Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 27 Safnaþankar úr Stokkhólmi eftir Nönnu Hermansson Bruni báta Þjóðminjasafns íslands er missir úr menningarsögu. Að báta- skýlinu var ekki nægilega vel búið, þó að menn hafi unnið að sjóminja- safni í hálfa öld. Ragnhildur Vigfús- dóttir bendir í grein sinni í Morgun- blaðinu 30. apríl á hve mörgu sé ábótavant á söfnunum og að þau hafi aldrei orðið forgangsverkefni stjórnvalda. Af hverju ekki? — Ég hef oft velt því fyrir mér. Þegar Sigurður málari vakti máls á stofnun fornminjasafns urðu við- brögð snör og safnið var stofnað 1863. Ein ástæða þess var sú að senda átti nýfundnar fornminjar til Hafnar. Varla er það tilviljun að forn- minjaiög voru sett 1907 á tíma bar- áttu um sambandið við Danmörku. Nýja safnahúsið tengdist lýðveldis- stofnun 1944, en sýningar Þjóð- minjasafns voru opnaðar 1952. A þeim tíma voru menn að losa sig við torfbæina og varð Mark Watson fyrstur til að vekja máls á varðveislu Glaumbæjar. Gestsaugað sá gersemi hversdagsleikans og fyrsta byggðasafnið myndaðist. í Reykjavík var það Lárus Sigur- bjömsson sem bjargaði húsum úr Kvosinni með stofnun Árbæjarsafns. í mínu starfí þar kynntist ég byggða- söfnunum og áhuganum að baki þeim. Skilningur stjómmálamanna sýndist oft lítill, en fornleifar mættu mun meiri áhuga. Landnámsleifar við Aðalstræti voru taldar mun merk- ari en það sem eftir var af húsum Innréttinganna. Hvað þá um Fjala- köttinn, Aðaistræti 8, vitnisburð umbrotatíma 19. aldar? Bernhöfts- torfunni var bjargað, en mér er minn- isstæð heift leigubílstjóra í hennar garð. „Danskar fúaspýtur," sagði hann um stærsta fyrirtækið sem áður gaf brauð í fleiri merkingum. Sagan er í hugum margra öll í sauðalitum. Gersemar kirknanna sem til em í Þjóðminjasafni rúmast þar ekki, né tískuklæði heldri kvenna fyrri alda. Mín var ánægjan að kynn- ast söðuláklæðum 19. aldar í Árbæj- arsafni og horfa inn í litsterkan heim þar rósir dafna og jafnvel hirtir spranga eins og á miðaldadúkum meginlandsins. Söðuláklæði var eign konu þótt hún ætti hvorki söðul né hest og gat hún breitt það á rúmið í sjálfu sér litlausri baðstofu. Þar gat þó verið tréskurðarlist, stundum í sterkum litum, eins og söðuláklæðin forn, þjóðleg og einstök. Þetta nefni ég til að benda á auð sem víða er til í söfnunum ef að er gáð. Munimir tengjast málinu, þjóð- háttum, örnefnum, sögu einstakl- inga, byggðar og þjóðar og í þeim vefi er hægt að horfa á þá og hugsa sitt. Söguáhugi er nú mikill í Svíþjóð, þar sem mörg söfn eiga rætur að rekja til áranna upp úr 1860 og eru tengd átthagafélögum. Mikil um- ræða hefur verið um hvernig kenna eigi sögu í skólunum og um fjölda stunda. Þá hafa bækur eins og t.d. um bardagann við Poltava 1712 fengið metsölu og alls konar ævisög- ur orðið vinsælar í útgáfu, sem ekki var lengi vel. Hin stóru söfn Statens historiska museum og Nordiska museet hafa gert átak: „Den svenska historien“. Þau taka fyrir úrval atburða úr sögu Svíþjóðar og sýna muni í nýjum bún- ingi með aðstoð leiktjalda, ljóss og hljóma og jafnvel leikara. Sýningin var opnuð í marsmánuði og var vel tekið bæði af fjölmiðlum og almenn- ingi. Átakið nær um allt land, léns- söfnin fjalla flest um sögu sins hér- aðs og þau á Skáni sýna tengsl lands- hlutans við Danaveldi fram til 1658. í Bohusléni er fjallað um Noreg. í Suðurmannalandi, þar sem ég bý, er athygli vakin á konungnum Karli IX, sem þaðan stjórnaði ríkinu. Þar brunnu varðeldar víða, (gömul miðl- unartækni), þegar sýningin var opn- uð, og stóðu átthagafélögin fyrir því. Þau fylgja „Den svenska histori- en“ með námshringjum, menningar- sögulegum ferðum og allskonar uppákomum... Oft hefur verið sagt að söfnin, eins og sagan, séu tekin fram þegar þörf er á. Nú er oft rætt um slæmar afleiðingar þjóðernisstefnu, en um leið um þörfina á að brýna þjóðar- stolt eða vitund um einkenni eigin héraðs þegar Efnahagsbandalagið er ógn sumra, en von annarra. Orðið Nanna Hermansson „Heima er almennur áhugi á sögu og landi, máli og þjóðháttum. Það lægi beint við að söfnin yrði betur notuð á tímum efnahags- kreppu og óöryggis en á uppgangstímum.“ „identitet" er þar oft nefnt. Sagan er í stóru söfnunum bæði stakir at- burðir, valdabarátta og víðari menn- ingarsaga, eign allra, einnig nýbúa. Alla vega er vakin umræða, umhugs- un og forvitni, menn streyma að. Gaman er að spurningunum i sýn- ingu borgarminjasafnsins um 18. öldina. Þar er mikill fjársjóður úr silfri, grafinn í gólf um 1743, fund- inn 1937 og menn undrast að engu hafi verið hægt að treysta þá. í því sama húsi bjó Hannes Finnsson, síð- ar biskup, 1772 og lýsir hann í Stokk- hólmsrellu m.a. spamaði ríkisins. Áður voru þeir þrír að rannsaka fom- sögur, en nú er aðeins einn og hann á lægri launum. Þá var rifist um styrki ríkis til innréttinga, fyrirtæki hrundu og konungur stofnaði hluta- veltu til að bjarga ríkissjóðnum. Margt hljómar eins og úr daglegum fréttum okkar. í fræðsluhlutverkinu liggur að vekja hugsun um hvað gerist, hvað gerist nú og hvemig getur orðið. Söfn og sýningar eru andsvar við sveiflum þjóðfélagsins og nú eru stofnuð æ fleiri söfn. Þeg- ar íþróttafélögin eru farin að þjást af áhugaleysi er opnað íþróttasafn í Stokkhólmi. Um það gildir eins og önnur söfn að aðgangseyrir stendur ekki undir rekstri. Það gerist ekki einu sinni í Vasasafninu, þar sem yfir milljón gestir koma árlega til að dást að þessu heimsfræga skipi frá 1628. Samstaða er í Svíþjóð um að veija almannafé í söfnin, þó ekki hve miklu. Heildarstefna safna og forn- minjavörslu ríkisins var samin 1974 og vill menntamálaráðherra á næsta ári fá að vita hvemig til hefur tek- ist. Úttektin á að vera grundvöllur að stefnu næstu ára. Yfir söfnin dynja hagræðingartillögur og niður- skurður eins og á öðrum stofnunum. Þó er skýrt í Stokkhólmi að ef borg- in á að vera menningarhöfuðstaður Evrópu 1998 þá verði söfnin að eiga stóran þátt í því. Heima er almennur áhugi á sögu og landi, máli og þjóðháttum. Það lægi beint við að söfnin yrði betur notuð á tímum efnahagskreppu og óöryggis en á uppgangstímum þegar allir beijast við að bæta sinn hag. Um allt land' eru stórkostleg söfn muna frá ýmsum sviðum þjóðlífsins og fleiri menningarsöguleg söfn eru í þéttbýlinu. Af hveiju skortir Þjóð- minjasafn yfirlitssýningar? Mér er hugsað til Kjarvalsstaða 1974 þar sem þróunarsýningin vakti verð- skuldaða athygli. Það lægi beint við að tengja sögusýningar Þjóðminja- safns þekkingu Náttúrufræðisafns. Nú má segja að það sé auðvelt að sitja hér úti og hugsa um hvað mætti gera heima. Sjálf er ég þakk- lát fyrir að fá bráðum tækifæri til að sýna hópi úr vinafélagi borgar- minjasafnsins, Safnfundet S:t Erik, eitthvað af þeim gersemum sem dylj- ast í sýningum íslenskra safna. Höfundur er borgarminjavöröur í Stokkhólmi og var 1974 - 84 borgarminjavörður í Rcykjavík Fjórðungsmótið á Vindheimamelum Fjölbreytt dagskrá í fimm daga ____Hestar , Valdimar Kristinsson í hestaþætti í gær var sagt frá fjórðungsmótinu á Vindheima- melum sem hefst í dag en vegna plássleysis reyndist ekki unnt að birta dagskrá mótsins en hún er sem hér segir: Miðvikudagur 30. júní. Kl. 13: Byggingadómar kynbóta- hrossa. Fimmtudagur 1. júlí. Kl. 9: Byggingadómar kynbóta- hrossa. Kl. 9: B.fl. gæðinga, dómar. Kl. 10: Yngri flokkur unglinga, dómar. Kl. 12-13: Matarhlé. Kl. 13: Hæfileikadómar kyn- bótahrossa. Kl. 13: B.fl. gæðinga, dómar, frh. Yngri fl. unglinga, dómar frh. Föstudagur 2. júlí. K1 9: Hæfileikadómar kynbóta- hrossa. Kl. 9: A.fl. gæðinga, dómar. Kl. 10: Eldri flokkur unglinga, dómar. Kl. 12-13: Matarhlé. Kl. 13-15: Hæfileikadómar kyn- bótahrossa frh. A.fl. gæðinga, dómar frh. Eldri fl. unglinga, dóm- ar frh. Kl. 15.30-16: Kaffihlé. Kl. 16-18: Töltkeppni, forkeppni. Kl. 18-20: Hlé. Kl. 20-22: Ræktunarbú. Kl. 23-3: Dansleikur. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Laugardagur 3. júlí: Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Olil Amble verður meðal þátttakenda í nýrri grein sem reynd verður á mótinu og kallast gæðinga- íþróttir. Mætir hún með Sörla frá Skjólbrekku sem stóð efstur A-flokksgæðinga á fjórðungsmótinu á Kaldármelum í fyrra. Kl. 10-12: Kynbótahross, kynn- ing. Dómar opnir. Kl. 12-13: Matarhlé. Kl. 13-15: Kynbótahross, kynn- ing, dómar opnir. Kl. 15.30-16: Kaffihlé. Kl. 16-18: Skeið, úrslit. Verð- launaafhending.' Kl. 18-19.30: Hlé. KI. 19.30-20.30: Tölt, úrslit. Kl. 20.30-22: Gæðingaíþróttir, kynning. Kl. 23-3: Dansleikur. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Sunnudagur 4. júlí. Kl. 10.30-11.45: Hópreið. Ávörp gesta. 11.45-12.30: Matarhlé. 12.30-14.30: Kynbótasýning. Úrval: 5 efstu hryssur. 3 efstu hestar. Afkvæmahross. Kl. 14.30-15: Yngri flokkur unglinga, úrslit. Kl. 15-15.30: Kaffihlé. Kl. 15.30-16.15: B.fl. gæðinga, úrslit. Kl. 16.15-17: Eldri flokkur ungl- inga, úrslit. Kl. 17-18: A.fl. gæðinga, úrslit. Kl. 18: Mótsslit. BIFHEIÐAR & LANDBÚNABARVÉLAR HF. Suðurlandsbraut 14, s. 681200, beinn s. 814060. Toyota Camry GLi 2000, árg. '87, sjólfsk., 4 d.t grásans, ek. 108 þús. Verð 760 þús. Hyundai Elantru 1600, árg. '92, 6 g., 4 d., grásans, ek. 20 þús. Verð 960 þús. MMC Colt GLX 1500, árg. '85, sjálfsk., 3 d., hvítur, ek. 68 þús. Verð 320 þús. Hyundai Excel 1500, árg. '88. 5 g., 4 d., rauöur, ek. 74 þús. Verð 460 þús. Daihatsu Feroza, árg. '90, 5 g., rauður/grár, ek. 44 þús. Verð 930 þús. MMC Lancer 1500, árg. '90, sjálfsk., 5 d., hvítur, ek. 33 þús. Verð 870 þús. MMC Lancer GLX 1500, árg. '88, g., 4 d., hvítur, ek. 90 þús. Verð 520 þús. 5 g., 4 d., hvitur, ek. 14 þús. Verð 570 þús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.