Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Risi í Keflavíkurhöfn Morgunblaðið/Bjarni POLAR Sea er stærsti ísbrjótur í heimi sem ekki er knúinn með kjarnorku. Stefnið er ávalt en skipverjar segja þá lögun betri en hvassa því minni líkur séu á því að skipið festist. Risaí sbij ótur við bryggju í Keflavík í brúnni DALE K. Bateman sjóliðsforingi kann ákaflega vel við sig um borð þó að starfið krefjist mikillar fjarveru að heiman. STÆRSTI ísbijótur í heimi, sem ekki er knúinn með kjarnorku, Polar Sea, lagðist að bryggju í Keflavík í gærmorgun. Keflavík verður síðasti viðkomustaður skipsins, sem á sunnudagsmorg- un heldur á hafsvæði við vestur- strönd Grænlands sem nefnist Polynya. Á þeim slóðum mun á fjórða tug vísindamanna frá ýmsum löndum gera víðtækar rannsóknir á hafinu, þörunga- gróðri og gróðurhúsaáhrifum. Skipverjar „Heimskautasjávar", sem er 13 þúsund tonn, um 140 metrar að lengd og tæplega 30 metrar á breidd, munu bjóða almenningi að skoða skipið á laugardag milli tólf á hádegi og fjögur. Sjóliðsforinginn Dale K. Bate- man fylgdi blaðamönnum Morgun- blaðsins um skip sitt, en það lagði úr heimahöfn sinni, Seattle, 10. júní síðastliðinn. Hann segir þessa ferð vera seinni hluta víðtæks rann- sóknarleiðangurs í norðurhöfum en í fyrra hafí það sigit á sömu slóðir og gert ýmsar forkannanir. Nú verði aftur á móti gerðar frekari rannsóknir og nákvæmari sem einkum lúti að miklum þörunga- gróðri á hafsvæðinu og áhrifum hans á hringrás kolvetnis og tengsl við gróðurhúsaáhrif. Polar Sea verður á siglingu í um mánuð um ísað haf við Grænland og mun eiga viðdvöl á íslandi aftur um miðjan ágúst. Að sögn sjóliðsforingjans er get- ur skipið brotist í gegnum allt að 7 metra þykkán ís. „Skipið er byggt með mjög ávalt stefni sem er mun hentugra en hvasst. Við stýrum skipinu upp á ísinn og undan þunga þess brotna ísalögin," segir Dale. Líkar lífið á sjónum Dale Bateman er einn yngsti yfírmaður á skipinu, aðeins 23 ára gamall. „Fyrir fímm árum hefði ég ekki ímyndað mér að ég ætti eftir að starfa sem sjóliðsforingi í banda- rísku strandgæslunni.“ En geta menn lifað heilbrigðu fjölskyldulífí í svona starfí? Dale segir að mikill minnihluti áhafnar sé fjölskyldumenn. „Ég veit að það er erfítt fyrir suma en allir láta sig hafa það.“ Sjálfur er hann ólofaður og segist njóta þess að geta ferð- ast hvert á land sem er. Dale hafnar því alveg að lífíð um borð á skipi sem þessu sem ferðist árið um kring sé tilbreyting- arsnautt. „Við gerum okkur margt til afþreyingar. Við höfum aðgang að stóru bókasafni og hér á skipinu er einnig ágætis líkamsræktarað- staða. Við horfum mikið á sjón- varp, spilum á spil eða köstum píl- um. Ekki má heldur gleyma körfu- knattleiksaðstöðunai en við leikum reglulega körfubolta á dekkinu. Það vill reyndar oft henda að við missum bolta í sjóinn. Það er aftur á móti ófrávíkjanleg regla þegar síðasti boltinn tapast, að hann er sóttur!" Stuðningsyfirlýsing‘ við Rannveigu Lára V. og Ólína skrifa ekki undir Á ANNAÐ hundrað alþýðuflokksmanna hafði í gærkveldi ritað und- ir stuðningsyfirlýsingu til Rannveigar Guðmundsdóttur um að hún gæfi kost á sér í varaformannsembætti flokksins. Til stóð að af- henda Rannveigu listann í gærkveldi en tekin var sú ákvörðun að halda áfram að safna stuðningsfólki og afhenda henni listann um hádegi í dag, föstudag. Þær konur sem stóðu fyrir tillögu um að konur sætu hjá í varaformannslgöri, Lára V. Júlíusdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, hyggjast ekki skrifa undir yfirlýsinguna. Þegar Morgunblaðið aflaði sér upplýsinga um undirskriftirnar í gærkveldi hafði Jóhanna Sigurðardóttir ekki heldur skrifað undir yfirlýsing- una en ekki er vitað hvort það er endanleg afstaða Jóhönnu. Margrét Björnsdóttir, formað- ur Félags fijálslyndra jafnaðar- manna, er meðal þeirra sem stað- ið hafa fyrir undirskriftasöfnun- inni. Margrét sagði að hún gengi mjög vel og mikið væri hringt á flokksskrifstofuna af fólki sem hefði áhuga á að hvetja Rann- veigu. „Ég veit að þetta er erfíð ákvörðun fyrir Rannveigu en ég vona að hún taki þessari áskorun," sagði Margrét. Óráðlegt að Rannveig fari fram Lára V. Júlíusdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sem flutn- ingsmaður tillögu um hjásetu í for- mannskjörinu gæti hún ekki skrifað undir yfírlýsingu sem gengi þvert á þá tillögu. Að óbreyttri stöðu sagðist hún ekki skrifa undir yfir- lýsinguna. „Ég ætla að láta Rannveigu í friði. Ég hef alltaf stutt Rannveigu heilshugar í hennar störfum hingað til og mun gera það hér eftir á ‘hvaða vettvangi sem hún beitir sér, en ég ætla ekki að beita hana þrýst- ingi í þessu máli,“ sagði Ólína Þor- varðardóttir. „Mér finnst þetta óeðlilegur þrýstingur og tel óráðlegt af Rannveigu að láta undan honum. Ég tel óráðlegt af henni að fara fram undir þessum kringumstæðum en ég treysti hennar dómgreind og mun áfram styðja hana,“ sagði Ólína. Borgey hf. auglýsir togara og báta til sölu Um 2.000 tonna kvóti fylgir með Liður í lækkun skulda um 800 milljónir kr. BORGEY hf. a Höfn í Hornafirði hefur auglýst togarann Stokksnes til sölu og bátana Hvanney og Lyngey en aðeins á að selja annan bátinn. Þessi skipasala er liður í margþættum aðgerðum fyrirtækis- ins í að lækka skuldir sínar um 800 milljónir króna. Skuldirnar námu rúmlega 1.200 milljónum um síðustu áramót en fyrirtækið fékk grejðslustöðvun til þriggja mánaða í síðasta mánuði og segir Halldór Árnason, framkvæmdasfjóri Borgeyjar, að tíminn verði nýtt- ur til nauðasamninga við lánardrottna, öflunar nýs hlutafjár og sölu á fasteignum. Með í kaupunum á togaranum getur fylgt allt að 1.200 þorskígild- istonna kvóti og með öðrum bátnum sem selja á getur fylgt allt að 900 þorskígildistonna kvóti. Halldór segir að ástæðan fyrir sölu á skip- unum nú sé hin mikla skuldsetning fyrirtækisins og leitað sé allra leiða til að lækka þær skuldir og hag- ræða í rekstri fyrirtækisins. Margþættar aðgerðir Halldór sagði að um væri að ræða margþættar aðgerðir til að létta á skuldastöðu fyrirtækisins og hagræða í rekstri. Fyrir utan skipa- söluna, nauðasamninga og öflun nýs hlutafjár megi nefna sölu á fasteignum til að sameina vinnsluna á einn stað í bænum og samhliða því beina framleiðslunni í frystingu en draga úr söltun og í síðasta lagi lengingu þeirra lána sem eftir standa. „Greiðslustöðvun okkar stendur til 14. september og við ætlum okkur að réyna að vera bún- ir að ljúka sem mestu af þessum aðgerðum fyrir þann tíma,“ segir Halldór. Vinnsla er nú í fullum gangi hjá Borgey en aðspurður um hráefnis- öflun í framtíðinni ef togarinn og annar bátanna verða seldir segir Halldór að fyrirtækið muni halda eftir 2.000 þorskígildistonna kvóta. „Við munum semja við aðrar út- gerðir um hráefnisöflun og leita á fiskmarkaði eftir hráefni í framtíð- inni,“ segir Halldór. í dag Flug__________________________ Flugskólum og nemum fækkar 4 iá Hvenærerhver Atvinnuleysi________________ Skyldusparnaður greiddur 16 Grænlandsjökull________________ Hitasveiflur rannsakaðar 21 Leiöari Hagstjórnartæki íþágu umhverfís- ins 22 Daglegt líf ► - Reynsluakstur Renault Safr- ane - Bíódagar Friðriks Þórs á Höfða - ganga að Galtarvita - orkuhvatinn - pöbbarölt í Dublin - eymapinnar varasamir - Þrjú íslensk hand- rit lánuð til Noregs ÞRJÚ íslensk handrit verða lánuð á handritasýningu í Þrándheimi í Noregi í september næstkomandi. Að sögn Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Árnastofnunar, verða það Landnáma, Gunnlaugssaga og Lárentíussaga. Sýningin er í tengslum við ár bókarinnar í Noregi. Ríkisstjómin samþykkti í vikunni að lána handritin, en Jónas segir að mjög strangar reglur séu um lán á handritum héðan. Hann segir að sérstakir sendimenn verði að fara með handritin, og aldrei megi flytja meira en þrjú í einu. Þá verður örygg- iskerfi að vera til staðar þar sem handritin eru geymd og einnig verð- ur að vera sérstök loftræsting og hitastig. Ekki má vera of mikil birta á handritunum og halda verður vörð um þau dag og nótt. Háar tryggingar eru á handritun- um og segir Jónas að aðstandendur sýningarinnar beri allan kostnað af tryggingum og flutningi. Hann segir að reynt sé að komast hjá því að lána handrit til útlanda, nema úm mjög sérstakar sýningar sé að ræða. Hann segir ennfremur að sér létti mikið þegar handritin komi aftur heim eftir slíkar sýningar. Jónas segir að auk handritanna verði pentaðar bækur frá íslandi á sýningunni svo sem Heimskringla Snorra Sturlusonar, Guðbrandsbiblía og Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar. Sýningin er haldin í nýlegu listiðnaðarsafni í Þrándheimi og hef- ur Jónas unnið að undirbúningi hand- ritasýningarinnar ásamt Jan Ragnari Hagland, prófessor í norrænum fræðum við Háskólann í Þrándheimi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.