Morgunblaðið - 07.07.1993, Page 17

Morgunblaðið - 07.07.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 17 Morgunblaðið/Halldór Nellett í sjálfheldu MENNIRNIR voru í sjálfheldu á snös í þessu hrikalega gljúfri og komustu hvorki aftur á bak né áfram. Vinstra megin á myndinni sést gulur reykurinn frá neyðarblysi þeirra og standa Þjóðverjarnir rétt ofan við reykjarsúluna. vonar um að nokkur myndi koma þeim til bjargar. „Við vorum farnir að óttast að við myndum ekki lifa þetta af,“ sagði hann. Aðspurður um það fyrsta sem þeir ætluðu að gera eftir að þeim hefði nú verið bjargað sagði hann að þeir ætluðu að fá sér eitthvað að drekka og síðan skella sér í sturtu. Á sunnudag halda þeir aftur til Þýskalands og sagði hann að frá nógu yrði að segja er þeir kæmu heim. Hins vegar játaði hann að lík- lega hefði vistin á kiettasyllunni í Kollumúla sljákkað verulega í ævin- týralöngun þeirra félaganna. „Ég held að við höfum fengið okkur fullsadda af ævintýrum í bili,“ sagði Sandro Wais. Bandaríska bókasafn- ið hættir að lána út BANDARÍSKA bókasafnið sem Menningarstofnun Bandaríkj- anna starfrækir mun hætta allri útlánastarfsemi frá og með 15. júlí næstkomandi. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bókasafn- inu er þetta gert vegna skertra framlaga til starfrækslu upplýs- ingaþjónustu utan Bandaríkj- anna en það gerist í kjölfar um- fangsmikils niðurskurðar í opin- berum rekstri vestanhafs. Hluti upplýsingaþjónustu safns- ins mun eftirleiðis verða á vegum menningarstofnunarinnar sem áfram verður til húsa á Laugavegi 26. Síðasti skiladagur bóka og myndbanda í útláni verður 13. ág- úst og eru notendur safnsins hvatt- ir til að gera skil fyrir þann tíma. --------♦ » ♦--- Árbæjarsundlaug Ráðinn úr hópi70 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Stefán G. Kjartansson forstöðumann Árbæjarlaugar. Óvenju margir sóttu um starfið eða 71. íþrótta- og tómstundaráð lagði til að Stefán yrði ráðinn en hann gegnir starfi forstöðumanns Sund- hallar Reykjavíkur. qS4"' Kampa- kátur HAFSTEINN siglingakappi kampakátur á bryggjunni: „Maður sækist eftir frelsi frá hinu daglega amstri." Morgunblaðið/Björn Blöndal Á innsiglingu ELDING skríður inn í Innri-Njarðvíkurhöfn. Fundur Roberto Tapia frá Mexíkó um síþreytu Athugasemdir lækna á 500 manna fyrirlestri UM FIMM hundruð manns sóttu erindi dr. Roberto Tapia frá Mexíkó um síþreytu í Ársal Hótel Sögu á mánudagskvöld. Ingólf- ur Guðbrandsson, sem aðstoðaði dr. Tapia við fundinn, sagði að undirtektir almennings hefðu verið mjög góðar ojg fyrirlesturinn vel sóttur. Nokkrir læknar undir forystu Ólafs Olafssonar land- læknis hefðu hins vegar reynt að hleypa fundinum upp. Ólafur sagði að dr. Tapia hefði einfaldlega verið spurður að því hvort hann gæti lagt fram sannanir fyrir lækningum sínum og hefði hann ekki getað gert það. Hann benti jafnframt á að þrisvar hefði þess verið farið á leit við lækninn að hann framvísaði lækna- leyfi sínu án árangurs. Hjólreiðahátíð á Hvolsvelli STÆRSTA hjólreiðahátíð sem haldin hefur verið á íslandi fyrr og síðar er tilkomin vegna 60 ára afmælis Hvolsvallar og er þetta einn af mörgum liðum í afmælisdagskránni. Að hátíðinni standa Hvolshreppingar, Hjólreiðafélag Reykjavíkur og íslenski fjalla- hjólaklúbburinn. Um framkvæmdina sér Sælubúið, nýstofnað fyrir- tæki 1 ferðaþjónustu á Hvolsvelli. Hátíðin fer fram dagana 17. og 18. júlí. vel. Eldingin er um 30 tonn að stærð, hún er 63 fet að lengd, mastrið er 22 metrar og djúpristan er 2,5 m. Hafsteinn sagðist hafa haft í huga við hönnunina að þar sem 80% af siglingatíma seglskipa væri undan vindi hefði hann haft botninn sem líkastan brimbretti - það hefði gefist vel og væri Elding afbragðs sjóskip. Á meðan Haf- steinn er að skoða landið, ætlar bróðir hans, Þorgeir Jóhannsson, að sigla Eldingu til Akraness þar sem almenningi gefst kostur á að skoða þetta fræga fley. - BB í fréttatilkynningu frá Sælubú- inu segir að mikii gróska sé nú í hjólreiðaíþróttinni og sífellt fleiri átti sig á því að reiðhjól sé farar- tæki sem hentar nútímafólki vel. Reiðhjólf fylgir engin mengun, það er ódýr fararskjóti og heilsusam- legur og kannski eru hvergi betri aðstæður til að hjóla en einmitt í Rangárvallasýslu. Árlegur viðburður Stefnt er að því að hjólreiðahá- tíðin verði árlegur viðburður. Markmiðið er að fjölskyldan njóti góðrar helgar við hjólreiðar. Eng- inn þarf að setja hjólaleysi fyrir sig því hjólaleiga verður á staðn- um. Hafi menn ekki áhuga á að hjóla geta menn gert ýmislegt annað. Til dæmis er hægt að fara í skoðunarferðir með rútu, í golf, veiði eða á hestbak. Boðið verður upp á mjög hag- stæðar ferðir og gistimöguleika ásamt sérstökum pastamatseðli fyrir hjólreiðamenn að ógleymdri kvöldvöku á laugardagskvöldið að hætti Hvolsvellinga. Sælubúið veitir allar nánari upplýsingar og er opið alla daga frá kl. 8-23. Ingólfur sagði að dr. Tapia hefði sérhæft sig í sjúkdómum, sem lækna- vísindin hefðu hingað til staðið ráð- þrota gagnvart, og hefðu þónokkrir Islendingar þegar leitað sér lækninga til hans í Tijuana í Mexíkó. Hann sagði að þessi tengsl hefðu leitt til -þess að dr. Tapia hefði haldið fyrir- lestur um síþreytu hér á landi og hefði mæting vægast sagt verið mjög góð. Undirtektir hefðu líka verið mjög góðar að því undanskildu að nokkrir læknar undir foiystu Ólafs Ólafssonar landlæknis hefðu gert athugasemdir sem virst hefðu til þess gerðar að veikja tiltrú áheyrenda á fyrirlesaran- um. Óeðlileg viðbrögð Ingólfur sagði að sér hefði þótt þessi viðbrögð afar óeðlileg og benti hann í því sambandi á að dr. Tapia væri bæði þekktur og vel menntaður læknir. Svo mætti heldur ekki gleyma því að hver einstaklingur væri ábyrg- ur fyrir sínum eigin gjörðum. Ef menn kysu að leita sér lækninga til Mexikós væri það á eigin ábyrgð og kostnað. Hvað fyrirlesturinn varðar lét Ingólfur þess þar að auki getið að ekki hefðu allir læknar verið sama sinnis og landlæknir og hefðu margir gert góðan róm að máli dr. Tapia. Virðast meiningarlausar lækningar Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að dr. Tapia hefði einfaldlega verið spurður að því hvort hann gæti lagt fram einhveijar sannanir fýrir lækn- ingum sínum en það hefði hann ekki getað gert. Sagði landiæknir að fólki væri að sjálfsögðu í sjálfsvaid sett hvar það leitaði lækninga. Sér fyndist engu að síður að embættinu bæri skylda til að komast að því hvort einhver mein- ing væri með þessum lækningum og svo virtist ekki vera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.