Morgunblaðið - 16.07.1993, Side 28

Morgunblaðið - 16.07.1993, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Félög eldri borgara og verkefni þeirra eftir Ólaf Jónsson Eins og fram kom hjá fyrrv. heilbrigðis- og tryggingaráðherra þá ér Island ekki aðili að ári aldr- aðra 1993, sem Evrópuráðið og EB hafa valið til sérstakrar um- .weðu um málefni aldraðra. Mörg samtök og einstaklingar hafa þó með nokkrum hætti notað tilefnið til að taka málefni aldraðra til umræðu og meðferðar með einum eða öðrum hætti. Má þar sérstak- lega minna á viku hátíðahöld Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sem haldin voru í sam- starfi við Reykjavík- urborg. Á fjöl- mennri ráð- stefnu Evr- ópuþjóða í Kaup- mannahöfn á liðnu vori kom fram hjá sr. Sig- urði Guðmundssyni, fyrrv. for- ma.nni Öldrunarráðs íslands, sam- kvæmt frétt í Morgunblaðinu, að íslendingar stæðu vel að vígi í öldr- unarmálum hvað snerti íbúðamál og þjónustu stofnana og sveitarfé- laga, en að hér hafi lítið verið rætt um rétt aldraðra til að ráða málum sínum sjálfir og að við værum aftarlega í umræðunni um réttindi og skyldur aldraðra. Ég tel að hér sé um réttmæta ábend- ingu að ræða og vil af því tilefni, og ári aldraðra í Evrópu, gefa nokkrar upplýsingar um félög eldri borgara hér á landi og landssam- band þeirra og ræða þau verkefni sem fyrir þeim samtökum liggja. Uppbygging samtakanna Það voru forystumenn verka- lýðsfélaganna í Reykjavík sem boð- uðu til stofnfundar félags eldri borgara í Reykjavík hinn 15. mars 1986 eftir ítrekaða hvatningu for- ystumanna sambærilegra félaga á hinum Norðurlöndunum. Þeirri fundarboðun var svo vel tekið að á fyrstu dögum félagsins voru skráðir yfír 6.000 stofnendur að félaginu. Á næstu mánuðum voru svo stofnuð nokkur ný félög í öðr- um kaupstöðum og svonefndum styrktarfélögum aldraðra breytt í félög eldri borgara á sama grunni. Hinn 19. júní 1989 var svo stofn- að Landssamband aldraðra á Akureyri af 9 félögum eldri borg- ara. Síðan hefur verið unnið að stofnun nýrra félaga víðsvegar um landið og á þriðja landsfundi sam- takanna, sem haldinn var 1. og 2. júní sl., voru félögin orðin 27 innan landssambandsins og félags- menn þeirra nærri 12 þúsund. Stofnun félaga eldri borgara og landssambands þeirra hefur því fengið góðar viðtökur. Lög allra þessara félaga eldri borgara eru mjög í sama anda. Félögin eru opin öllum sem náð hafa 60 ára aldri, þau eru hlutlaus í trúmálum og óháð pólitískum flokkum. Tilgangur félaganna er að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks í hvívetna og vinna að málefnum aldraðra á sínu félagssvæði. Mark- mið landssambandsins er að stofna félög eldri borgara í öllum héruðum landsins og stuðla að samstarfi þeirra. Verkefni landssambandsins er að vinna að hagsmunamálum aldraðra og koma fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Al- þingi, ríkisstjórn og öðrum sem fara með málefni aldraðra fyrir landið í heild. Að öðru leyti starfa félögin sjálfstætt. Landssamband aldraðra hefur frá stofnun verið aðili að Norrænu samvinnunefndinni, en það eru öflug samtök eftirlaunafólks á öll- um hinum Norðurlöndunum. Þau samtök hafa starfað þar í áratugi og eiga mikinn þátt í allri löggjöf um málefni aldraðra og velferðar- kerfi þeirra landa. Fulltrúar frá okkar samtökum mæta mikilli vin- semd í Norrænu samvinnunefnd- inni sem m.a. kemur fram í því að nefndin greiðir allan kostnað fulltrúa íslands við að sækja fundi nefndarinnar. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikib úrval af allskonar buxum Opið ó laugardöqum kl. 11-16 A TVINNUAUGl YSINGAR íþróttakennarar Grunnskólinn á Patreksfirði óskar eftir íþróttakennara til starfa næsta vetur. Góð aðstaða og mikill íþróttaáhugi. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 94-1359 og aðstoðarskólastjóri í símum 94-1424 og 91-676210. Starfskraftur óskast Samtök um byggingu tónlistarhúss óska að ráða sem fyrst starfskraft á skrifstofu samtakanna. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bók- haldi, þekkja til íslensks tónlistarlífs, geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á málefni samtakanna. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. fyrir. 21. júlí, merktar: „SBTH - 14426.“ Laus til umsóknar Staða vatnsveitustjóra Vatnsveitu Reykjavík- ur er auglýst laus til umsóknar. Staðan verð- ur veitt frá og með 1. nóvember 1993. Umsóknum ber að skila til undirritaðs og er umsóknarfrestur til 19. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, 16.júlí 1993. Markús Örn Antonsson. auglýsingar KIAGSUF FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SIMI 682S33 Helgarferðir 16.-18. júlí Brottför föstudag kl. 20: 1. Þórsmörk - Langidalur. Gist í Skagfjörðsskála. 2. Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi F(. Gönguferðir um svæðið. 3. Fjallamannaþríhyrningur: Dalakofi - Laugar. Biðlisti. 4. Hveravellir. Sjálfboðaliða vantar í vinnuferð. Laugardag 17. júlí Brottför kl. 08: Gengið frá Skógum og yfir til Þórsmerkur (8 klst.). Gist í Þórs- mörk. Upplýsingár og farmiða- sala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Dagsf. sunnud. 18. júlí Kl. 08. Þórsmörk (dagsferð kr. 2.500). Ath. hagstætt verð á dvöl til miðvikudags, föstudags eða sunnudags. Kl. 10.30. Vatnshlíðarhorn - Kistufell - Grindaskörð. Kl. 13. Heiðmörk-Rjúpnadyngjur. Brottför frá Umferðarmiðst., austanmegin (komið við í Mörk- inni 6). Ferðafélag íslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Vakningarsamkomur um helgina ( kvöld kl. 20.30 verður fyrsta samkoman af þremur þar sem við ætlum að lyfta upp nafni Jesú Krists. Hann frelsar og læknar enn í dag. Lifandi tónlist og vitn- isburöir. Ræðumaður Tómas Ib- sen. Allir+ijartanlega velkomnir. Ólafur Jónsson „Mörg félög eldri borgara hafa verið mjög virk við að standa fyrir bygging-um íbúða fyrir þá sem vilja fá sér minni og hentugri íbúð til afnota. Nú má segja að þörfinni fyrir eignaríbúðir sé full- nægt en eftir sitja þeir sem ekki eiga fjár- magn til að kaupa sér slíka íbúð.“ Verkefni félaganna Þegar rætt er um verkefni fé- laga eldri borgara ber fyrst að gá að því að félögin eru hagsmuna- samtök fólks sem komið er á eftir- launaaldur og nýtur ekki lengur kjarasamninga stéttarfélaga eða starfsmannafélaga. Félögin leitast því við að sinna víðtækri hagsmu- nagæslu fyrir félagsmenn gagn- vart viðkomandi sveitarstjórn og öðrum sem fara með málefni aldr- aðra. í öðru lagi hafa félög eldri borgara talið það eðlilegt verkefni félaganna að standa fyrir almennu félagsstarfi, spilakvöldum, ferða- lögum og margbreytilegu tóm- stundastarfi fyrir félagsmenn og aðra eldri borgara. Þessi þáttur í starfi félaganna hefur víðast hvar gengið vel og samstarf þeirra við sveitarfélögin verið gott. En á nokkrum stöðum hefur komið upp dálítil samkeppni á milli félaganna og þeirra stofnana eða starfs- manna hjá sveitarfélögunum sem annast hafa sambærilega starf- semi. Samkvæmt nýjum lögum um málefni aldraðra er sveitarfélögun- um ætlað forystuhlutverk í allri öldrunarþjónustu í hveiju byggðar- lagi, þar á meðal félagslegri þjón- ustu við þá sem búa í eigin íbúð- um. Starfsmenn sveitarfélaganna eru oft með hóp af eldra fólki sem orðinn er háður þeirra þjónustu og þá finnst starfsmönnunum að fé- lögin séu að fara inn á þeirra verk- svið með afskiptum af félagsmál- um aldraðra. Forsvarsmönnum félaga eldri borgara finnst hinsvegar að félags- menn eigi að ráða nokkru um það sjálfír hvað fyrir þá er gert og hvernig að því er staðið. í al- mennri umræðu um félagsmál aldraðra kemur oft fram að virkja beri frumkvæði aldraðra til forystu í sínum málum. Það sjónarmið er í samræmi við stefnumörkun félag- anna. Því má telja eðlilegt að félög eldri borgara leiti samninga við sveitarstjórnir, hvert á sínu félags- svæði, þar sem erfiðleikar koma upp í samstarfi þessara aðila. Með batnandi heilsufari fjölgar mjög ört fullfrísku fólki sem hætt er að vinna vegna gildandi reglna um starfslok á hinum almenna vinnumarkaði. Hóflaus skattlagn- ing og skerðingarákvæði á auka- tekjur eftirlaunafólks hafa orðið til þess að fáir leita eftir aukastörf- um, þó að þeir vilji gjarnan halda tengslum sínum við atvinnulífið og félagsskap við sína samstarfs- menn. Fólk er með miskunarlaus- um hætti hrakið út af vinnumark- aðnum, með margvíslegum aðför- um þó að það hafi góða heilsu og mikið starfsþrek. Þetta fólk á aldrinum 67 til 75 ára er virkasta fólkið í félögum eldri borgara. Eitt mikilvægasta verkefni félaganna er að leitast við, með einum eða öðrum hætti, að fylla í það tómarúm sem mynd- ast í lífí fólks við þessar aðstæður. Kemur þá margt til álita eftir áhuga fólks og þeirri aðstöðu sem er fyrir hendi á hveijum stað. Tóm- stundastörf, ferðalög, spilakvöld og dans eru algengustu úrræðin, en æskilegt er að fjölbreytnin sé sem mest. Mikilvægt er einnig að hvetja fólk til þess að sinna eigin áhugamálum og að sinna heilsunni með útiveru, gönguferðum og sem mestri hreyfíngu. Húsnæðis- og vistunarmál Mörg félög eldri borgara hafa verið mjög virk við að standa fyrir byggingum íbúða fyrir þá sem vilja fá sér minni og hentugri íbúð til afnota. Nú má segja að þörfínni fyrir eignaríbúðir sé fullnægt en eftir sitja þeir sem ekki eiga fjár- magn til að kaupa sér slíka íbúð. Sveitarfélögin hafa byggt of lítið af leiguíbúðum fyrir aldraða. Þar þurfa félög eldri borgara að áminna sveitarfélögin. Á síðastliðnum áratug hefur mikill fjöldi aldraðra flutt í litlar íbúðir sem kallaðar eru sérhannað- ar fyrir aldraða. Tilgangur flestra með þessum íbúðarkaupum er sá að auka möguleika sína á því að geta búið lengur og helst út ævina á eigin heimili. Þessir flutningar fólks og end- urnýjun íbúða hafa létt mjög veru- lega á þörfínni fyrir vistun aldr- aðra á stofnanir á síðastliðnum árum. Að hluta til er þar þó aðeins um frestun að ræða. Þegar árin líða, og áratugir, þá koma úr þess- um íbúðum margir einstaklingar sem þurfa, þrátt fyrir mikla heim- ilishjálp, óhjákvæmilega vistun þar sem veitt er umönnun og gæsla allan sólarhringinn. Þessum þætti þurfa félagssam- tök aldraðra líka að sinna, minnug þess að velferð er því aðeins góð að hún sé góð fyrir alla þegna þjóð- félagsins. Það vandamál sem stærst er framundan í húsnæðis- málum aldraðra er vistun háaldr- aðra umönnunarsjúklinga. Áður en sá vandi eykst verulega þarf að vera búið að endurskoða ríkjandi hugmyndir um elliheimili og fínna ný úrræði í vistunarmálum, með smærri einingum, deildaskiptum sjúkradeildum og sambýlum. Á síðustu árum hefur mest áhersla verið lögð á að draga úr vistunarþörfinni með aukinni heimahjúkrun og heimilishjálp. Full samstaða hefur verið um það markmið að hjálpa öldruðum með þeim hætti til að búa sem lengst á eigin heimili. En sú leið hefur sín takmörk og ljóst er að ekki verður mikið lengra komist á þeirri braut. Byggingarframkvæmdum við sjúkradeildir og vistheimili fyrir aldraða hefur miðað vel áfram síð- an Framkvæmdasjóður aldraðra var stofnaður árið 1982. Víða á landsbyggðinni er brýnasti vand- inn þegar leystur. Hér á höfuð- borgarsvæðinu er ástandið enn slæmt í þessum málum. Með nýjum lögum frá 1989 um málefni aldraðra batnaði aðstaða sveitarfélaganna verulega til að sinna málefnum aldraðra. Er þar m.a. átt við ákvæðið um þjónustu- hópa aldraðra sem þegar hafa unnið gott verk. Vonandi verða ekki mörg ár þar til biðlistar aldraðra eftir plássi á sjúkra- eða þjónustustofnunum verða óþarfír. Að því verkefni munu félagssamtök aldraðra vinna eftir bestu getu. Höfuntlur er formaður Landssambands aldr'aðra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.