni um sýkingu. Með því
að útiloka blóðgjafa af þessu tagi
frá því að gefa blóð er komið í veg
fyrir heilsutjón hjá sjúklingum.
Blóðbankinn fékk í september á
síðasta ári öflugan sjálfvirkan tækja-
búnað til að skima blóð blóðgjafa
fyrir ofangreindum veirusýkingum.
Skýrt verður frá árangri rannsókna
með þeim búnaði fyrstu sex mánuð-
ina.
Á þingið koma sérfræðingar frá
Frakklandi og Bandaríkjunum og
lýsa nýjustu smitvamaraðferðum við
plasma, plasmaþætti og blóðframur,
sem nota á til lækninga.
Sérstök sýning
Tvö önnur viðfangsefni verða
einnig tekin til meðferðar. Það er
menntun lækna og rannsóknafólks
í blóðbankaþjónustu og vísindarann-
sóknir í blóðbönkum á Norðurlönd-
um. Af því tilefni verður sett upp
sérstök sýning fyrir þátttakendur
um vísindarannsóknir í Blóðbankan-
um, sem unnar hafa verið í sam-
vinnu við sjúkradeildir Landspítalans
og annarra sjúkradeilda og erlenda
samvinnuaðila á síðustu tuttugu
árum. Sýningin er í forstofu á 3.
hæð geðdeildar Landspítalans en í
fyrirlestrasal á þeirri hæð er þingið
haldið.
Á blóðbankaþinginu verður vakin
sérstök athygli á brauðtryðjenda-
starfí Bjöms heitins Sigurðssonar
fyrsta forstöðumanns Tilraunastöðv-
ar Háskólans í meinafræði á Keldum
í rannsóknum á hæggengum veira-
sjúkdómum.