Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 4

Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 Fasteignamarkaðurinn á fyrsta ársfjórðungi 1993 Kaupsamningum fækkaði um 8,6 prósent milli ára KAUPSAMNINGUM á fasteignamarkaði fækkaði úr 467 á fyrsta ársfjórðungi 1992 í 427 á fyrsta ársfjórðungi 1993, eða um 8,6%, en frá fyrsta ársfjórðungi 1991 til fyrsta ársfjórðungs 1993 hefur kaupsamningum fækkað um 24,8%. Þetta kemur fram í nýút- komnu fréttabréfi Fasteignamats ríkisins. í fréttabréfinu kemur fram að nokkur óvissa hafi ríkt á fasteigna- markaðnum hér á landi í upphafi ársins og hafi bágbornu efnahags- ástandi og óvissu um kjarasamn- inga verið kennt um. Þegar fjöldi kaupsamninga sem borist hafði Fasteignamati ríkisins fyrir 20. júní síðastliðinn var borinn saman við þann fj'ölda sem borist hafði fyrir sömu dagsetningu tvö undan- farin ár kom í ljós að árið 1991 höfðu borist 568 samningar að verðmæti 4.107 milljónir króna, árið 1992 467 samningar að verð- mæti 2.999 milljónir og árið 1993 höfðu borist 427 samningar að verðmæti 3.040 milljónir króna. Allar upphæðirnar eru á verðlagi ársins 1993 og því samanburðar- hæfar. Minni meðalstærð Raunverð hækkaði um 2,5% á hvern fermetra í íbúðum í fjölbýlis- húsum í Reykjavík á fyrsta ársijórðungi 1993 borið saman við fyrsta ársfjórðung 1992. Núvirt söluverð á fermetra hækkaði um 4,5% og framreiknistuðull um 4,6% en á sama tímabili hækkaði lánskjaravísitalan um 2,0%. Samkvæmt úrtakskönnun Fasteignamats ríkisins hefur meðalstærð seldra íbúða minnkað um 1,9 fermetra milli sam- anburðartímabilanna. Meðalstærð eigna var 88 fermetrar á fyrsta ársfjórðungi 1992, en 86,1 fermetri á fyrsta ársfjórðungi 1993. Meðalverð eigna var 5.796 þús. kr. á núvirði 1992, en 5.965 þús. kr. 1993, eða 2,9% hærra, og söluverð á fermetra var 67.981 kr. 1992 en 71.021 kr. 1993. Útborgunarhlutfallið 1992 var 41,5% á móti 40,6% 1993, eða 0,9 prósentustigum lægra, verðtryggð lán voru 58% 1992 á móti 59,1% 1993, eða 1,1 prósentustigi hærra, og óverðtryggð lán voru 0,5% á fyrsta ársfjórðungi 1992 á móti 0,3% á fyrsta ársijjórðungi 1993, eða 0,2 prósentustigum lægra. VEÐUR VEÐURHORFUR 1DAG, 3Ö. JÚNÍ YFIRLIT: Við Reykjanes er 992 mb lægð, sem þokast norðaustur. Um 600 km suður af Hvarfi er vaxandi 1002 mb lægð, sem hreyfist austnorð- austur. 1020 mb hæð er yfir Norðursjó. SPÁ: Sunnan og suðvestan átt, víða kaldi eða stinningskaldi, rigning eða skúrir sunnanlands og vestan en annars þurrt. Hiti 8-17 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðan og norðvestan átt, strekkingsvindur austan til. Skúrir um norðan- og austan- vert landið, en víðast bjart veður sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 6-15 stig, hlýjast sunnanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 18.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 880600. Q Heiðskírt / / / r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / / * r Slydda ■A Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindsfig.^ 10° Hitastig v Súld - Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er um alla helstu þjóðvegi landsins. Á Vestfjörðum eru Þorska- fjarðar- og Tröllatunguheiðar jeppafærar. Hálendisvegir eru óðum að opnast hver af öðrum og er t.d. orðið fært um Uxahryggi, í Eldgjá að sunnan, Veiðivötn, Jökulheima, Kerlingarfjöll að sunnan, Herðubreiðar- lindir og Kverkfjöll. Einnig er Kjalvegur orðinn fær stórum bílum. Á morgun miðvikudag verður opnað inn í Landmannalaugar um Sigöldu. Víða er unnið við vegagerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 14 skýjað Reykjavfk 9 rign. á sfð. klst. Bergen 16 léttskýjað Helsinki 15 þrumuveður Kaupmannahöfn 19 léttskýjað Narssarssuaq 4 súld Nuuk 2 alskýjað Osló 22 hálfskýjað Stokkhólmur 20 skýjað Pórshöfn 11 þokaás. klst. Algarve 24 þokumóða Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlín 22 léttskýjað Chicago 14 skýjaö Feneyjar 23 skýjað Frankfurt 23 léttskýjað Glasgow 21 mistur Hamborg 20 skýjað London 23 skýjað LosAngeles 17 heiðskírt Luxemborg 23 heiðskírt Madrid 25 skýjað Malaga 29 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 16 léttskýjað New York 23 alskýjað Orlando 26 skýjað París 23 léttskýjað Madelra 22 skýjað Róm 25 rlgn. á slð. klst. Vín 20 léttskýjað Washington 26 alskýjað Winnipeg 11 skýjað Meinað að leggjast að bryggju RÚSSNESKI togarinn Severmaya Palmira á ytri höfninni í Reykjavík. Gninur um rottugang í rússneskum togara SÓTTVARNARNEFND hafnaði því að rússneska skipið Severmaya Palmira fengi leyfi til að leggjast að bryggju í Reykjavík, þar sem grunur lék á að rottur væru um borð. Skipið kom til Reykjavíkurhafn- ar til að taka olíu. Skipið var afgreitt með olíu án þess að það kæmi til bryggju og í gær voru vistir skipið lá á ytri höfninni. „Skip eiga að vera með hin svo- kölluðu rottu-vottorð gild þegar þau koma. Ef við sjáum merki um rott- ur, þó að vottorðið sé ekki útrunnið, þá er samskiptum við þau hafnað," sagði -Heimir Bjarnason, aðstoðar- fluttar út til skipsmanna þar sem héraðslæknir í Reykjavík. Hann seg- ir það almennt tíðkast að farið sé um borð í rússneska togara til að athuga hvort rottur geti verið um borð. Útbreiðsla HlV-veirunnar á Norðurlöndum Meirihluti nýsmit- aðra gagnkynhneigðir MEIRIHLUTI nýsmitaðra af HlV-veirunni á Norðurlöndum eru nú gagnkynhneigðir, en áður fyrr var meirihluti nýsmitaðra samkyn- hneigðir og lyfja- eða eiturlyfjaneytendur. Að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis eru t.d. 60-70% nýsmitaðra í Svíþjóð og Noregi gagnkyn- hneigðir, en þar er fyrst og fremst um að ræða útlendinga eða Norður- landabúa sem hafa dvalist lengri eða skemmri tíma í Afríku eða Suð- ur-Asíu og smitast hafa við mök við hitt kynið. Útbreiðsla HIV er hægari á Norð- urlöndum en annars staðar og hefur fjöldi nýsmitaðra á ári hverju ekki aukist að ráði síðastliðin 2-3 ár. Ólafur sagði að sú staðreynd að til- fellum nýsmitaðra samkynhneigðra, lyfja- ogv eiturlyfjaneytenda hefði fækkað hlutfallslega sýndi að fræðsla og öflugur áróður hefði skil- að sér, og einnig það að sprautum væri dreift ókeypis til sprautunot- enda. Hann sagði að fræðsla og áróður meðal ferðamanna og þeirra sem dveljast langdvölum í þriðja heiminum yrði aukinn, og væri haft samband við ferðaskrifstofur í því sambandi. Aðspurður um hvort sama þróun hefði orðið hér á landi varðandi hlut- fallslega fjölgun gagnkynhneigðra nýsmitaðra af HIV, sagði Ólafur að erfitt væri að segja til um það vegna þess hve fjöldi nýsmitaðra á ári hveiju væri lítill hér á landi, en þró- unin varðandi nýsmitaða væri þó að flestu leyti svipuð hér og á hinum Norðurlöndunum. 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Níu mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir 18 ÁRA gamall piltur var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, og til greiðslu miskabóta fyrir að hafa þröngv- að tveimur piltum, 15 og 16 ára gömlum, með ofbeldi og hótunum til að hafa við sig kynferðismök. Atburðurinn átti sér stað utan- dyra í Kópavogi á nýársnótt 1993. Piltamir tveir voru þar á göngu er hinn dæmdi varð á vegi þeirra. Hann skipaði þeim með hótunum að eiga við sig mök og þorðu þeir ekki ann- að en að láta að óskum hans. Gerðar voru kröfur til að ákærði greiddi hvorum foreldra piltanna 870 þúsund krónur auk dráttarvaxta og að hann yrði dæmdur til refsingar. Niðurstaða dómsins var sú að ákærði hafi gerst sekur um brot það sem honum var gefið að sök. Hann var dæmdur til að sæta fangelsi í 12 mánuði en fullnustu níu mánaða er frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi ákærði almennt skilorð. Þá var hann dæmdur til að greiða foreldrum piltanna 150 þús- und krónur auk dráttarvaxta, sakar- kostnað og málsvarnarlaun. Sigurð- ur Hallur Stefánsson héraðsdómari kvað upp dóminn. i i i i Í i I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.