Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 27 Brauð í ofninn og á grillið Það er hæstur dagur, þegar happafleyið Helga Sigmars lagði frá Þórhamarsbryggju á Seyðis- fírði og sigldi út fjörðinn í fyrstu ferð sinni þetta sumarið með far- þega til Loðmundarfjarðar. Loft var þungbúið, en létti til er utar dró. Ekki hafði ég farið á sjó frá Seyðisfirði í fjölda- mörg ár, en fallegur er fjörð- urinn, þegar horft . er úr fjarðarmynni og sést upp á efstu fjallseggjar. Það er kvika við klöppina, sem lagst var að í Loðmundarfírði svo báturinn varð að liggja út á meðan við farþegar vorum í landi. Þegar kom upp í hlíðina fyrir ofan fjöru, skiptum við liði. Hinir sprækari fóru í tveggja tíma náttúruskoðun með hrauninu inni í landi, en við hjónin fengum til fylgdar ungan sporléttan leiðsögumann þann klukkutíma spöl, sem liggur eftir hlíðarbrúninni með sjónum að bænum Stakkahlíð, og margs urð- um við fróðari af þeirri góðu fylgd. í Stakkahlíð var okkur tekið opnum örmum. Þar voru fyrir tveir refa- og minkabanar, en æðar- varpið hafði nánast ónýst þetta vorið vegna ágángs refa og minka og hefndist dýrunum nú fýrir það. Þegar allur hópurinn hafði sameinast á ný, var sest að kaffiborði og spurðu nú hveijir aðra frétta að góðum íslenskum sveitasið. Liðið var á dag er við kvöddum þessa nátt- úruperlu — Loðmundarfjörð. Með kaffinu í Stakkahlíð feng- um við heimabakað brauð úr brauðvél. Hvorki á ég uppskrift af því brauði né brauðvél, en hér eru aðrar uppskriftir af brauði, sem baka má bæði i bakarofni og á grillinu. Sírópsbrauð með kúmeni 5 dl rúgmjöl 5 dl hveiti 1 msk. þurrger Vi tsk. salt 2 msk. kúmen ‘/2 dl matarolía ‘/2 dl síróp 2 dl vel heitt vatn úr krananum l'A dl mjólk Sírópsbrauð með sesamfræi 1 dl sesamfræ 5 dl heilhveiti 5 dl hveiti 1 msk. þurrger Vi tsk. salt 1 msk. matarolía 1 msk. síróp 2 dl vel heitt vatn úr krananum U/2 dl mjólk Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Áríðandi er að blanda samán heitu vatni og kaldri mjólk áður en það er sett í mjölið. Setjið sesamfræið á þurra vel heita pönnu og látið brúnast örlít- ið. Hafið lok á pönnunni, fræið þeytist upp í loftið þegar það hitn- ar. Fylgist vel með, þetta er fljótt að brenna. Kælið. Aðferð við bæði brauðin 1. Setjið þurrefni í skál (þurrger líka). 2. Setjið matarolíu út í, setjið síð- an sírópið í dl-málið eða skeiðina án þess að þvo hana, setjið saman við þurrefnin. 3. Blandið saman heitu vatni og kaldri mjólk og setjið út í. Hrærið saman, ímoðið síðan örlítið. Látið lyfta sér í 30 mínútur eða lengur, breiðið stykki yfir á meðan. í bakaraofninn: Skiptið hvoru deigi í tvo hluta, fletjið örlítið út en vefjið síðan upp. Leggið í 2 smurð álform, 20x10 sm. Samskeyti snúi niður. Látið lyfta sér í 20-30 mínútur. Hitið bakaraofninn í 200°C, setjið brauðin í miðjan ofninn og bakið í 45-60 mínútur. eða á griliið: Skiptið deiginu ítvo hluta, fletj- ið út ferkantað eða kringlótt, skerið ferköntuðu bútana í fern- inga 8x8 sm en kringlóttu hlutina í rif. Látið lyfta sér í 20-30 mínút- ur. Hitið grillið, hafíð meðalhita á gasgrilli en staðsetjið grindina í miðrim á kolagrilli. Setjið brauðin beint á grindina og bakið á fyrri hlið í 5-6 mínútur en á þeirri síðari aðeins skemur. Fylgist vel með. Hiti á grillinu fer eftir hitastigi, vindstyrk og stað- setningu grillsins. ÁRNAÐ HEILLA Ljósmyndastofan Nærmynd. HJÓNABAND: Gefin voru saman í hjónaband þann 12. júní í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matthíassyni Þórdís Klara Bridde og Bjarni Júl- íusson. Heimili þeirra er í Leiðhömr- um 20. Ljósmyndastofan Nærmynd. HJÓNABAND: Gefin voru saman í hjónaband þann 12. júní í Dóm- kirkjunni af sr. Hjalta Guðmunds- syni Alma Björk Guttormsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Heimili þeirra er á Aflagranda 39. Ljósmyndastofan Svipmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 29. maí í Dómkirkjunni af sr. Jakobi Hjálmarssyni Hulda Rúriks- dóttir og Lárus Finnbogason. Heim- ili þeirra er að Hvammsgerði 8, Reykjavík. L^jósmynd Einar Ólafs. HJÓNABAND. Gefín voru saman í hjónaband 19. júníí Dómkirkjunni af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Valdi- mar Örn Flygenring og Ásdís Guð- rún Sigurðardóttir. Heimili þeirra er að Drápuhlíuð 6, Reykjavík. Yíðistaða- söfnuður vísiteraður BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, mun vísitera Víðistaða- söfnuð í Hafnarfirði sunnudag- inn 16. júli. Biskupinn mun predika hann við hátíðarguðsþjónustu í Víðistaða- kirkju kl. 11 og í Hrafnistu kl. 14. Þetta er í fyrsta sinn sem biskup íslands vísiterar söfnuðinn en hann var stofnaður 1. janúar 1977, þegar þáverandi Hafnaríjarðarprestakall var skipt í tvær sóknir, Hafnarfjarð- ar- og Víðistaðasókn. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! VERÐ NU: 622 kr. kílóið. Brauðostur 15% LÆKKUN! \ VERÐ ÁÐUR: ^32 Kf- kílóið. ÞÚ SPARAR: 110 kr ■ á hvert kíló. OSTA OG SMIÖRSALANSE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.