Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993
37
Aleksei Shirov signrsæll
__________Skák______________
Margeir Pétursson
ALEKSEI Shirov frá Lettlandi
sigraði á SKA-Mephisto stórmót-
inu í Miinchen í Þýskalandi sem
lauk um síðustu helgi. Þetta var
annar mótasigur Shirovs á
skömmum tíma, hann kom beint
frá Najdorf-mótinu í Buenos Air-
es þar sem hann varð einnig hlut-
skarpastur. Shirov, sem aðeins er
21 árs, náði einnig fjórða sæti á
Linares-mótinu í mars á eftir
þeim Kasparov, Karpov og An-
and. Hann virðist á góðri leið með
að taka sér öruggt sæti í hópi 5-8
sterkustu skákmanna í heimi.
Shirov tefldi á Apple-skákmótinu
í Reykjavík í fyrra og sigraði þar
ásamt Jóhanni Hjartarsyni.
Svissneska bankasamsteypan
Schweizerische Kreditanstalt og
framleiðendur þýsku Mephisto-
skáktölvanna stóðu fyrir mótinu,
Úrslit urðu þessi:
l'. Shirov, Lettlandi, 8 v. af 11 mögu-
legum.
2. Gelfand, Hvíta-Rússl., Vh v.
3. Gurevich, Belgíu, 7 v.
4-5. Adams, Englandi, 6'h v.
4-5. Barejev, Rússlandi, 6V2 v.
6. Lutz, Þýskalandi, 6 v.
7. Júsupov, Rússlandi, 5 v.
8-9. Hertneck, Þýskalandi, 4'h v.
8-9. Hiibner, Þýskalandi, 4‘/2 v.
10. Lobron, Þýskalandi, 4 v.
11. Lautier, Frakklandi, 3 'h v.
12. Jóhann Hjartarson 3 v.
Það er núvenginn vafí á því hver
er efnilegasti skákmaður Þjóðvetja.
Það er Christopher Lutz, 22ja ára,
sem sýndi að annað sætið á eftir
Karpov i Baden Baden í desember
var engin tilviljun. Artúr Júsupov
er sestur að í Múnchen og verður
gjaldgengur í þýska Ólympíuliðið á
næsta ári. Hann og núverandi for-
ystulið Þjóðverja, Húbner, Lobron
og Hertneck, náðu aldrei að blanda
sér í toppbaráttuna. Frakkinn Lauti-
er og Jóhann Hjartarson voru alveg
heillum horfnir, náðu sér aldrei á
strik. Lautier stökk alla leið upp í
2.645 stig á síðasta lista FIDE en
virðist ætla að hafa skamma viðdvöl
á toppnum.
Jóhann reyndist ekki vera í nægi-
lega góðri æfingu. Hann tapaði
tveimur fyrstu skákunum og missti
síðan vinningsstöðu gegn Gelfand í
jafntefli. Eftir það var hann óþekkj-
anlegur en tókst að vinna Lobron í
síðustu umferð.
Það var sérlega súrt í brotið að
sleppa Gelfand af önglinum í hróks-
endatafli:
(Sjá stöðumynd)
Svart: Jóhann Hjartarson
Hvítt: Boris Gelfand
46. - Hd2!
Fórnar a peðinu til að loka hvíta
kónginn úti.
47. Ha7+ - Kd6 48. Hxa7 - c4?
Þarna gengur öruggur vinningur
úr greipum svarts. Rétt var 48. —
Hdl! 49. Ha2 - Kd5 50. Ke2 og
nú vinnur bæði 50. — Hcl 51. h4
(Eða 51. Kd3 - c4+ 52. Ke3 -
Hel+ 53. Kf3 - Kd4) 51. - Kc4
52. h5 - Hhl og 50. - Hd4 51. h4
- Kc4 52. h5 - Kb3 53. Ha5 -
Hd5! Nú bjargar Gelfand sér með
laglegum varnarleik.
49. Ha8! - Kc5 50. Hc8+ - Kb4
51. Hb8+ - Ka3 52. Ha8+ - Kb2
53. Hb8+ - Kcl 54. Hc8 - Hxh2
55. Hxc4 - c2 56. g4 - Kb2 57.
Kf4 - Kb3 58. Hc7 - Hhl 59.
Kf5 - cl=D 60. Hxcl - Hxcl 61.
Mánaðamót
taflfélags-
insHellis
TAFLFÉLAGIÐ Hellir heldur
mánaðamót mánudaginn 7. júní
klukkan 20. Tefldar verða 7 um-
ferðir eftir Monradkerfi, 10 mín-
útna skákir. Þátttökugjöld eru 300
kr. fyrir félagsmenn og 400 kr.
fyrir aðra. 60% af þáttökugjöldum
fer í verðlaun. Teflt er í Menning-
armiðstöðinni í Gerðubergi og er
mótið opið öllum.
g5 — Kc4 og hér var samið jafntefli.
Garðbæingar í EM skákfélaga
íslandsmeistararnir 1992 úr
Taflfélagi Garðabæjar halda senn til
London og tefia í Evrópukeppni
skákfélaga. TG er í mjög erfiðum
riðli með Volmac Rotterdam frá
Hollandi og St. Pétursborg frá
Rússlandi. Einnig er við ramman
reip að draga þar sem SC Stadthag-
en frá Þýskalandi er og sænsku
meistararnir Rochaden, Stokkhólmi.
Garðbæingar ættu þó að eiga
sæmilega möguleika gegn Espoo,
Finnlandi, Barbican, London, og
Rhyddings frá Swansea í Englandi.
Evrópukeppnin er nú háð með
nýju sniði. Teflt er í sjö riðlum og
kemst aðeins eitt félag úr hveijum
riðli í úrslitin. Á meðal liðsmanna
TG eru tveir alþjóðlegir meistarar,
þeir Björgvin Jónsson og Sævar
Bjarnarson.
Tómas Björnsson í
landsliðsflokk
Tómas Björnsson tryggði sér sæti
í landsliðskeppninni á Skákþingi ís-
lands í haust með því að sigra Arin-
björn Gunnarsson í einvígi eftir
harða keppni. Staðan var 2-2 og
þurfti að framlengja, en þá varð
Tómas hlutskarpari. Þeir tveir urðu
jafnir í öðru til þriðja sæti í áskor-
endaflokki á Skákþingi íslands um
páskana.
Boðsmót TR að hefjast
Boðsmót TR hefst mánudaginn
7. júní kl. 20. Tefldar verða sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi. Um-
ferðir eru á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum kl. 20. Um-
hugsunartíminn er ein og hálf
klukkustund á 36 leiki og síðan
hálftími til að ljúka skákinni. Mót-
inu lýkur 23. júní. Á meðal kepp-
enda verða tvö skákforrit frá
Kjarna hf., MChess Pro og Chess
Genius og verða þau keyrð á SVC
486 tölvum. Teflt verður um nýjan
farandbikar sem Kjarni hf. gefur
til keppninnar. Öllum er heimil þátt-
taka, en skráning er í símum
681690 og 813540 dagana fýrir
mótið og á mótsstað.
Blóma- og garð-
dögum í Kringl-
unni að ljúka
UNDANFARNA daga hafa stað-
ið yfir blóma- og garðdagar í
Kringlunni þar sem settur hefur
verið upp markaður á göngugöt-
um Kringlunnar.
Þar hefur viðskiptavinum
Kringlunnar gefist kostur á því að
gera góð kaup á ýmsu fyrir garðinn
en einnig hafa sérfræðingar í garð-
yrkjumálum og skipulagsmálum
veitt ráðgjöf og kynningar hafa
verið á staðnum. í dag er síðasti
dagur þessarar blómlegu sölusýn-
ingar en margt verður þar til
skemmtunar fyrir gesti.
Verslanir Kringlunnar eru opnar
frá kl. 10-18.30 alla virka daga
nema föstudaga þegar opið er til
kl. 19. Laugardaga er opið frá kl.
10-16.
(Úr fréttatilkynningu.)
^■A
ISLANDI
Það þarf engin gylliboð þegar nýr
Ford Escort
kostar aðeins frá 1.078 þús. kr.
Ný og glæsileg hönnun Ford Escort bílanna í útliti og
öryggisbúnaði gera þá fullkomnari en nokkru sinni.
Þeir hafa kraft og snerpu sportbílsins, rými, öryggi og
þægindi fjölskyldubílsins en eru á verði smábilsins.
Ford Escort hefur ríkulegan staðalbúnað s.s.
• vökvastýri • rafmagn i rúðum
• samlæsingar í hurðum • útvarp og segulband
Bílasýning
Globus, Lágmúla 5 laugardag kl. 13-16
Akurcyri, BSA laugardag kl. 13-18
F7'*'’1 V'r"„:
Nýja 16 ventla Z-vélin
frá Ford sameinar
fullkomnustu fjölventla-
og hvarfakútatækni.
Styrktarbitar í hliðarhurðum
veita ökumanni og farþegum
aukið öryggi og vemd.
Gjobus?
-heimur gœða!
Lágmúla 5, sfml 91- 68 15 55