Morgunblaðið - 07.07.1993, Side 44
ÓSKAgyLÍFEYRIR
«ð /««« i'ali!
m
Sími 91-692500 /
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
Stm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Brottflutt-
ir fleiri en
áðfluttir
Á FYRSTU fjórum mánuðum
þessa árs flutti 451 Islendingur frá
landinu en á sama tíma flutti til
landsins 421 íslendingur. Norður-
löndin eru vinsæll áfangastaður
líkt og áður en á þessu tímabili
fluttu þangað 273 íslendingar eða
liðlega 60% þeirra sem fluttu frá
landinu. Enn fleiri íslendingar
fluttu frá Norðurlöndunum til Is-
lands á þessu tímabili.
Ef erlendir ríkisborgarar eru tekn-
ir með voru brottfluttir 658 talsins
á þessu tímabili sem eru færri ein-
-^pstaklingar en fluttu til landsins, en
' þeir voru 691 talsins.
Á fyrstu fjórum mánuðum ársins
fluttu nokkuð færri til landsins en á
sama tímabili í fyrra en þá voru þeir
822. Til samanburðar má geta þess
að brottfluttir einstaklingar voru 688
í fyrra fyrstu fjóra mánuðina.
Árið 1992 fluttu 3.213 frá landinu
eða 254 fleiri en fluttu til landsins.
Tveimur Þjóðverjum bjargað eftir tvo sólarhringa á klettasyllu
>Notar iniiri
orku til að
festa á sig
ýmsa hluti
NJÁLL Torfason aflraunamaður
hefur gert tilraunir með að festa
á sig ýmsa hluti úr járni, postulíni
og plasti með orku. Tilraunirnar
hafa gengið vel og má á myndinni
sjá hvar Njáll hefur sett postulíns-
disk framan á ennið án þess að
• £riota nokkuð til þess annað en eig-
in orku.
Það sem kom
Njáli á sporið var
lítil frétt, sem birt-
ist í þættinum Fólki
í fréttum í Morgun-
blaðinu síðastliðinn
föstudag. Þar var
skýrt frá Rússa
sem var svo
(segul)magnaður
að hann gat fest við líkamann alls
kyns járnhluti. „Þegar ég las um
Rússann í Morgunblaðinu langaði
mig til að vita hvort þetta væri hægt.
Og það tókst í fyrstu tilraun."
Sjá Fólk í fréttum bls. 36.
Orðnir órkula vonar
ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar bjargaði í gær
tveimur þýzkum ferðamönnum, Sandro
Wais og Michael Dörr, af klettasnös við
Víðidalsá í Kollumúla í Lónsöræfum. Þar
höfðu þeir verið í sjálfheldu hátt á annan
sólarhring. Þeir sögðust í samtali við Morg-
unblaðið hafa verið orðnir úrkula vonar um
að hjálp bærist er þeim tókst að gera flug-
manni lítillar flugvélar vart við sig. Skömmu
síðar kom þyrlan, sem hafði verið send til
leitar. Þjóðveijarnir voru að vonum björgun-
inni fegnir, en þeir höfðu kveikt á neyðar-
blysi til að auðveldara væri að finna þá. Á
innfelldu myndinni eru þeir lausir úr prísund-
inni, komnir heilir á húfi til Hafnar í Horna-
firði.
Sjá bls. 16-17: „Við óttuðumst að lifa
þetta ekki af.“
Morgunblaðið/Halldór Nellett
Fyrirtæki stofnsett um
fískveiðar í Barentshafí
ÍSLENZKT fyrirtæki um fiskveiðar í Barentshafi
verður stofnað innan skamms. Fiskafurðir hf. hafa
haft forgöngu um stofnun fyrirtækisins, en meðal
annarra hluthafa eru Þróunarfélag Islands og Eign-
arhaldsfélag Alþýðubankans. Hafin er samvinna við
tvö rússnesk fyrirtæki um veiðarnar og gert ráð
fyrir að íslenzkt dragnótaskip haldi til Barentshafs-
ins á tilraunaveiðar á næstunni. Gangi tilraunin vel
er gert ráð fyrir áframhaldandi veiðum á vegum
sameiginlegs fyrirtækis íslendinga og Rússa.
Bókanir í sólarlandaferðir í sumar hafa aukist að undanförnu
Votviðrið elur á útþránm
VOTVIÐRIÐ að undanförnu hefur orðið
til þess að ásókn í sólarlandaferðir hefur
aukist og telja forsvarsmenn ferðaskrif-
stofa að sætanýting verði viðunandi í sum-
ar.
Auður Bjömsdóttir, sölustjóri Samvinnu-
ferða-Landsýnar, sagði að staðan væri nokkuð
góð hjá fyrirtækinu í sölu sumarleyfisferða.
„Rigningin og kuldinn að undanfömu hafa vald-
ið því að bókanir hafa tekið kipp. Það er því
ágætlega bókað hjá okkur í júlí og mjög vel í
ágúst," sagði Auður. Hún sagði að vinsælustu
áfangastaðir Samvinnuferða-Landsýnar væru
að vanda Benidorm og Mallorca.
Ekki ástæða til að draga frekar úr
framboði
Það sem af er sumri hefur nýting í vélum
Urvals-Utsýnar verið um 95%. „Júlí er tiltölu-
lega góðúr en þó er nokkuð af sætum seinni-
hluta júlí. Bókanir núna hafa tekið mjög góðan
kipp og þeir sem ætla sér að fara með okkur
í sumar þurfa að bóka sætin núna því ágúst
er meira og minna fullbókaður," sagði Hörður
Gunnarsson framkvæmdastjóri Úivals-Útsýnar.
Stærstu áfangastaðir Úrvals-Útsýnar í ár eru
Portúgal og Mallorca.
Sætaframboð í sólarlandaferðir hjá Úrvali-
Útsýn er nú nokkuð minna en í fyrra, eða um
7.000 sæti samanborið við 7.600-7.700. „Mér
sýnist eftirspurnin vera þannig að ekki sé
ástæða til að draga frekar úr sætaframboðinu,"
sagði Hörður.
Stefnir í gott haust
Frá mánaðamótum hafa Heimsferðir bókað
um 150 sæti en gert er ráð fyrir að ferðaskrif-
stofan selji um 3.000 íslendingum ferðir á ári.
„150 bókanir á þremur dögum er því nokkuð
hátt hlutfall," sagði Andri Már Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóri. Hann vildi rekja aukninguna til
þess fólk væri nú að taka ákvörðun um hvort
það ætlaði í frí til útlanda. „Veðrið hjálpar.
Þegar almennileg demba kemur þá held ég að
það ýti á fólk.“
Hann sagði að margir færu til Spánar og
einnig hefði mikið verið bókað af ferðum til
Parísar í sumar. Andri Már sagði að sér litist
mjög vel á bókanir í sumar og haust. „Ágúst-
mánuður er nánast búinn og fólk er farið að
bóka mjög stíft í september. Haustið ætlar að
verða gott þó fyrri hluti sumars hafi verið frek-
ar rólegur."
Skipið, sem um ræðir, verður í
íslenzkri eigu en vegna reglna um
veiðar útlendinga í rússneskri land-
helgi verður það leigt rússnesku
fyrirtækjunum. íslendingar fá físk-
inn sem veiðist, en Rússarnir fá á
móti reynslu og þekkingu, sem nýta
á í hinu sameiginlega fyrirtæki.
Fiskurinn verður ísaður um borð
og honum landað í Noregi. Seinna
verður hugað að vinnslu í Rússlandi.
Ástand fiskstofna gott
Að sögn Jóns Sigurðarsonar,
framkvæmdastjóra Fiskafurða hf.,
verða stundaðar veiðar á þorski,
ýsu og flatfiski. Jón segir að ástand
ýsu- og þorskstofna í Barentshafi
sé talið gott og veiði sé mjög góð.
Flatfiskurinn sé ekki kvótabundinn
og megi veiða af honum eins og
gefist.
Rússnesku fyrirtækin, sem
standa að þessu verkefni, eru BBGL
í Murmansk, sem á 39 togara, og
Arkangelsk Rybprom. Jón Sigurð-
arson segir að gangi samstarfið vel
geti orðið „um einhvern ijölda báta
að ræða“, sem muni veiða fyrir hið
nýja fyrirtæki.
Sjá miðopnu: „Stefnt
að stofnun...“