Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 07.07.1993, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Í/ Eríu tíLbúÍnn. ? " TM Rag. U.S Pat Ofl.—ail rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 ERASMUS - evrópska nemendaskiptaáætlunin Frá Einari Gunnari Guðmundssyni: í ERLI dagsins og lífsins striti þyk- ir landanum fátt betra en að leggja land undir fót og losna frá grá- myglu hversdagsins, efla andann og upplifa atburði sem eru okkur framandi í von um að sú reynsla sem þar hlýst geri hann að betri og nýtari þjóðfélagsþegn. Margir stúdentar leita til útlanda til að víkka sjóndeildarhringinn, hvort heldur í námi, starfi eða hugsun, ýmist á eigin vegum eða með að- stoð skipulegra samtaka. Hvað er í gangi? Frá árinu 1987 hefur verið í gangi nemendaskiptaáætlun á veg- um Evrópubandalagsins (EB) er kallast ERASMUS og byggist þannig upp að nemendur á háskóla- stigi eiga þess kost að fara til ann- arra landa á vegum samstarfsneta og stunda þar hluta af sínu námi með styrkjum frá EB. ERASMUS- áætlunin byggist á því að gerðir eru samningar milli tveggja eða fleiri háskóladeilda í EB-löndunum um rekstur sk. samstarfsneta. Þess- ir samningar ná til kennara- og nemendaskipta auk samstarfs um einstök kennsluverkefni. ísland, ásamt öðrum EFTA-löndum, á nú aðild að ERASMUS og fóru fyrstu nemendurnir héðan sl. haust. Mikill minnihluti þeirra fór utan í gegnum samstarfsnet. í staðinn fóru þeir sem „fríhlauparar" (free movers), þ.e.a.s. óháð samstarfs- netunum en nutu þá ekki þeirra réttinda og aðstoðar sem fullgildir aðilar gerðu. Virðist það vera reynsla þeirra sem fóru utan á þess- um forsendum að þetta hafi háð þeim talsvert, þar sem nemendur innan neta njóta í hvívetna for- gangs fram yfir hina. Á komandi árum mun hlutfall fríhlaupara verða skorið niður og samstarfið mun því nær eingöngu fara fram um skipu- lögð net. Því er nauðsynlegt að skólar, deildir og kennarar reyni að koma á skipulegu samstarfi við erlenda háskóla sem fyrst. Styrkir Innan áætlunarinnar er um fjóra meginflokka styrkja að ræða: 1) Styrki til háskóla til undirbún- ings og reksturs samstarfsverk- efna. 2) Styrki til nemenda. 3) Ferðastyrki til starfsfólks há- skóla. 4) Styrki af öðrum toga. Nemendastyrkir geta í hæsta lagi numið 5.000 ECU (um 410.000 kr.) til eins árs en kennarastyrkir geta numið 1.500 ECU (um 120.000 kr.) fyrir einn mánuð. Gert er ráð fyrir að námslán til nemenda og föst laun kennara haldist óskert í heimalandinu á meðan dvöl stend- ur. Því má ljóst vera að nemendum er mikill akkur í þessari áætlun og gefur mörgum möguleika á að stunda hluta af námi sínu erlendis sem að öðrum kosti væri ekki mögu- legt, t.d. vegna fjárhagsstöðu þeirra. En til þess að ERASMUS virki sem skyldi, þá þarf meira en útþrá og vilja nemenda til að mennta sig. Án þátttöku kennara í þessu samstarfi er áætlunin „óstarfhæf" og væri það mjög mið- ur, því hagur þeirra sjálfra og fræðasviðs þeirra er ekki síðri en nemendanna. Eins og ástandið er nú virðast æ fleiri sækja í sjóði ERASMUS og af því leiðir að kenn- arar verða að vera reiðubúnir að taka á sig þá vinnu sem því fylgir að taka þátt í samstarfsnetunum. Aukinn áhugi á nemendaskiptum Utanríkisnefnd Stúdentaráðs Háskóla íslands, í samráði og sam- vinnu við Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins, hyggst koma á nán- ari sambandi við deildir og félög innan skólans með því að virkja þá einstaklinga sem sitja í skorar- nefndum og samsvarandi nefndum innan einstakra deildarfélaga og skora. Á þann hátt tekst vonandi að koma á virkari þátttöku kennara í ERASMUS-áætluninni og auka möguleika á nemendaskiptum. Allra hagur er í veði. Oft hefur virst sem íslendingar séu frekar reiðu- búnir til að þiggja en gefa og getur það lýst sér í því að við erum fljót að ijúka til þegar tækifæri gefst að fara til útianda á annarra kostn- að en gleymum því að eitthvað þurfum við að Iáta af hendi rakna í staðinn. Nemendaskipti snúast einmitt um þetta; einn fer utan og annar kemur hingað í staðinn. Vita- skuld standa útlendingar frammi fyrir tungumálavanda við komuna til íslands sem vissulega gerir þeim erfítt um vik og því er enn mikil- vægara að kennarar taki virkan þátt í ERASMUS-áætluninni. Þó að hér hafí fyrst og fremst verið fjallað um nám við HI, en þar þekkir undirritaður best til, má ekki gleyma að allir skólar á há- skólastiginu geta nýtt sér ERAS- MUS og þ.a.l. mikilvægt fyrir þá skóla (Tækniskólann, Kennarahá- skólann o.fl.) að taka sér það starf sem nú er hafíð til fyrirmyndar og fylgja því eftir. Alþjóðaskrifstofa háskólans hef- ur yfírumsjón með nemendaskipt- um hérlendis og þeir sem hyggjast leita til erlendra fræðastofnana ættu að kynna sér möguleikana sem fara stöðugt vaxandi. Því er von- andi að nemendaskipti beri blóm- legan ávöxt um ókomna tíð. EINAR GUNNAR GUÐMUNDSSON Bjarmalandi 4, Reykjavík. Víkyeiji skrifar Nýlega hitti Víkveiji að máli mann sem hafði orðið fyrir því óláni að vera næturgestur á Hótel Borg, í hjarta Reykjavíkur yfir helgi. Veslings maðurinn sagði sínar farir ekki sléttar og kvaðst aldrei hafa upplifað aðrar eins vöku- og hávaðanætur eins og að- faranætur laugardags, sunnudags og mánudags umrædda helgi. Hann sagði að framan af nóttu hefði hann reynt að festa svefn, án árangurs, þar sem glymur og óheyrilegur hávaði diskótektónlistar, hefði bein- línis dunið á eyrum sér. Þegar disk- ótekum miðbæjarins hefði verið lok- að, er líða tók á nóttu, hafi hann gert sér í hugarlund að raunir sínar væru á enda og við tæki náðararm- ur svefnsins. En því var að sögn örþreytts viðmælanda Víkveija ekki að heilsa, þar sem þá tók við önnur og enn minna aðlaðandi hávaða- mengun, sem sé drykkjulæti, hróp og köll, svíðvirðingar þeirra sem þurftu að útkljá ágreiningsefni sín með hnúum og hnefum og loks það sem maðurinn sagði hafa verið hvað skelfilegast þessar óskemmtilegu nætur, en það voru neyðaróp kvenna, sem skáru i eyru. Maðurinn kvaðst hafa haldið að verið væri að misþyrma og nauðga konum í hveiju skúmaskoti miðborgarinnar, svo römm hafí kveinin verið. xxx egar hér var komið sögu, lög- reglan búin að skerast í leik- inn og stilla til friðar, hirða verstu ólátabelgina og koma til geymslu í húsakynnum sínum við Hverfís- götu, var farið að líða að morgni. En enn sagði kunninginn að hann hefði verið rændur svefninum, því hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hefði einfaldlega mætt á staðinn með tæki sín og tól til þess að þrífa eftir ósóma næturinnar og það hafi ekki heldur gengið hávaðalaust fyr- ir sig. Maðurinn var á leið af landi brott. Hann kvaðst hlakka til þess að hvíla sig og fá heillegan nætur- svefn að nýju. -Hann kvaðst jafn- framt hafa lært af þessum „nætur- ævintýrum" sínum að gista aldrei miðborg Reykjavíkur á ný, auk þess sem hann sagðist mundu vara alla þá sem honum væri hlýtt til, við miðborginni sem næturstað, að minnsta kosti um helgar. Ófögur er lýsingin, því er ekki að leyna - en vísast er heilmikið til í henni, þótt hugsanlega hafi viðmælandi Víkveija eitthvað fært í stílinn! Mikil raun er að því að sjá með hversu lítilli virðingu og hlýju hægt er að umgangast viðkvæman gróður hér á landi. Nú hefði mátt ætla, að í gróðurlitlu og hijóstrugu landi sem Islandi, vildu íbúar lands- ins hlúa að og varðveita þann litla gróður sem við eigum, af fremsta megni. En alltaf öðru hvoru blasir við þetta óheyrilega virðingarleysi fyrir náttúrunni og umhverfínu. Nýlega voru vargar á ferð, hér í Reykjavík, sem rifu upp nýlagt torf, sem ekki hafði einu sinni náð að festast jarðveginum sem það var lagt á. Vargarnir sáu sóma sinn í að dreifa torfinu út á miklar um- ferðaræðar borgarinnar. Strax á fyrstu opnunardögum Fjölskyldugarðsins í Laugardal kom á daginn að gestimir, að minnsta kosti sumir hveijir, óðu yfir moldar- beð, þar sem ungar hríslur em rétt að byija lífsbaráttuna, með því að teygja greinar sínar til himins og ullu fjölmörgum hríslum skaða. Nú er það ekki svo, að göngustígar séu ekki margir og góðir í garðinum góða, heldur hitt, að fólk virðist bara vaða áfram yfir hvað sem er, og láta skeika að sköpuðu, hvort sem brotnar hríslur og brotnir blómstilk- ar liggja eftir í valnum eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.