Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993
39^
SÍM/ 32075
goðsogniim
Spennandi hroilvekja
af bestu gerð.
Mynd sem fór beint á toppinn í
Englandi.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
LOFTSKEYTAMAÐURINN
Meiriháttar gamanmynd eftir sögu Knuts
Hamsun. Kosin vinsælasta myndin á
Norrænu kvikmyndahátiðinni '93 í
Reykjavík.
★ ★★GE-DV ★★★Mbl.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
SIÐLEYSI
★ ★★ /j MBL.
★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutverk: Jeremy Irons
og Juliette Binoche.
Sýnd kl. 5,7,9 09 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Munið þriðjudagstilboð Regnbogans og Indverska veitingahússins.
Kjötiðnaðarmenn fagna auknum
áhuga á að auka virðingu verknáms
MEISTARAFÉLAG kjötiðnarmanna, sem stofnað var 1990,
samþykkti ályktun á aðalfundi sínum fyrir skömmu þar
sem fagnað var þeim áhuga, „sem nú virðist vera á því
að auka vegsemd og virðingu verknáms hér á landi. Sér-
stakt fagnaðarefni er að í áfangaskýrslu Nefndar um
mótun menntastefnu, skuli lögð áhersla á að brýna nauð-
syn beri til að stórauka vægi iðnnáms og annars starfs-
náms í skólakerfinu."
í ályktuninni segir enn-
fremur: „Margar áhugaverðar
tillögur koma fram í áfanga-
skýrslunni. Þannig er sérstök
ástæða til að taka undir tillög-
ur nefndarinnar um móður-
skóla í iðngreinum. Minnt er
á að full útfærðar tillögur um
matvælaskóla hafa legið hjá
menntamálayfirvöldum um
langt árabil, án þess að nokk-
uð bóli á framkvæmdum.
Ástæða er því til að beina því
til stjórnvalda, að eigi tillögur
nefndarinnar ekki að verða
orðin tóm, er nauðsynlegt að
taka betur til hendinni en
hingað til hefur verið gert i
þessum efnum.
Tillögur nefndarinnar um
svokallað „styttra starfsnám“
eru einnig allrar athygli verð-
ar. Meistarafélag kjötiðnaðar-
manna vill leggja áherslu á
að slíkt nám á þó fyrst og
fremst rétt á sér utan sviðs
hinna löggiltu iðngreina.
Styrkur iðngreinanna og þar
með hagsmunir neytenda eru
besti tryggðir með því að
leggja áherslu á aukna þekk-
ingu og færni. í þjóðfélagi sem
verður sífellt flóknara og
krefst sífellt meiri hæfileika
til aðlögunar ber að leggja
áherslu á aukna menntun.
Efling iðnmenntunar er best
fallin til að ná þessu mark-
miði. Þótt stutt starfsnám
geti verið eftirsóknarvert á
sumum sviðum má það ekki
koma niður á sjálfu iðnnám-
inu. Félagið varar við hug-
myndum um stórfellda upp-
byggingu stuttra námsbrauta
og „eyðslu“ takmarkaðs fjár-
magns í þær á sama tíma og
mörg og mjög brýn úrlausnar-
efni í iðnfræðslunni, sem beðið
hafa óhóflega lengi, fá ekki
lágmarks úrlausn.
Meistarafélag kjötiðnaðar-
manna útilokar ekki að ákveð-
in svið geti fundist innan
matvælaiðnaðarins, þar sem
eðlilegt væri að skipuleggja
styttra nám, sbr. tillögur fé-
lagsins um slátraranám sem
félagið hefur lagt til að viður-
kennt verði til löggildingar á
slátrun sem löggiltri iðngrein.
Fleiri styttri námsbrautir
gætu e.t.v. einnig komið til
álita. Hins vegar er lögð þung
áhersla á að í slíkum tilfellum
er grundvallarskilyrði, að haft
sé samráð við fagfélög iðn-
greinamanna um allar hug-
myndir er varða skilgreiningu
námsins (eins og Nefnd um
mótun menntastefnu leggur
raunar áherslu á). Slíkt sam-
ráð þarf að verða virkt í reynd
og er nauðsynlegt að útfæra
sérstakar leikreglur, sem farið
yrði eftir í þessu sambandi.
Þau vinnubrögð, sem nýlega
voru viðhöfð af hálfu Iðn-
fræðsluráðs við tillögugerð
um skipulag náms í matvæla-
greinum á framhaldsskóla-
stigi eru dæmi um hvernig
ekki ætti að vinna að málum
af þessu tagi.“
Formaður Meistarafélags-
ins er Björn Ingi Björnsson,
Þríhyrningi hf. á Höfn, Sævar
Hallgrímsson 'frá Bautabúrinu
hf. á Akureyri er varaformað-
ur, Leifur Þórisson frá SS
gjaldkeri, Kristján Kristjáns-
son frá Goða hf. ritari og
meðstjórnandi er Bergsveinn
Símonarson.
Bíóborgin sýn-
ir „Drekann“
BÍÓBORGÍN heldur í kvöld
forsýningu á myndinni
„Drekinn: Sagan af Bruce
Lee“ (Dragon: The Bruce
Lee Story). Mynd þessi er
einstaklega vönduð frásögn
af ævi Bruce Lee, meistara
bardagalistarinnar og ein-
hverar mestu goðsagnar-
persónu seinni tíma. Þetta
er saga manns sem háði
þrotlausa baráttu fyrir
bæði andlegri og líkamlegri
fullkomnun, allt frá unga
aldri, fram til dularfulls og
skyndilegs dauða árið 1973.
Bruce Lee fæddist í San
Francisco 27. nóvember, sem
bar upp á stund drekans á
ári drekans. Hann var síðan
alinn upp í Hong Kong og var
gjarnan nefndur „Litli drek-
inn“. 18 ára fluttist Lee aftur
til Ameríku, eftir að hafa átt
í talsverðum útistöðum við
lögin vegna þátttöku sinnar í
bardögum götuklíku.
Frægðar-
draumar urðu
fyrst að veru-
leika er hann
kynntist
Lindu Emery,
sem síðar
varð eigini-
kona hans og
móðir barna
hans tveggja.
Myndin er
ekki síður um
baráttu
þeirra hjóna
við fordóma-
fullt umhverfi fyrir að mega
njótast (hann hreinræktaður
Asíubúi en hún hvít og ljós-
hærð), eins og um fimi og
bardagahæfni Bruce Lee á
hvíta tjaldinu. Hér er því ekki
einungis á ferðinni mynd
hlaðin frábærlega útfærðum
Kung-Fu atriðum, heldur er
kafað mun dýpra: Hulunni er
svipt af goðsögninni og sýnt
er hvaða mann Bruee Lee
hafði að geyma: sem maður,
elskhugi og faðir.
Drekinn: Sagan af Bruce
Lee er tilvalin mynd fyrir alla
þá sem unna örlagasögum
. sem sannarlega eru þess virði
að vera sagðar, segir í frétta-
tilkynningu frá bíóinu.
Með hlutverk Bruce Lee fer
Jason Scott Lee en leikstjóri
myndarinnar er Rob Cohen
og byggir hann myndina á
sögu Lindu Lee Cadwell, eig-
inkonu Bruce Lee, „Bruce
Lee: The Man Only I Knew.“
Atriði úr myndinni
Bruce Lee.
Drekinn: Sagan af
Aðalhlutv.: William Baldwin,
kyntákn Bandaríkjanna f dag,
(„Sliver", „Flatliners" og „Back-
draft"), Kelly Lynch („Drugstore
Cowboy") og Sherilyn Fenn
(„Twin Peaks“).
★ ★ ★ ★„Stórkostleg mynd.“
KFMB - TV San Diego
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10.
Bönnuð innan 12 ára.
TVEIRÝKTIR1
„LOADED WEAPOIM 1 “ fór beint á toppinn í Bandaríkjun-
um! Mynd, þar sem „Lethal Weapon“, „Basic Instinct1*,
„Silence of the Lambs“ og „Wayne's World*1 eru teknar
og hakkaðar í spað íýktu gríni.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Frábær hasarmynd þar sem bardagaatriði og tæknibrellur ráða ríkjum.
Ef þér líkaði „Total Recall"
og „Terminator11, þá er þessi fyrir þigl
Sýnd kl. 5,7,9 og 11 í A-sal.
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára
SÍMI: 19000
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
Á ALLAR MYNDIR NEMA „ÞRÍHYRNINGINN"
Umdeildasta
mynd ársins
1993
ÞRÍHYRIM-
IIMGURIIMIM
SÍÐAN
„AMERICAN GIGALO"
HEFUR SVONA MYND
EKKISÉST!
Kráin tom þorói
Krth w fc—fcwwrfl
Láttu ekki misbjóða þér lengur.
Stór 395 kr.
litill og allar Höskur 295 kr.
12" pizzo 450 kr.
RAUÐA UÓNIÐ
Eiðistorgi - Kráin ykkar.
VILLT
ÁST
Erótisk og ögrandi mynd um taumlausa
ást og hvernig hún snýst upp í stjórn-
laust hatur og ótryggð. Mynd sem lætur
engan ósnortinn. Djörf og ógnvekjandi.
Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára
FEIL-
SPOR
ONE FALSE MOVE
★ ★*★ EMPIRE
★ ★★MBL. ★★★ V, DV
Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur
fengið dúnduraðsókn.
Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11
Bönnuð innan 16 ára.