Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 43

Morgunblaðið - 13.07.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1993 43 Námskeiðið „Leiðin til árangurs“ á vegum Stjórnunarfélags Islands Fólki í atvinnuleit eykst sjálfstraust STJÓRNUNARFÉLAG íslands og Miðstöð fólks í atvinnu- leit stóðu nýlega sameiginlega að námskeiði fyrir fólk, sem er að leita sér að starfi. Námskeiðið, sem oft er nefnt Phoen- ix, ber á íslensku heitið Leiðin til árangurs og hefur Stjórn- unarfélagið staðið fyrir þessu námskeiði undarfarið eitt og hálft ár. Um 26 manns, sem eru að leita að vinnu, sóttu námskeiðið, en þvi lauk síðastliðinn föstudag. Fanný Jónmundsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Stjómunarfélaginu og leiðbeinandi á námskeiðinu, segir að á námskeiðinu sé fólki kennt það sem þarf til þess að ná árangri og skara fram úr bæði í starfi og í einkalífinu. „Þetta námskeið nýtist fólki úr öllum stéttum, hvort sem það eru húsmæður eða yfirmenn fyrir- tækja. Námskeiðið kennir fólki m.a. hvernig það á að koma fram við aðra og hvernig það nær best árangri í lífinu," segir Fanný. Hún segir að á námskeiðinu fái fólk möppur, sem innihalda m.a. ýmis konar æfingar og einn- ig sé hægt að fá kassettur með efni námskeiðsins og því geti fólk viðhaldið lærdómnum eftir að námskeiðinu sjálfu lýkur. Leitað að vinnu í 10 mánuði Sigþór Sigþórsson og Ingibjörg Þengilsdóttir eru tvö þeirra sem tóku þátt í námskeiðinu, sem haldið var í tengslum við Miðstöð fólks í atvinnuleit. Sigþór segist hafa verið að leita að starfí síðast- liðna tíu mánuði. Hann hafi sent út um 60 umsóknir og þar af hafí hann aðeins fengið fimm svör, þrjú þeirra neitanir og tvö viðtöl. „Ég hef unnið ýmis störf um ævina. Ég er vélvirki að mennt og ég hef t.d unnið í versl- un og í banka og ég er að leita að hveiju sem er og er ekki bund- inn við neitt sérstakt,“ segir Sig- þór. Hann segir að námskeiðið hafi hjálpað sér mikið og að hann hafi lært að vera mun jákvæðari. „Ég er alveg hættur að pirra mig á einhveijum smáatriðum eftir að ég byijaði á námskeiðinu. Þó að ég hafi verið atvinnulaus í þetta langan tíma hef ég haldið mér uppteknum og reyni alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. A námskeiðinu hef ég líka lært að ég get ekki breytt þessu ástandi og því verð ég bara að sætta mig við það,“ segir Sigþór og bætir því við að hann ætli að bjóða fjöl- skyldu sinni á svona námskeið við fýrsta tækifæri. Eykur jákvæðni Ingibjörg segist hafa séð nám- skeiðið auglýst þegar hún fór að stimpla sig og hafí strax látið skrá sig á það. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt námskeið og hefur hjálpað mér að vera já- kvæðari í samskiptum við annað fólk. Það myndi stundum ekki veita af því að fyrirtæki og stofn- anir sendu starfsfólk sitt á svona námskeið." Hún segist ætla að fara að starfa sjálfstætt í haust og að námskeiðið hafi gefíð henni mik- inn kjark, sem eigi eftir að auð- velda henni. „Við höfum lært mikið um okkur sjálf t.d. hvað við höfum, sem einstaklingar upp á að bjóða og hvemig við eigum að koma því í framkvæmd," seg- ir Ingibjörg. Gefur fólki aukið sjálfstraust Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit, segir að á með- an á námskeiðinu hafi staðið hafi fjórir fengið vinnu og þakki þeir námskeiðinu það. Hann segir að námskeiðið hjálpi tvímælalaust fólki, sem er í atvinnuleit, og það gefi fólki aukið sjálfstraust. „Það þarf að byggja upp einstaklinga, sem hafa misst vinnuna, vegna þeirra aðstæðna, sem eru í þjóðfé- laginu í dag. Við þurfum að sann- færa fólk að það sé ekki í þess- Morgunblaðið/Einar Falur Ánægð með námskeiðið SIGÞÓR Sigþórsson, Ingibjörg Þengilsdóttir og Ingólfur Guð- mundsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og er fyrir hönd prófastsins í Miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. ari aðstöðu af því að það sé óhæft svona námskeið geysilega þýð- heldur vegna þess að aðstæðum- ingarmikið fyrir fólk í atvinnu- ar hafí breyst. Þess vegna er leit,“ segir Guðmundur. Leiðbeinendur GUÐMUNDUR Einarsson framkvæmdastjóri Miðstöðvar fyrir fólk í atvinnuleit og Fanný Jónmundsdóttir leiðbeinandi á nám- skeiðinu. Þverá í Borgarfirði er sú á sem líklegust er til að ógna efsta sætí Norðurár um þessar mundir. Spurning hvað gerist í öðrum ám áður en yfir lýkur, en ef fram heldur sem horfir, fara Vopnafjarðarámar að toppnum. Forysta Norðurár er þó enn góð, í lok síðustu viku voru þar komnir um 700 laxar á land. Fiskur um alla á ... „Þetta er engin mokveiði, en það fiskast jafnt og þétt og það er físk- ur um alla á, eitthvað af fiski í flestum hyljum. Hér em engir fossar til að hindra gönguna og við búum að því. Verst hvað það hefur verið kalt að undanförnu. Nú er hins vegar sólin farin að skína og vonandi að þá hlýni eitt- hvað í vötnunum þar sem áin kem- ur upp,“ sagði Oli kokkur Hrút- fjörð við Þverá í vikulokin. Óli sagði laxinn yfírleitt vera 6 til 7 pund og fremur lítið væri nú af stærri laxi þó þeir veiddust af og til í bland. „Við erum að fá þá grálúsuga, alveg svarta," sagði Oli. Enn eru tveir 18 punda fískar stærstir, annar úr Þverá og hinn úr Kjarrá. Hér og þar... Óli kokkur við Þverá sagðist hafa frétt að óvenjulega mikill lax væri í Brennunni, þar sem Þverá sameinast Hvítá. „Bóndinn á Hamraendum hafði litið þar við og sagðist sjaldan hafa séð annað eins og þeir sem voru þar að veið- um voru í rokveiði,“ sagði Óli. Fyrstu laxarnir hafa veiðst í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, wn veiðin byijaði seint þarna vestra, en á móti kemur, að sjó- bleikjan hefur ekki látið á sér standa og hefur verið „íjölmenn". Treglega hefur gengið í Miðá í Dölum, sem oft gefur annars vel. Sagt er að dögum saman hafi áin verið mórauð vegna framgöngu Vegagerðarinnar sem hefur verið að sækja sér efni og farið þá með stórvirkar vélar í ána. Vonandi að fyrir slíkt taki þannig að veiði- menn geti notið sín á ný á bökkum Miðár. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar Hafði heimild til að lofa greiðslu fyrir myndirnar MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir að hann hafi talið sig hafa haft ótvíræða heimild með samþykki fjármálaráðherra til að lofa greiðslu fyrir þijár kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar sem menntamálaráðuneytið keypti til sýningar í skólum. Ráðherra segist hafa aðra skoðun á málinu en þá sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Taldi Hrafn mjög hæfan Varðandi skipun Hrafns Gunn- laugssonar í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva segir Ólafur að hann hafi talið Hrafn mjög hæfan mann í stöðuna. Þar sem Hrafn hafi ver- ið í launalausu leyfi frá Sjónvarp- inu hafi hann ekki talið að um hagsmunaárekstra yrðið að ræða. Hrafn hafi ekki verið skipaður í stjórnina vegna starfa sinna hjá Sjónvarpinu. Hins vegar segist menntamálaráðherra taka fullt mark á slíkri gagmýni og segir að komast verði hjá slíku með laga- setningu. Menntamálaráðherra segir enn- fremur að gera verði breytingar á úthlutun styrkja úr Kvikmynda- sjóði, þar sem hagsmunaaðilar til- nefni úthlutunarnefnd og þannig kunni að verða hagsmunaárekstr- ar. „Það þarf að endurskoða þessi lög um Kvikmyndasjóð svo hægt sé að koma í veg fyrir grun um hagsmunaárekstra sem þessa. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur starfandi nefnd, sem ég skip- aði sumarið 1991, til að skoða þessi mál og ég ítrekaði fyrir um mánuði í bréfí til nefndarinnar að þessum málum yrði flýtt. Ég hef fullan hug á að leggja tillögur um breytingar á lögum Kvikmynda- sjóðs fyrir Alþingi í haust,“ sagði Ölafur G. Einarsson. Bryndís óskar eftir fundi með ráðherra Bryndís Schram, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, segist hafa óskað í bytjun sumars eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða málefni sjóðsins, þá sérstak- lega hvemig úthlutunarnefnd er skipuð, en hún leitaði til lagastofn- unar Háskóla íslands í framhaldi af vandamálum og tortryggni sem upp komu við skipun úthlutunar- nefndar á síðasta ári. „Samkvæmt lögum skipar stjórn Kvikmynda- sjóðs úthlutunamefndina. Hugsan- lega geta orðið hagsmunaárekstrar undir slíkum kringumstæðum og því nauðsynlegt að breyta lögum sjóðsins til að koma í veg fyrir að slíkt gerist," segir Bryndís. Framkvæmdastjóri fái aukin völd Auk þess telur hún að æskileg- ast sé að framkvæmdastjóri sjóðs- ins beri meiri ábyrgð og fái aukin völd, en áður fyrr hafi fram- kvæmdastjóri m.a. átt mun meiri þátt í að velja styrkþega ásamt úthlutunarnefnd en nú er. Þá telur hún líka æskilegt að fá utanaðkom- andi og óháðan ráðgjafa til að vinna með handritshöfundum og sem tæki einnig tillit til markaðs- mála. Ströng skilyrði um hvernig styrknum sé eytt Bryndís segir ennfremur að þeir sem fái úthlutun úr sjóðnum verði í upphafi að skila greinargerð um gang verksins og nákvæmri kostn- aðaráætlun. Styrkþegar fái ekki allan styrkinn í einu og að fylgst sé vel með að öllum skilyrðum sé fullnægt. „Fólk gerir sér ekki allt- af grein fyrir því hversu dýrt það er að framleiða kvikmynd. Það getur verið 100 milljóna króna dæmi. Kvikmyndaframleiðendur fá líka oftast styrki úr fleiri en einum sjóði og þannig skilar sú upphæð sem þeir fá að heiman sér marg- falt til baka hingað heim. Ef mynd- in fær góða aðsókn þýðir það einn- ig tekjur í ríkiskassann og þar með meira fjármagn til kvikmynda- gerðar á íslandi," segir Bryndís. y 27. Idkvtka, 10.-11. Júlí 1993 | Nr. Leikur: Röóin: 1. Forward - GAIS i - - 2. HSnlchobn - Guimibc i - - 3. Jonserrd - Myresjö - X - 4. Landskrona - Kalmar 1 - - 5. MJalIby - Lund - - 2 6. Skövde - Oddev old - - 2 7. llddevalla - Elfsborg - - 2 & RapM Wien - Halnutad 1 - - 9. TreUeborg - SaarbrHcken 1 - - 10. Lausanne - Norrköplng - - 2 11. Malmð - B. Uerdingen 1 - - < 12. HScken - Slavia Prag - - 2 13. Silkeborg - Bochunt - X - HeUdarvinningsuppbæAln: 72 milljón krónur 13 réttir: r 1.015.630 J 12 réttir: i 16350 J kr. llrtítir: i 1370 J 10 réttir: i 410 J kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.