Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 16.07.1993, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 Jóhannes Om Osk- arsson forstöðu- maður — Minning Fæddur 29. janúar 1930 Dáinn 9. júlí 1993 Einn af mínum kærustu vinum varð bráðkvaddur hinn 9. júlí síðast- liðinn. Maður situr orðlaus með tár í augum og spyr: Hvers vegna var Jiann hrifinn svo skyndilega á brott rrá okkur sem unnum honum svo heitt? Við getum ekki skilið hvers vegna við verðum að lúta valdi dóm- arans, hvort sem við viljum eður ei. Jóhannes Öm var drengur góð- ur, alltaf boðinn og búinn við hvers manns bón. Hann var yndislegur fjölskyldufaðir, góður eiginmaður, vinur og félagi.' Eg átti því láni að fagna að vera nágranni hans á Víði- melnum í fjölda ára og átti alla tíð gott athvarf hjá vinum mínum, Jó- hannesi og Ollu. Alltaf gat ég leitað til þeirra ef mér lá eitthvað á hjarta, mér var tekið opnum örmum með svo mikilli hlýju frá þeim báðum og börnum þeirra, að mér fannst ég vera ríkasta kona í heimi að eiga svona góða vini. Traustir vinir em mestu fjársjóðir sem maður getur eignast. Þau hjónin og böm þeirra voru svo samhent í einu og öllu að til fyrirmyndar var. Ekki vildi Jóhannes Örn láta mikið á sér bera, en vann sín störf af mikilli vandvirkni og ávann sér traust allra sinna samstarfsmanna, var sérstaklega vel liðinn, jákvæð- ur, bóngóður, heiðarlegur og traust- ur. Ég var stödd á heimili hans þenn- arí örlagaríka dag, er hann var að búa sig undir að fara út á golfvöll. Hann var hress og kátur að vanda og beið eftir vini sínum, Jóni Gunn- laugssyni, sem ætlaði að sækja hann. Stuttu síðar var hringt til Ollu og sagt að Jóhannes hefði fengið hjartaáfall. Allt í einu var skærasta ljós þessarar góðu fjöl- skyldu slokknað. Allt var reynt, Jón háði harða baráttu fyrir sinn besta vin, en allt kom fyrir ekki. Ég votta Ollu, bömum, tengdabömum og barnabarni svo og öllum hans vinum mína innilegustu samúð. Guði veri með þeim. Ása Andersen. Jóhannes Örn Óskarsson er lát- inn, tengdafaðir sonar okkar og afí Einars Amar. Það er svo erfítt fyr- ir alla þá sem þekktu Jóhannes, eða Adda eins og hann var kallaður dagiega, að sætta sig við fráfall manns eins og hans sem einungis var 63ja ára að aldri. En enginn má sköpum renna. Aldurinn skiptir ekki máli. Eitt er víst að tilvist okkar hér á jörðu er takmörkuð og okkar bíður annars staðar annað og betra líf. Við höfum þá trú að þótt við deyjum þá höldum við áfram að lifa. Addi heldur áfram ^ð lifa í hjörtum okkar sem þekkt- “um hann. Hann var í senn glæsi- menni, drengur góður og virtur af öllum sem þekktu hann. Elsku Laufey, við vitum hve góð- ir vinir þið pabbi þinn vomð og missir þinn er því mikill. Við hjónin vottum ykkur Olla, Laufeyju, Am- dísi, Kristni og Þórhildi okkar dýpstu samúð. Anna og Sigurður. í dag verður til moldar borinn góður vinur, Jóhannes Öm Óskars- ssn. Eftirmæli um mann eins og Jóhannes em best sögð með erindi Hávamála: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi ummæli eiga vel við um góðan dreng sem vildi leysa vanda- mál er upp komu í lífinu á þann veg að allir mættu með reisn frá málalokum ganga. Jóhannes var sonur sæmdarhjón- anna Laufeyjar Jóhannesdóttur og Óskars Erlendssonar lyfjafræðings, sem bæði eru látin, og var elstur þriggja bræðra. Jóhannes kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ólöfu Kristinsdóttur, 1956 og eignuðust þau fjögur böm. Má segja að hjóna- band þeirra hafí verið óslitin brúð- kaupsferð þar sem virðing og kær- leikur var í fyrirrúmi. Börn þeirra eru Laufey Erla, Arndís Birna, Kristinn Öm og Þórhildur Ýr. Hann starfaði til sjós í nokkur ár og lauk námi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1956 með láði. Fljótlega eftir að hann lauk námi hóf hann störf hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum og starfaði þar til dauðadags eða í um 35 ár. Lang- ur starfsferill hans hjá sama vinnu- veitanda lýsir best lífsviðhorfí hans um tryggð og öryggi í því er hann tók sér fyrir hendur. Eftir rúmlega fjömtíu ára vináttu er margs að minnast, bæði sem starfsfélaga og skólabróður að ógleymdum mörgum vetrarkvöld- um við spilaborðið og önnur tæki- færi. Jóhannes var sannur Vesturbæ- ingur og bjó allt sitt líf fyrir vestan læk. Hann var glaðlyndur en heima- kær og bar mikla umhyggju fyrir heimili sínu. Þrátt fyrir veikindi er gerðu vart við sig fyrir nokkmm árum lét hann það ekki hefta létta lund sina og hvar sem hann kom fyigdi honum birta og ylur. En nú er komið að kveðjustund og ber að þakka langa vináttu góðs drengs. Ollu, bömum, barnabami og öðr- um ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín og Kristján. Það er komið að leiðarlokum hjá vini mínum Jóhannesi Óskarssyni. Úti er hásumar, en það var einnig sumar í lífi Jóhannesar þegar dauð- inn kallaði hann svo skyndilega til sín. Hann hafði reyndar verið varað- ur við fyrir riokkrum árum, að fara betur með sig, fara sér hægar í vinnu og rækta betur sjálfan sig, sem hann gerði samvizkusamlega hin síðari ár, með dyggri hjálp eigin- konu sinnar Ólafar Erlu Kristins- dóttur. En eftir því sem mennirnir eldast snýst hjól tímans hraðar, en hjól Jóhannesar snerist alltof hratt. Nú þegar Jóhannes er kvaddur er gott að rifja upp örfá af þeim minningarbrotum sem upp í hugann koma. Ætli það hafí ekki verið um miðjan sjöunda áratuginn sem ég man hann fyrst, flugumsjónarmann hjá Loftleiðum í gamla bragganum á Reykjavíkurflugvelli, Loftleiða- ævintýrið rétt að byija og þátttak- endum i ævintýrinu smám saman að fjölga. Ég fékk að vera með sem flugfreyja. En vegir okkar áttu eft- ir að liggja saman síðar við ýmsar aðstæður. Við samningaborð Flug- freyjufélags íslands og flugfélag- anna, í pílagrímaflugi úti i hinum stóra heimi og síðast en ekki síst, þegar hann var yfirmaður minn í flugdeild Flugleiða, en þangað var ég kölluð til starfa í nokkur ár. En einmitt þar kynntist ég honum best, manninum sem ekkert aumt mátti sjá, alltaf tilbúinn að leggja fram hjálparhönd þegar erfiðleikar steðj- uðu að einhveijum starfsmannin- um. Og starfsmenn flugdeildar Flugleiða skipta hundruðum og vandamálin því mörg og margvís- leg. í starfi sínu þurfti hann stund- um að beita hörku, og þá fann eng- inn meira til en Jóhannes sjálfur. Hann bar tilfínningar sínar utan á sér og gat því engan veginn leynt þeim. Því eldri sem við verðum, þeim mun ljósara verður manni að mannlegheitin voru einmitt hans sterkasta hlið. Það er ekki auðvelt að fara í skóna hans Jóhannesar. Hann hafði einstakt lag á að fá fólk með sér en ekki á móti þó að skoðanirnar væru skiptar. Við vorum ekki alltaf sammála við Jóhannes, en við vorum alltaf vinir. Það byijaði við samninga- borðið þegar hagsmunamál kvenna voru á dagskrá. Þar töluðum við hvort sitt tungumálið. Hann, eins og margir aðrir, skildi ekki þessar ungu konur sem vildu vera úti á vinnumarkaðinum, bijóta upp gamlar og góðar húsmóðurhefðir, og svo vildum við einnig að vinna okkar væri metin að verðleikum. — „Stelpur, farið nú heim og hugsið málið“ — En við vorum alveg „von- lausar". Við vissum hvað við vild- um. Við ræddum þessi mál oft við Jóhannes í gegnum árin og nú hin síðari ár vorum við farin að nálgast hvort annað. Hann gerði sér grein fyrir breyttum tímum. Hver kynslóð verður að fá að móta sinn farveg, taka afleiðingunum, góðum sem vondum. Ég held að hann hafi haft orðið lúmskt gaman af þessum „stelpum“, sem enn voru úti í flug- inu, og sátu við sinn keip. Ég sá ekki betur en hann væri bara svolít- ið stoltur af þeim, þegar þeirra mál bar á góma. Eins og ég sagði áð- ur, hann gat ekki leynt tilfinningum sínum hann Jóhannes. En nú fækkar alltof ört þátttak- endunum í gamla Loftleiðaævintýr- inu. Enn hefur fækkað um einn og eftir sitjum við hnípin og megum ekki skilja. Ég man að við ræddum einu sinni að bak við hvem starfs- mann væri lítil saga. Nú er hans eigin sögu lokið svo snögglega og óvænt. Að lokum bið ég góðan Guð að blessa minningu Jóhannesar Ósk- arssonar. Elsku Olla, ég og fjöl- skylda mín sendum þér, börnum þínum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Ema Hrólfsdóttir. Ég var hvorki það sem kallað er vinur eða kunningi Jóhannesar, en vildi að svo hefði verið. Ég sá hann fyrst á golfvellinum hjá Golfklúbbi Ness er hann gekk í klúbbinn, ásamt konu sinni, fyrir nokkmm ámm. Af hveiju tekur nánast ókunnur maður upp á því að skrifa kveðju? Því er mjög fljótsvarað. Jóhannes bar af sér þokka sem margir mættu taka sér til fyrir- myndar og það er víst að þá væri ýmislegt betra hjá okkur mannfé- lagi. Hann var mjög léttur, jákvæð- ur, alltaf brosmildur og geislaði af gleði. Ég þykist vita að honum hafí liðið vel á golfvellinum, gerði ekki hávaða þó að ekki gengi alltaf jafn- vel, eins og gengur og gerist hjá Fæddur 9. nóvember 1917 Dáinn 8. mars 1993 Hér á eftir fara örfáar hugrenn- ingar vegna andláts vinar míns Steina á Laufskálum. Aðalsteinn Símonarson var fæddur í Vatnskoti í Þingvallasveit hinn 9. nóvember 1917. Hann var fæddur með þá góðu kosti að hafa brennandi áhuga á næstum öllum málum og átti gott með að hrífa aðra með sér í framkvæmdir, hvort heldur var harmonikuspil, garðyrkja eða skóg- rækt, eða smíða eitthvað úr timbri eða járni, allt lék í hans höndum. Aldrei hitti ég Steina eða var honum samferða stundum vikum saman öðruvísi en hann væri kátur frá morgni til kvölds og var þá dagurinn stundum langur þegar unnið var við að moka mold í gróð- urhúsunum hans, en síðan farið á skemmtun og lentum við þá í að okkur öllum, heldur beið bara næsta dags til að gera betur. Oftast er það svo að menn koma og fara í félagsskap sem okkar án þess að mikið fari fyrir því, en eitt er víst að Jóhannesar verður sakn- að. Golffélagi. Á laugardaginn var barst okkur hjónunum sú fregn að Jóhannes Óskarsson væri allur. Auðvitað var okkur brugðið, en þó ekki með þeim hætti að hugur okkar fylltist svart- nætti eða vonleysi, þar sem okkur var ljóst að það er búið að búa Jó- hannesi stað þar sem tíminn er ekki til. Jóhannes hefur um langt skeið játað trú á Jesú Krist sem Drottin og Guð og áhugi hans á kirkjulegu starfi hefur ætíð verið mikill. Við höfum þekkt Jóhannes og fjölskyldu hans í allmörg ár og hafa þau kynni einungis verið okkur til ánægju og blessunar. Jóhannes var í mörgu sérstæður maður. Hann var stórvaxinn og mikill að vallarsýn, en undir karl- mannlegu yfirbragðinu reyndist einlægni og hlýr hugur manns sem mátti ekki vamm sitt vita, hvorki í smáu né stóru. Ég -þurfti nokkrum sinnum að leita á náðir Jóhannesar um aðstoð og fyrirgreiðslu og greiddi hann ætíð úr vanda mínum með gleði. Hann var ætíð hress og uppörvandi og ef maður gat greitt götu hans með einhveijum hætti þá var hann manna þakklátastur og sýndi þakk- læti'sitt bæði í orði og verki. Jóhannesi var fjölskyldan afar kær og trúlega hefur hann átt sínar bestu stundir í faðmi hennar. Það er ekki langt síðan við Jó- hannes eyddum saman dýrðlegri kvöldstund ásamt fleira fólki og hann lék á als oddi eins og hann var vanur. Það var stutt í brosið spila á tvær harmonikur fyrir dansi. Þá var oft ekki slegið slöku við því að gömlu dansarnir með öllum sín- um tilþrifum skapa yfírleitt stífa vinnu hjá þeim sem spila. Helst var það þegar farið var í nafnakall eða eitthvað í þeim dúr sem spilarinn fékk hvíld. Steini kenndi mér fyrstu tökin á harmonikunni sem ég bý að alla tíð. Stefna hans var alltaf: Vertu taktfastur og spilaðu hvetjandi á harmonikuna og ekki snúa við til að sækja nótu sem þú misstir nið- ur, það tekur enginn eftir því nema sérfræðingar og þeir eru fáir. Og það kom fyrir að Steini fór hressi- lega útaf í spilamennskunni, þá stoppaði hann bara og hló sínum dillandi hlátri eins og ekkert hefði í skorist. Hann sagði nefnilega að það væri mjög leiðinlegt fólk sem tæki sig of hátíðlega og mættu margir af því læra. og spaugsyrðin og hann naut þess að vera í góðum fagnaði. Ég vil trúa því að Jóhannes hafi nú sett stefnuna á fagnað sem er enn dýrðlegri en nokkur jarðneskur fagnaður getur orðið. Ég vil fyrir hönd vina minna í Krossinum votta fjölskyldunni okk- ar dýpstu samúð og minni á að sá Guð sem við trúum á er Guð allrar huggunar. Gunnar Þorsteinsson. Mér birtist fregnin að morgni síðastliðins sunnudags og ég trúði ekki eigin augum. Ég las tilkynn- inguna því aftur. Það var ekki um að villast, forveri minn, samstarfs- maður og vinur Jóhannes Öm Ósk- arsson, var allur. Þó hafði ég hitt hann og rætt við hann um dagsins amstur aðeins örfáum dögum fyrr og var hann þá sem alltaf, hress og léttur, og svo virtist sem áhyggj- ur tengdar endalokum þessarar til- veru væra víðsfjarri, enda ekki ástæða til annars fyrir hann frekar en okkur hin, sem höfðum það að sameiginlegu markmiði að reka stórt fyrirtæki með hagsmuni heild- arinnar fyrir augum. Alla þá tíð sem ég hef verið við- riðinn flugrekstur man ég eftir Jó- hannesi framarlega í hópi áhrifa- manna. Um langt árabil gegndi hann stöðu forstöðumanns flug- deildar Flugleiða, en í þeirri stöðu koma saman helstu málaflokkar áhrifamestu rekstrarþátta félagsins auk undirstöðuhugsjóna æðstu stjómenda þess og gegndi hann þeirri stöðu með miklum ágætum, þó að oft væri hart tekist á. Tel ég það gæfu allra þeirra sem ein- hvera þátt hafa átt í flugrekstri Flugleiða undanfarin ár, að þar var í forsvari Jóhannes Öm, en ekki einhver annar. Hin síðustu ár, eftir að veikindi höfðu gert vart við sig, sá hann um hlutabréfadeild félagsins og þrátt fyrir dagsins önn á þeim vettvangi tókst honum aldrei að leyna áhuga sinum á því málefni sem átti hug hans allan, daglegu gengi fyrirtæk- isins. Því var ávallt auðgengið í smiðju til hans um öll hugsanleg mál sem upp gátu komið og var hann boðinn og búinn að greiða úr smáu sem stóru, hvort sem málin tengdust núverandi eða fyrrverandi stöðu hans. Við fylgdum bömum okkar í skólaferðalag með Landakotsskóla og spiluðum saman golf, en einnig spilaði hann oft, og þau hjónin bæði, golf með Styrmi syni mínum og Magnúsi föður mínum sem auk þess kynntist Jóhannesi vegna starfs síns sem eftirlitsflugstjóri á sínum tíma, og það duldist engum að í Jóhannesi fór góður drengur. Fyrir hönd starfsmanna flug- deildar Flugleiða og allra þeirra sem hann hefur starfað með innan fé- Við Steini spiluðum saman á ár- unum milli 1950-1960. Eftir það fór ég að spila með öðrum næstu 10 árin, en það er nú önnur saga. Steini slasaðist á fingri seinni hluta okkars tímabils og náði sér aldrei á strik upp frá því. Hann spilaði á þessum árum mjög létt og hvetj- andi bæði á harmoniku og gítar. Steini var einn af stofnendum Harmonikufélags Vesturlands hinn Minning Aðalsteinn Símonar- son, Laufskálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.