Morgunblaðið - 23.07.1993, Side 3

Morgunblaðið - 23.07.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 3 Anamaðkaflétta SAFN sem þetta af feitum og sællegum ánamaðki hefur verið sjaldgæf sjón í þurr- viðrinu að undanförnu. Skortur á ánamöðk- um vegna þurrka VEGNA þurrkanna að und- anförnu hefur verið erfitt að ná í ánamaðka til beitu og verð á þeim hefur hækkað. Verð á laxamaðki er veiyu- lega 25 kr. og á silungalaxi um 20 kr. en nú er þessi vin- sæla beita seld á hærra verði. Einn stórtækasti maðka- tínslumaðurinn í borginni segist vera alveg maðkalaus og verður að vökva garðinn sinn til að sjá sjálfum sér fyrir ánamöðkum í veiðiferð- imar. Hjá Veiðihúsinu Nóatúni 17 eru laxamaðkar nú seldir á 35 kr. og silungamaðkar á 25 kr. Nokkrar birgðir voru þar til í gær en eftirspumin er mikil fyrir helgar. Hjá sportvöruversl- uninni Veiðivon, Mörkinni 6, voru ekki til maðkar þegar Morgunblaðið hafði samband síðdegis í gær. Versluninni barst töluvert magn í gærmorgun en það seldist upp um leið. Þar var laxamaðkurinn seldur á 30 kr. en silungamaðkur á 20 kr. í Vesturröst voru til ánamaðkar og voru þeir seldir á 30 kr. Alveg maðkalaus „Ég hef nú ekki náð í maðk núna lengi og ég er alveg maðkalaus," sagði Hörður Smári Hákonarson sem er einn af umsvifamestu maðkatínslu- mönnum borgarinnar. Hörður sagði að þurrt tíðarfar að undanförnu gerði það að verkum að ánamaðkurinn væri djúpt í jarðveginum. Hann sagði að maðkurinn kæmi upp á yfir- borðið um leið og rigndi. Hörður sagði að það kæmi að sama gagni að vökva garðinn og kæmu þá ánamaðkarnir upp. Sjálfur sagðist hann gera þetta til að fá maðka í eigin veiðiferð- ir en sagðist ekki standa í því vegna maðka sem hann tíndi til sölu. Sjá bls. 13: Norðurá yfir 1.000 laxa. Dauði hundurinn Eigandinn gaf sig fram EIGANDI hundsins sem fannst í Kópavogshöfn hefur gefið sig fram við lögregluna í Kópa- vogi. Hann kveðst hafa aflífað tvo hunda og hent þeim í sjóinn þar sem hann gat ekki haft þá lengur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort hinn hundurinn, sem aflífaður var, verði slæddur upp úr höfninni. Hinsvegar hefur verið ákveðið að vísa þessu máli til ríkissaksóknara til frekari meðferðar. Við seljum u anægju, oryggi og vellíðan Það er tilfinningin. Ilmurinn, kyrrðin loftið, hreyfingin. Ekkert jafnast á við að vera vel búinn úti í náttúrunni. Þetta er ekkert pjatt. Maður líður áfram á góðum gönguskóm og þreytist mun minna. Þeir verða vinir manns. Matarlystin, maður! Það er svo gott að borða! Ég vil geta eldað almennilegan mat í útilegu. Já, já, ég veit að ég mátti ekki heyra minnst á útilegu en svo þegar maður kynnist þessu þá verður útiveran hluti af lífsstílnum. Bakpoki er ekki það sama og bakpoki. Það er málið. Þetta þarf allt að vera létt, traust, öruggt og einfalt. " Þeir vita náttúrlega hvað þeir eru að tala um í Skátabúðinni því þeir hafa reynsluna. Svo kom verðið mér verulega á óvart. Sumum leiðist í rigningu en mér \ finnst ekkert betra en hola mér \ ofan í góðan svefnpoka í góðu tjaldi I og láta rigninguna sem fellur / á tjaldhimininn svæfa mig. 7 -SMMR FRAMtíK Snorrabraut 60 • Sími 6 1. 20 45 Póstsendum samdægurs. Biöjiö um mynda- og verölista okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.