Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 13 leggja manni að beijast til þrautar með aðra höndina bundna fyrir aft- an bak. Skýrslur Seðlabanka íslands eru sama marki brenndar að nokkru leyti, þótt verksvið hans sé að vísu þrengra en Þjóðhagsstofnunar. Það er til að mynda eftirtektarvert, að Seðlabankinn skuli nú vera nýbúinn að staðfesta eina gengisfellinguna enn án þess að segja svo mikið sem eitt orð um það, að hægt væri að koma í veg fýrir aukna verðbólgu af völdum gengisfellingarinnar með því til dæmis að liðka fyrir ódýrum innflutningi til mótvægis. Samt er það ein höfuðskylda Seðlabankans samkvæmt lögum að stuðla að stöð- ugu verðlagi í landinu. í frumvarpi til nýrra laga um Seðlabankann, sem hefur verið lagt fram til kynn- ingar á Alþingi, er einmitt ráðgert að herða þessa lagaskyldu. í þessu felst skýr skylda til þess að mæla með ráðstöfunum, sem duga til að halda verðbólguáhrifum gengisfell- ingar og aukinnar skuldasöfnunar í skefjum. Þessa skyldu hefur Seðla- bankinn vanrækt með því að stað- festa gengisfellingu án þess að sýna nokkur merki þess að hafa reynt að veita nauðsynlegt aðhald til mótvægis. Og þannig virðast ríkisstjómar- flokkamir ætla að hafa það áfram. Á sama tíma og ríkisstjómir ná- lægra landa leggja mikla áherzlu á að auka sjálfstæði seðlabanka gagnvart stjórnvöldum, einmitt til að bankarnir geti gefið gagnleg og óvilhöil ráð og veitt stjómmála- mönnum heilbrigt og trúverðugt aðhald í peningamálum og gengis- málum, sitja nú þrír flokksmenn og fyrrverandi ráðherrar í bankastjórn Seðlabanka íslands í fyrsta skipti í sögu bankans, þótt einn þeirra sé að vísu reyndur og mikils metinn hagfræðingur. Að svo búnu virðist ekki vera mikil von til þess, að Seðlabankinn geti veitt stjómmála- mönnum nokkurt umtalsvert aðhald á næstu ámm. Höfundur er prófessor í' Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands. in hefur skipað nefnd hinna hæf- ustu manna til þess að athuga vaxtamyndunina í landinu. En ósköp þótti mér það lágreist mark- mið hins nýja viðskiptaráðherra að raunvextir ættu að lækka á ein- hveijum tíma um eitt prósentustig!! — Það sér hvert mannsbam að slík smánarlækkun dugar ekki, til þess að knýja atvinnulífíð úr sporunum og létta skuldabyrði heimilanna. Við þurfum að stefna að mun meiri raunvaxtalækkun, helst ekki minna en 3% á hausti komanda. Og til þess eru tvímælalaust allar efna- hagslegar forsendur. ' Þær ágætu efnahagsráðstafanir sem ríkisstjórnin greip til um síð- ustu mánaðamót voru alls góðs maklegar. En það vantar enn punktinn yfír i-ið. Það glittir ekki enn í vaxtalækkunina. Efnahags- ráðstafanirnar sem gripið var til voru því ágætis skref, — en bara ekki nógu stórt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. í HÁDEGINU ALLA DAGA BORÐAPANTANIRÍ SÍMA 25700 Við seljum •• anægju, oryggi og vellíðan ''' ' h/ / Pað er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin loftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á við að vera vel búinn úti í náttúrunni. Þetta er ekkert pjatt. Maður líður áfram á góðum gönguskóm og þreytist mun minna. Þeir verða vinir manns. Matarlystin, maður! Það er svo gott að borða! Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu. " Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala um í Skátabúðinm þvi þeir hafa reynsluna. Svo kom verðið mér verulega á óvart. Já, já, ég veit að ég mátti ekki heyra minnst á útilegu en svo þegar maður kynnist þessu þá verður útiveran hluti af lífsstílnum. Bakpoki er ekki það sama og bakpoki. Það er málið. Þetta þarf allt að vera létt, || I traust, óruggt og einfalt. Sumum leiðist í rigningu en mér \ finnst ekkert betra en hola mér t ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I og láta rigninguna sem fellur / á tjaldhimininn svæfa mig. 7 -SKAW< FRAMlfR. Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 Póstsendum samdægurs. Biðjið um mynda- og verðlista okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.