Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 23 JpíirgmitMaMi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Ryðjum nýsköpun braut AFlateyri er nú unnið merkilegt tilrauna- og brautryðjendastarf við kúfisk- veiðar, vinnslu og markaðs- setningu, eins og kom fram hér í blaðinu sl. sunnudag. Þeir sem ryðja brautina fyrir aðra, þegar um nýsköpun í atvinnulífi er að ræða, vinna einatt vanþakklátt starf og takast á við íjölmörg vanda- mál, sem ekki er við að glíma í hefðbundnum atvinnugrein- um. Það hefur sjaldan verið brýnna en einmitt nú að brydda upp á nýjungum í at- vinnulifínu, sem gefa vonir um auknar útflutningstekjur okk- ar íslendinga. Við það eitt, að þorskafli landsmanna á næsta fiskveiðiári hefur verið ákveð- inn 165 þúsund tonn, verður hin brýna þörf enn ljósari. Það er Einar Oddur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri, sem í samvinnu við íslenskan skel- fisk hf. og Miðnes hf. stendur fyrir þessari tilraun. Forsvars- menn tilraunarinnar ætla sér tvö ár til þess að fullreyna hvort hér geti verið um arð- bæra útflutningsgrein að ræða. Þeir staðhæfa að þótt áður hafi verið gerðar tilraunir með kúfiskveiðar hér við land, hafi tilraunin aldrei verið gerð til enda. Þeir telja, að mikið hafi á vantað, að markaðsmál hafi verið rannsökuð til hlítar, sem hljóti þó að vera lykilat- riði, þegar um nýja útflutn- ingsgrein er að ræða. Það kemur jafnframt fram í máli Einars Odds Kristjáns- sonar og annarra talsmanna kúfiskveiðanna og vinnslunnar á Flateyri, að á því tæpa ári sem tilraunin hefur staðið, hafa þeir lagt í umtalsverða fjárfestingu og útgjöld, eitt- hvað yfir eitt hundrað milljónir króna. Þetta er auðvitað lofsvert framtak manna í einkarekstri í sjávarútvegi, sem sjá að það er lífsspursmál fyrir okkur ís- lendinga að hámarka þann arð sem við getum haft af fiski- miðunum umhverfis landið, án þess að ganga á höfuðstól framtíðarinnar. Um leið hlýtur þó að vakna sú spurning, hvort hægt sé að gera kröfu til þess, að einka- fyrirtæki í sjávarútvegi, sem líkast til hafa ekki mikla burði í því árferði sem nú er, standi ein undir þeim gífurlega kostn- aði sem fylgir því að kanna markaði erlendis fyrir sjávar- afurð sem kúfisk, vinna hluta þeirra markaða og tryggja markaðssetningu vörunnar til frambúðar. Hér er augljóslega um hags- munamál allrar þjóðarinnar að ræða. Þess vegna er eðlilegt að framtak sem þetta njóti stuðnings t.d. í formi framlaga til nýsköpunar og hagstæðra lána. Við þurfum að fá úr því skorið, hvort skelfiskveiðar og vinnsla eiga framtíð fyrir sér sem ný og öflug útflutnings- grein innan sjávarútvegsins. Skelfiskmiðin umhverfis landið eru enn sem komið er ónytjuð, að hörpuskel undan- skilinni. Einar Oddur orðaði það svo: „Okkur liggur lífið á við að finna fleiri útflutnings- greinar og nýta fleiri þætti úr þessari auðlind, sem er hafið.“ Eiríkur H. Sigurgeirsson sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Þótt við einbeitum okkur að kúfisknum nú, á meðan við erum að ná tökum á veiðum, vinnslu og markaði, þá hyggjumst við ekki láta þar við sitja. Við ætlum okkur að reyna að þróa í framtíðinni aðrar skelfiskveiðar, meðfram kúfiskveiðunum, sem eiga að gefa jafnmikið eða meira í aðra hönd.“ í því sambandi nefnir Eiríkur beitukóng, trjónukrabba og öðuskel. Forsvarsmenn kúfiskveiða og vinnslu á Flateyri horfa fram á veginn og hafa mikla trú á framtíð tilraunar þessar- ar. Líkast til veitir þeim ekki af bæði tröllatrú og bjartsýni, því úrtöluraddirnar eru margar og tiltrú manna á verkefnið ekki ýkja útbreidd. En slíkt mega þeir iðulega búa við sem brautina ryðja. í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar frá 27. júní sl. um að- gerðir til að mæta aflasam- drætti segir m.a.: „Mun ríkis- stjórnin m.a. auka framlag til rannsókna með sérstakri áherslu á nýsköpun. Einnig verður komið á vettvangi til umfjöllunar um nýjungar í at- vinnulífi og hvað gera þurfí til þess að nýjar atvinnugreinar geti vaxið og dafnað hér á landi.“ Verður ekki annað séð en það tilraunaverkefni sem nú er unnið á sviði kúfiskveiða, vinnslu og markaðssetningar falli að öllu leyti undir þessa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Útlit fyrir að 17.0001 þorskkvóti flytjist á næsta ár Reiknað með að kvóta- miHifærslan jafnist út og aflamark standist Afli krókaleyfisbáta mun bæta 16.000 tonnum við heildaraflann á yfirstandandi fiskveiðiári Þorskaflinn fiskveiðiárið 1992-93 Heildaraflamark 1992-93 205.000 tonn Kvóti geymdur frá fyrra fiskveiðiári +27.000 tonn Afli smábáta utan kvóta +16.000 tonn Afli sem ekki veiðist og er geymdur til næsta fiskveiðiárs -17.000 tonn Samtals Þorskafli 1992-93: 231.000 tonn Morgunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Fyrsta eintak glímusögu afhent FORSETI íslauds, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur við fyrsta ein- taki bókarinnar „Islensk glíma og glímumenn“ úr hendi höfundar og útgefanda, Kjartans Bergmanns Guðjónssonar. Bókarforsíða BÓKIN „íslensk glíma og glímu- menn“ segir sögu glímunnar frá landnámsöld. Hún greinir einn- ig frá glímuköppum, brögðum íþróttarinnar, glímumótum og þeim félögum sem hana stunda. Saga glímu á íslandi frá landnámsöld til vorra tíma Hefur verið draumur höfundar í yfír 50 ár ÚT ER komin í einu bindi saga glímu á íslandi frá landnáms- öld til vorra tíma. Hún er gefin út með forgöngu og á kostnað höfundar, Kjartans Bergmanns Guðjónssonar, sem nær alla sína ævi hefur helgað líf sitt glímunni, þjóðaríþrótt íslendinga. „Það hefur verið draumur minn í mjög langan tíma að sjá sögu ís- lenskrar glímu skráða. Sennilega eru yfir fimmtíu ár síðan ég hóf að halda saman ýmsum upplýsingum, sögum og leiftrandi frásögnum um íþróttina sem ég kynntist og lærði sjö ára gam- all.“ Gaf bókina út sjálfur Kjartan Bergmann sagðist í sam- tali við Morgunblaðið vera afskap- lega ánægður með að saga glím- unnar væri nú loksins komin út. „Nú eru liðin 25 ár síðan ég lagði það til sem fyrsti formaður Glímu- sambands íslands að samin yrði saga glímuíþróttarinnar og þá var sú tillaga var samþykkt samhljóða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og til allrar óhamingju þróuð- ust málin þannig að ekkert varð úr áformum sambandsins," sagði hann. „Það hefði verið viðeigandi að glímusambandið hefði haft for- göngu og umsjón með útgáfu bók- arinnar. En þar sem aldurinn hefur færst yfir mig taldi ég óhjákvæmi- legt að ég réðist í útgáfu sögunnar á eigin spýtur," sagði Kjartan sem um hálfrar aldar skeið hefur viðað að sér fjölbreyttu efni um glímu- íþróttina í störfum sínum sem glímukennari, framkvæmdastjóri Iþróttasambands íslands og for- maður Glímusambandsins. „Það má segja að ég hafi hreinlega ekki þor- að að bíða lengur og sitja á merkum upplýsingum og frásögnum,“ sagði hann ennfremur, en hann er nú orðinn 82 ára gamall. í bókinni, sem er 425 blaðsíður í stóru broti, er sögð saga glímunn- ar frá landnámsöld til vorra daga. Greint er frá uppruna íþróttarinnar í sérstökum kafla. Þá er í nokkrum köflum fjallað ítarlega um glírnu- búnað, glímubrögð, keppnisfyrir- komulag í íslenskri glímu og glímu- kennslu. Bókin varðveitir einnig frásagnir af frægum glímum og glímumótum en þar ber hæst um- fjöllun um Íslandsglímuna. Loks eru kaflar í bókinni tileinkaðir einstök- um glímufélögum og glímustarfi í einstökum landshlutum. Margir tugir mynda af einstökum glímuköppum, hópum og glímu- brögðum prýða bókina og fylgja frásögn. Liðlega eitt þúsund mannanöfn má ennfremur finna í bókinni. Víða umtalsverð- ar verðhækkanir GENGISFELLINGIN veldur fljótt verðhækkunum hér innanlands. Þannig hefur samgönguráðuneytið heimilað hækkun millilandafar- gjaida Flugleiða um 4% og olíufélögin munu væntanlega hækka bensín- verð í dag eða á morgun. Iljá sumum bílaumboðum hafa bílar nú þeg- ar hækkað, dæmi eru um að verð á byggingavörum hafi hækkað, auk þess sem verð á fleiri vörum er í þann mund að hækka ef það hefur ekki hækkað nú þegar. Flestir viðmælendur Morgunblað- isins töldu sig ekki geta tekið á sig gengislækkunina með minni álagn- ingu. Hún væri nú þegar í lágmarki og því væri ekki ósennilegt að almenn verðhækkun hjá þeim yrði um 7-8% vegna gengislækkunarinnar. Nýlegir bílar hækka líka Talið er að hækkun á nýjum bílum muni leiða til þess að einhver hækkun verði einnig á nýlegum bílum, eða bílum sem eru 1-3 ára gamlir. Að sögn Stefáns Sandholts, söiustjóra hjá Heklu, hefur sú verðhækkun ekki enn komið fram en hann býst við að hún geri það fljótlega. Toyota hefur hækkað verð á flest- um sínum tegundum vegna gengis- lækkunarinnar en þó hefur ódýrasta bíltegundin, Toyota Starlet, lækkað úr 939 þúsund í 894 þúsund. Er lækk- unin m.a. vegna þess að verðið er reiknað út frá eldra gengi og vegna tollabreytinga þann 1. júlí næstkom- andi, að sögn Finns Jansens hjá Toy- ota. BYKO hækkar Hjá BYKO fengust þær upplýs- ingar að gengislækkunin myndi leiða til hækkunar vöruverðs. Einhveijar vörur hafa þegar hækkað og von er á frekari hækkunum á næstunni þar sem mikið af vörunum eru innfluttar, að sögn Jóns Helga Guðmundssonar hjá BYKO. Hann sagðist búast við 7-8% verð- hækkunum, þó væru þær nokkuð mismunandi eftir myntum. „Síðastlið- ið haust töldu menn að það væri síð- asta gengisfellingin sem íslendingar myndu framkvæma. Við tókum hana á okkur, lækkuðum álagninguna og því fór hún ekki út í verðlagið. Þetta getum við því miður ekki gert aftur.“ Fargjöld hækka Samgönguráðuneytið samþykkti í gær beiðni Flugleiða um 4% hækkun á millilandaflugi. í vissum tilfellum verður verðinu eitthvað hnikað til og verðið verður lægra en sem nemur 4% hækkun, þó það sé almenna regl- an. Ferðaskrifstofan Úrval/Útsýn hef- ur hækkað verð á sólarlandaferðum almennt um 4,9-7,6% á helstu staði. Að sögn Harðar Gunnarssonar hefur verðhækkunin þó ekki haft áhrif á eftirspurn. Nokkrar verðbreytingar vegna gengislækkunarinnar j£P( BÍLAR W™8 — Verðið var kr. Verðið er nú kr. hækkar um kr. Toyota Corolla 1.144.000 1.229.000 85.000 Toyota 4Runner 2.865.000 3.079.000 214.000 Mitsubishi Colt 1.097.000 1.179.000 82.000 Mitsubishi Pajeno (sjálfsk.) 3.779.000 4.062.000 283.000 sem er 7,4% 7,5% 7,5% 7,5% FLUGFARSEÐLAR Keflavík - London (helgarapex) 28.020 29.140 1.120 4,0% Keflavík Kaupmannah. (Saga-class) 87.120 90.620 3.500 4,0% Sólarlandaferð hjá Úrval-Útsýn - til Maliorca 50.000 52.400 2.400 4,8% - til Portúgal 50.000 53.500 3.500 7,0% BYGGINGARVÓRUR Timbur, 1 metri (25 x 150 mm) 74,50 79,75 5,25 7,0% Óvíst að Kreditkort miði við nýtt gengi ATLI Örn Jónsson, aðstoðarframkvæindastjóri Kreditkorta hf., seg- ir að stjórn fyrirtækisins muni á fundi í vikunni ákveða við hvaða gengi úttektir á tímabilinu 18.-28. júní miðist. Fram kom í fjölmiðl- um í gær að Kreditkort hf. ætluðu að miða við gengi eftir gengis- fellingu, en Atli Örn sagði að ekki væri búið að útiloka að miðað yrði við eldra gengi. Hafnaframkvæmdir fyrir rúma 1,2 milljarða króna MIKLAR hafnaframkvæmdir verða víða um iand í ár. Áætlað er að ríkis- styrktar framkvæmdir við hafnir kosti tæpan milljarð króna og þar af mun ríkið borga rúmar 700 milljónir. Auk þess mun Reykjavíkurhöfn vinna fyrir um 240 miHjónir. Ríkið styrkir framkvæmdirnar mismun- andi mikið, en algengasta talan er þó 75% af kostnaði, að sögn Her- manns Guðjónssonar vita- og hafnamálastjóra. „Flestar framkvæmdirnar felast í því að endurbyggja mannvirki, sem eru úr sér gengin og lang- stærsti hluti þeirra er í því fólginn að bæta aðstöðuna fyrir fiskiskip- in,“ sagði hann. Morgunblaðið/J.G. Bryggjan endurbyggö RÚMUM 1.200 milljónum verður varið til hafnaframkvæmda til árs- loka í ár. Mikið af þeim framkvæmdum felst, í endurbyggingum bryggja. Faxabryggja við sementsverksmiðjuna á Akranesi, sem hér sést, er ein af þeim. ÚTLIT er fyrir að um 17.000 tonna þorskkvóti verði geymdur til næsta fiskveiðiárs samkvæmt heimild í lögum, að sögn Krisljáns Skarphéðinssonar, deildarsljóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Um 27.000 tonna kvóti var færður yfir á fiskveiðiárið, sem lýkur í haust, þannig að 10.000 tonn af kvótan- um, sem geymdur var, hafa veiðzt. Veiðar krókaleyfisbáta utan kvóta nema 15 - 16.000 tonnum að auki og allt útiit er því fyrir að þorsk- aflinn á fiskveiðiárinu verði 230.000 tonn, eða 25.000 tonnum umfram það heildaraflamark, sem ákveðið var í fyrra. Krislján segir að búizt sé við að heildaraflamark- ið 165.000 tonn á næsta fiskveiði- ári standist, þar sem millifærsla kvóta jafnist út og smábátum verði ekki leyft að auka við heildarafl- ann. Ef allur kvótinn, sem leyfilegt er að geyma til næsta fiskveiðiárs, verð- ur veiddur, verður heildarþorskaflinn ekki 165.000 tonn, eins og sjávarút- vegsráðherra hefur lagt til, heldur 182.000 tonn. Hins vegar segir Krist- ján að til lengri tíma litið hafi að jafn- aði 14 - 15.000 tonn verið geymd milli fiskveiðiára, þannig að kvótafærslan á milli ára ætti að jafnast út, að hans mati. Kristján segir að kvótatilfærslan yfir á yfirstandandi fiskveiðiár hafi verið óvenjumikil, einfaldlega vegna þess að kvóti síðasta fiskveiðiárs hafi verið of stór miðað við aflabrögðin og skipin ekki náð öllum þorskinum. Smábátaaflinn verði 13.000 tonn í stað 20.000 Smábátaveiðar og línuveiðar utan kvóta geta hins vegar sett heildarafl- ann úr skorðum. Á yfirstandandi fisk- veiðiári eru það einkum smábátaveið: amar, sem auka við heildaraflann. í reglugerð Þorsteins Pálssonar sjávar- Vesturland og Vestfirðir Á Vesturlandi verður framkvæmt fyrir um 90 milljónir í ár og eru stærstu verkefnin þar endurbygging Faxabryggju við sementsverksmiðj- una á Akranesi fyrir um 40 milljónir. Verður hún breikkuð og viðlegukant- urinn lagaður. Á Grundarfírði á að dýpka við gömlu bryggjuna til að lengja viðleguna. Á Vestfjörðum munu hafnafram- kvæmdir kosta um 140 milljónir og vega þar langþyngst tæplega 95 millj- ón króna lokaframkvæmdir við endur- byggingu brimbrjóts í Bolungarvík. Á Tálknafirði verður aðstaða fyrir smá- báta bætt fyrir rúmlega 10 milljónir króna í ár og á Bíldudal verður 16 útvegsráðherra er kveðið á um 155.000 tonna heildaraflamark fyrir þau skip og báta, sem nú eru í afla- markskerfinu, og 10.000 tonna afla- mark til viðbótar fyrir krókaleyfis- báta, í heild 165.000 tonn. Þessar tölur byggja á því að tillög- ur ráðherrans, um að setja alla smá- báta undir heildaraflamark og tak- marka línuveiðar utan kvóta, nái fram að ganga á þingi í haust. Gert er ráð fyrir að þannig komi 3.500 tonn af 155.000 tonna heildarkvótanum í hlut smábáta, sem fiska eftir aflamarki, og tæplega 10.000 til viðbótar í hlut krókaleyfisbáta, samtals um 13.000 tonn. Á fiskveiðiárinu, sem nú er að líða, veiddu smábátar á aflamarki hins vegar 4.500 tonn og krókaleyfisbátar hátt í 16.000, eða rúmlega 20.000 tonn. Munurinn á milli ára er 7.000 tonn. Miðað við núgildandi lög er helmingurinn af línuafla yfir vetrar- mánuði utan kvóta. Á yfirstandandi fiskveiðiári er gert ráð fyrir að línu- afli verði 30.000 tonn, en samkvæmt tillögum sjávarútvegsráðherra verður hann 25.000 tonn á næsta fiskveiðiári. Óbreytt kerfi skerði kvóta stærri skipa Breytingarnar á reglum um veiðar smábáta og um línuveiðar þýða því um 12.000 tonnum minni afla en í ár. Hins vegar hafa verið miklar deil- ur í stjómarliðinu um þessar tillögur milljónum króna varið til nýrrar 30 metra langrar bryggju fyrir smábáta. Á ísafirði verður 25 milljónum varið til þekju á hafnarbakka. Norðurland vestra Á Norðurlandi vestra verður um 160 milljónum króna aðallega varið til tveggja stórra hafnaframkvæmda. Önnur þeirra er nýr brimvarnargarð- ur á Blönduósi. Hann mun kosta um 115 milljónir, að sögn Hermanns og verður að öllum líkindum tilbúinn í ár. Á Sauðárkróki verður byggð 165 m stálþilshöfn fyrir 65 milljónir. Norðurland eystra Á Norðurlandi eystra er nýbúið að ganga frá myndun hafnasamlags, Þorsteins Pálssonar og ekki náðist samstaða milli stjómarflokkanna um að leggja fram frumvarp þessa efnis á þinginu í vor. Sjávarútvegsráðherra hyggst bregðast við þessu með því að minnka afla annarra, fái krókaleyf- isbátar og línubátar að halda sínu. Gangi breytingarnar ekki eftir, lítur sjávarútvegsráðherrann svo á að draga verði þessi 12.000 tonn frá 155.000 tonna heildaraflamarki stærri skipa og báta til þess að heildaraflinn fari ekki yfir 165.000 tonn. „Sú afla- aukning sem gert er ráð fyrir að smábátarnir fái miðað við núgildandi lög mun lúta þeim takmörkunum sem frumvarpið frá í vor gerði ráð fyrir. Ella þarf að koma til meiri skerðingar á aðra báta og togara," sagði Þor- steinn í Morgunblaðinu í gær. Opið kerfi skýtur skökku við Sigfús Schopka, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki verulegar áhyggjur af því að milli- færsla kvóta milli ára hækkaði heild- araflann, þar sem hún jafnaðist yfir- leitt út. Hins vegar væri „opið kerfi“ á veiðum smábáta og á línuveiðum yfir vetrarmánuðina meira áhyggju- efni. „Þetta er ekki lokað kvótakerfí. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig eigi að loka því, en það skýtur skökku við að kerfið sé opið í annan endann,“ sagði Sigfús. þannig að eitt félag mun framvegis reka hafnirnar á Olafsfirði, Dalvík og í Árskógshreppi. Á þessum höfnpm verður framkvæmt fyrir yfir 120 milljónir króna, mest á Olafsfirði, fyrir um 80 milljónir og fyrir um 35 milljónir á Árskógssandi. Á Ólafsfirði verður ný bryggja byggð í stað eldri, sem verður rifin og á Árskógssandi á að lengja viðlegukantinn um 70 m. í Grímsey verður byggð 40 m löng viðlegubryggja fyrir tæpar 20 milljón- ir inni í nýju bátahöfninni, sem var byggð fyrir um 3 árum. Á sumrin er þarna mikill fjöldi smábáta, að sögn Hermanns, en þessi viðlegubryggja á að bæta aðstöðuna fyrir þá, þar sem höfnin dugar rétt fyrir heimamenn. í Húsavík verður lokið við endurbygg- ingu hafnarinnar, sem fólst í því að bryggjan var breikkuð og höfnin dýpkuð. Kostnaðurinn við það í ár verður um 95 milljónir. Austurland Á Austurlandi verða hafnafram- kvæmdir fyrir um 130 milljónir króna. í Neskaupstað er verið að byggja nýja þryggju, sem kemur í stað eldri bryggju og mun það kosta um 28 milljónir. Á Eskifirði er verið að byggja nýja bryggju fyrir framan frystihúsið, en gamla bryggjan var nánast að hruni komin, að sögn Her- manns. Á Breiðdalsvík hefur ekki verið hægt að geyma stór fiskiskip í höfninni vegna of lítils skjóls. Að laga það mun kosta um 70 milljónir, en í ár verður keypt efni fyrir um 30 millj- ónir. Suðurland og Reykjanes Á Suðurlandi verður líklega fram- kvæmt fyrir um 40 milljónir. Her- mann sagði að áætlanir gerðu ráð fyrir sandfangara við Nýja hraunið í Vestmannaeyjum, en margt benti til þess að fyrst yrði hafist handa við nýjan farmskipakant í staðinn. Sú framkvæmd mun kosta um 70 millj- ónir en áætlanir gera ráð fyrir 30 milljóna króna ijárveitingu til Vest- mannaeyja. í Þorlákshöfn verður höfnin dýpkuð fyrir 10 milljónir. Á Reykjanesi er stærsta fram- kvæmdin við Eyjabakka í Grindavík, fyrir 55 milljónir af um 130 milljóna króna framkvæmd. Bryggjan sem er þar fyrir og var byggð eftir gosið í Vestmannaeyjum, að sögn Her- manns, var gerð í flýti og af nokkrum vanefnum. Hjá Hafnarfjarðarhöfn fengust þær upplýsingar að þekja verður steypt fyrir um 29 milljónir og einnig verðúr höfnin dýpkuð fyrir um 21 milljón. í Kópavogi verður um 6 til 8 milljónum kostað til Norðurgarðs að sögn Sigurðar Geirdal, hafnar- og bæjarstjóra í Kópavogi. Gatnagerð við höfnina i Kópavogi mun kosta allt að 20 milljónum. Framkvæmdir við Kópavogshöfn eru ekki ríkis- styrktar. Reykjavík Hannes Valdimarsson, hafnastjóri í Reykjavík, sagði að þar mundi verða framkvæmt fyrir um 240 milljónir. 75 milljónir færu alls í Miðbakkann og 25 milijónir í dýpkun. Það efni, sem kæmi upp í dýpkuninni, yrði notað í Iandgerð í Sundahöfn, en land- gerðin mun kosta 40 milljónir, að sögn Hannesar. Fyrir utan þetta verð- ur um 100 milljónum varið í viðhald húsa og bryggja. Atli Örn. Jónsson sagði að við útreikning á erlendum úttektum væri alltaf miðað við 17. hvers mán- aðar, en að nú væri í athugun að breyta því ef til vill. Visa tekur væntanlega á sig gengismun Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Visa, sagði að í síð- ustu gengisfellingu hefðu allar út- tektir verið skrifaðar fram að geng- isbreytingu á hinu eldra gengi. Hann sagði að líklegt væri að sami háttur yrði hafður á nú en það yrði þó ekki staðfest fyrr en á stjórnarfundi á morgun, fimmtudag. Allar færslur Visa frá 18.-28. júní miðast því væntanlega við gengi líkt og það var sl. föstudag, eða rúmlega 66 krónur á dollar. Að sögn Einars voru erlendar úttektir á þessu tíma- bili um 2 milljónir dollara eða um 150 milljónir króna miðað við eldra gengi. Þetta þýðir að Visa tekur á sig rúmlega 11 milljóna króna geng- ismun vegna gengislækkunarinnar ef stjórnin ákveður svo. Það feluc ekki endilega í sér að Visa tapi þess- ari upphæð á gengislækkuninni þar sem fyrirtækið var að hluta til búið að greiða erlendar úttektir á tímabil- inu 18.-28. júní til þeirra sem sent höfðu inn nótur. Það gildir einnig hjá Kreditkort- um að nokkuð mismunandi er hvort fyrirtækið greiddi erlendar úttektir á tímabilinu 18.-28. júní fyrir geng- isfellingu eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.