Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 16.07.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 21 Bhutto þjarmar að sljórn Pakistans HERMENN voru í gær með mikinn viðbúnað í Islamabad í Pakistan eftir að stjórnarandstöðuleiðtoginn Benaz- ir Bhutto hafði lýst því yfir að hún myndi ganga til höfuðborgarinnar í dag ásamt tugþúsundum stuðnings- manna sinna til að steypa stjórninni. Aðstoðarmaður hennar sagði þó síðar um daginn að hún hefði hætt við gönguna þar sem stjórnin hefði orðið við kröfum hennar. Bhutto hafði krafist þess að stjórnin boðaði til kosninga og segði af sér. Myndin er af hermönnum á eftirlitsferð um borgina í gær. Nýtt hneykslismál innan Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu Aðstoðarbankastjóri knúinn til afsagnar SKÖMMU eftir að Jacques Attali, yfirmað- ur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD), varð að láta af störfum hefur nú aðstoðarbankastjórinn, Þjóðverjinn Manf- red Abelein, einnig neyðst til að hætta hjá bankanum. Ástæðan er vafasöm viðskipti hans í austurhluta Þýskalands. í dag kemur út skýrsla um starfsemi bankans sem end- urskoðendur hafa unnið að undanfarna tvo mánuði. Hitasveiflur rannsakaðar á Grænlandsjökli Við lifum okkar einu mögulegu tið „MANNKYNIÐ hefur byggt upp merkilegt samfélags- og hagkerfi á tímabili sem er að öllum líkindum það eina í allri jarðsögunni sem slíkt kerfi hefði getað verið byggt upp; þegar loftslagið er nógu stöðugt til þess að við gætum þróað þá grundvallar jarðyrkju sem er nauðsyn- leg fyrir framrás samfélagsins.“ Þetta segir bandaríski vísindamaðurinn Jim White, í Ijósi nýrra upplýsinga um hitasveiflur á jörðinni á hlýskeiðinu fyrir síðasta jökul- skeið, fyrir rúmum 100 þúsund árum. Sú stöðuga tíð sem við lifum er frekar undantekning en regla. Jarðvísindamönnum til mikillar furðu leiddu athuganir á bor- kjarna, sem þeir sóttu sér niður í Grænlandsjökul, í ljós að hiti á jörðinni hefur verið mun stöðugri á því hlýskeiði sem við lifum nú á en þeim fyrri. Niðurstöður rann- sóknanna eru fyrstu beinu sann- anirnar fyrir hitasveiflum á slík- um hlýskeiðum. Á síðasta hlý- skeiði, sem stóð í 20 þúsund ár, var hiti yfirleitt um tveim gráðum hærri en nú, en lækkaði iðulega niður á ísaldarstig og hækkaði síðan aftur. Slík „kuldatíð“ gat staðið allt frá tugum ára yfir í margar aldir. Tengist úthafsstraumum Eric Wolff, hjá Bresku heim- skautarannsóknarstofnuninni, segir ekki að fullu ljóst hvað ráði loftslagsbreytingum. Þó benda rannsóknir bandaríska jarðvís- indamannsins Wallace Broecker til þess að breytingar á lofstlagi megi að nokkru leyti rekja til breytinga á straumum í úthöfun- um. Frekari rannsóknir staðfesta að þétting á kolefnissamböndum getur valdið breytingum á úthafs- straumum. Wolff segir að hita- breytingar hljóti að tengjast slík- um straumum. Hámarksþægindi „Það er ekki vitað hvers vegna við höfum verið svona heppin," segir White. „Loftslagið getur breyst án þess að mennirnir hafi þar hönd í bagga, og ef til væri leiðarvísir með jörðinni þá væri áreiðanlega tekið fram í kaflanum um loftslag að framleiðandinn hefði stillt það á hámarksþægindi - svo ekki snerta takkana!“ Abelein, sem er fyrrum þingmað- ur fyrir Kristilega demókrataflokk- inn og lagaprófessor, hóf störf hjá EBRD árið 1991. Varhonum úthlut- að því embætti af Helmut Kohl kanslara í kjölfar þess að hann missti þingsæti sitt í kosningum. Abelein hafði enga reynslu af bankamálum og sagði viðskipta- blaðið Handelsblatt þegar Ijóst var að hann yrði ráðinn: „En neyðar- legt“. Samkvæmt starfsreglum Evrópu- bankans mega starfsmenn hans ekki sinna neinum öðrum launuðum störfum á starfstímanum. Þessi regla varð Attali einmitt að falli en í Ijós kom að hann hafði þegið þókn- un fyrir að halda fyrirlestur í Japan. Krefjast viðskipta- banns á Norðmenn Washington. Reuter. TVEIR bandarískir þingmenn í fulltrúadeildinni, . demókratinn Gerry Stubbs og repúblikaninn Arthur Ravenel, hafa beðið við- skiptamálaráðherra landsins að úrskurða að Norðmenn reyni af ásettu ráði að grafa undan Al- þjóðahvalveiðiráðinu, IWC. Mark- mið þingmannanna er að fá í gegn viðskiptabann á Noreg vegna hrefnuveiða. „Sú ákvörðun Norðmanna að hefja á ný hvalveiðar... er ekkert minna en hnefahögg í andlit annarra aðild- arþjóða IWC,“ sagði Studds á blaða- mannafundi. Fari Ron Brown við- skiptaráðherra að ósk þingmannanna hefur Bill Clinton forseti 60 daga til að ákveða hvort viðskiptabann verði sett á. Bandaríkin flytja árlega inn olíu frá Noregi að andvirði um fímm milljarða ísl. króna auk físks og ýmissa annarra vörutegunda. Að sögn þýska tímaritsins Spieg- el lögðu Frakkar mikla áherslu á að viðskipti aðstoðarbankastjórans yrðu einnig könnuð, eftir að Attali varð að hætta. Segir tímaritið að almennt hafi verið litið á Abelein sem „vonlausan" í bankanum og hafí blaðafregnir um viðskipti hans í austurhluta Þýskalands, ýtt undir grun um að hann hefði brotið starfs- reglur. Við athugun málsins kom í ljós að Abelein hafði þegið hundruð milljóna króna í þóknun fyrir að veita fyrirtækinu Sachsenring Au- tomobilwerken í Zwickau (SAZ) lög- fræðilega ráðgjöf. Abelein sat í stjórn fyrirtækisins, sem átti í mikl- um erfiðleikum, en lagði samt fram svimandi háan reikning ásamt fé- laga sínum. Reikningurinn hljóðaði upp á 6,5 milljónir marka, 270 milljónir króna, og átti fyrirtækið í nokkrum erfið- leikum með að greiða hann. Athuga- semd var hins vegar ekki gerð fyrr en ári síðar er forstjóri SAZ, Horst Meyer, tók málið upp við Treuhand- stofnunina, sem er eigandi fyrirtæk- isins. Málið var kannað og í ljós kom að lögfræðiþóknunin var úr öllum tengslum við veruleikann. I desember í fyrra gerði svo Treu- hand samkomulag við Abelein og félaga hans um að þeir greiddu um 2 milljónir marka til baka, sem við- urkenningu á því að reikningurinn hafði verið of hár. Á móti var sam- þykkt að gera ekki meira úr málinu. Það varð hins vegar Abelein að falli að EBRD ákvað að taka málið upp að nýju. Þegar staðreyndir lágu fyrir voru jafnt Kohl kanslari sem Theo Waigel fjármálaráðherra sam- mála um að þingmaðurinn fyrrver- andi yrði að láta bankastjórastólinn af hendi. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins Financial Times er Att- ali harðlega gagnrýndur í skýrslu endurskoðendanna sem út kemur í dag. Hann er sagður hafa sóað hundruðum þúsunda króna í flug- ferðir með einkaþotu, nokkrum sinnum þegið þóknun fyrir fyrir- lestra gagnstætt siðareglum bank- ans og fært persónuleg útgjöld á reikning bankans, t.d. heimsóknir í næturklúbbinn Annabels í London. VINSÆLASTAMYND ALLRATÍMA ÞÚHEFURBEÐK>Í65MILUÓNÁR NÚ ERUAE>EIN$4VIKUREFTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.