Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 15

Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 15 Vítin eru til að varast Reynsla Breta af einkavæðingu strætisvagna eftir ÚlfarHillers Að undanförnu hefur farið fram umræða í fjölmiðlum um áform um að breyta Strætisvögnum Reykja- víkur í hlutafélag. Þetta er þörf umræða og þarf að verða miklu meiri áður en ákvörðun er tekin um að fara út á þessa braut því reynsl- an erlendis frá segir okkur að hér sé um örlagaspor að ræða. Fyrir hálfu öðru ári birtist blaða- viðtal við Douglas Smith, breskan íhaldsmann og fyrrverandi borgar- stjóra í einni af útborgum Lundúna, en hann var þá staddur hér á landi á vegum tengslafyrirtækisins Kynningar og markaðar til að flytja erindi um einkavæðingu, þær hug- myndir sem að baki búa og reynsl- una af henni. í blaðviðtalinu víkur Duglas Smith sérstaklega að almennings- samgöngum og þar kemur fram að hann helgaði sig einkum sam- göngumálum í störfum sínum að sveitarstjórnamálum. Hann bendir á að alls staðar í ríkjum Evrópu- bandalagsins verði stjómvöld að styrkja almenningssamgöngur og er röksemdin sú að hagvöxtur og atvinnuþróun byggist á því að hægt sé að flytja fólk og varning hratt og örugglega milli staða. Þess vegna sé eðlilegt að styrkja þessa starfsemi. Þegar upp sé staðið hagnist allir á því að vegakerfið sé ekki ofnotað. Breskur borgarstjóri vitnar Orðrétt segir í viðtalinu sem birt- ist í Morgunblaðinu 8. október árið „Þessir menn hafa ekki verið í nokkrum tengsl- um við raunveruleik- ann og tekur hann sér- staklega sem dæmi ákvörðun um að einka- væða strætisvagnana en hún hafi átt rætur að rekja til „geysilega hægri sinnaðs prófess- ors í einhverjum fíla- beinsturninum“.“ 1991: „Böm, gamalt fólk og fátækl- ingar geta ekki ekið um í eigin bíl- um. Hvernig á þetta fólk að kom- ast til borgarinnar ef það býr uppi í sveit? Við höfum einkavætt sam- göngurnar og uppskerum nú sífellt færri strætisvagnaferðir, hækkandi farmiðaverð og sjáum að fyrirtækin selja mannvirki og einkum lóðir sín- ar sem oft em verðmætar. Reyni einhver að hefja samkeppni í smáum stíl beita fyrirtækin öllum mætti sínum til að brjóta viðkom- andi á bak aftur, þá er skyndilega nóg af ferðum á leiðum samkeppn- isaðilans og verðið lágt. Sá sem ■reynir að byrja með einn eða tvo vagna er einfaldlega of veikur til að hefja baráttu gegn þessum ein- okunarferðum með lögsókn og læt- ur því í minni pokann. Strætis- vagnafyrirtækin em orðin gróða- fyrirtæki. Ég get nefnt sem dæmi að einkaaðilar keyptu fyrirtæki fyr- ir 900 þúsund pund (um 90 milljón- ir ÍSK) af sveitarfélagi sem ég þekki vel. Eignir fyrirtækisins vom metn- ar á sjö milljónir punda (700 milljón- ir ÍSK). Þeir héldu áfram rekstrin- um, fækkuðu smám saman leiðum, breyttu sumum hverfastöðvum sín- um í skrifstofuhús og græddu of fjár á braskinu. Nýju eigendumir eru fy'órir menn sem stjórnuðu fyrir- tækinu þegar það var í opinberri eigu. Hvar hafa þeir eiginlega feng- ið þetta fé annars staðar en úr vös- um mínum og annarra skattgreið- enda? Þetta er hættan við einka- væðingu. Þessi ráðstöfun var and- stæð öllu sem heitir heilbrigði skyn- semi.“ Byrjaði með skynsemi endaði í rugli Svo mörg voru þau orð þessa breska íhaldsmanns um einkavæð- ingu strætisvagna í Bretlandi. Úlfar Hillers Reyndar fjallaði hann einnig um reynslu af einkavæðingu á öðrum sviðum. Hann segir að einkavæð- ingin í Bretlandi hafi byijað á skyn- samlegum nótum en endað sem al- gert rugl svo hans orð sé notað. Smith segir að einkavæðingar- áformin hafi ekki orðið til vegna umræðu innan íhaldsflokksins held- ur hafi forsætisráðherrann og aðrir valdamenn falið svokölluðum hug- myndabönkum sem höfðu á að skipa mjög hægri sinnuðum mönn- um að gera tillögur um einkavæð- Tryggjum framtíð SYR með vönduðum vinnubrögðum Hrannar Björn Arnarson vinnu, hvað þá samþykkt réttkjör- inna fulltrúa borgarbúa. Þessir einstaklingar eru sjálfsagt mesta ágætisfólk, um það stendur málið ekki, heldur hitt að enn einu sinni er hér efnt til tilefnis tor- tryggni, samtryggingar og grun- semda um samansúrraða einka- vinavæðingu. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn svo valdalúinn að hann hefur ekki einu sinni næga dómgreind til að forðast auðsæja spillingarpytti eins og hér um ræðir. Flokkurinn verður fórnarlamb eigin lögmála, lögmála um langvarandi völd og spillingu. Systurflokkar Sjálfstæðisflokksins, valdaflokkarnir í Japan og á Ítalíu, hafa brugðist við því með að leggja sjálfa sig niður. Það kann að vera ráð fyrir íslenska flokkinn líka. Samt sem áður leyfi ég mér að ef- ast um viðbragðsflýti sjálfstæðis- manna i þeim efnum. Borgarstjórn- arkosningar eru nú í nánd og miklu skiptir að einstaklingar, flokkar og samtök myndi öflugan valkost gegn hinum þreytta og einráða Sjálf- stæðisflokki og sameinist um að senda Sjálfstæðisflokkinn í siðferði- lega endurhæfingu. Höfundur er fulltrúi Nýs vettvangs í atvinnumálanefnd Rcykja víkurborgar. eftirMarías Sveinsson Óvandaður og mótsagnakenndur málflutningur dæmir sig sjálfur og verður að taka honum með öllum fyrirvörum segir borgarstjóri í grein í Morgunblaðinu 23. júní. Hér er borgarstjóri að vitna til samþykkta og skrifa starfsmanna Strætis- vagna Reykjavíkur um áform borg- arstjóra og samstarfsmanna hans um að breyta fyrirtækinu í hlutafé- lag. Ekki færir hæstvirtur borgar- stjóri rök fyrir þessum áfellisdóm- um og er það miður því að sjálf- sögðu er það rétt hjá honum og mergur málsins að hafa ber það sem sannast er í hveiju máli og forðast mótsagnakenndan og óvandaðan málflutning. Staðreyndin er hins vegar sú að málflutningur einkavæðingarsinna í Sjálfstæðisflokknum með sjálfan borgarstjóra, Markús Örn Antons- son, og stjórnarformann SVR, Svein Andra Sveinsson, í broddi fylkingar, gagnvart okkur starfs- mönnum SVR, er í hæsta máta loð- inn, óvandaður og mótsagnakennd- ur. Honum ber því að taka með efasemdum og fyllsta fyrirvara. Og hvað varðar greinargerðina sem ekið var með til okkar starfsmanna í leigubílum að kvöldi dags hinn 7. júní, þá er hún hrákasmíð hin mesta, uppfull af fullyrðingum sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Samkvæmt kenningum borgar- stjóra sjálfs ætti hún því að dæma sig sjálf. Það á reyndar eftir að reyna á það í borgarstjórn þegar endanlega kemur að afgreiðslu málsins þar. Hins vegar liggur þegar fyrir dómur starfsmanna á þeim mál- flutningi sem borgarstjóri og stjórn- arformaður SVR höfðu í frammi á starfsmannafundum um þessi áform. í kjölfar fundanna var sam- þykkt ályktun og síðan undirrituð af nær öllum starfsmönnum SVR þar sem borgarstjórn var hvött til þess að fara sér hægt og sam- þykkja ekki þessar tillögur nema að rækilega athuguðu máli. Mótsagnir og ófullnægjandi svör Á fundunum fengust mjög ófull- nægjandi svör við einföldustu spurningum og hver mótsögnin rak aðra. Þannig stendur til dæmis orð- „SYR er þjónustufyrir- tæki sem ekki kemur til með að starfa á sam- keppnismarkaði nema að litlu leyti og mun fá rekstrarfjármuni úr borgarsjóði um ókomna framtíð.“ rétt í fundarboðinu fyrir starfs- mannafundina, sem undirritað var af borgarstjóra og stjórnarformanni SVR: „Forsenda þessara breytinga er að allir starfsmenn SVR haldi störfum sínum og laun og réttindi þeirra verða þau sömu fyrir og eftir breytingarnar. “ Ékki fengust greinargóð svör um hvernig ætti að útfæra þetta og í skýrslu sem síðar var lögð fyrir Borgarráð og ber heitið Reykjavík- urborg og breytingar á rekstrar- formi SVR, kemur fram í kafla fimm þar sem fjallað er um málefni starfsmanna, að þeim starfsmönn- um sem ætla að nýta sér réttindi sín um biðlaun, verði ekki boðið starf hjá hinu nýja félagi. Reyndar er gengið svo langt að segja að hyggist menn nýta sér þessi áunnu réttindi þá verði litið á það sem uppsögn af þeirra hálfu. Þarf frekar vitnanna við? Mörg önnur dæmi mætti taka um mótsagnir og yfirlýsingar sem ekki standast. Til dæmis má benda á, að í einu orðinu er fullyrt að samningsréttur okkar breytist ekk- ert en síðan er klykkt út með því að við komum ekki til með að heyra undir réttindi og skyldur opinberra starfsmanna heldur samningsrétt- arkerfi sem gildir á almennum vinnumarkaði. Vandséð er hvernig borgin ætlar að virða samnings- bundin atriði á borð við veikinda- rétt, uppsagnarákvæði, lífeyrisrétt- indi, starfsöryggi og önnur atriði sem eru frábrugðin hjá okkur því sem tíðkast á almennum vinnu- markaði ef raunverulega á að gera SVR að hlutafélagi og færa okkur undir annað samningsréttarkerfí. Allt voru þetta og eru atriði sem við vildum ræða og fá greinargóð svör við en án árangurs. Fullyrðing- ar borgarstjóra og samstarfsmanna hans standast hreinlega ekki. Og þar með eru þær forsendur brostnar sem borgarstjóri segir breytingarn- ar byggja á og vitnað var til hér að framan. Eða ætlar borgarstjóri ekki að standa við þessi orð sín? Borgarstjóri segir okkar mál- flutning byggja á misskilningi. Ef svo er væri nær fyrir hann að skýra mál sitt í stað þess að setja fram órökstuddar dylgjur og áfellisdóma. Og hvað varðar þá fullyrðingu hans að við séum á móti breytingum þá er það alrangt. Við viljum breyting- ar, en við viljum að tryggt sé að þær séu til góðs, ekki aðeins fyrir okkur starfsmenn heldur ekki síður fyrir farþega okkar og útsvars- greiðendur, eigendur SVR. Hlutverk stéttarfélaga Borgarstjóri og formaður SVR hafa reynt að gera starfsmannafé- lag okkar, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, BSRB og for- mann þess sérstaklega tortryggileg bæði í umræddri grein og á fundum með starfsmönnum með ýmsum hætti en þessir aðilar hafa unnið sér það eitt til saka að sinna félags- legum skyldum sínum. Hvert í ósköpunum ættum við að leita ef ekki til okkar samtaka þegar vegið er að kjörum okkar og starfsör- yggi? Þetta eru nú einu sinni okkar samtök og fyrr mætti nú vera ef við ekki mættum leita til þeirra. Borgarstjóri minnist líka á BÚR- Granda í grein sinni. Þetta hefði borgarstjóri betur látið ógert því fólk er ekki svo grænt að það muni ekki eftir björgunaraðgerðum borg- arstjórnar fyrir Isbjörninn hf. sem kostuðu ófáar milljónimar og fjölda manna atvinnuna. Það skiptir þó máli að leggja ekki þessi fyrirtæki að jöfnu að því leyti að annað er framleiðslufyrirtæki sem starfar á - ávallt skammt undan ingu. Þessir menn hafa ekki verið í nokkrum tengslum við raunveru- leikann og tekur hann sérstaklega sem dæmi ákvörðun um að einka- væða strætisvagnana en hún hafi átt rætur að rekja til „geysilega hægri sinnaðs prófessors í einhveij- um fílabeinsturninum". Það er ekki alveg laust við að bjöllur hringi við upprifjun á þessu viðtali. Þannig kemur fram að hinir hægri sinnuðu hugmyndasmiðir voru frumkvöðlar umbreytinga, án efa hvattir áfram af hagsmunaaðil- um. Þetta virðist einnig vera uppi á teningnum hér. Spurningin er hins vegar hvort menn af þessu sauðahúsi eigi nokkra samleið með hinum almenna manni hvar svo sem í flokki hann stendur. Ein ástæðan fyrir því hve langt einkavæðingin gekk í Bretlandi er sögð vera hið mikla miðstýrða vald sem Margareth Thatcher og aðrir lykilmenn íhaldsflokksins, sem komu úr hennar armi, höfðu þegar kom að stefnumótun og ákvarðana- töku. Þess vegna fóru menn út af teinunum og enduðu í því sem íhaldsmaðurinn breski kallar rugl sem hafi náð hámarki með einka- væðingu strætisvagna. Spumingin er nú sú hvort það sé einmitt þar sem Reykvíkingar ætli að taka upp þráðinn, að einkavæða einmitt þar sem síst skyldi. Höfundur er vagnstjóri og fulltrúi starfsmanna ístjórn SVR. Marías Sveinsson samkeppnismarkaði, hitt, þ.e. SVR, er þjónustufyrirtæki sem ekki kem- ur til með að starfa á samkeppnis- markaði nema að litlu leyti og mun fá rekstrarfjármuni úr borgarsjóði um • ókomna framtíð. Það kemur okkur öllum við hver mun halda utan um þá fjármuni. Þess vegna þarf að vanda til allra verka þegar framtíð SVR er ráðin. Við skulum þess vegna vona að borgarstjóri reynist sannspár þegar hanns segir að óvönduð vinnubrögð dæmi sig sjálf. Höfundur er vagnstjóri hjá SVR. ÞJÓNUSTA Loftnet Rofhlödur Nlótórar Tónhausar Hverfisgötu 18, gegnt Þjóðleikhúsinu, 101 Reykjavík, sími: 28636.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.