Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 17 Lj ósmyndamaraþon áhugalj ósmyndara FÉLAG íslenskra áhugaljósmyndara gengst fyrir 12 klukkustunda — og 24 mynda — ljósmyndamaraþoni á morgun, laugardaginn 17. júlí. Keppni þessi verður árlegur viðburður í framtíðinni. „Markmiðið er að sem flestir taki þátt og hafi gaman af,“ sagði Halldór Kolbeins formaður félagsins. Ljósmyndamaraþonið hefst á morgun, laugardaginn 17. júlí, á hádegi og lýkur á miðnætti. Mara- þonið hefst við höfuðstöðvar félags íslenskra áhugaljósmyndara í Síðumúla 33, bakhúsi. Keppendur fá 24 mynda filmu í hendur og verður sett fyrir 12 verkefni eða þemu sem verður að ljúka á sex tímum, en þá verða næstu 12 verk- efni afhent. Þau verkefni verða svo leyst, þ.e.a.s. á filmu fest, á næstu sex tímunum en keppninni lýkur kl. 12 að miðnætti. Fyrir alla Halldór Kolbeins, formaður fé- lags íslenskra áhugaljósmyndara, sagði Morgunblaðinu að öllum væri heimil þátttaka og tók skýrt fram að ekki væru gerðar neinar sérstakar kröfur um tækjakost þátttakenda. „Markmiðið er að sem flestir taki þátt og hafi gam- an af.“ Formaðurinn sagði einnig að í keppni sem þessari væri það oft hugmyndaauðgi og ímyndun- arafl sem kæmi fólki lengra en mikil þekking á tækjum og tólum. Áfengis varnaráð Nokkur atriði um Verðlaun og viðurkenning Halldór Kolbeins gat þó ekki leynt því að verðlaunin í þessu ljós- myndamaraþoni væru veglegur tæknibúnaður; ljósmyndavél af gerðinni Canon EOS-5, en einnig yrðu veittar viðurkenningar fyrir bestu úrlausn á hveiju verkefni fyrir sig. Formaður félags ís- lenskra áhugaljósmyndara greindi frá því að bestu úrlausnimar yrðu sýndar á verðlaunaafhendingu í ' Háskólabíói en tímasetning henn- ar yrði auglýst síðar. Halldór hvatti alla sem á myndavél gætu haldið til að skrá sig hið fyrsta í maraþonið í húsa- kynnum Félags íslenskra áhuga- ljósmyndara í Síðumúla 33, bak- húsi. Einnig væri hægt að skrá sig í síma 91-811405 þar til keppni hæfist. Hann vildi ekki láta þess ógetið að nokkrir aðilar hefðu styrkt þessa keppni. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar, Bylgjan fm 98,9, Express litmynd- ir, Hans Petersen hf. og Morgun- blaðið. einkasölu á áfengi Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá Áfengisvarnar- áði: Áfengi er eina vímuefnið sem lögum samkvæmt er heimilt að neyta hér á landi. Önnur slík efni eru bönnuð, einkum af heilsufars- legum, félagslegum og efnahags- legum ástæðum. Því liggur í aug- um uppi að hafa verður stjórn á dreifingu þess og meðferð eftir því sem kostur er. Grundvallaratriði norrænnar áfengismálastefnu er að takmarka einkagróða af sölu og annarri dreifingu áfengis. Kaupsýslumenn ýmsir, áfengis- veitingamenn og ýmiss konar braskarar aðrir vilja hirða gróðann af áfengissölunni en taka ekki meiri þátt í gífurlegum kostnaði þjóðfélagsins vegna áfengistjóns en aðrir skattborgarar — jafnvel minni. Hvergi á Norðurlöndum er drykkja jafn mikil og i Danmörku og á Grænlandi. í þeim löndum er ekki áfengiseinkasala. Addiction Research Foundation (ARF) í Tórontó í Kanada er virt- asta rannsóknarstofnun heims í vímuefnamálum. Hún leggur ein- dregið til að los varðandi sölu og aðra dreifingu áfengis verði ekki aukið. Hvergi er jafn auðvelt sem í Bandaríkjunum að rannsaka mun- inn á afleiðingum mismunandi skipulags á áfengisdreifingu þar eð sum ríkin búa við svokallað frelsi í sölu áfengis en önnur hafa einkasölukerfi líkt og Norðurlönd, önnur en Danmörk. í aldarfjórðung hafa vísinda- menn vestra fylgst með breyting- um á áfengissölu í 48 ríkjum. Nið- urstaðan er: A. Ríkiseinkasala dregur úr neyslu. Einkahagsmunir í sam- bandi við dreifingu áfengis valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella. Hvort tveggja stafar af því að opinberir aðiljar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðiljar engar skyldur. B. Fjöldi dreifingarstaða hefur áhrif á neysluna. C. Þvi lægri sem lögaldur til áfengiskaupa er þeim mun yngri byija unglingar eða börn að neyta þessa vímuefnis. D. Verðlagning hefur áhrif á neysluna. í tveim ríkjum vestra, þar sem er einkasala, Iowa og Vestur- Virginíu, var gerð tilraun með að leyfa sölu veikra vína og bjórs í ákveðnum matvörubúðum. Það var ekki einungis að vín- og bjór- drykkja ykist heldur og heildar- neysla áfengis. I Vestur-Virginiu jókst víndrykkjan um 48% og í Iowa um 93%. í árslok 1988 var áfengiseinka- sala lögð niður í Póllandi og hafði hún þá verið við lýði í 70 ár eða nánast frá því að Pólveijar fengu sjálfstæði eftir heimsstyijöldina fyrri. Einkavæðingin hefur haft það í för með sér að tjón vegna áfengisneyslu hefur aukist stórum — enda tæpast nokkur stjórn á áfengisdreifingu síðan og smygl, brugg og svartamarkaðssala fram- leiðenda hafa siglt í kjölfarið. Milli áranna 1988 og 1991 fjölg- aði innlögnum á sjúkrahús vegna geðveiki af völdum áfengisneyslu um 50%. Einstaklingum, sem háðir eru neyslu áfengis, fjölgaði um 15%. Dauðsföllum af völdum skorpulifr- ar um 18% og umferðarslysum tengdum drykkju um 27%. Aætlað er að tekjur ríkissjóðs af áfengissölu hafi dregist saman um 50%. Norðurlandamenn, Finnar, Norðmenn, Svíar og íslendingar, hafa látið bóka í viðræðum um Evrópska efnahagsvsæðið að þeir áskilji sér rétt til að halda einka- sölu á áfengi. Þar komi til heil- brigðissjónarmið og velferð þjóð- anna. Kaupmenn væru ekki ginn- keyptir fyrir að flytja inn og selja áfengi ef þeir ættu þar ekki gróða- von og þegar um áfengissölu er að ræða gjalda skattborgarar reikninginn. Svindl með bílnúm- er eru fremur fátíð • Morgunblaðið/Kristinn Hugrnynd að ljósmynd HALLDÓR Kolbeins segir ímyndunaraflið ráða mestu um árangur í ljósmyndamaraþoni. BÍLEIGANDI á Suðurnesjum víxlaði númerum af fólksbíl yfir á afdankaðan vörubíl fyrir skömmu. Fljótlega komst upp um athæfið og tók lögreglan I Keflavík númerin af bilnum. Ekki er mikið um að númerum sé víxlað milli bifreiða og mjög sjaldgæft að slík svik komi í Ijós við skoðun hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. Eigandi Suzukibifreiðar á Suðurnesjum víxlaði númerum af henni yfir á Benz vörubifreið sem hann hafði fengið fyrir lítið. Bif- reiðin hafði staðið númeralaus í Garði í allan vetur og var framseld til Gerðahrepps í heinsunarátaki fyrir skömmu, sem framseldi hana svo viðkomandi manni. Vegfarandi í Keflavík gerði lögrelunni þar við- vart er hann sá skijóðinn á númer- um í Keflavík og komst þá upp hvernig í pottinn var búið. Viðkom- andi maður fær sekt fyrir athæfið. Að sögn lögreglu í Keflavík er mjög sjaldgæft að númerum sé víxlað á Suðurnesjum, enda fljótt að komast upp í fámennum byggð- arlögum eins og þetta dæmi sýnir. -----------»-».----- Smábátur í erfiðleikum SMÁBÁTI hlekktist á við mynni Patreksfjarðar á þriðjudag er Ieki kom að kælivatnsinntaki. Einn maður var um borð og var honum bjargað af sökkvandi bátnum. Lögreglan á Patreks- firði hefur málið til rannsóknar og munu sjópróf fara fram innan skamms. Báturinn, sem heitir Hanna Kristín HF-44 og er Sómaplastbát- ur, var um 22 sjómílur vestur af Blakknesi við mynni Patreksfjarðar á þriðjudag. Að sögn Theodórs Kristins Erlingssonar, eiganda bátsins, fór kælivatnsinntak að leka og komst mikill sjór í bátinn. Theodór kvaðst aldrei hafa verið í hættu því Garri BA hefði verið við hliðina á honum og skaplegt veður þegar lekinn kom að bátnum. Veðrið fór hins vegar versnandi og voru komin fimm vindstig þegar Gyllir ÍS dró bátinn til hafnar. Theodór sagði ljóst að tjón hefði orðið á siglingatækjum en vél reyndist í lagi og handfæravindur töpuðust ekki. Skrokkur bátsins skemmdist er hann var dreginn til háfnar og er hann jafnvel ónýtur. Theodór taldi að tjónið yrði bætt af tryggingum. Málið fer fyrir Hér- aðsdóm ísafjarðar á næstunni. Fyrsta bílabíóið í borginni Afgreiðslufólk á hjólaskautum FYRSTA bílabíóið í borginni verður opnað um miðjan næsta mán- uð. Það verður á bílaplaninu við Miklagarð og mun taka um 200 bíla í einu. Til að þjónusta gesti bíósins verður afgreiðslufólk sem fer um á hjólaskautum og að sögn Arndísar Kristjánsdóttur talsmanns þessa fyrirtækis verður reynt að skapa hina réttu stemmningu í kringum bíóið. Arndís segir að stefnt sé að því að hafa bíóið opið frá miðjum ág- úst og fram í miðjan september og að hljóði þeirri kvikmynda sem sýndar eru verði útvarpað á sér- stakri útvarpsrás þannig að gestir, heyra það í útvarpstækjum bifreiða sinna. Ekki sýnt í rigningu Áformað er að hafa tvær sýning- ar á hveiju kvöldi en ef rignir munu sýningar falla niður. Arndís segir að áætlanir geri ráð fyrir 15 sýningarkvöldum þann mánuð sem bíóið verður opið. Hvað myndir varðar segir Arndís að kvikmynda- húsin hafí verið mjög jákvæð í garð aðstandenda bíósins en ætlun- in er að sýna ýmsar gamlar kvik- myndir sem teljast klassískar bíla- bíómyndir eins og Grease, Sat- urday night fever og Pyscho. Verð aðgöngumiða verður svipað og ger- ist í öðrum kvikmyndahúsum. Nafnið á hinu nýja bíói verður einfaldlega Bílabíó. UTSALA -íerra- GARÐURINN Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.