Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.07.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1993 KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA IR-lidio skipti i Val NÍU stúlkur, sem hafa leikið með meistaraflokki kvenna í ÍR og spiluðu m.a. í úrslita- keppninni á síðasta keppni- timabili í körfuknattleik, hafa skipt yf ir í Val, sem tef lir f ram meistaraflokki í fyrsta sinn á komandi tímabili. Á meðal þeirra, sem hafa gengið frá félagaskiptum, er Linda Stef- ánsdóttir, sem var kjörin besti teikmaðurinn á lokahófi KKÍ í vor. Valsmenn stofnuðu körfu- knattleiksdeild kvenna fyrir tveimur árum og hafa teflt fram telpna- og stúlknaflokkum síðan. Stúlkurnar urðu m.a. Reykjavík- urmeistarar á síðasta tímabili og að sögn Guðmundar Sigurgeirs- sonar, formanns deildarinnar, er mikill og góður efniviður fyrir hendi í félaginu. „Það var hins vegar ijóst að þrjár stúlknanna myndu ganga upp í meistara- flokk og við gátum ekki hugsað til þess að þær yrðu að fara í annað félag. Þess vegna var tek- in ákvörðun um að stofna meist- araflokk kvenna sem lið í þróun- inni og það er geysilegur styrkur fyrir deildina að fá þessar stúlk- ur til liðs við hópinn, sem fyrir er.“ Félagslegt sjónarmið Guðmundur sagði að félags- legt sjónarmið hefði ráðið miklu varðandi þá ákvörðun að tefla fram meistaraflokki. „Við viljum að kvennakarfan standi jafnfæt- is karlakörfunni, því stúlkumar eru ekki síðri en karlamir.“ Auk Lindu hafa Guðrún Árna- dóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Hildigunnur Hilmarsdóttir, Dag- björt Hrönn Leifsdóttir, Sigrún Hrönn Hauksdóttir, María Bjarney Leifsdóttir, Þóra Gunn- arsdóttir og Harpa Lind Guð- brandsdóttir gengið frá félaga- skiptum úr ÍR í Val. ■ IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals og KR, hætti í gær sem fram- kvæmdastjóri Huddersfield eftir fimmtán mánaða starf. ■ DUNCAN Ferguson fékk til- boð frá Glasgow Rangers, sem hann gat ekki hafnað, en Leeds var á eftir þessum miðheija Dundee United, sem er 21s árs. 41 RANGERS greiddi ijórar millj. punda (um 425 millj. kr.) fyrir pilt- inn og hefur ekki verið greitt svo mikið fyrir félagaskipti á Bretlands- eyjum. É DAVID Murray, eigandi og stjórnarformaður Rangers sagði við þetta tækifæri í gær að ánægju- legast væri að leikmaðurinn og pen- ingarnir væru áfram í Skotlandi. „Við erum ekki hættir að kaupa leikmenn,“ sagði eigandinn. „Þetta er stærsta félagið í Bretlandi og metnaður okkar á sér engin tak- mörk.“ ■ FERGUSON sagðist hafa tekið áhættu með því að hafna boði Leeds, „en þetta er eina félagið, íem ég hef alltaf viljað leika fyr- ir.“ ■ DAVID Platt, fyrirliði enska landsliðsins, var í gær keyptur til Sampdoria frá Juventus á Ítalíu. Nánari upplýsingar voru ekki gefn- ar um tveggja ára samninginn. ít- ölsk blöð sögðu kaupverðið 5,3 millj. dollarar, en það var 5,3 millj. pund samkvæmt umboðsmanni Platts. Juve greiddi Bari 11 millj. dollara Srir leikmanninn í fyrra. DES Walker, varnarmaður enska landsliðsins, var seldur frá Sampdoria til Sheffield Wed- nesday fyrir 4 millj. dollara. ■ KASHIMA Antlers, sem er í efsta sæti eftir fyrri umferð jap- önsku deildarkeppninnar, sem hófst 15. maí og lauk í fyrradag, fékk 467.000 dollara í verðlaun fyrir árangurinn. Kawasaki Verdy fékk 186.000 dollara fyrir annað sætið og Yokohama Marinos 93.400 dollara fyrir þriðja sætið. ■ ALLS mættu um 1,5 millj. áhorfendur á leikina 90 eða 16.876 að meðaltali á leik, en færri kom- ust að en vildu. 259 mörk voru gerð í leikjunum eða 2,88 að meðal- tali í leik. „Knattspyrnan er komin til að vera í Japan,“ sagði formaður deildarinnar og bætti við að móttök- urnar hefðu verið mun betri en gert hefði verið ráð fyrir. ■ PÓLSKA knattspyrnusam- bandið slapp með skrekkinn í fyrra- kvöld, þegar eldur var laus i höfuð- stöðvum þess. Skemmdir urðu litl- ar, en talið var að kveikt hefði ver- ið í til að mótmæla ákvörðuninni um að svipta Legia Warsaw meist- aratitlinum vegna mútumáls. FRÆÐSLUMAL Ráðstefna um þjálfun- arálag íþróttamanna GOLF Karen áEM Karen Sævarsdóttir úr Golf- klúbbi Suðumesja og ís- landsmeistari í golfi kvenna hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hún kom heim úr landsliðsferð seint á mánudagskvöld, spilar í meistaramóti GS og heldur síðan til Ítalíu þar sem hún tekur fyrst íslenskra kvenna þátt í Evrópu- móti einstaklinga. Mótinu lýkur á sunnudag, en á þriðjudag byrjar hún leik á Landsmótinu. „Ég er auðvitað mjög ánægð með að Golfsambandið skyldi senda stúlku á EM og ég hlakka mjög til að keppa á Ítalíu. Hins vegar gæti ég vel trúað því að einhverrar þreytu gætti hjá mér þegar á líður Landsmótið enda er búið að vera mjög mikið að gera að undanfömu," sagði Karen. Fræðslunefnd KSÍ gengst fyrir ráðstefnu um íþróttalæknis- fræði í húsakynnum ISÍ í Laugar- dal í dag og á morgun. Fyrirlesarar verða prof. Dr. med Heinz Liesen frá Þýskalandi og dr. Birna Bjarna- son. Kl. 20 í kvöld verður Liesen með fyrirlestur um íþróttalæknis- fræði og situr síðan fyrir svömm um tengsl íþróttalæknisfræðinnar og knattspyrnunnar. Á morgun kl. 10 verður hann með fyrirlestur um rannsóknir á knattspyrnumönnum og Bima greinir frá niðurstöðum úr könnun á íslenskum knatt- spymumönnum, sem verður fram- kvæmd á hádegi í dag. Ki. 13 á morgun kynnir Birna rannsókna- tæki til mjólkursýrumælinga o.fl. og notkun þeirra, en kl. 14.30 tek- ur Liesen fyrir íslenska knattspyrnu með tilliti til ársþjálfunar og grein- ir frá hvernig álagið í þjálfun 1. deildar manna ætti að vera nú í júlí. Ráðstefnan er öllum opin. Liesen, sem hefur hlotið viður- kenningar fyrir rannsóknir í íþróttalæknisfræði, hefur starfað við rannsóknir og kenslu við þjálf- unarmiðstöðina í Köln frá opnun hennar þar sem m.a. er unnið að þjálffræði með tilliti til hámarksár- angurs, íþróttalæknisfræði og þætti tengda þjálfun og keppni. Hann hefur verið fastur kennari hjá þýska knattspyrnusambandinu síðan 1982 og er íþróttalæknir þess, en hefur auk þess verið íþróttalæknir þýska hokkísambandsins og skíðasam- bandsins. Hann hafði yfirumsjón með heilsufari þýsku landsliðs- mannanna, þegar Franz Becken- bauer var yfirþjálfari, og var ábyrg- ur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu leikmannanna á HM í Mexíkó 1986 og á Ítalíu 1990. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ Helgi med þrennu FRAMARAR sýndu hvers þeir eru megnugir, þegar þeir unnu Fylkismenn 5:0 í 1. deild karla á Laugardalsvelli ígærkvöldi. Helgi Sigurðsson var með fyrstu þrennu sína fyrir Fram, en Atli Einarsson gerði tvö mörk. Cylkismenn voru aðgangsharðari ■ fyrsta stundarfjórðunginn, en þá tóku Framarar við sér, einbeittu ______ sér að hröðu og SteínþóT markvissu spili og Guðbjartsson uppskáru eins og til skrffar var sáð. Öll mörkin komu eftir vel út- færðan og skynsaman leik, en ákaf- inn bar Fylkismenn ofurliði; ýmist klúðruðu þeir færunum sjálfir, létu sóknarmenn Fram hirða boltann af sér og snúa vörn í sókn eða Birkir Sigurðsson var á réttum stað í marki heimamanna. Steinar Guðgeirsson lék á miðj- unni hjá Fram og var allt annað að sjá til piltsins en í undanförnum leikjum. Leikur Fram var líka allt annar og betri en uppá síðkastið. Sjálfstraustið var til staðar, menn unnu saman sem ein heild og sér- staklega voru framheijarnir þrír, Helgi, Atli og Valdimar Kristófers- son duglegir að sækja boltann aftur að ekki sé minnst á frammistöðu þeirra í sókninni. Ríkharður Daða- son var einnig öflugur á'vinstri kantinum. Varnarmennirnir áttu einna helst í vandræðum með að koma boltanum á samheija, en Kristján Jónsson og Helgi Björg- vinsson stóðu samt vel fyrir sínu. í stuttu máli, sterk liðsheild og mjög svo sannfærandi sigur. Fram- arar sýndu að þeir hafa lært af mistökum í fyrri leikjum, að árang- ur næst aðeins með því að leggja sig fram. Fylkismenn þurftu ekki að tapa svona stórt. Byijunin lofaði góðu, en kappið var meira en forsjáin í sókninni og varnarleikurinn ekki til að hrópa húrra fyrir. Leikmennirnir náðu ekki saman og því fór sem fór þrátt fyrir sóknartilburði. Helgl Sigurðsson Ia^^Framarar náðu gagnsókn á 23. mínútu. Atli Einarsson ■ fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Fylkis, lék áfram og lét vaða með þrumuskoti rétt utan vítateigs. Boltinn fór í netið niðri út við stöng, hægra megin við Pál Guðmundsson, markvörð. 2m ^\Framarar létu knöttinn ganga manna á milli á 28. mínútu. ■ %#Ríkharður Daðason fékk boftann út í vinstra homið, lék á mótheija og gaf fyrir markið, þar sem Helgi Sigurðsson kom aðvíf- andi og skoraði af Öryggi. 3> J^Steinar Guðgeirsson tók aukaspyrnu við vinstri hliðarlínu á ■ \#miðjum vallarhelmingi Fylkis á 49. mínútu. Hann sendi beint á kollinn á Helga Sigurðssyni, sem skallaði glæsilega í netið úr miðjum vítateignum. 4>#|Steinar fékk boltann á milli vítateigs Fylkis og miðju á 56. ■ \#mínútu. Hann gaf fram og til vinstri á Valdimar Kristófers- son, sem sendi fyrir markið. Þar var Atli Einarsson kominn við fjær- stöng og átti ekki í erfiðleikum með að skalla í markið. 5B^%Valdimar fékk boltann út á hægri kant á 86. mínútu. Hann ■ l#var snöggur að átta sig og sendi innfyrir vörn Fylkis, þar sem Helgi Sigurðsson var mættur og eftirleikurinn var auðveldur. ■ GUÐMUNDUR Þórðarson hef- ur gert samning við ÍR um að leika áfram með 1. deildar liðinu í hand- knattleik á komandi tímabili. Hann var í umræðunni sem næsti þjálfari ÍBV. ■ FABRIZIO Di Mauro, miðvall- arleikmaður ítalska landsliðsins í knattspymu, hefur verið Iánaður fráFiorentina til Lazio, sem hefur forkaupsrétt S honum að lánstíman- um loknum. ■ BRIAN Laudrup hefur verið orð- aður við AC Milan. Talsmaður meist- aranna sagði að ekkert væri frágeng- ið, en málið ætti að skýrast í dag. ■ BAYERN Miinchen keypti mið- heijann Adolfo Valencia frá Kól- umbíu í gær fyrir þrjár millj. dollara (um 216 millj. kr.). Valencia, sem er 25 ára landsliðsmaður og kallaður „lestin", er þegar kominn til MUnchen. ■ RICHARD Chelimo, silfurhafi í 10.000 m hlaupi á ÓL í Barcelona, fær ekki að vera með á HM í Stuttg- art, nema hann verði með á úr- tökumótinu í Kenýa. ■ SAMA á við um landa hans, Yobes Ondieki í 5.000 metra hlaup- inu. ÚRSLIT Hjólreiðar Tour de France 10. leggur: 1. Tony Rominger (Sviss)....5:41.3 klst. 2. Miguel Indurain (Spáni)...sami tími 3. C. Chiappucci (Ítalíu).13 sek. á eftir 4. Zenon Jaskula(Póll.)...15 sek. á eftir 5. Alvaro Mejia (Kólumbíu)...sami tími 6. Bjame Riis (Danmörku)..........31 7. Robert Millar (Bretl.)........1:00 8. Oliviero Rincon (Kólumbíu)....2:56 9. Andy Hampsten (Bandar.).......3:06 10. Roberto Conti (Ítalíu)........3:22 Staðan eftir 11 leggi: 1. Miguel Indurain (Spáni) ...46:39.20 klst. 2. Alvaro Mejia (Kólumbiu) 3.23 mín. á eftir 3. ZenonJaskula(Póllandi)........4:31 4. Tony Rominger (Sviss).........5:44 5. Bjame Riis (Danmörku)........10:26 6. Andy Hampsten (Bandar.)......11:12 7. Claudio Chiappucci (Ítalíu)..14:09 8. Eric Breukink (Hollandi).....14:54 9. Pedro Delgado (Spáni)........15:32 10. Oliviero Rincon (Kólumbíu)...21:17 í kvöld Knattspyrna 3. deild karla Selfossv.: Selfoss - Haukar..;20 Húsavíkurv.: Völsungur - Víðir.20 Grenivíkurv.: Magni - HK......20 Sandgerðisv.: Reynir - Grótta..20 4. deild karla Varmárv.: Afturelding - Hamar..20 Keflavíkurv.: Hafnir - Ármann.20 Valbjarnarv.: Leiknir - Ægir..20 Njarðvíkurv.: UMFN - Hvatberar.,20 Hofsósv.: Neisti - Þrymur.....20 íslandsmótið í tennis íslandsmótið í tennis hefst kl. 17 í dag á tennisvöllum Vikings (telpur og drengir) og Þróttar (öðlingar), en keppt verður til úrslita í þessum flokkum um helgina. 1 næstu viku verður keppni í unglingaflokkum og ímeistaraflokkum um aðra helgi. Sundmeistaramótið Sundmeistaramót íslands verður haldið í Laugardalslaug í Reykjavík um helgina og hefst kl. 20 í kvöld, en þá verður keppt í lengri vega- lengdum karla og kvenna. GOLF Meistaramót GKK Meistaramót Golfklúbbs Kópavogs verður haldið á mánudaginn og þriðjudaginn nk., 19. og 20. júlí, á Hvaleyrarvelli í Hafnar- flrði. Ræst verður út frá klukkan 13 til 15.30. Pepsi-Schweppesmótið Opna Pepsi-Schweppesmótið verður haldið á Vífilstaðavelli 18. júlf. Glæsileg verðlaun, aukaverðlaun á 2. og 11. braut. Ræst út frá klukkan nfu. Eldmessumótið Opna Eldmesssumótið verður haldið á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 17. júlí. RC-mótið Opna RC-mótið verður haldið á Dalvfk á sunnudag. Opið mót á ísafirði Tveggja daga opið mót verður á ísafirði um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.