Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
Herning tríó
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Herning Stadstrio frá Dan-
mörku hélt tónleika í Norræna
húsinu sl. mánudag en tríó þetta
er hér á ferðinni í tengslum við
vinabæjamót Siglufjarðarkaup-
staðar og Herning-bæjar á Jót-
landi. Á efnisskránni voru verk
eftir Vagn Holmboe, Mozart, Gin-
astera og Beethoven.
Tónleikarnir hófust á Triói op.
64 eftir Holmboe (1909) og er það
í þremur þáttum. Holmboe er einn
þeirra tónskálda, sem leituðu eftir
því að tengja saman gamalt og
nýtt, sem þýðir í raun, að hann
felur það gamla með nýtískulegri
útfærslu og dregur úr skerpu þess
nýja með því að útfæra það á
hefðbundinn máta. Þar með verð-
ur tríóið ósannfærandi, þrátt fyrir
að á margan hátt sé vel að verki
staðið. Þetta afstöðuleysi kemur
einnig fram í því að oftlega hleður
hann of miklu efni saman, eins
og til að fela eða hylja sjálft inni-
haldið. Verkið var þokkalega leik-
ið af Hans Bo Hansen á píanó,
Jens Astrup á fiðlu og Hanne Höy
Houengaard á selló.
Fiðlusónata í G-dúr K. 301 eft-
ir Mozart var sömuleiðis leikin af
þokka og Panpeana nr. 2 eftir
Ginastera, skemmtileg rapsódía
fyrir selló og píanó, var á köflum
vel leikin. Tónleikunum lauk með
Erkihertogatríóinu eftir Beethov-
en og þrátt fyrir að það væri nokk-
ur músíkalskur þokki yfir leik
Herning Stadstrio, voru þrír þætt-
ir verksins allt of hægt leiknir,
svo í þá vantaði skerpu og leik-
gleði, t.d. í scherzo-þáttinn. And-
ante-kaflinn var leikinn af þokka
og ásamt tríóinu eftir Holmboe
það sem var best flutt.
GCD/ Svefnvana
Aðg'eng'ilegl alþýðurokk
Hljómplötur
Sveinn Guðjónsson
Þeir láta ekki deigan síga pilt-
arnir í hljómsveitinni GCD eða á
maður kannski frekar að segja
„gömlu mennirnir“, því sumir Iiðs-
manna sveitarinnar eru víst komn-
ir af léttasta skeiði ef miðað er
við meðalaldur í popp-bransanum.
En hveiju skiptir aldurinn, ef
menn eru með rokkið í hjartanu?
Rúnar Júlíusson er til dæmis ein-
hver magnaðasti rokkari í saman-
lagðri íslandssögunni og fer síst
versnandi með árunum. Bubbi er
enn á hátindi glæsilegs ferils síns
og ekki síðri rokkari en Rúnar
þegar sá gállinn er á honum, en
saman mynda þeir svipmestu
sviðsþjarka sem nú ganga lausir
í íslenskum samkomuhúsum. Þeir
hafa nú sent frá sér plötuna
„Svefnvana", ásamt þeim Berg-
þóri Morthens gítarleikara og
Gunnlaugi Briem trommara undir
nafni GCD, eins og hér um árið,
en að mínu mati er þessi plata
betur heppnuð en sú fyrri þegar
á heildina er litið.
Þegar ég skrifaði um fyrri plöt-
una lét ég þess getið að hún væri
„þrælstolin en jafnframt stór-
skemmtileg". Svefnvana er líka
skemmtileg plata og hún hefur
það fram yfír hina að mun erfíð-
ara er að rekja lögin til ákveðinna
fyrirmynda þótt takturinn,
hljómasetning og ásláttur séu í
svipuðum skorðum og forðum.
Gætir þar sem fyrr áhrifa frá
Creedence Clearwater Revival og
fleiri sveita á svipaðri línu þar sem
byggt er á einföldu og taktföstu
rokki. Þessi uppbygging gerir það
að verkum að lögin eiga greiðan
aðgang að venjulegu fólki og text-
arnir eru einnig grípandi og auð-
lærðir. Hins vegar liggur tónlist
sem þessi vel við höggi ef lögð er
á hana mælistika „framsækinnar
og þróaðrar“ rokktónlistar því hér
ræður einfaldleikinn ríkjum eins
og áður segir og fátt sem kemur
á óvart. I rauninni eru þetta af-
skaplega „naive“ tónsmíðar (svo
maður bregði nú fyrir sig fagmál-
inu) og sum lögin jaðra við að
vera dálítið hallærisleg fyrir sakir
barnslegrar einlægni í tónum og
textagerð. En tilgangurinn helgar
meðalið og vísast hefur það aldrei
vakað fyrir þeim GCD-mönnum
að búa til framsækið rokktónlist-
arverk fyrir fáa útvalda. Þeim
hafa hins vegar náð því markmiði
sínu að búa til aðgengilega dæg-
urtónlist fyrir alþýðu manna og
gildir þá einu hvort það er hús-
móðir í Vesturbænum eða togaraj-
axl á Halamiðum sem leggur við
hlustir.
Á plötunni eru tólf lög og eru
allir liðsmenn GCD skráðir höf-
undar laga og texta. Sum laganna
bera þó greinilegt svipmót af tón-
smíðum Bubba Morthens og það
er með þau, eins og svo mörg
önnur lög Bubba, að þau eru lík-
leg til að lifa áfram í hugum fólks
löngu eftir að platan hættir að
seljast. Það fylgir þeim einhver
sjarmi sem er samofínn persónu
Bubba og erfítt er að skilgreina
nánar. En það er einmitt þessi
sjarmi sem veldur því að Bubbi á
auðveldara með að ná eyrum fólks
en flestir aðrir íslenskir dægurtón-
listarmenn.
Djasshátíðin í Þórshöfn
Islenskur djass 1 framlínu
DJASSHATIÐIN í Þórshöfn í
Færeyjum verður haldin um
miðjan ágúst, og verður íslensk-
um djassi gefinn sérstakur gaum-
ur. Hátíðin hefst föstudaginn 16.
ágúst og lýkur 21. ágúst. Þetta
er tíunda sumarið sem hún er
haldin.
Þeir sem koma fram á hátíðinni
frá íslandi eru m.a. Kvartett Tóm-
asar R. Einarssonar, KK-bandið,
Sjón og James Olsen, sem er fær-
eyskur blússöngvari og býr á ís-
landi. Aðrir gestir eru m.a. vísna-
söngvararnir Bjorn Afzelius og
Michael Wiehe frá Svíþjóð, en þeir
koma saman eftir margra ára hlé,
The Blues Brothers frá Danmörku,
The Danish Radio Bigband frá
Danmörku, Arild Andersen Group
frá Noregi, Dr. Dingo frá Svíþjóð,
auk færeyskra djasskvartetta.
Hátíðin fer fram í Norðurlanda-
húsinu í Færeyjum, auk þess sem
haldnir verða útvarpstónleikar í
samvinnu við Utvarp Færeyja, en
dagana 17., 18. og 19. ágúst verða
haldnir djasstónleikar í útvarpshöll- I
inni og mun ein hljómsveit frá 1
hveiju landi spila þar. Verður þeim
útvarpað til allra Norðurlandanna. k
Einnig verður starfræktur jassklúb- '
bur í tengslum við hátíðina á Hótel
Færeyjum. |
Sumartónleikar á Norðurlandi 1993
Einleikur á trompet og orgel
ÖNNUR tónleikaröð Sumartón-
leika á Norðurlandi verður
haldin helgina 8.-11. júlí. Það
eru trompetleikararnir Ásgeir
H. Steingrímsson og Eiríkur
Örn Pálsson ásamt orgelleikar-
anum Antoniu Hevesi sem ætla
að leika í Dalvíkurkirkju í dag,
fimmtudaginn 8. júlí, kl. 20.30,
á morgun, föstudaginn 9. júlí,
kl. 20.30 í Húsavíkurkirkju og
sunnudaginn 11. júlí kl. 17 í
Akureyrarkirkju.
Á efnisskrá verða m.a. verk
eftir Stravinski, Pezecl, Scarlatti,
Boélmann, Fleury, Bach, Vivaldi
og Hovhaness.
Ásgeir Hermann Steingrímsson
fæddist á Húsavík 1957 og hóf
þar tónlistarnám. Hann lauk ein-
leikaraprófí frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík 1979 og stundaði síðan
framhaldsnám í New York. Frá
árinu 1985 hefur hann verið fast-
ráðinn trompetleikari við Sinfóníu-
hljómsveit Islands. Hann kennir
við Tónlistarskóla FÍH, Tónlistar-
skólann í Reykjavík og Tónlistar-
skóla Keflavíkur og er í stjórn
Félags íslenskra hljóðfæraleikara.
Eiríkur Öm Pálsson hóf tónlist-
arnám hjá Páli P. Pálssyni. Síðar
lærði hann við Tónlistarskólann í
Reykjavík og fór í framhaldsnám
til Boston og nam við Berklee
College of Music. Hann hefur m.a.
leikið með Caput-hópnum,_ Hljóm-
sveit íslensku óperunnar, íslensku
hljómsveitinni og Sinfóníuhljóm-
sveit íslands.
Antonia Hevesi orgelleikari er
fædd í Tapolca í Ungveijalandi.
Hún stundaði tónlistarnám í Pc’cs
og síðar í Ferenc LiSzt-tónlistar-
akademíunni í Búdapest. Þaðan lá
leiðin til Austurríkis þar sem hún
stundaði nám í Graz hjá prófessor
Otto Bruckner. Sem stendur starf-
ar hún sem organisti og kennari
á Siglufirði. Hún hefur haldið tón-
leika í Austurríki og Svíþjóð og
nýverið lék hún með Kór Akur-
eyrarkirkju á Akureyri og á
Kirkjulistahátíð í Reykjavík.
Okeypis aðgangur er að sumar-
tónleikunum en tekið er við fijáls-
um framlögum til styrktar tónleik-
unum við kirkjudyr.
Verstöðin ísland ’
Alþjóðleg1 viðurkenning
HÖFUNDAR Verstöðvarinnar íslands; f.v. Erlendur Sveinsson, Sig-
urður Sverrir Pálsson og Þórarinn Guðnason.
Afmælissýning Norræna hússins
f SÝNIN GARSÖLUM Norræna
hússins verður opnuð sýning
laugardaginn 10. júlí kl. 15 sem
nefnist „Galdur formsins“-
verk Alvars Aaltos. Nýskipaður
sendiherra Finnlands á íslandi,
Tom Söderman, flytur ávarp
við opnun sýningarinnar. Sýn-
ingin verður opin daglega kl.
13-19 og stendur út ágústmán-
uð.
Hér er um að ræða yfírgrips-
mikla sýningu á byggingarlist
Alvars Aaltos í formi ljósmynda
af verkum hans, en einng hafa
verið á sýningunni húsögn og
aðrir munir sem hann hannaði og
hafa borið nafn hans um allan
heim.
Það er Finlands Arkitektur-
museum í Helsingfors sem hefur
haft umsjón með sýningunni og
hefur stærsti hluti hennar farið
víða um Evrópu.
Pekka Helin, arkitekt hjá
safninu og hönnuður sýningar-
innar, kemur til landsins til að
setja sýninguna upp í Norræna
húsinu. Einnig kemur Timo
Keinánen listfræðingur og held-
ur hann fyrirlestur í fundarsal
Norræna hússins á laugardag
10. júlí kl. 16.30. Fyrirlesturinn
Qallar um Alvar Aalto og nefn-
ist „Fantasi och funktionalism.
Alvar Aalto som formgivare".
í sýningarskrá er eftirfarandi
m.a. skrifað um byggingarlist
Alvar Aaltos: „Aalti trúði á mátt
arkitektsins til að bæta umhverfið
á marktækan hátt.. Hann áleit,
að iðnvæðing í húsbyggingum
ætti að gerast með staðlaðri að-
lögun, þar sem byggingarverk
náttúrunnar væri fyrirmyndin.
Val Aaltos á efniviði fór eftir sál-
rænum áhrifum efnisins, áhrifum
þreifískynjunar, endingu og nátt-
úrulegri öldrun, mjúkum tilbrigð-
um ljóss á yfirborði.
Hann mótaði form og rými
út frá merkingarmiðum þeim,
sem marka byggingarlistinni
stað. Byggingar mætti ekki fjöl-
falda í endurtekningu sjálfra sín;
þær ættu að magnast stig af
stigi, í andstæðum og fjölbreyti-
leika í þemum margbreytilegra
áhrifa.
í list sinni hefur Aalto hið
venjulega og einfalda til vegs,
hátt yfir hversdagsleikann.
hlýtur verðlaun
FJÓRÐl hluti heimildarmyndar-
innar Verstöðvarinnar Islands
hlaut þriðju verðlaun á Banda-
rísku alþjóðlegu kvikmynda- og
myndbandahátíðinni sem haldin
var í Chicago í Bandaríkjunum
í byijun júnímánaðar. Hátiðin,
sem haldin var í 26. skiptið, er
ein sú stærsta sinnar tegundar í
heiminum.
Engin gullverðlaun voru veitt í
þeim flokki sem myndin keppti í,
er tengist haffræði og fískveiðum,
en fjórði hluti Verstöðvarinnar Is-
lands rekur ár í nútímaútgerð í
Vestmannaeyjum. Viðurkenningin
sem myndinni hlotnaðist eru heið-
ursverðlaun, og segir í greinargerð
frá hátíðinni að þau tjái það álit
dómnefndar að myndin hafí skarað
fram úr öðrum þeim myndum er
kepptu í flokknum, að silfurverð-
launahafanum undanskildum. I
samtali við Morgunblaðið sagði
Erlendur Sveinsson, handritshöf-
undur og leikstjóri myndarinnar,
það gleðilegt að Verstöðin ísland
hefði hreppt þessi verðlaun. „Það
er sérstaklega skemmtilegt þegar
haft er í huga að þessi hluti myndar-
innar er um 70 mínútur að lengd, p
og Bandaríkjamenn eru almennt
mótfallnir löngum heimildarmynd- ;
um,“ segir Erlendur, „og að í henni {
birtast engir hvalir eða spúandi eld-
fjöll, heldur grár hversdagsleikinn
í útgerðarbæ á íslandi. Viðurkenn- |
ingin sýnir að mínu mati að mynd-
in á erindi við fleiri þjóðir en okkar
og þolir samanburð við það sem
gert er erlendis á þessu sviði.“