Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
33
Auður Þorláks-
dóttir — Minning
Fædd 26. október 1930
Dáin 29. júní 1993
Þegar fréttin berst að hún Auður
sé látin stöndum við sorgmædd og
hljóð, öll okkar hugsun og tilfinn-
ingar beinast til þessarar ljúfu konu
og ástvina hennar.
Efst í huga okkar streymir þakk-
læti fyrir allt það sem hún lagði
af mörkum til að hjálpa og gera
svo mörgum öðrum lífið léttbærara.
Þegar minnast á mannkosta Auðar
er af svo mörgu að taka, en kannski
ber þar hæst hve mikill styrkur hún
var öllu sínu fólki.
Hún var með afbrigðum gestris-
in, jafnvel eftir að hún var orðin
helsjúk lagði hún fyrir um hvernig
skyldi taka á móti ættingjum manns
hennar, sem hér eru í heimsókn frá
Bandaríkjunum. Það mátti engum
bregðast, því að trygglyndið og
fórnfysin voru hennar aðalsmerki.
Auður giftist Gunnari Má Torfa-
syni árið 1949 og bjuggu þau lengst
af í Grænukinn 17 í Hafnarfirði.
Þar ólu þau upp sex mannvænleg
börn, Harald, Maríu, Ársæl,
Magneu, Olgu og Auði, einnig tóku
þau að sér um árabil Ásgeir Pál
systurson Gunnars. Bamabörnin
eru orðin tólf og er þetta ásamt
tengdabörnum einstaklega sam-
rýndur og samhentur hópur.
Mikill harmur er líka kveðinn að
öldruðum foreldrum, sem sjá nú á
bak yndislegri dóttur. Nú þegar
komið er að kveðjustund kemur
okkur þetta ljóð í hug:
Þó ég sé látin, harmið mig ekki með táram.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og
ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið. En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur, og' ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(Óþekktur höfundur, Neistar frá sömu
sól.)
Við Kiddi ásamt fjölskyldu okkar
biðjum Auði blessunar og biðjum
algóðan Guð að hugga og styrkja
fjölskyldu hennar.
Anna Erlendsdóttir.
Auður fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Sogamýrinni, foreldrar
hennar voru Magnea Einarsdóttir
frá Borgarfirði eystri og Þorlákur
Jónsson rafvirki frá Súgandafirði.
Þær mæðgur bjuggu lengi hjá
Haraldi Jónssyni og Olgu Eggerts-
dóttur og þeirra börnum Guðbergi
og Gyðu og var það eins og ein
stór fjölskylda og hélst sú vinátta
alla tíð.
Auður gekk í Laugarnesbarna-
skóla og síðar í Kvennaskólann í
Reykjavík og lauk þaðan burtfarar-
prófi 1948. Bekkurinn „Kvennó
’48“ hefur alltaf haldið hópinn og
hittist reglulega. Hópurinn hélt
uppá 40 ára útskriftarafmæli með
viku ferð til Vínarborgar 1988. Sú
ferð tókst svo vel, að það var sam-
stundis byrjað að safna fyrir næstu
ferð, sem var ákveðin eftir fimm
ár. Sú ferð var farin nú í vor til
Parísar, ein vika í maí, en því mið-
ur var þar skarð fyrir skildi, Auði
vantaði í hópinn vegna veikinda,
og var hennar sárt saknað.
Hún var alltaf lífleg og skemmti-
leg og hnyttin í svörum og hún var
vinur vina sinna, það fengu allir
að reyna sem kynntust henni.
Á Kvennaskólaárunum stundaði
hún skíðaíþróttina. Hún var sannur
Ármenningur og stundaði Jóseps-
dalinn. Ármenningar frá þessum
árum muna kannski frekar eftir
hennar dugnaði og ósérhlífni í sjálf-
boðavinnunni heldur en afrekum í
skíðaíþróttinni.
Á sumrin var hún í sveit á Syðri-
Rauðalæk í Holtum. Henni varð
vel til vina við alla þar á bæ og
áttu börnin hennar síðar eftir að
fara þangað í sveit á sumrin. Þar
kynntist hún Gunnari Má Torfasyni
úr Hafnarfirði og giftist honum 18
ára gömul. Þau fóru að búa í litlu
húsi við Hellisgerði í Hafnarfirði
og Magnea bjó hjá þeim og börnin
komu í fjölskylduna og alltaf virtist
nóg rými í litla húsinu. „Hvor der
er hjærterum, er der ogsá hus-
rum,“ segja Danir. Þaðan fluttust
þau í Köldukinn, en er þau luku
við húsið sitt í Grænukinn 17 fluttu
þau þangað.
Börnin urðu sex, Haraldur Rafn,
Gerður María, Ársæll Már, Magnea
Þóra, Olga og Auður.
Það var mikil vinna á stóru heim-
ili og það var bakað og saumað og
ptjónað. Allt fórst henni vel úr
hendi, og ég vissi dæmi um það,
ef dæturnar fengu ekki í búðum,
það sem þær voru að leita að, þá
báðu þær mömmu að sauma það
fyrir sig. Eða ef þeim fannst léleg-
ur frágangur á keyptum fötum, var
betra að biðja mömmu að sauma,
því var hægt að treysta.
Hún var ekki bara góð móðir og
uppalandi barna sinna, hún var líka
vinur þeirra. Alltaf stóð Gunnar
Már eins og klettur með henni og
fjölskyldunni. Þetta hefur verið sér-
lega samhent fjölskylda og þau
hafa átt barnaláni að fagna og
ekki falla tengdabörnin eða barna-
börnin tólf síður inn í myndina.
Ekki má gleyma saumaklúbbn-
um, að þeysast milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur einu sinni í viku á
árunum 1950 til 1960, þótti ekkert
mál, bara að hoppa í strætó og
ganga til og frá stoppistöðvum.
Tvær bjuggú í Hafnarfirði, fjórar
í Reykjavík. En tímamir breytast,
ein fluttist til Bandaríkjanna og
hinar fengu ýmsu öðru að sinna.
Það var því hætt að hittast til hann-
yrða, en vinátta og samfundir héldu
áfram engu að síður.
Það sem Auður vann utan
heimilisins var mest tengt Öldu-
túnsskóla, nema það sem fjölskyld-
an vann í Galtalækjarskógi um
Verslunarmannahelgar, o.fl. Hún
var við ræstingar í skólanum og
þegar þurfti að leysa húsvörðinn
af, var leitað til hennar. En síðasta
starf hennar við skólann er þó at-
hyglisverðast. Hún settist á skóla-
bekk með sjö ára börnum. Dóttur-
sonur hennar skaddaðist mikið í
alvarlegu umferðarslysi. Er hann
komst á skólagöngualdur þurfti
hann talsverðrar aðstoðar við til
þess að geta sótt venjulegan skóla.
Þetta tók amma að sér að gera og
leysti það frábærlega vel. Starfs-
heitið er stuðningsfulltrúi og þau
voru fleiri börnin sem hún aðstoð-
aði.
Guð styrki aldraða móður, henn-
ar er missirinn mikill eftir rúmlega
60 ára nána samveru, en einkadótt-
irin skilur mikið eftir og þar eru
margar hendur til að styðja hana.
Hún missti ekki dóttur, þegar Auð-
ur gifti sig, hún eignaðist son.
Faðirinn saknar einnig dóttur
sinnar, hann hefur þegar misst tvo
syni, en Auður átti þijá hálfbræð-
ur, Pál, d. 1986, Jón Kristin, d.
1983, og Gunnar og systir þeirra
Ríkey. Eg bjó með minni fjölskyldu
í húsi Þorláks og þekkti því þá fjöl-
skyldu vel er ég kynntist Auði. Við
vorum saman í Kvennaskólanum
og á skíðum o.fl. Og í tvö ár urðum
við samferða úr og í skóla í hádeg-
inu því að hún borðaði hjá föður
sínum og hans fjölskyldu.
Þórhallur Bjöm Sig-
mjónsson - Minning
Fæddur 10. apríl 1909
Dáinn 27. júní 1993
Mánudagsmorguninn 29. júni
síðastliðinn hringdi síminn hjá mér
og í honum var Lovísa Sveinsdóttir
í Grindavík að tilkynna mér og fjöl-
skyldu minni að móðurbróðir minn,
Þórhallur Siguijónsson, hefði látist
kvöldinu áður. Mig setti hljóða. Ég
held hreinlega að ég hafi verið
nokkra daga að átta mig á því að
ég ætti ekki eftir að sjá hann aftur
eða heyra hlátur hans og hnyttin
svör.
Er ég sest niður og læt hugann
reika til liðinna ára er margs að
minnast. Skærust er minningin er
von var á Þórhalli frænda, konu
hans, Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur,
og bömum þeirra í heimsókn til
Akureyrar að heimsækja systur sín-
ar, Jóhönnu og Dagmar, og fjöl-
skyldur þeirra. Var mjög sterkt
samband þeirra á milli. Þá renndum
við^út á Hjalteyri eða í Vaglaskóg.
Ég veit að þeir sem til þekkja
eru sammála mér að Þórhallur var
einn af sönnum sonum íslands,
hafsjór af fróðleik um land og þjóð.
Hann hafði ómældan áhuga á ferða-
lögum og fór mikið um landið sitt.
Eigum við hjónin mjög fagrar og
góðar minningar frá sumrinu 1987
er frændi og Bogga komu norður
Kjöl og stoppuðu í nokkra daga.
Við fórum þá á Siglufjörð að heim-
sækja bernskuslóðir Þórhalls. Gekk
hann þar að litlu húsi og barði á
dyr. Þar kom gömul kona til dyra
og kynnti hann sig fyrir henni.
Sagði henni að faðir hans hefði
byggt þetta hús og hann hefði búið
þarna sem barn. Það var auðsótt
mál að fá að skoða húsið. Við
gleymdum bæði stund og stað við
að hlusta á hann lysa bernsku sinni
í þessu litla húsi. Þórhallur fór aft-
ur suður Sprengisand og þá var
hann búinn að fara langþráða ferð.
Þórhallur var höfðingi heim að
sækja, gestrisnari hjónum ogelsku-
legri hef ég ekki kynnst. Þeir sem
Þórhalli kynntust báru mikla virð-
ingu fyrir honum, elskuðu hann og
dáðu. Hann gaf mikið af sjálfum
sér og eignaðist mikið í okkur öllum.
Elsku Bogga, börn og tengda-
börn, við flytjum ykkur okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
ykkur blessunar guðs.
Kæri frændi, nú þegar þú ert
farinn í ferðina óendanlegu viljum
við hjónin og börnin okkar þakka
þér fyrir allar samverustundirnar
um leið og við óskum þér velferðar
á strönd eilífðarinnar.
Friður guðs þig blessi.
Rósa Antonsdóttir.
Hinn 27. júní síðastliðinn lést
ástkær afi okkar, Þórhallur Björn
Siguijónsson. Hann var afar sterk-
ur persónuleiki, gjöfull og velviljað-
ur og sá ævinlega það besta í hverri
manneskju.
Þegar við bjuggum erlendis sem
börn þótti okkur vænt um að fá afa
og ömmu í heimsókn og þau skildu
eftir hlýjar og góðar tilfinningar í
hjörtum okkar. Seinna, er við flutt-
umst til íslands, nutum við þess að
vera í nálægð við þau og varðveitum
yndislegar minningar frá þeim tíma.
Elsku afi, við þökkum þér inni-
lega fyrir samverustundirnar. Ná-
lægð þín hafði djúp áhrif á okkur
og við munum ávallt sakna hennar.
Dagný Pjóla sagði þegar hún
heyrði að langafi væri dáinn: „Nú
veit ég að langafi er kominn með
hvítt, krullað hár, hann er orðinn
engill. Við skulum passa langömmu
fyrir hann.“
Elsku hjartans afi, við kveðjum
þig með þá fullvissu í huga og hjarta
að leiðir okkar muni liggja saman
á ný. Blessuð sé minning þín.
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgr.)
Carolyn Linda, Elvar
Þór, Cynthia Lisa og
Edward Þórhallur.
Góður vinur er genginn, við
söknum hennar sárt, en fögnum
því að þjáningarnar þurftu ekki að
standa lengur. Margs er að minn-
ast, minningin lifir.
Sendi ykkur öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Dóra G. Jónsdóttir.
Kær bekkjarsystir og vinkona
er horfin úr hópnum. Við fyllumst
trega og söknuði. Eins og ætíð
þegar dauðinn kallar vini burt leita
minningar á hugann. Leiðir okkar
Auðar lágu fyrst saman í 9 ára
bekk Laugarnesskóla og fylgdumst
við að uns grunnskólanámi lauk
vorið 1944.
Báðar völdum við Kvennaskól-
ann í Reykjavík sem framhalds-
skóla, þreyttum inntökupróf um
vorið og settumst í fyrsta bekk um
haustið. Námsárin í Kvennaskólan-
um liðu fljótt og við bekkjarsyst-
urnar vorum svo sannarlega lífs-
glaðar og fullar eftirvæntingar vor-
ið 1948 er námi lauk. Nú skyldi
velja störf og takast á við framtíð-
ina. Tvær úr hópnum leituðu gæf-
unnar í útlöndum, aðrar héldu
áfram námi og enn aðrar hugðu á
stofnun heimilis.
Auður var sú fyrsta okkar er
gifti sig og stofnaði heimili. Hún
eignaðist ljúfan og góðan lífsföru-
naut, Gunnar Má Torfason vörubíl-
stjóra, og hófu þau búskap í Hafn-
arfirði, þar sem þau bjuggu alla tíð.
Það er reynsla margra, að sterk-
ust vináttu- og tryggðabönd bind-
ast gjarnan á unglings- og náms-
árunum. Svo hefur reynst með okk-
ur bekkjarsysturnar. Skömmu eftir
útskrift vorið 1948 ákváðum við
að hittast — halda hópinn. Fyrstu
árin hittumst við á veitingastað,
en þar kom að ákveðið var að flytja
fundina okkar í heimahús. Fyrsti
fundurinn var svo á heimili Auðar
og Gunnars. Þröngt var setið enda
lítil risíbúð. Oft vitnaði Auður í
þennan fund og sagði gjarnan „að
fyrst allar hefðu komist fyrir heima
hjá henni á þeim árum, væri hvergi
þröngt".
Árin liðu og fleiri stofnuðu heim-
ili og börnin fæddust. Við héldum
trúfastlega hópinn og fylgdumst
hver með annarri, sagðar voru sög-
ur af börnunum, sýndar myndir og
barnagarðveislur voru haldnar í
nokkur sumur. Auður átti einna
fjölmennasta hópinn, eignaðist sex
mannvænleg börn.
Þegar 40 ár voru liðin frá út-
skrift okkar var farið í vikuferð til
Vínarborgar, sem var okkur öllum
ógleymanleg ferð.
Nú í maí sl. er 45 ár voru liðin
var farin vikuferð til Parísar. í þá
ferð ætlaði Auður, en um sl. ára-
mót kom í ljós, að hún var með
illkynja sjúkdóm, sem hvorki
skurðaðgerðir né önnur læknishjálp
megnaði að vinna bug á. Heilsu
hennar hrakaði stöðugt, uns hún
lést 29. júní sl.
Lífsgöngu Auðar er lokið. Kær
bekkjarsystir og vinkona er gengin.
Við bekkjarsysturnar eigum eftir
að sakna Auðar, ekki sist á fundun-
um okkar. Sakna trúfesti hennar,
sakna hnyttinna tilsvara hennar og
hreinskilni.
Við allar vottum Gunnari eigin-
manni hennar, börnunum, foreldr-
um og öðrum aðstandendum, okkar
dýpstu samúð.
Blessuð sé minning um elskulega
góða vinkonu og við felum hana
góðum Guði á vald.
Gréta Bachmann.
Hvað er hel?
Öllum líkn sem lifa vel.
Þannig byrjar einn af sálmum
sr. Matthíasar Jochumssonar og við
hljótum að líta svo á, að dauðinn
sé sárþjáðum sjúklingum líkn, þeg-
ar batavonirnar eru brostnar. En
þannig var komið fyrir Auði Þor-
láksdóttur, sem lést 29. júní eftir
erfiða baráttu við einn af skæðustu
sjúkdómum okkar tíma.
Kynni okkar Auðar voru orðin
löng. Veturinn 1943-44 vorum við
saman í undirbúningsdeild í Laug-
arnesskólanum, þar sem aðalkenn-
arinn var sá ágæti kennari og síðar
skólastjóri Laugarnesskólans,
Gunnar Guðmundsson. Síðan vor-
um við fjóra vetur í sama bekk í
Kvennaskólanum í Reykjavík, út-
skrifuðumst þaðan vorið 1948.
Þessi árgangur skólans hefur hald-
ið vel saman og í sumar, á 45 ára
útskriftarafmælinu, fóru bekkjar-
systumar til Parísar og í þá ferð
ætlaði Auður, en veikindin komu í
veg fyrir það.
Auður fæddist í Reykjavík 26.
október 1930 og eru foreldrar
hennar Magnea Einarsdóttir, sem
fæddist að Hvannstóði í Borgarfirði
eystri, og Þorlákur Jónsson, raf-
virkjameistari frá Suðureyri við
Súgandafjörð. Þau eru bæði á lífi
í hárri elli.
Hinn 5. mars 1949 giftist Auður
Gunnari Má Torfasyni og bjuggu
þau í Hafnarfirði allan sinn bú-
skap. Þeim varð sex barna auðið.
Elstur er Haraldur Rafn, rafvirki,
f. 18.5. 1949, kona hans er Sigrún
Ragnarsdóttir og eiga þau tvo syni;
Gerður María, f. 15.5. 1950, maður
hennar er Karl Júlíusson og eiga
þau þijú börn; Ársæll Már, umsjón-
armaður, f. 17.7. 1952, giftur
Kristínu Kristinsdóttur, þau eiga
þijá syni; Magnea Þóra, sjúkraliði
á Borgarspítalanum, f. 5.12. 1953;
Olga, aðstoðarmatráðskona á
Landspítalanum, f. 5.10. 1956,
hennar maður er Jörgen Tommy
Jensen, þau eiga tvo syni. Yngst
er Auður, f. 26.1. 1959, hún er
gift Magnúsi Rúnari Jónssyni og
eiga þau tvö börn.
Barnabörn Auðar og Gunnars
eru orðin tólf og bar hún hag þeirra
mjög fyrir bijósti. Ekki reyndist
hún síst dóttursyninum, sem slas-
aðist mjög illa í bílslysi. Þegar hann
fór að ganga í skóla eftir slysið,
fylgdi hún honum og var með hon-
um í skólanum í sjö vetur. Þar vár
hún og ýmsum öðrum börnum til
halds og trausts og mætti segja
mér að hennar verði þar sárt sakn-
að af mörgum.
Alsystkini átti Auður engin, en
þijá yngri hálfbræður, samfeðra.
Af þeim er nú einn á lífi, yngsti
bróðirinn, Gunnar, en látnir eru Jón
Kristinn, sem lést 1983 og Páll
1986.
Milli þeirra mæðgnanna,
Magneu og Auðar, var ávallt mjög
gott samband og höfðu þær búið
saman í 58 ár, þegar Magnea fór,
að eigin ósk, á Sólvang í Hafnar-
firði fyrir u.þ.b. fjórum árum. Ekki
rofnaði þó samband þeirra því að
Auður fór alltaf annan hvern dag
til móður sinnar. .
Auður var góð heim að sækja
og gaman var að hlýða á ýmsar
frásagnir hennar, enda komst hún
oft mjög skemmtilega að orði. Víst
er um það, að hennar mun verða
saknað úr hópi bekkjarsystranna,
en sá hópur fer nú minnkandi því
að Auður er sú fjórða sem fellur frá.
Að leiðarlokum viljum við þakka
allar góðu stundirnar sem við áttum.
saman og sendum innilegar samúð-
arkveðjur til Gunnars Más, afkom-
endanna allra og foreldranna.
Eilíft líf,
ver oss huggun, vörn og hlíf
líf í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífið, þó að deyjum.
Hvað er atlt þá endar kíf?
Eilíft líf.
(Matth. Jochumsson)
Jóhanna Björnsdóttir.