Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
Tilmæli íslenskra stjómvalda vegna tyrkneska foiræðismálsins
Svar frá Tyrklandi
væntanlegt í viknnni
FARUK Okandan, aðalræðismanni íslendinga í Tyrklandi,
berst skriflegt svar við tilmælum Ingva S. Ingvarssonar, sendi-
herra í Kaupmannahöfn, vegna tyrkneska forræðismálsins,
síðar í þessari viku. Tilmælunum hefur verið komið til þriggja
ráðuneyta í Ankara. Ekkert varð úr fyrirhuguðum fúndi
Halims A1 og lögfræðinga beggja aðila í Istanbúl um helgina.
Okandan sagðist hafa afhent
tilmæli Ingva, vegna umgengnis-
réttar Sophiu og öryggis hennar
og fylgdarliðs hennar, í utanríkis-
ráðuneyti Tyrklands í Ankara í
síðustu viku. Þaðan hefði þeim
verið komið til ráðuneyta dóms-
mála og innanríkismála. „Eftir á
hef ég leitað eftir viðbrögðum og
fengið þau svör að skriflegt svar
um aðgerðir í framhaldi af tilmæl-
unum myndi berast til mín í þess-
ari viku,“ sagði Okandan.
Útlendingar jafn réttháir
Hvað framgang málsins hingað
til varðaði tók Okandan fram að
ekki skipti máli að Sophia væri
útlendingur í Tyrklandi. „Ef tyrkn-
eskir dómstólar rétta samkvæmt
tyrkneskum lögum skiptir ekki
Ynáli hvort báðir málsaðilar eru
Tyrkir, annar útlendingur, eða
báðir, sá seki er dæmdur til refs-
ingar og verður að hlíta henni.
Hvað umgengnisréttinn varðar er
Halim án efa sekur og verður að
gjalda fyrir brot sitt,“ sagði Ok-
andan.
Hann sagði aðspurður að yfir-
leitt tækju forræðismál í Tyrklandi
ekki jafn langan tíma og mál Sop-
hiu. Slíkt gæti þó komið fyrir ef
um sérstaklega flókin mál væri
að ræða.
Málalyktir
Okandan sagði ljóst að ef lög-
regla gæti haft uppi á Halim og
dætrum hans gæti hún fært hann
í fangelsi en þær til móður sinnar
eins og umgengnisréttur kvæði á
um. Hann vildi hins vegar engu
spá um framtíðarforræði og sagð-
ist sjálfur líta svo á að málið yrði
ekki endanlega útkljáð fyrr en
systurnar gætu sjálfar valið sér
dvalarstað við átján ára aldur.
VEÐURHORFUR í DAG, 13. JÚLÍ YFIRLIT: Norður af Jan Mayen er 1.007 mb lægð sem grynnist og minnk- andi lægðardrag fyrir austan iand. Dálítill hæðarhryggur á Grænlands- hafi þokast norðaustur. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt, víða hafgola. Skýjað norðanlands og austan og ef til vill súldarvottur á annesjum í morgunsárið en léttir heldur til síðdegis. Bjart veður að mestu sunnanlands og vestan. Norðan- lands hlýnar nokkuð og um sunnanvert landið verður 12-16 stiga hiti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Hæg breytileg eða austanátt, fremur svalt, einkum við N- og A-ströndina. Hætt við síðdegisskúrum víða um land. HORFUR Á FIMMTUDAG: Vaxandi austanátt syðst á landinu. Dálítil súld eða skúrir á Suðausturlandi en allvíða bjart veður í öðrum landshlut- um. Hlýnandi veður. HORFUR Á FÖSTUDAG: Austanstrekkingur sunnanlands en hægari norðantil. Súld eða rigning á Suður- og Austurlandi og liklega einnig á Vesturlandi. Þurrt norðanlands og á Vestfjörðum. Sæmilega hlýtt nema við austurströndina. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
7^1 r'4'? /T*"* Sunnan, 4 vindstig. "(V \/~\ *r \ ( \ Vindörin sýnir vindstefnu v_ ) <1311, 'eaœíW og fjaðrimar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjáð Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. , r r * , * * * * • I * 10° Hitastig *v, V v V v súid J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ,
FÆRÐÁ VEGUM: Greíðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendisvegir orðnir færir fjallabílum. Þó er enn ófært um Syðra-Fjallabak og um Nyrðra-Fjallabak milli Landmannalauga og Eldgjár, Gæsavatnaleið og leiðirnar frá Sprengi- sandi tii Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru ófærar. Einnig er leiðin lokuð um Stórasand og um línuveginn við Hlööufell. Víða er unnið við vega- gerð, og eru vegfarendur að gefnu tilefni beðnir að virða þær merking- ar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veöur
Akureyri 6 alskýjað
Reykjavík 10 léttskýjað
Björgvin 11 skýjað
Helslnki 23 léttskýjað
Kaupmannahöfn 12 rigning
Narssarssuaq 3 alskýjað
Nuuk 7 skýjað
Ósló 16 rigning
Stokkhóimur 18 rigning
Þórshöfn 8 skýjað
Afgarve 27 heiðskfrt
Amsterdam 13 skúr
Barcelona 22 skýjað
Beriín 17 skýjað
Chicago 18 léttskýjað
Feneyjar 22 heiðskírt
Frankfurt 15 skruggur
Glasgow 16 skýjað
Hamborg 16 skýjað
London 17 skýjað
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 14 þrumuv
Madrtd 26 heiðskírt
Malaga 26 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Montreal 20 skúr
NewYork 28 léttskýjað
Oriando 26 léttskýjað
Parfs 13 skúr
Madeira 21 skýjað
Róm 25 léttskýjað
Vin 19 akýjað
Washington 27 mistur
Winnipeg 11 úrkoma
Morgunblaðið/HG
Hvalreki við Selárdal
FJÓRTÁN metra langan hnúfubak rak dauðan á fjörur undan Selárdal í j
Amarfirði aðfaranótt síðastliðins laugardags. Ólafur Gíslason, bóndi á
Neðri-bæ í Selárdal segir að hvalurinn virðist nýlega dauður, þó hann sé
þegar mikið uppblásinn. Hann virðist hafa skriðið inn á Qöruna á bakinu i
og situr nú sem fastast. „Mér skilst að þetta sé hnúfubakur. Þeir höfðu *
samaband við mig frá Hafrannsóknastofnun og báðu mig að taka mynd af
sporðinum, en þeir þekkja þessar skepnur af þeim og eiga aragrúa af mynd- ,
um af hnúfubakssporðum. Það sést enginn áverki á hvalnum svo hugsan- '
lega hefur hann orðið sjálfdauður, þó maður viti litið slíkur búhnykkur hér
áður fyrr, að mannvíg urðu út af þeim, en í dag hefur maður nóg að bíta
og brenna og ég hyggst ekki nýta mér hvalinn til matar," segir Ólafur í
samtali við Morgunblaðið. Ólafur segir óvíst hvað verði gert, en verði hvalur-
inn látinn kyrr, sé hætta á grútarmengun í fjörunni, öllum til óþurftar. Þetta
sé hins vegar gríðarþung skepna og þurfi mikið til að ná henni út.
Framfærsluvísitalan , JUií 1993 de?,?)
Ferðir og flutningar (18,6)
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5)
Matvörur(17,1) -1,6%|
Tómstundaiðkun og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. (6,8)
Föt og skófatnaður (6,3)
Drykkjarvörur og tóbak (4,3)
Heilsuvemd (2,5)
Aðrar vömr og þjónusta (14,3)
Vísitala vöm og þjónustu
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN
Tðluf í svígum vísa til vægis einstakra liða af 100.
10,1 %
-o,i%|
10,7%
10,2%
10,2%
0,2%
| 3,1 %
13,9%
Breyting
frá fyrri
mánuði
|1,0%
10,9%
FramfærsluvísitaJa
hækkaði um 0,9%
VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,9% frá júní- til júlí-
mánaðar. Vísitala vöru og þjónustu reyndist vera 171,2 stig og hækk-
aði um 1,1%. Siðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostn-
aðar hækkað um 3,9%. Undanfarna þrjá mánuði hefur visitalan 1
hækkað um 1,1% sem jafngildir
Mat- og drykkjarvörur lækka um
1,6% sem veldur 0,27% lækkun vísi-
tölu framfærslukostnaðar. Af ein-
stökum verðbreytingum má nefna
lækkun á nýju kjöti um 2,4% og
lækkun á mjólkurvörum um 4%.
Grænmeti og ávextir lækka um
4,3%.
Nýir bílar hækkuðu um 5,9% og
bensín um 2,4%. I júlí var 14% virð-
isaukaskattur lagður á afnota- og
áskriftargjöld sjónvarps, bækur,
blöð og tímarit. Afnota- og áskrift-
argjöld sjónvarps hækkuðu um 14%
en bækur, blöð ogtímarit um 11,6%
að meðaltali.
,4% verðbólgu á heilu ári.
Enn talinn
í lífshættu
PILTURINN sem slasaðist í
Þjórsárdal sunnudaginn 6. júlí
liggur á gjörgæsludeild Borgar-
spítalans og er enn talinn í lífs-
hættu. Hann hlaut slæm beinbrot
og innvortis blæðingar í slysinu.
Slysið varð á útihátíð sem haldin
var í Þjórsárdal. Pilturinn, sem er
18 ára, varð undir rútu, þannig að
afturhjól hennar fóru yfir hann.
Kuldatíð í Mývatnssveit
BjBrk, Mývatnssvcit.
SANNKÖLLUÐ kuldatíð hefur verið í Mývatnssveit að undanförnu.
Gránað hefur í þau fjöll' sem næst eru. Hiti hefur farið niður undir
frostmark undanfarnar nætur og jafnvel ekki mælst meiri en þijár
gráður á óopinbera mæla yfir hádaginn.
Ferðamenn eru þrátt fyrir kuldann
töluvert margir, bæði á tjaldstæðum
og í annarri gistingu, og þeir eru
talsvert á gönguferðum um sveitina
kuldalega klæddir. Heyskapur
gengur treglega í þessari tíð þvi
þurrkar hafa verið litlir sem engir.
Eitthvað hefur þó verið slegið en
annað sprettur úr sér. Talsverðar
kalskemmdir voru hér víða í túnum
í vor en eftir því sem á hefur liðið
er eins og skellumar hafi eitthvað
minnkað.
Kristján