Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 20
20
Blóðug átök Króata
og múslima í Mostar
„Serbar fylgjast með úr hæðunum líkt og á knattspyrnuleik“
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. JULI 1993
Söngleikjahátíð
á Manhattan
ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman á Times Square í New York í
fyrradag til að hlýða á lög úr ýmsum þekktum söngleikjum sem sett-
ir hafa verið upp á Broadway, svo sem „Tommy“, „Gæjum og píum“
og „Cats“. Myndin var tekin þegar um 300 kílóum af mislitum papp-
ír rigndi yfír fólkið.
Zagreb, Belgrad. Reuter.
SVEITIR múslima hófu í gær stórfellda árás á Króata í
borginni Mostar í Bosníu. I borginni búa um 125 þúsund
manns og hafa jafnt múslimar sem Króatar gert tilkall til
hennar. Veso Vegar talsmaður varnarmálaráðs Króatíu
sakaði múslima um að nota Króata sem skjöld í orr-
ustunni. Óbreyttir borgarar hefðu verið reknir að víglín-
unni svo Króatar þyrðu ekki að svara fyrir sig. Hann sagði
að algert öngþveiti ríkti í borginni, og árás múslima væri
gerð af fullum krafti. „Serbar fylgjast með úr hæðunum
umhverfis líkt og á knattspyrnuleik."
Serbar í Króatíu skutu í gær og fimm kílómetra íjarlægð.
fýrrakvöld á borgina Karlovac þar
í landi og særðust átta manns.
Spenna jókst milli Serba og Króata
er hinir síðamefndu tilkynntu að
þeir ætluðu að opna að nýju flug-
völlinn í Zadar og Maslenica-brú
þar í nágrenninu sem er afar mikil-
vægt samgöngumannvirki milli
Zagreb og Dalmatíustrandar.
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) segja að slíkt sé brot á sam-
þykktum samtakanna.
Talsmaður friðargæslusveita SÞ
í Bosníu sagði bardagana í kringum
Mostar vera mjög harða og að þeir
hefðu borist allt til bæjarins Caplj-
ina, sem er 20 kílómetra suður af
Mostar, rétt við landamæri Króatíu
og Bosníu.Talsmaðurinn sagði SÞ
hafa áhyggjur af því að átökin
gætu orðið til að trufla ferðir bíla-
lesta með hjálpargögn en þær
leggi'a af stað frá bænum Metkovic
í Króatíu, sem er einungis í um
Þá sagði hann að fregnir hefðu
borist af því að sveitir króatíska
hersins hefðu haldið yfir landamær-
in til Bosníu til að aðstoða Bosníu-
Króata í átökunum. „Ég veit hins
vegar ekki um hve marga hermenn
er að ræða og ekki heldur hvort
að þeir eru í Bosníu sem ráðgjafar
eða til að beijast," sagði talsmaður-
inn.
Króatíustjórn hefur ávallt neitað
þvi að sveitir hennar aðstoði Króata
í Bosníu.
Samkvæmt heimildum innan
Sameinuðu þjóðanna hafa Króatar
í Mostar rekið múslimskar konur
og börn frá borginni og haldið
mönnum á herskyldualdri föngnum.
Er talið að allt að tólf þúsund manns
hafi orðið að yfírgefa borgina frá
í maí. Varð fólkið að ferðast að
nóttu' til þar sem leyniskyttur sitja
um allar leiðir frá borginni. Þá hafa
fulltrúar Króata í Mostar lýst því
Harður ágreiningxtr um hemaðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu
ítalir íhuga heimkvaðn-
ingu fríðargæsluliða sinna
Róm. Reuter.
CARLO Azeglio Ciampi, forsætisráðherra Italíu, krafðist
þess í gær að embættismenn Sameinuðu þjóðanna skil-
greindu hlutverk ítölsku hersveitanna í Sómalíu og gaf til
kynna að ella gæti svo farið að þær yrðu kallaðar heim.
Mikil reiði greip um sig á Italíu vegna tilkynningar frá
embættismönnum Sameinuðu þjóðanna í New York þess
efnis að umdeildur yfirmaður ítölsku hermannanna, Bruno
Loi hershöfðingi, yrði sendur heim.
Ciampi sagði í ræðu á ítalska
þinginu að stjómin vildi skýringar
á hlutverki hermannanna í Sómal-
íu og kvað það „frumskilyrði fyrir
veru þeirra í landinu". Orð hans
voru túlkuð svo að til greina kæmi
að kalla hermennina heim.
Beniamino Adreatta, utanríkis-
ráðherra Ítalíu, sagði hins vegar
að deilan um hemaðaraðgerðir
friðargæsluliðs Sameinuðu þjóð-
anna í Sómalíu kallaði ekki á
heimkvaðningu hermannanna.
Hann sagði að stríðsherrarnir í
þessari fyrrverandi nýlendu Italíu
myndu breyta landinu í „slátur-
hús“ ef erlendu hersveitirnar fæm
þaðan.
„Óþolandi" ófrægingarherferð
Andreatta sagði að embættis-
menn Sameinuðu þjóðanna hefðu
hafið „óþolandi“ ófrægingarher-
ferð gegn Loi hershöfðingja, sem
er sakaður um að virða yfirstjóm
Sameinuðu þjóðanna að vettugi
og hlýða aðeins skipunum frá
Róm.
Deilan snýst um hvort friðar-
gæsluliðið eigi að halda áfram
hernaðaraðgerðum til að handtaka
sómalska stríðsherrann Mohamed
Farah Aideed, sem er sakaður um
að bera ábyrgð á árás á friðar-
gæsluliða 5. júní sem kostaði 24
Pakistani lífið. ítalska stjómin tel-
ur að hernaðaraðgerðirnar hindri
friðarviðræður og Ciampi sagði
að hér væri um að ræða „hernað-
aríhlutun sem er næstum orðin
markmið í sjálfu sér gegn vilja
hermannanna sjálfra". ítalskir
stjómarandstöðuflokkar hafa
hvatt stjórnina til að kalla her-
mennina heim Iáti friðargæsluliðið
ekki af aðgerðunum.
Fabio Fabbri, varnarmálaráð-
herra Ítalíu, sagði að ítalir væm
fylgjandi markmiðum friðargæsl-
unnar, meðal annars takmörkuð-
um hernaðaraðgerðum til að koma
hjálpargögnum til nauðstaddra
Sómala og að stuðlað verði að við-
ræðum milli hinna stríðandi fylk-
inga. Hernaðaraðgerðimar að
undanförnu torvelduðu hins vegar
þetta starf.
yfir í vikunni að þeir séu með 3.000
múslímska karlmenn í haldi til að
þeir geti ekki aðstoðað trúbræður
sína í átökunum. Um leið og bar-
dagarnir hjaðni verði þeim hins
vegar sleppt.
Múslimskum friðargæsluliðum
hafnað
Radovan Karadzic, leiðtogi Bos-
níu-Serba, hafnaði í gær tillögum
um að friðargæsluliðar frá íslams-
trúarríkjum verði sendir til Bosníu.
Ríki múslima hafa boðist til að
senda 17 þúsund friðargæsluliða til
að veija griðarsvæði múslima í
Bosníu. Meðal annars hafa íranir
boðist til að senda tíu þúsund menn.
Karadzic sagði að ef múslimskir
friðargæsluliðar kæmu til landsins
yrði litið á þá sem óvini.
Um níu þúsund friðargæsluliðar
eru nú í Bosníu og em flestir þeirra
frá Vesturlöndum. Þó er sveit egyp-
skra friðargæsluliða í borginni
Sarajevo.
ERLENT
Reuter
Amma
Díönu
jarðsett
KARL Bretaprins og Díana
prinsessa létu ekki skilnað
þeirra fyrir sjö mánuðum
aftra sér frá því að mæta
saman á útför konunnar sem
sögð er hafa komið því til
leiðar að þau kynntust. Þessi
kona er lafði Fermoy, amma
Díönu, sem lést í vikunni sem
leið, 84 ára að aldri. Lafði
Fermoy var náin vinkona og
hirðdama ömmu prinsins,
Drottningarmóðurinnar, í 30
ár.
Gullleit í
Grænlandi
Kaupmannahöfn. Frá Nils J. Bruun,
fréttaritara Morgunblaösins.
TUTTUGU bandarískir jarðvís-
indamenn komu í vikunni til Græn-
lands þar sem þeir munu leita að
gulli næstu tvo mánuðina á svæð-
inu umhverfis bæinn Nanortalik.
Hafa fyrirtækin, Atlas og Cypras
Greenland, varið um 10 milljónum
danskra króna til rannsóknanna.
Forstjóri breska ríkisútvarpsins svarar gagnrýni
„BBC í vemduðu umhverfí“
London, Birmingham. The Daily Telegraph.
JOHN Birt, forstjóri ríkisútvarps/sjónvarps í
Bretlandi, BBC, svaraði í vikunni gagnrýni starfs-
manna á stjórnunarstíl hans og sagði að óhjá-
kvæmilegt hefði verið að hrista upp í stofnuninni
með róttækum aðgerðum. Ósanngjarn laumu-
áróður hefði svert þá umbótastefnu sem nú væri
fylgt og Birt hvatti starfsmenn til að slíðra sverð-
in og vinna heils hugar að breytingunum.
Birt sagði að stjórn stofnunarinnar skildi vel að
framundan væri geysilegt starf við að sannfæra
starfsmenn um gildi breyttra starfshátta en BBC
hafi með tímanum orðið að ósveigjanlegri stofnun
þar sem reksturinn væri í anda sovéskrar miðstýring-
ar. „Gullnu árin“, þegar BBC hafi ekki þurft að horf-
ast í augu við veraleikann, væru liðin.
Mark Tully, sem verið hefur um tuttugu ára skeið
fréttaritari BBC á Indlandi, fullyrti á þriðjudag á
ráðstefnu um ljósvakamiðla að starfsmenn stofhunar-
innar væru nú orðnir eins og hræddar mýs. Litið væri
á forstjórann eins og hinn alvalda Stóra bróður sem
er með nefið niðri í hvers manns koppi. „Stjórnunarst-
íll Johns Birts hefur verið sagður í anda Stalíns og
uppgerðar-Ienínisma," sagði Tully.
Gegn Thatcher-stefnu
Birt hefur lagt áherslu á að efla kostnaðarvitund
og samkeppnisanda starfsfólks en mestum vanda
hefur það valdið að framlög hafa verið skorin niður
til ýmissa deilda. Forstjórinn segist vita eftir að hafa
rætt við Tully, sem er 58 ára gamall, að hann sé
andvígur þeim breytingum í átt til markaðshyggju
sem orðið hafi á rekstri stofnana og fyrirtækja í
Bretlandi undanfarin ár Thatcher-stefnunnar. Það sé
á hinn bóginn gagnslaust fyrir BBC að ætla að reyna
að hundsa þær.
Birt viðurkennir að stefna hans hafi valdið óvissu
og ýmsum þjáningum en hjá því verði ekki komist.
Breytingar séu erfíðar. Eigi BBC að lifa af verði stofn-
unin að búa sig undir harðari samkeppni ekki síst á
alþjóðavettvangi en alþjóðlegur fréttaflutningur BBC
hefur í marga áratugi notið virðingar og verið talinn
fyrirmynd hvað snerti áreiðanleika.