Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 l« lk í fréttum Morgunblaðið/Ásdís Rósa Baldursdóttir KNATTSPYRNA Þróttarar snoðuðu þjálfarann Peyjamótið í knattspymu fór fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og heppnaðist mjög vel, þótt veðurguðimir hafi ekki verið í sínu bezta skapi. Þróttarar úr Reykjavík urðu mjög sigursælir á mótinu því þeir unnu gull í innanhússkeppninni og í keppni B-liða og silfur í keppni A-liða. Að auki áttu þeir þijá drengi i „landsliðinu“ og til að kóróna frammistöðuna var Þróttarinn Sigmundur Kristjánsson valinn leikmaður mótsins. Þjálfari drengjanna er Logi Úlfljótsson og fyrir keppnina, lagði hann hár sitt að veði ef Þróttur ynni til gullverðlauna. Og þegar liðið kom til Reykjavíkur á mánudaginn var gengið snar- lega til verks og Logi snoðaður. Reuter STWORNUR Leikarinn Emilio Estevez í nýrri kvikmynd Bandaríski kvikmyndaleikarinn Emilio Estevez kemur hér til fmmsýn- ingar á kvikmyndinni „Sleepless in Seattle“ ásamt eiginkonu sinni söngvaranum Paula Abdul. Myndin af þeim hjónum var tekin í Los Angel- es, en myndin var fmmsýnd í Bandaríkjunum og Kanada 23. júní sl. ISLANDSVINUR Georgíumaðurínn kominn aftur til Georgíu Grígol Matsjavariani, eða Ge- orgíumaðurinn svokallaði, sem dvaldi á íslandi síðasta vetur við íslenskunám, er nú kominn heim til Tbilisi í Georgíu á ný. Matsjavariani vakti athygli er bréf frá honum birtist í Morgunblaðinu þar sem fram kom að hann hafði lært íslensku af sjálfsdáðum og hafði hug á að komast í samband við íslendinga. Var honum í kjöl- farið boðið hingað til lands af ís- lenskum stjórnvöldum og gefínn kostur á að sökkva sér ofan í ís- lenskunám og þýðingar. Matsjvariani sagði að fyrsta verkefni hans í Georgíu yrði að prenta bók sem hann hefði verið að þýða. „Um er að ræða fímm íslenskar sögur og Islendingabók. Ég er mjög þakklátur bæði Ólafi Halldórssyni í Árnastofnun og Gísla Sigurðssyni, sem hjálpuðu mér að þýða bæði íslendingabók og Grænlendingasögu. Ég er kom- inn með útgefanda í Georgíu og hjá íslenska menntamálaráðuneyt- inu fékk ég eyðublað þannig að þýðingasjóður á íslandi geti að- stoðað útgefandann með styrk,“ sagði Matsjavariani við Morgun- blaðið. Hann sagði að fyrst yrði þó að myndskreyta bókina og hefði hann farið frá Islandi með ótal bækur þar sem væri að finna myndir af íslenskum búningum, fomíslensk- um húsum, minjagripum og öðru þess háttar. Starfar að þýðingum „Það var erfitt að þýða þessar bækur. Allra erfíðast var að þýða íslendingabók. Málið og efnið var mjög flókið. Ég held þó að það verði áhugi á þessum bókum í Georgíu. Njála er til dæmis þegar fáanleg og langflestir vita af ís- lendingasögunum. Útgefandi minn sagði eitt sinn að þær væru aufúsugestir hjá öllum georgísk- um útgefendum. Ég er einnig búinn að þýða forngeorgískt ritverk yfír á ís- lensku með aðstoð Pjeturs Haf- steins Lárussonar. Hann er þýð- andi og skáld. Ég grófþýddi og hann fínpússaði. Bókin kemur kannski út í haust eða um næstu jól. íslendingar og Georgíumenn eru þar með að kynnast smám saman. Um er áð ræða lítið rit- verk, gersemi georgískra bók- mennta líkt og Islendingabók á íslandi. Ritið er nauðsynleg náms- grein í skólum, þetta er söguleg heimild frá fimmtu öld, eins konar pfslarvættasaga. “ Matsjavariani sagði að vissu- lega hefði verið gott að fara aftur til Georgíu. Hann hefði verið far- inn að sakna dóttur sinnar og for- eldra. Hann bjóst þó við að sakna íslands fljótlega og helst vildi hann geta komið reglulega til landsins. „Kannski kom það mér mest á óvart varðandi íslendinga hversu miklir „þjóðvinir" þeir eru. Þeir spyija alltaf um ísland og á götun- um og kaffihúsunum heyrast bara umræður um Island og Islendinga. Það er mjög lofsamlegt. Það er líka eitt af sérkennum íslendinga að ég hef aldrei séð montinn mann eða drýgindalegan. Enginn remb- ist við að gera sig breiðan. Það er ny'ög auðvelt að hafa samskipti við Islendinga án einhveijar upp- gerðar." Langar að koma aftur Hann sagðist vonast til að geta komið aftur til íslands á fyrri hluta næsta árs en það væri ekki undir honum einum komið. Að minnsta kosti kæmi hann þegar búið væri að prenta bókina. Irma, eiginkona Grígols, dvald- ist með honum hér á landi og hóf nám í Háskólanum í íslensku fyrir útlendinga skömmu eftir að þau komu. Sagði Grígol að hún skildi nú íslenskuna og gæti talað hana mun betur en áður. „Það er orðið mjög hættulegt að tala um leynd- armál fyrir framan hana á ís- lensku,“ sagði Grígol og bætir síð- an við: „Má ég misnota vináttu ykkkar? Er mögulegt að birta pínulitla auglýsingu í Morgunblað- inu. Ef einhver íslendingur eða jafnvel hópur kemur til Georgíu og ef þeir eða hann lenda í ein- hveijum vanda eða misskilningur kemur upp þá mega þeir snúa sér strax til mín. Eða þá bara heim- sækja mig og rabba saman á ís- lensku." Heimilisfang Grígols og Irmu er Kostava-stræti nr. 32, inngangur 1, íbúð númer 1, Tbil- isi, Georgíu. Sími þeirra er (88 32) 36 38 51. Hann sagðist að lokum vilja þakka öllum Islendingum fyrir auðsýnda gestrisni og vináttu og óska þeim alls góðs.' Grígol Matsjavariani og Irma Oboladze,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.