Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1993, Blaðsíða 32
32 - MORGUNBLAÐIÐ ÞRlÐJÚUA'GUR í3' JÚLÍ Í993 t Elskuleg móðir okkar, JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Droplaugarstöðum, lést í Borgarspítalanum að morgni laugardagsins 10. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, MARÍA EGGERZ, lést á elliheimilinu Grund laugardaginn 10. júlí. Halldór Rafn Ottósson, Rán Gísladóttir og börn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR GUÐFINNSSON fyrrverandi bryti, lést á heimili sínu, Jökulgrunni 6, Reykjavík, 9. júlí sl. Steinunn Ingvarsdóttir, Sverrir Halldórsson, Gunnar Ingvarsson, Jófríður Guðjónsdóttir, Hólmfríður Ingvarsdóttir, Stefán Björnsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Einar Grétar Björnsson, Anna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og stjúpfaðir, FINNBOGI HELGASON bóndi, Sólvöllum, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu 11. þ.m. Ingunn Finnbogadóttir, Soffía Finnbogadóttir, Aðalheiður Finnbogadóttir, Bragi Friðriksson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN HAFSTEINN PÁLSSON vélsmíðameistari, lést 5. júlí sl. á heimili sínu, Jökulgrunni 22, áður Langholtsvegi 144, Reykjavík. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 14. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimastoð krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Guðríður Guðmundsdóttir, Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson, G. Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérard Vautey, Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, l'ris Björnæs Þór, Erla, Örvar Hafsteinn, Mari't Guðriður, Níls Sveinbjörn, Sólveig Guðrfður og Tómas Þór. Hermann Jónsson skrifstofustjóri og kennari - Minning Fæddur 13. ágúst 1913 Dáinn 28. júní 1993 Enda þótt fólk á efri árum kveðji þetta jarðlíf, kemur lát þess okkur oft á óvart. Öllu eru takmörk sett, dauða jafnt sem lífi. Hvað segir ekki Spámaðurinn í Biblíunni? - Að lifa hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma. Og þegar í hlut á maður, sem á sínum tíma átti nokk- urn þátt í því að mennta mig á vissu sviði, er við hæfi að ég minnist hans með nokkrum orðum. Deila má um, hvort það hefði endilega átt að vera ég. Þó fannst mér ekki óeðlilegt, að ég, sem minnist margra í blöðum við vistaskiptin, léti nokkur orð falla um gamlan læriföður, enda þótt hann gegndi ekki fastri kennarastöðu við menntastofnun þá, sem ég nam við um árabil á fimmta áratug þessarar aldar. Hermann Jónsson, lengst af titl- aður fulltrúi verðlagsstjóra, lést 28. júní 1993, tæplega áttræður, en fæddur var hann í Reykjavík 13. ágúst 1913. Voru foreldrar hans Arnfríður Ingvarsdóttir blikksmiðs á ísafirði Vigfússonar, og Jón Ólaf- ur málari á ísafirði, sonur Jóns Einars stúdents Jónssonar, síðast á Ingunnarstöðum í Geiradal. Jón Einar, afi Hermanns, var kvæntur Herdísi Andrésdóttur skáldkonu. Hún var því föðurmóðir hans, sem hér er minnst við leiðarlok. Jón Einar hóf nám í Prestaskólanum, en hætti því og fluttist vestur á land. Hann stundaði kennslu eitt- hvað og var um skeið lögregluþjónn á ísafírði. Þá þótti talsverður vegs- auki að því að vera stúdent úr menntaskója eða lærðum skóla. Auk Jóns Ólafs málara, föður Her- manns, komust upp þessi systkini: Elín, sem átti Jón bæjarfógetaskrif- ara Thorarensen, en sonur þeirra var hinn þjóðkunni kennimaður og rithöfundur Jón Thorarensen (1902-1986), og Einar magister (1890-1947), lengi kennari við Stýrimannaskólann og fleiri lær- dómssetur í höfuðstaðnum. Af ofantöldu sést að Hermann var vel ættaður. En eigi ólst hann upp hjá foreldrum sínum, heldur hjá móðursystur sinni, Sigríði Ingv- arsdóttur, er gift var Þórarni Stef- ánssyni, bóksala á Húsavík. Snemma komu í ljós góðar almenn- ar gáfur hjá Hermanni, svo og námsgáfur, en þetta tvennt fer ei alltaf saman, eins og kunnugt er. Þótti við hæfi að hann gengi menntaveginn, og úr því varð sem betur fór. Hann stundaði fyrst nám til gagnfræðaprófs á Akureyri, en stúdentsprófi lauk hann við MR 1935. Eftir að hafa lokið prófí í forspjallsvísindum við HÍ árið eftir lá leiðin til Hafnar og stundaði hann nám í tryggingafræði við Hafnarhá- skóla um árs skeið, því að stærð- fræði lá vel fyrir honum. Þar næst sneri hann sér að námi í verslunar- fræðum við Verslunarháskólann - Det handelsvidenskabelige Lære- anstalt. En Hermann kom heim eftir tveggja ára útivist og var þá háskólanámi hans lokið. Eflaust hefur fjárskortur valdið nokkru um þetta hvarf frá námi, eins og oft var á þessum árum. Þá hefur hann vafalítið grunað, hvað í vændum var: heimsstyijöld, og það sem henni fylgdi: innilokun frá heima- landinu. En hvað beið nú Hermanns, sem ekki hafði prófskírteini frá háskóla upp á vasann, eftir að heim kom? Auðvitað var hann vel menntaður maður, þrátt fyrir allt. Og nú hófst ævistarfið. Hann fékk stunda- kennslu og skrifstofustörf. 0g þá er ég kominn að persónulegum Minning Friðrik Hafsteinn Sig- urðsson frá Keflavík Fæddur 27. apríl 1929 Dáinn 25. júní 1993 Við systkinin viljum í stuttu máli minnast kærs frænda okkar Friðriks Hafsteins Sigurðssonar sem lést á Landspítalanum 25. júní sl. eftir langa og hetjulega baráttu við þann sjúkdóm er varð honum að aldurtila. Hafsteinn var alltaf hress og skemmtilegur. Hann og pabbi okkar voru alltaf kallaðir litlu strákarnir þegar þeir voru að alast upp. Og satt að segja voru þeir alltaf sömu strákarnir þegar þeir hittust, sögðu brandara og gamansögur og veltust um af hlátri. Það var gaman að heimsækja Hafstein og Stellu konu hans. Haf- steinn hafði alltaf tíma til að ræða við okkur systkinin og segja okkur frá löndum sem hann hafði heimsótt á ferðum sínum. Eða hvernig hann og pabbi og systkinin voru í „gamla daga“. Ef vanda bar að höndum var bara að hringja í Hafstein, eins og þegar við systkinin fundum æðarkolluunga sem köttur var að elta. Þá var Hafsteinn sóttur og hann fór með litla ungann niður í fjöru, þar voru kollur með unga sína og ein þeirra tók ungann okkar í fóst- ur. Nú er unginn okkar fyrir löngu kominn til himna. Og mun hann ásamt öllum sem Hafsteinn hjálpaði og gladdi, stytta honum stundir þar til við hittumst á ný. Við söknum góðs vinar og vonum að guð styrki eiginkonu hans, börn og íjölskyldur þeirra. Hvíli hann í friði. Sigurjón, Margrét, Hafdís, Sif og Lilja Kjartansbörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. Bj S. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 Minning Jarþrúður Jónsdóttir Ég vil minnast ömmu minnar, er lést á 85. aldursári. Hún á einstakan stað í hjarta mínu, því að með hlýju sinni, góðvild og hjartagæsku fyllti hún sig og sína lífsorku og bjart- sýni. Hún amma mín var alla tíð umlukin ástvinum, og í mínum huga er ekki nokkur vafi á að æskilegt væri að lifa ellidagana líkt og hún gerði. Fyrir hartnær tuttugu árum kvartaði ég, sex ára pollinn, sáran yfir því að amma mín gæti ekki tek- ið þátt í • ærslafullum leik mínum. „Amma, af hverju gamlastu svona?“ sagði ég þá, en amma mín breyttist ekki mjög mikið á þeim tveimur ára- tugum sem liðnir eru. Hún var stöð- ugt að aðhafast eitthvað, enda var hún sérlega félagslynd. Það var Guðs mildi að hún kvaddi jarðlífið án nokkurs dauðastríðs. Og þó að við munum öll sakna hennar gífurlega, þá er minningin um hana fögur, og við getum þakkað Guði fyrir allar þær ánægju- og gleði- stundir sem tengjast henni. Vertu sæl, amma mín. Ásgeir Baldursson. kynnum okkar, er hann kenndi stærðfræði og eðlisfræði við Kenn- araskóla íslands. Hermann kenndi venjulega í fyrsta tíma, því að hann þurfti ekki að mæta á skrifstofu verðlagsstjóra fyrr en klukkan 9 árdegis. Þar vann hann svo meðan starfsorka og aldur leyfðu. En hvernig kennari var Hermann? Því miður er ég ekki dómbær á slíkt, þar eð kunnátta og áhugi á kennslu- greinum hans var í algjöru lág- marki hjá mér. Hann var léttur í hreyfingum og gætti þess vel að skyggja ekki á dæmið, sem hann var að skýra út á töflunni hveiju sinni. Skýringar hans voru stuttorð- ar og einhvern veginn held ég, að hann hafí ætlast til að við værum öll ágætlega að okkur í stærðfræð- inni. Ég held, að Hermann hefði fremur átt að kenna í stærðfræði- deild menntaskóla en þarna, því að stærðfræðingur var hann ágætur. í brag einum, þar sem ég gat kennara minna úr Kennaraskóla Islands á árabilinu 1945-49, minnt- ist ég Hermanns stærðfræðikenn- ara á þessa leið: Við töflu stendur Hermann hress og hoppar til og frá. í hendi sinni hefur krít; og hratt útskýrir sá. Það var ekki fyrr en löngu eftir að námi mínu í kennaraskóla lauk, að eiginleg kynni sköpuðust milli okkar Hermaniis. Aðallega voru þau gegnum talsímann, en hann hafði leyninúmer, sem hann trúði mér fyrir. Vildi greinilega vera laus við hringingar að nauðsynjalausu. Hann hringdi í mig og spurði mig um vísur. Kom þá í ljós að hann kunni margt af slíkri andans fram- leiðslu. Hann lofaði mér að heyra margar snjallar stökur eftir sig. Jú, Hermann var hagmæltur vel. Það kom mér ekki til hugar, þegar hann var að reyna að kenna mér stærð- fræði fyrr á tíð, með litlum árangri. Ég fór þess á leit, að hann miðlaði mér nokkru af vísum sínum, með tildrögum, í rit, sem ég hafði þá í smíðum, en við það var ekki kom- andi. Eigi að síður skrifaði ég niður allmargar vísna hans, og eru þær vel geymdar. Kímni er rík í þessum kveðskap Hermanns. Hermann hafði áhuga á lands- málum og bauð sig fram til þings á vegum Þjóðvarnarflokksins. Sat hann sem varamaður á Alþingi í desember 1954. Þetta er orðið lengra mál en ég ætlaði í upphafi, en þegar kveðja skal hugsjónafélaga (við höfðum báðir dálæti á vísnagerð) fannst mér raunar skylt að skrifa þessi minningarorð. Minningin um mann, sem tók mig eins og ég er og vildi miðla mér af andlegum auði sínum, geymist í þakklátum huga til ævi- loka. Einka- og heimilislífi Her- manns kynntist ég ekki. Sjálfsagt verður einhver annar en ég til að gera grein fyrir því. Far þú í friði, gamli lærifaðir minn! Auðunn Bragi Sveinsson. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- perun sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kaífi- hlaðborð Megir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR HÍTEL UFTLEIIIt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.