Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
17
Alls eru níu milljónir
kvenna í Alþjóða-
samtökum húsmæðra
Vík verður lokað
Meðferðarheimilinu Vík á Kjal-
arnesi verður lokað í dag til að
mæta niðurskurði í fjárframlög-
um til SÁÁ. Framlag til SÁÁ var
á síðustu fjárlögum lækkað um
20 milljónir króna. Ráðstafanir
vegna niðurskurðarins lúta ein-
ungis að lokun þessa heimilis til
áramóta en aðrar deildir verða
opnar áfram. Fyrrgreindar ráð-
stafanir munu að sögn Þórarins
Tyrfingssonar yfirlæknis SÁÁ
hafa það í för með sér að mun
færri muni eiga kost á eftirmeð-
ferð en áður.
I samtali við Morgunblaðið taldi
Þórarinn það blóðugt að þurfa að
loka þessari deild því að hún ásamt
meðferðarheimilinu á Staðarfelli séu
tiltölulega ódýrar í rekstri. „Á hveiju
ári fara 30 milljónir króna í rekstur
hvors heimilis um sig en það þýðir
að hver eftirmeðferð kostar um 85
þúsund krónur á mann. Ef þessar
tölur eru bornar saman við kostnað
við hveija eftirmeðferð í Bandaríkj-
unum þá er ljóst að munurinn er
margfaldur. Þar kostar hver meðferð
um fimm til átta hundruð þúsund
krónur,“ sagði hann.
Þórarinn sagði engar frekari
breytingar vera á döfinni enda væru
þessar breytingar einungis til hag-
ræðingar og bráðabirgða. „Við mun-
um halda uppi bráðaþjónustu og
göngudeildir verða opnar áfram. En
það sem stendur eftir er að færri
munu komast í eftirmeðferð. Fram-
vegis mun aðeins flórðungur sjúkl-
inga eiga kost á slíkri meðferð í stað
helmings áður,“ sagði Þórarinn.
Hann segir að nú verði að meta hveij-
ir ættu að eiga forgang á eftirmeð-
ferð. Líklegast nyti landsbyggðarfólk
forgangs en það á síður kost á vist
á göngudeildum.
Innheimtustofnunin
krefst þess að inn-
heimt sé af launum
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA gaf hinn 21. júní út breytingar á reglu-
gerð, sem m.a. heimilaði Innheimtustofnun sveitarfélaga að krefjast
þess af launagreiðendum, að þeir héldu eftir 50% af launum skuldara
við stofnunina, en áður vai' í gildi heimild, þar sem stofnunin gat kraf-
ist þess að 75% launa væri haldið eftir af launum.
Frá þessu var skýrt í Morgunblað-
inu síðastliðinn laugardag. Þá var
sagt í frétt, að „kaupgreiðanda væri
einungis heimilt að halda eftir að
hámarki 50% af launum meðlags-
greiðenda til lúkningar skuld við Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga í stað
75% áður“. Við þetta orðalag hefur
verið gerð« athugasemd, þar sem
fundið er að orðalaginu „kaupgreið-
anda væri aðeins heimilt ...“, þar
sem atvinnurekendur hefðu í raun
engan hag af því að halda þessum
fjármunum eftir, heldur stæðu í
þessu tilfelli aðeins í sporum inn-
heimtuaðila fyrir hið opinbera, í
þessu tilfelli Innheimtustofnun sveit-
arfélaga.
Tekið skal fram að Morgunblaðið
fékk í þessu tilfelli fréttatilkynningu
frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem
ofangreint orðalag var notað og í
vinnslu ritstjórnar var því haldið,
þótt annað orðalag hefði í raun gefið
réttari mynd af því hvaða aðili það
er, sem krefst þess að áðurnefndu
hlutfalli launa sé haldið eftir.
Boðið upp á ævin-
týraferðir á Langjökul
Grund, Skorradal.
HÓPUR manna með Kristleif Þorsteinsson, bónda á Húsafelli, í
broddi fylkingar, hafa endurvakið tæplega 20 ára gamalt félag,
Langjökul hf., og bjóða nú upp á
í um 1.400 metra hæð.
Undirbúningur hefur staðið síð-
ustu mánuði og þann 26. júní sl.
var haldinn aðalfundur félagsins,
kosin stjórn og starfsemi þar með
formlega farin af stað. Stjórnar-
menn voru kjörnir eftirtaldir:
Kristleifur Þorsteinsson, Húsa-
felli, Bergþór Kristleifsson, Húsa-
felli, Jón Kristleifsson, Húsafelli,
Jón Garðarsson, Reykjavík, og
Þórður Stefánsson, Arnheiðar-
stöðum.
Hlutafé félagsins var ákveðið
að yrði 6000.000 króna og hafa
nú þegar safnast rúmlega
4000.000 króna og eru hluthafar
margir, bæði einstaklingar og
sveitarfélög.
útsýnisferðir á Langjökul sem er
Aðalfundurinn, sem haldinn var
í félagsheimilinu Brúarási, var
mjög eftirminnilegur því að aflo-
knu sjórnarkjöri var gert fundar-
hlé og hluthöfum og gestum sem
fundinn sátu var boðið í ferð á
Langjökul.
Bækistöðvarnar við Langjökul
eru í um það bil 20 km fjarlægð
frá Húsafelli, farið að Kaldadals-
vegi yfir brú sem er á Geitá og
að jökulrótum. Vegurinn er fær
öllum bílum. Boðið er upp á vél-
sleðaferðir en til taks eru 8 vél-
sléðar ásamt sleða leiðsögumanns
sem ávallt mun leiðbeina gestum
á jöklinum, en þar er betra að
fara með gát því víða leynast
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Myndin er tekin í fundarhléi og sýnir stjórn og varastjórn Lang-
jökuls hf.
sprungur sem geta verið varasam-
ar. Þeir sem leigja sér vélsleða
geta mætt á staðinn í sparifötum
því með sleðunum fylgir allur
búnaður, kuldagalli, öryggis-
hjálmur, kuldaskór og vettlingar.
Einnig er hægt að kaupa sér far
með snjóbíl upp á jökul því hann
er þarna til taks og tekur 13 far-
þega. Skíði og snjóþotur eru einn-
ig til staðar ef gestir koma ekki
með það með sér. - D.P.
FRÁ ÞVÍ árið 1927 hafa verið starfrækt Alþjóðleg húsmæðra-
samtök, sem teygja anga sína til allra heimsálfa. Hér á landi er
nú stödd Yrsa Berner, forseti Evrópudeildar samtakanna, en
hún kemur frá Noregi. Tilefhi dvalar hennar hér er árlegt nám-
skeið Norræna húsmæðrasambandsins, sem Norðurlöndin halda
til skiptis. Meðlimir alþjóðasamtakanna, sem kallast ACWW (The
Associated Country Women of the World), eru um 9 milljónir.
Kvenfélagasamband íslands hefur verið aðili að samtökunum en
í því eru um 20 þúsund konur frá öllu landinu.
Kvenfélagasambönd á Norður-
löndunum hittast árlega á nám-
skeiði og í ár er það haMið á Lauga-
vatni. Steinunn V. Óskarsdóttir,
starfsmaður Kvenfélagasam-
bandsins, sagði að þetta námskeið
væri sambland af námskeiði og
fríi fýrir þátttakendur. Á því eru
rúmlega 100 konur frá Norður-
löndunum og er yfirskrift þess að
þessu sinni „Framtíð fjölskyldunn-
ar - hugmyndir tveggja kynslóða."
f A/
að hætti keisaranna
ísland ötuit
Innan ACWW
starfar nefnd
sem sér um sam-
skipti við Sam-
einuðu þjóðirnar
og áður en Yrsa
tók við starfi for-
_____________ seta Evrópu-
Yrsa Bemer ’ deildarinnar var
hún formaður
þeirrar nefndar. Hefur þessi nefnd
starfað mjög að málum þriðja
heimsins, sérstaklega í samvinnu
við Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna og einnig Menntamálastofn-
un Sameinuðu þjóðanna. Tvö stór
mál á vegum Sameinuðu þjóðanna
eru núna ofarlega á baugi hjá
ACWW að sögn Yrsa en þau eru
ár fjölskyldunnar á næsta ári og
kvennaráðstefna árið 1995 í Pek-
ing um konur, bæði á vegum Sam-
einuðu þjóðanna.
Yrsa sagði að Kvenfélagasam-
band íslands hefði starfað mjög
ötullega innan ACWW og væri
þýðingarmikið því íslenskar konur
hefðu sterka fulltrúa og mættu vel
á alþjóðlegar samkomur.
100 konur á námskeiði
SÁÁ mætir niðurskurði á rekstrarfé með lokun heimilis
Hvers vegna skyldu nú yfir 30 manns hafa tryggt sér
KÍNAFERÐ í september með HEIMSKLÚBBIINGÓLFS?
Svarið er einfalt:
KÍNAFERÐ HEIMSKLÚBBSINS BER AF, erfarin á besta
árstíma í Kína, en i lok október/nóvember er kominn vetur í
Norður-Kína og feröamannatímabilið liðið.
TRAUST ER LYKILORÐ í viðskiptum Heimsklúbbsins,
byggt á langri reynslu ingólfs Guðbrandssonar, kunnáttu í
öllu sem lýtur að ferðamálum, rómaðri smekkvísi og
gæðatilfinningu. Ferðin er farin undir leiðsögn hans sjálfs.
Til alls er vandað eins og best verður á kosið, hæfileg
blanda af skoðun, fræðslu og skemmtun og dvölin á bestu
hótelum Kína hreinn unaður. Samt er ferðin ódýrari pr. dag
en hversdagsferðir á miðlungshótelum.
Sjálf Kínadvölin stendur í nærri tvær vikur, þar sem skoðaðir |
eru allir frægustu staðir landsins og kennileiti. Henni lýkur í
höfuðborginni BEIJING á sjálfu GRAND HOTEL með
„keisaralegum" búnaði og þjónustu.
Aðrir viðkomustaðir eru:
GUANGZHOU, GUILIN, XIAN, SHANGHAI, HANGZHOU,
BEIJING. Auk þess eru 4 dagar í HONG KONG og 5 í
THAILANDI íferðalok.
Tryggið ykkur sæti núna í þessa einstöku
upplifun! Aðeins 6 sæti iaus.
Svona tækifæri kemur aðeins einu sinnil
Morgunblaðið/Bjami
Drengjakór frá Tennessee
UM SíÐUSTU helgi kom hingað til lands bandarískur drengjakór frá Chattanooga, Tennessee. Stúlknakór
Grensáskirkju tók á móti þeim hér á landi og að mati Margrétar Pálmadóttur kórstjóra var dvölin hér á landi
hápunkturinn á vel heppnaðri Evrópuferð drengjakórsins. Kórinn, sem í eru 42 drengir, héldu hér þrenna tón-
leika og á einum þeirra sungu þeir ásamt dönskum jafnöldrum sínum í ráðhúsi Reykjavíkur. Iþrótta- og tóm-
stundaráð skipulagði ennfremur siglingaferðir og útreiðartúra fyrir drengina sem héldu af landi brott á sunnu-
daginn var ánægðir eftir viðburðaríka tónleikaferð.
Aðaltilgangur samtakanna
sagði Yrsa Berner í samtali við
Morgunblaðið að væri að efla og
bæta hag kvenna og fjölskyldna
um allan heim. Um 75% af vinnu
samtakanna hefur hingað til beinst
að þróunarlöndunum að hennar
sögn. Eitt stærsta verkefni Evr-
ópudeildar samtakanna sagði Yrsa
vera að koma Austur-Evrópulönd-
um inn í samtökin en flest lönd í
Vestur-Evrópu eru aðilar.
N
H
F
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
AUSTURSTR&TI 17,4. hæi 101 REYKJAVÍK«SÍMI 620400-FAX 626564