Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 4
4 MÓRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Flugskólum og flug- nemum hefur fækkað NOKRURS samdráttar hefur orðið vart í flugkennslu síðustu misseri og samkvæmt upplýsingum frá Loftferðaeftirliti flugmálastjórnar hef- ur flugskólum og flugnemum fækkað nokkuð. Tomasz Tomczyk skóla- stjóri Flugmennta hf. segir prófgjöld alit of há og telur það eina ástæðu augljósrar fækkunar flugnema. Þessa samdráttar verður þó ekki vart í öllum skólum og Guðlaugur Sigurðsson hjá Flugtaki hf. segir að umtalsverð fjölgun hafi átt sér stað síðustu ár í sínum skóla á kostnað þeirra skóla sem hafa neyðst til að hætta starfsemi. Að sögn Lárusar Atlasonar deild- arstjóra flugrekstrardeildar loft- ferðaeftirlitsins hefur flugskólum með tilskildum kennsluréttindum fækkað nokkuð síðustu misseri. Þeir séu núna aðeins níu starfandi en voru til að mynda ellefu um síðustu áramót. í skýrslu loftferðaeftirlitsins fyrir árið 1992 kemur ennfremur fram að flugnemum fækkar verulega. Árið 1992 voru 48 flijgnemaskírteini gefin út en árið áður voru þau 77. Árið 1985 voru flest skírteini gefin út fyrir flugnema eða 145. Prófgjöld allt of há Skólastjóri flugskólans Flug- mennta, Tomasz Tomczyk, segist verða var við fækkun flugnema. Hann segir einkum tvennt valda því. Annars vegar hafi samdráttur í þjóð- félaginu orðið til þess að fólk leggi ekki í flugnám, sem sé í eðli sínu dýrt. Hins vegar segir hann próf- gjöld, skírteinisgjöld og önnur gjöld sem Flugmálastjórn ákveði ailt of há. Nú sé svo komið að kostnaður við próftöku nemi allt að helmingi heildarkostnaðar við flugnám. „Það er óþolandi hvemig flug- málastjóm nýtir sér einokunarstöðu sína en til að fá skírteini verður að taka próf hjá henni," sagði hann. Aðspurður sagði Tomasz rekstur skólans ganga þokkalega miðað við aðstæður. „Við höfum ákveðið að bæta ekki við ökkur vélum heldur nýtum við betur eldri vélar sem þeg- ar eru í notkun.“ Hann segir að sam- keppni á milli skóla gangi ekki leng- ur út á verðsamkeppni því að verðlag hafí staðið í stað síðustu ár. Hann telur skólana fremur reyna að bjóða upp á ýmsa þjónustu og nefnir sem dæmi að Flugmennt bjóði flugnem- um hagstæð lán í samstarfi við Landsbankann. Uppgangur hjá Flugtaki Guðlaugur Sigurðsson hjá Flug- taki hf. segir fyrirtæki sitt standa vel. „Hjá okkur hefur orðið umtals- verð fjölgun meðal flugnema síðustu þijú ár og ég áætla að þeim hafí fjölgað um 50%. Það er ljóst að við högnumst á kostnað þeirra skóla sem lagt hafa upp laupana en við urðum einir eftir á markaðinum hér í Reykjavík um tíma.“ Hann segir að talsverður hagnaður hafí verið á rekstri fyrirtækisins undanfarið en ástæður þess megi meðal annars leita í fjölgun útsýnis- og leiguflugs. VEÐURHORFUR I DAG. 16. JUU YFIRLIT: Norður af Melrakkasléttu er 1013 mb smálægð sem grynnist, en vestur af (rlandi er 993 mb lægð sem þokast norðnorðvestur. SPÁ: Austlæg átt, víðast 4-6 vindstig. Þokkalega bjart verður um land- ið vestanvert og inn til landsins fyrir norðan léttir heldur til. Þá verður skýjað að mestu með norðaustur- og austurströndinni og sums staðar lítilsháttar væta. Heldur hlýnar I veðri á landinu, en þó verður áfram 6-9 stiga hiti með norður og austurströndinni. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt. Skýjað og dálítil súld við austur- og suðausturströndina en víðast bjartviðri vestan- lands og í innsveitum norðanlands. Hlýnandi og verður hlýjast vestan- lands. HORFUR Á MÁNUDAG: Hæg norðlæg eða breytileg átt. Þokusúld á stöku stað við norðurströndina en annars yfirleitt léttskýjað. Áfram hlýtt í veðri nema á annesjum norðanlands og- austan. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. O Heiöskírt Léttskýjað Hálfskýjað / / / * / * * * * / / * / * * r r r r * r * * * Rigning Slydda Snjókoma FÆRÐA VEGUM: Skýjað Alskýjað v ^ ý Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrímar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka dig.. (Kl. 17.30 í geer) Greiðfært er um þjóðvegi landsins og flestir hálendi9vegir orðnir færir fjallabítum. Þó er enn ófært um Syðra-Fjallabak og um Nyrðra-Fjallabak milli Landmannalauga og Eldgjár, Gæsavatnaleið og leiðirnar frá Sprengi- sandi til Skagafjarðar og Eyjafjarðar eru ófærar. Einnig er leiðin lokuð um Stórasand og um línuveginn við Hlööufeli. Víða er unnið við vega- gerð, og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlt! veður Akureyri 9 alskýjað Reykjavfk 14 skýjað Bergen 18 hálfskýjað Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssarssuaq 8 aiskýjað Nuuk 4 þoka Osló 17 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 27 heiðskfrt Amsterdam 17 rignlng Barcelona 26 léttskýjað Berlfn 17 alskýjað Chicago 19 léttskýjað Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 19 rigning Glasgow 17 skýjað Hamborg 17 skýjað London 19 rigning tosAngeles 18 skýjað Lúxemborg 17 skúr Madríd 33 léttskýjaö Malaga 26 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt Montreal 19léttskýjað NewYork 25 skýjað Orlsndo 24 lénskýjeð París 22 skýjað Madelra 20 8kýjað Róm 25 heiðskírt Vfn 20 skúr Washington 27 mistur Winntpeg vantar Ný rödd svarar í 04 „FJÓRTÁN þrjátíu og einn tuttugu" voru fyrstu orð hinnar nýju tal- klukku Pósts og síma eftir að hún var tekin í notkun í gær. Geir Ragn- arsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, sést hér gefa tölvu skipun svo rödd Ingibjargar Bjömsdóttur leikkonu, sem stendur til hliðar við Geir, taki við af rödd Sigríðar Hagalín leikkonu, sem stjórnað hefur tíma landsmanna síðastliðin 30 ár. Nýja talklukkan er mun nákvæmari en hin gamla að sögn Geirs og á að endast betur. Fangelsi í 4 ár fyrir nauðgun og fleiri afbrot JÓN GESTUR Ólafsson, 24 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmd- ur til fjögurra ára fangelsisvistar af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga 16 ára stúlku á hrottalegan hátt. Hann er einnig dæmdur til að greiða stúlkunni fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur. Einnig var Jón Gestur dæmdur til að greiða 29 aðilum tæplega hálfa milljón króna vegna þjófnaða, skjalafals og fjársvika. Aðdragandi nauðgunarmálsins var sá að stúlkan var á ferð í miðbæn- um aðfaranótt 9. janúar sl. Um þijú- leytið um nóttina var stúlkunni boðið í samkvæmi ásamt vinkonu á heim- ili hins dæmda og var þar saman komið fleira ungt fólk. Er leið á nótt- ina tíndist fólkið burt og varð stúlkan ein eftir í íbúðinni ásamt húsráð- anda. Hún bar að hann hefði haft í hótunum við sig,,dregið síðan fram stóran hníf og lagt hendur á sig. Stúlkan reyndi að beita fortölum og stóð í stimpingum milli þeirra dijúga stund áður en hann kom fram vilja sínum. Hinn dæmdi sofnaði að því loknu og komst stúlkan þá út úr húsinu. Averkar Kona sem var að skafa snjó af rúðum bifreiðar sinnar vitnaði fyrir rétti að stúlkan hefði komið hlaup- andi til sín berfætt í snjónum og klædd buxum og skyrtu einum fata. Hún sagði að stúlkan hefði verið í miklu uppnámi og útgrátin. Við læknisskoðun reyndist stúlkan hafa hlotið áverka m.a. á öxlum og hálsi. I niðurstöðu dómsins segir að ákærði hafi frá upphafi neitað sakar- giftum. Frásögn hans um atburðarás sé hins vegar ótrúverðug gegn fram- þurði stúlkunnar, sem gefið hefði greinargóða skýrslu og verið sjálfri sér samkvæm í meginatriðum. Fram- burður allra vitna og læknisrannsókn þykir einnig staðfesta frásögn stúlk- unnar. Hrottafengið afbrot Maðurinn var einnig ákærður fyr- ir fjölda annarra afbrota, einkum auðgunarbrota. í dómsorði segir, „Við ákvörðun refsingar er litið til sakaferils ákærða, sem tvívegis áður hefur verið sakfelldur fyrir ofbeldis- verknað, svo og hins hrottafengna brots hans gegn stúlkunni, sem var aðeins 16 ára, en ákærða vár um aldur hennar kunnugt." Financial Times um Böm náttúmnnar ÞokkafuH kvikmynda- taka og góður leikur KVIKMYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, fær í gter, fimmtudaginn 15. júlí, lofsamlega dóma í kvikmyndadálki Financial Times, þar sem einnig er fjallað um nýjustu mynds Stev- ens Spielbergs, Jurassic Park, og einkum er leik og kvikmynda- töku hrósað. Gagnrýnandi blaðsins, Stephen Amidon, lýsir söguþræði myndar- innar stuttlega, lofar fegurð ís- lenskrar náttúru. Síðan segir: „Leikstjórinn og handritshöfund- urinn [Friðrik Þór] Friðriksson hefur sett saman margslungna, oftlega hrífandi mynd um fólk sem neitar að stíga hljóðlega inn í heim- skautanóttina. Með þokkafullri kvikmyndatöku' og góðum leik tekst Bömum náttúrunnar að sneiða hjá því að útmála gamla fólkið sem sæta nöldurseggi." Gagnrýnandinn kvartar þó yfir því að leikstjóranum mistakist að „slá samfelldan tón á tilfinninga- sviðinu", og fari of geyst á milli ólíkra stemmninga. Hann kveðst einnig myndi hafa notið kaldrana- legrar fegurðar Iandslagsins meir ef stafsetningarvillur hefðu verið færri í textun myndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.