Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
19
Utanríkisráðuneytið beitir sér í tyrkneska forræðismálinu
Krafa um að leitað verði
að dætrum Sophiu Hansen
LÖGFRÆÐINGAR Sophiu Hansen
hafa krafist þess að leita megi dætur
hennar uppi og færa henni. Gunnar
Guðmundsson, íslenskur lögfræðingur
hennar, er bjartsýnn á að jákvæð nið-
urstaða fáist en svars er að vænta
fyrir vikulok. Islenska utanríkisráðu-
neytið hefur undanfarna daga beitt
sér í málinu.
Gunnar sagði að á mánudag hefði annars
vegar verið lögð fram kæra á hendur Halim
A1 fyrir að brjóta gegn umgengnisrétti Sop-
hiu gagnvart dætrum þeirra um helgina og
varðaði slíkt brot allt að sex mánaða fang-
elsi. Hins vegar hefði verið farið fram á svo-
kallaðan útvíkkaðan umgengnisrétt og fælist
hann í því að hægt væri að láta sækja stelp-
urnar hvar og hvenær sem væri og færa þær
til móður sinnar. Gunnar var bjartsýnn á
jákvæða niðurstöðu en svars er að vænta á
næstu dögum.
Gunnar kvað sannað að Halim A1 væri í
Istanbúl en ekki í Sivas, nærri heimabæ sín-
um, eins og hann héldi sjálfur fram. Bent
hann því til stuðnings á að hann hefði svarað
í síma á heimili sínu á sunnudagskvöldið.
Hann hefði líka svarað í síma í fyrirtæki sínu
á mánudag. Hann hefði hins vegar skipt yfir
í ensku og ekki sagst vera við um leið og
hann komst að því hver var að hringja.
Þrýst á tyrknesk stjórnvöld
Benedikt Jónsson, skrifstofustjóri í utan-
ríkisráðuneytinu, sagði að starfsmenn ráðu-
neytisins hefðu unnið í málinu á mánudag
og þriðjudag. „Við höfum gefið tyrknesku
sendiráði okkar í Kaupmahnahöfn fyrirmæli
um að beita sér gagnvart tyrkneskum stjórn-
völdum þannig að réttindi þeirra sem um
ræðir, dætranna, móðurinnar og fylgdarliðs
hennar, verði tryggð í hvívetna og að þær
niðurstöður sem fyrir liggja séu virtar,“ sagði
Benedikt. Hann sagði að með tyrkneskum
stjómvöldum væri fyrst og fremst átt við
dómsmálaráðuneyti og tyrkneska lögreglu.
Að auki sagði Benedikt að þeim tilmælum
hefði verið beint til ræðismanns íslendinga í
Istanbúl að bjóða íslendingunum alla þá að-
stoð sem hann gæti veitt. Hann sagði að
ráðuneytið myndi halda áfram að fylgjast
með málinu og færu aðgerðir af þess hálfu
eftir framvindu mála í Tyrklandi.
Trjásjúkdómar fremur bundn-
ir við kvæmi en tegundina alla
Lerkiáta, en ekki Douglas-áta, olli tjóninu í lerkilundinum í Heiðmörk
i l l l i i i i i i i i i i i 1-r
Myndin
sýnir 100 cnt
skáp, tvískipt-
an m/hatta-
billu, fata-
béngi og
3 biUunu
Verð
kr. 16.313,-
Einingastœrðir:
40, 50, 60, 80 og lOÖcm.
föaflfe
BÆJARHRAUNI 8. HAFNARFIRÐI, SÍMI 651499
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
GÓÐ GREIDSLUKJÖR
KOMIÐ hefur í ljós við rannsókn á sjúkum lerkitrjám í Heið-
mörk, að ekki er um svokallaða Douglasátu að ræða, heldur
er það svokölluð lerkiáta, sem skemmt hefur lerki þar og get-
ið var í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu miðvikudaginn 30. júlí
síðastliðinn. Við könnun á ástandi lerkitrjáa á landinu hefur
og komið fram, að tré af kvæminu Hakeskoja, sem er á fertugs-
aldri, virðist vera að drepast unnvörpum á blettum hér og þar
um landið.
í annarri viku júnímánaðar var
farin eftirlitsferð á vegum Rann-
sóknastöðvar Skógræktar ríkisins
á Mógilsá og fylgdi einn af sér-
fræðingum stofnunarinnar Guðríði
Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðingi
og Halldóri Sverrissyni plöntusjúk-
dómafræðingi hringinn í kringum
landið með viðkomu í lerkilundum
Skógræktarinnar. Var m.a. skoð-
aður lerkilundurinn, sem um var
rætt í Heiðmörkinni. Þar fannst
engin Douglasáta, heldur reyndist
skaðvaldurinn vera fagurlega app-
elsínugulur sveppur með snjóhvítri
loðbryddingu og heitir hann Lac-
hnellula willkommii og hefur hlotið
nafnið lerkiáta á íslensku. Þetta
er asksveppur og fundust askhirsl-
ur hans í lifandi greinum lerkisins
í Heiðmörk. Það að sveppaldinin
voru á lifandi hýsilvef bendir ótví-
rætt til að um sníkjusvepp sé að
ræða. Skyld tegund, sem lifir rot-
lífi á dauðum lerkigreinum, er mjög
lík lerkiátunni og þarf nákvæma
smásjárskoðun til að greina á milli
tegundanna. Slíkur sveppur fannst
í dauðum greinum í Heiðmörkinni.
Sá sveppur hefur verið nefndur á
íslensku lerkiátulíki.
Aðurnefnd eftirlitsferð Rann-
sóknarstöðvar Skógræktar ríksins
er fyrsta tilraun Skógræktarinnar
í aldarfjórðung til að kanna út-
breiðslu og skemmdir af völdum
sjúkdóma og var nær eingöngu
skoðað lerki. í ljós kom að lerkitré
af kvæminu Hakeskoja á fertugs-
aldri virðist vera að drepast unn-
vörpum á blettum hér og þar um
landið og einn þessara bletta er
t.d. í Jónsskógi í Hallormsstað.
Lerkidauði þetta vorið er því ekki
eingöngu bundinn við Suðvestur-
land og Vesturland, en virðist frek-
ar fylgja ákveðnum kvæmum. Því
er eigi unnt að tala um að lerki
Jón K. Sæmundsson
ljósmyndari látinn
LÁTINN er í Reykjavík Jón K.
Sæmundsson ljósmyndari, en
hann rak um árabil ljósmynda-
stofu
Jón fæddist 18. september 1921
í Vestmannaeyjum óg voru for-
eldrar hans Sæmundur Jónsson
verslunar- og útgerðarmaður og
kona hans Guðbjörg Gísladóttir.
Hann lærði ljósmyndaiðn hjá
Kjartani Guðmundssyni, ljós-
myndara í Vestmannaeyjum, en
vann síðan um nokkurt skeið í
Reykjavík hjá Ólafi Magnússyni,
konunglegum ljósmyndara.
Jón K. Sæmundsson hélt til
framhaldsnáms í Bandaríkjunum,
en að námi loknu rak hann ljós-
myndastofu í Tjarnargötu sem
fyrr er sagt, um áratugaskeið.
Jón K. Sæmundsson
eigi erfitt uppdráttar á Suðvestur-
landi, en svo virðist sem Rússa-
lerki og Síberíulerki hafi orðið fyr-
ir áföllum. í leiðangrinum fannst
hins vegar sifjalerki og mýralerki,
sem ekkert sá á.
Sérfræðingarnir í þessum sjúk-
dómum segja að með aukinni skóg-
rækt þurfi að taka aukið tillit til
tijásjúkdóma og þá til þeirra stofna
sjúkdómsvaldanna, sem borist hafa
til landsins.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Á
VERÐLÆKKUN!
Afmœliskynning d Ömmuflatkökum
I tilefhi af 40 ára afhueli Ommubaksturs bjóðum við*.
landsmönnum Ömmuflatkókur með 40% afmœlisafilœtti.
Nýttu þér afmœlistilboðið okkar og
nœldu þér íþennan jyrirtaks snœðingfiá Ömmubakstri.
Ömmuflatkökur eru alveg ómissandi
í ferðalagið og sjálfsagðar á matar- og kaffiborðið.
Svipastu um eftir flatkökum
fiá Ömmubakstri á afinælisafilætti í versluninni þinni.
o
'jl "fTci7tii>B»rT40árÍ
Bakarí Friðriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi Sími 91-41301