Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1993 11 Tríó Reykja- víkur _____Tónlist______ Jón Ásgeirsson Tríó Reykjavíkur kom fram á tónleikum sem haldnir voru í til- efni sýningar Werners Möller í Hafnarborg sl. miðvikudag. Á efnisskrá tónleikanna voru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sjost- akovitsj, Carl Hasse og Brahms. Á undan tónleikunum las Róbert Arnfínnsson leikari upp ljóð bæði- á íslensku og þýsku, eftir Einar Braga, Matthías Johannessen og heiðursgestinn Werner Möller. Fyrsta verk tónleikanna var Þrjú andlit í látbragðsleik, eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Þrátt fyrir að í gegnum allt sé byggt á síend- urteknum einföldum stefjum, er verkið í heild nokkuð slitrótt. Þar bregður fyrir stuttum og oft ein- staklega skemmtilegum og falleg- um útfærslum en það er þó aðeins undir það síðasta, sem tónbálkur- inn verður nokkuð sámfelldur. Tríó Reykjavíkur lék verkið mjög vel og einkum virðist Gunnar Kvaran sellóleikari vera í sérlega góðu formi. Tríó í e-moll, op. 67, eftir Sjostakovitsj er stórbrotið lista- verk, sterkt í formi og tónbálkur- inn samfelldur og efnisríkur. í fyrsta þættinum var sorgin vegna vinamissis ráðandi og í þjóðlegum og allt að því barnalegum söng- stefjum. Þriðji þátturinn, sem er tregafullur, er eins konar chac- Tríó Reykjavíkur. onne, þar sem fiðlan og sellóið vefja línur sínar, eins og í sam- tali, yfír síendurtekið hljómastef píanósins. Síðasti þátturinn, sem er samvaxinn þeim þriðja og lokað við tilvísun í upphaf hans, er enn ný mynd sorgarinnar, full af átök- um og stórum orðum. Þetta skáld- verk var i heild mjög vel flutt, þrátt fyrir smá erfiðleika með flaututónana í upphafí verksins og sýndi t.d. Haildór Haraldsson píanóleikari víða mjög skemmtileg tilþrif og auðheyrt að tónstíll Sjostakovitsj á vel við skarpan leikstíl Halldórs. Sem innskot og í tilefni sýning- arinnar lék Halldór þetta saklausa lag mjög fallega. Lokaviðfangs- efni tónleikanna var Tríó í C-dúr eftir Brahms. Fyrir undirritaðan var leikur Halldórs nokkuð um óf harður en meiri hljómmýkt gæfi þann voðmjúka tónblæ, sem á svo vel við meistara-Brahms, þó að auðvitað eigi hann til skarp- leg og hljómmiki! átök. Bestur var leikur hans í Scherso-þættinum og einnig í þeim síðasta, en þess- ir tveir þættir voru mjög vel leikn- ir. Fyrir undirritaðan var fyrsti þátturinn of harður. Ef píanójð er of sterkt, hættir strengjunum til að ofgera í hljóm og nálgast oftlega þau mörk, að tónninn verður sár og of þaninn, þannig tapast það fínlega og blæbrigða- munur tónmálsins verður einlitur og of spenntur. í hæga þættinum mátti heyra mjög fallegt samspil hjá Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari, en þessi þáttur er í raun einn samfelldur „Lieder“. Hvað sem þessu líður var leikur Tríós Reykjavíkur í heild mjög góður og kraftmikill, ekki aðeins í Brahms, heldur í öllum viðfangsefnunum. í raun má segja að þama sé um ákveðna túlkun að ræða og þá er spurning- in hvort athugasemdir undirritaðs eigi alls kostar við, um tónmat þeirra ágætu listamanna, sem skipa Tríó Reykjavíkur. Spænsk tónlist í Safna- húsinu á Húsavík Á MORGUN, laugardaginn 24. júlí kl. 17, halda Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Símon H. fvarsson gítarleikari tónleika í Safnahúsinu á Húsavík. Fiðla og gítar heyrast ekki oft í samleik hér á landi, en hafa verið nátengd hvort öðru í gegnum sögu tónlistarinnar. Þessi hljóðfæri eru meðal elstu hljóðfæra mannkynsins, og hafa fylgt því í gegnum súrt og sætt. Á efnisskránni verður fyrst og fremst lögð áhersla á spænska tón- list, en meðal tónskálda sem þau Hlíf og Símon leika verk eftir, eru I. Albeniz, E. Hranados, Sarasate og M. de Falla. Þessi tónskáld hafa það sameiginlegt að þau leita í smiðju spænskrar þjóðlagahefðar að efnis- inntaki í tónsmíðar sínar, en auk þess eru þau meðal helstu tónskálda Spánveija. Á tónleikunum verða einnig leikin verk eftir J.S. Bach og Gunnar Reyni Sveinsson. Hlíf og Símon eru Húsvíkingum ekki ókunn, en fyrir tveimur áram héldu þau tónleika þar. Símon hefur einnig haldið tónleika og námskeið reglulega í samvinnu við Tónlistar- skóla Húsavíkur og Tónlistarfélagið. Að loknu framhaldsnámi í Banda- ríkjunum og Kanada hefur Hlíf Sig- uijónsdóttir starfað víða, meðal ann- ars í Þýskalandi og Sviss. Undanfar- in ár hefur hún verið búsett í Reykja- vík og tekið virkan þátt í margs konar tónlistarflutningi, auk þess sem hún kennir á fiðlu við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Símon H. ívarsson gítarleikari er vel þekktur af tónlistarannendum á íslandi. Símon lauk fullnaðarprófí frá Tónskóla Sigursveins D.K. 1975 og var kennari hans Gunnar H. Jóns- son. Framhaldsnám stundaði hann yið Tónlistarháskólann í Vínarborg og lauk þaðan einleikaraprófí vorið 1980. Hann hefur starfað í Sviss, Austurríki og Svíþjóð. Símon hefur einnig sérhæft sig í flamencotónlist. Hann hefur leikið inn á hljómplötu með gítar og orgel og einnig á geisla- disk með gítar og klavikord. Símon hefur farið margar tónleikaferðir um ísland og margsinnis komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Auk þess hefur hann stjómað útvarpsþáttum um gít- ar og gítartónlist. Símon kennir á gítar við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. (Fréttatilkynning) Sigríður Gyða Þrastarlundur Sigríður Gyða sýnir vatns- litamyndir SIGRÍÐUR Gyða, listakona, sýnir verk sín í Þrastarlundi við Sog frá 26. júlí n.k. fram í miðjan ágúst. Sigríður Gyða opnar sýningu á vatnslitamyndum sínum í Þrastar- lundi mánudaginn 26. júlí. Að þessu sinni sýnir Sigríður Gyða 20 verk, öll unnin á þessu ári. Sýningin stend- ur fram í miðjan ágúst. Undirheimar íþróttanna evkOI'UPEBIUH, KlAppaatiq 25-27 101- reykjavlk. ,r Nr. 2 Ugl !isrn 1 bs5l°lp’n§L. . ReyKJavlkur, j&l’?0 6núr ~lj An;w 1 VCRZLUNfiRBRNKINN eftir Jóhönnu Tryggvadóttur Bjarnason Föstudaginn 17. júlí sl. birtist í húsakynnum Evrópuferða aðstoð- armaður lögmanns Handknattleiks- deildar Fram til að ljúka fjárnámi með nauðungarsölu innbús Evrópu- ferða, svokölluð „vörslusvipting". Upphaf málsins er að óuppáskrif- aður og óstaðfestur reikningur barst Evrópuferðum síðla árs 1989. Þar sem Evrópuferðir höfðu aldrei á nokkurn hátt skuldbundið sig gagn- vart Handknattleiksdeild Fram, þá sinntum við innheimtunni ekki. Þann 22. júní 1990 barst Evrópu- ferðum innheimtubréf þar sem skor- að er á fyrirtækið að greiða kröfu til skrifstofu lögmanns handknatt- leiksdeildarinnar, að öðrum kosti yrði hún innheimt með atbeina dóm- stóla sem óhjákvæmilega hefði stór- aukinn kostnað í för með sér fyrir Evrópuferðir. Áskorunarstefna barst Evrópu- ferðurn 28. ágúst 1990 en var lögð fram í bæjarþingi Reykjavíkur 27. sept. sama ár. Dómkröfur stefnanda voru þær að stefnda yrði dæmd til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 60.000,00 auk dráttarvaxta o.s.frv. „Málsatvik og málsástæður: Framangreind skuld er skv. fram- lögðum reikningi dags. 31.12.’89 að fjárhæð kr. 60.000,00 vegna auglýs- ingaskilta sem stefnandi setti upp fyrir stefndu á leikjum sinum í Is- landsmótinu í handknattleik 1989-90 í Laugardalshöll að ósk stefndu.“ Að ég hafí óskað þessa er upp- spuni, eins og sjá má á óuppáskrif- uðum reikningi. Það hefur enginn heimild til að skuldbinda annan aðila nema skv. sérstöku umboði. Enginn í Evrópu- ferðum nema ég sjálf hafði heimild til að skuldbinda fyrirtækið. í október 1990 fór leigubílstjóri á lögfræðistofuna fyrir mig til að kanna þetta mál og endir heimsókn- Jóhanna Tryggvadóttir Bjarna- son „ Að ég hafi óskað þessa er uppspuni, eins og sjá má á óuppáskrifuðum reikningi.“ ar hans þangað var réttarsátt „hlutafélagsins" Evrópuferðir (Evr- ópuferðir er ekki hlutafélag) án nokkurs umboðs og þessi „sátt“ gerð. Síðan er „sáttin“ gerð aðfar- arhæf. Eg reyndi ítrekað að hafa sam- band yið Handknattleiksdeild Fram til að fá leiðréttingu mála minna þar sem ég á enga aðild að þessu máli. Var mér tilkynnt „boðun vegna fjárnáms“ þann 17. nóv. ’92 en nú í vor lofaði Ragnar Steinarsson, þá- verandi formaður handknattleiks- deildarinnar, mér afturköllun máls- ins. Áður hafði ég beðið Jón Ásgeirs- son, formann stjórnar HSÍ, um lið- sinni. Það næsta sem gerðist í málinu var að komið var á skrifstofu Evr- ópuferða í mars sl. og meginhluti innanstokksmuna og búnaðar fyrir- tækisins skrifaður upp sem greiðsla á hinni ímynduðu „skuld“. í stað þess að málið væri aftur- kallað eiins og lofað hafði verið, þá var sýslumaðurinn í Reykjavík beð- inn þann 15. mars sl. um heimild til nauðungarsölu. Á morgun, þann 21. júlí, verður komið í Evrópuferðir og uppskrifað- ir hlutir fjarlægðir til fullnægingar þjófnaðinum. Eftir þá heimsókn, sem er til við- bótar fjórum innbrotum á ferðaskrif- stofuna á einum mánuði, sem kært hefur verið til lögreglu, verðum við víst að vinna verk okkar á gólfínu, símalaus, faxlaus, ljósritunarvéla- laus, án fímm skrifborða og skrif- borðsstóla, allt til að fullnægja fjár- þörf „boltafíkla" í Fram. Þjóðfélagið okkar er orðið svo sjúkt að það er hreinasti viðbjóður. Höfundur er forstjóri Evrópuferða. Ömmuflatkökur eru alveg ómissandi í ferðanestið. Mundu e Bakarí Friðriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi Slmi 91-41301

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.