Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C 144. tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Arásirnar á Irak Hefndar- aðgerð- umhótað Bagdad. Reuter, The Daily Telegraph. DAGBLAÐ varnarmálaráðuneyt- isins í írak hvatti til hefndar- aðgerða gegn Bandaríkjamönn- um og bandamönnum þejrra í Miðausturlöndum, svo sem Israel- um og Saudi-Aröbum, vegna eld- flaugaárása Bandaríkjamanna á Bagdad um helgina. Dagblaðið sagði að búast mætti við frekari árásum af hálfu Banda- ríkjamanna og spáði þeim hrakförum líkt og í Víetnam og Líbanon. Blaðið hvatti íraka og „öll byltingaröfl" tii hefndaraðgerða gegn „óvinum írösku þjóðarinnar". Mikil spenna er nú í Bagdad eftir árás Bandaríkjamanna á borgina um helgina. Skotið var í misgripum úr loftvarnarbyssum á íraska flugvél í gær. Að sögn íraska útvarpsins héldu menn að þar færi bandarísk orrustu- þota. Tekist á um eftirlitsmyndavélar Burtreknir Albanir SÍÐUSTU daga hefur gríska lögreglan rekið um 18.000 ólöglega innflytjendur frá Albaníu aftur til síns heima en talið er, að þeir séu á bilinu 150.000 til 300.000 alls í Grikklandi. Með þessu eru Grikkir að svara brottrekstri háttsetts prests í grísku rétttrúnaðarkirkjunni frá Albaníu en þar býr grískur minni- hluti, 250.000 manns að sögn Grikkja en 60.000 að sögn Albana. Hafa samskipti þessara tveggja þjóða ekki verið stirðari frá stríðslokum. Hér er verið að flytja burt albanska fjölskyldu í lögreglubíl en hún var handsömuð í Aþenu. S vartahafsfiotinii Hermenn hóta upp- reisn gegn forsetum Kíev. Reuter. HERMENN hótuðu í gær uppreisn gegn forsetum Úkraínu og Rúss- lands og sögðust ekki ætla að fara eftir samkomulagi þeirra um að skipta Svartahafsflotanum á milli ríkjanna. 120 fulltrúar hermanna í sjóhetj- um landanna efndu til fundar í Kíev og sögðu að samkomulagið skaðaði hagsmuni beggja ríkjanna. Þeir kröfðust þess að rússnesk stjómvöld fengju yfirráð yfír öllum skipum Svartahafsflotans, en þau eru alls 300. Embættismenn sögðu að yfírlýs- ingin væri alvarleg uppreisn gegn forsetunum tveimur, æðstu yfir- mönnum herjanna. Hins vegar var óvíst hvort í uppsiglingu væri almenn uppreisn innan sjóheijanna. Bosníiunenn reyna að leysa ágreining sinn um framtíð landsins Ekki fylgdi sögunni hvort íraska flugvélin varð fyrir skotum. Fjölmiðl- ar í írak hafa varað við því að Banda- ríkin muni brátt gera aðra árás. Geta þeir sér þess til að Bandaríkja- menn muni næst bera því við að Irak- ar hafí neitað að samþykkja að Sam- einuðu þjóðimar komi fyrir eftirlits- myndavélum á tilraunastöðum fyrir eldfiaugar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Bagdad segja að írakar taki ágreining um myndavélarnar mjög alvarlega og þeir séu óðum að flytja burt tæki frá eldflaugastöðum. Bandarísk árásarþota skaut í gær eldflaug á loftvarnastöð í suðurhluta íraks eftir að ratsjá hafði verið stillt á bandaríska þotu á svæðinu. Banda- rískar herþotur hafa haldið uppi eft- irliti á þessu svæði til að vernda shíta fyrir her Sadda'ms Husseins. Samkvæmt skýrslu á vegum utan- ríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem birt var í gær er geta fraka til framleiðslu her- gagna 80% af því sem hún var fyrir Persaflóastríðið. Þessi endurreisn hefur orðið þrátt fyrir eftirlit og refsi- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna. Forsætisnefndin hyggst semja nýj a friðaráætlun Moskvu, Sariycvo. Reuter, The Daily Telegraph. FORSÆTISNEFND Bosníu ákvað á fundi sínum í Sarajevo í gær að semja nýja áætlun um framtíð landsins. Umdeild tillaga Serba og Króata um að skipta Bosníu í þrjú smá- ríki var ekki rædd á fundinum þótt nokkrir nefndarmannanna níu væru augljóslega hlynntir henni. í yfirlýsingu frá nefndinni eftir fundinn sagði að þrír fulltrúanna - múslimi, Króati og Serbi - myndu semja nýja áætlun um framtíð landsins. Þremenningarnir eru Ejup Ganic, varaforseti Bosníu, Króatinn Miro Lasic og Miro Lazovic, serbneskur forseti nefndarinnar. Ganic, sem er stuðningsmaður Alija Izetbegovics, forseta Bosn- íu, og andvígur þrískiptri Bosníu, sagði að það myndi að öllum líkindum taka sjö til átta daga að móta áætlun nefndarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman eftir að Izet- begovic og Ganic neituðu að taka þátt í viðræðum um tillögu Serba og Króata um stofnun þriggja smáríkja í Bosníu. Rússar gegn afnámi vopnasölubanns Rússar sögðust í gær ætla að beita neitunar- valdi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um að banni við sölu vopna til múslima í Bosníu yrði aflétt. Fimm múslimsk ríki hafa lagt til að banninu verði aflétt og umræður hófust um tillöguna í öryggisráðinu í gærkvöldi. Auk Rússa leggjast Bretar og Frakkar gegn tillögunni, þann- ig að afar litlar líkur eru á að hún verði samþykkt. Hersveitir stjómarinnar í Bosníu börðust í gær við króatíska og serbneska hermenn nálægt bæn- um Maglaj í miðhluta landsins. Stjómarhermenn- irnir urðu að hörfa frá Novi Seher, hemaðarlega mikilvægu þorpi í grenndinni, þegar króatísku hermennimir gerðu serbneskum skriðdrekasveit- um kleift að sækja fram. Bæirnir Zavidovici, Maglaj og Zepoe urðu fyrir hörðum stórskotaárásum Serba og Króata. Yfír- menn stjómarhersins sögðu að serbnesku og króa- tísku hersveitirnar hefðu hrakið þúsundir múslima frá heimkynnum sínum. Yfírmaður eftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna telur að Serbar og Króat- ar hafí tekið höndum saman um ná eins stómm landsvæðum og mögulegt er af múslimum. ELO-stigin tekin af Kasparov og Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunbladsins. GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, og áskorandi hans, Nigel Short, eru ekki á nýjasta lista Alþjóða skáksambandsins (FIDE) yfir stigahæstu skákmenn. Þá vekur athygli að Júdit Polgar er í 24. sæti á listanum. Listinn verður birtur á morgun, og er þetta þáttur í refsiaðgerðum FIDE gegn skákmönnunum tveim, sem halda einvígi á eigin vegum í London. Efstur á hinum nýja lista FIDE er Anatólí Karpov, sem mun heyja einvígi við Jan Timman um heimsmeistaratitil FIDE. Timman er í 34. sæti á list- anum. Margir stórmeistarar telja aðgerðir FIDE of harkalegar. Þeir segja það að taka stigin af skák- mönnum jafngilda því að svipta þá atvinnumöguleikum, þar eð stigafjöldinn ráði því á hvaða mótum þeim sé boðið að tefla. Short Ungverska skákkonan Júdit Polgar er með 2630 stig á lista FIDE og í 24. sæti. Er þetta besti árangur sem nokkur skákkona hefur náð. Karpov sigraði á minningar- móti um Mikhaíl Tal sem lauk í Moskvu í gærkvöldi. Jan Timman, sem teflir við hann um heims- meistaratitil FIDE í haust, lenti hins vegar í síðasta sæti. í samtali við Morgunblaðið Kasparov Short hörmuðu Karpov og Timman hvernig mál hefðu þróast og sögðu það ef til vill of langt geng- ið að taka Kasparov og Short af stigalistanum. Karpov bætti þó við að þeir hefðu sjálfír komið sér í þessa klípu með því að hafa ekki samráð við aðra skákmenn. Það væri nokkuð seint nú að kalla á samstöðu meðal skákmanna. Sjá skákþátt á bls. 26. ---r--♦ ♦ ♦----- Var rekinn fyrir klórið Harare. Reuter. NÝLEGA gerðist það í Zimbabwe, að dómari nokkur var rekinn úr embætti og svipt- ur leyfi til dómarastarfa. Var það ástæðan hvað hann skrifaði illa. „Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki fallega hönd en það getur varla talist glæpur eða einhver sið- ferðisbrestur," sagði dómarinn, Roy Wilson, en hann hyggst áfrýja máli sínu til hæstaréttar landsins. I upp- sagnarbréfínu kom það fram, að svo mikill tími hefði farið í að “þýða“ það, sem frá honum hefði komið, að ekki hefði verið um ann- að að ræða en láta hann fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.